Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. júni 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Nýsköpun i frystihúsum á vegum vinstri stjórnar Meira en helming lokið -43% vegna hollustuhátta Áætlunin um endur- bætur á frystihúsum landsmanna hefur verið eitt af meginverkefnum Framkvæmdastofnun- arinnar síðan hún tók til starfa. Ríkisstjórnin lagði verkefnið i upp- hafi fyrir, og nú að verkinu loknu mun hún staðfesta áætlunina sem verður stefnumarkandi um uppbyggingu frysti- iðnaðarins fram til 1976. Vinnu við áætiunina var það langt komið á síðast liðnu ári, að fram- kvæmdir við frystihús á því ári voru felldar inn i ramma áætlunarinnar. Formlega séð eru end- urbætur í frystihúsum frá árinu 1971 teknar inn í áætlunartölurnar í heild, svo að betra yfir- lit fáist yfir stöðu hús- anna. Við sl. áramót var búið að framkvæma 53% áætlunarinnar mið- að við kostnað, en 22% eiga að falla á yfir- standandi ári. Með framkvæmdum sam- kvæmt hraðfrystihúsaáætlun- inni er gert mjög stúrt átak i endurnýjun og uppbyggingu frystiiðnaðarins. Miðað við verðlag hvers árs, og þá siðari þrjú árin á verðlagi fyrstu mánaða 1974, nemur áætlunin 5.085 millj. kr., en sé hún öll færð til þessa verðlags á fyrri hluta 1974, nemur hún 6.031 milj. kr. Leitast hefur verið við að ná sem jöfnustum árs- áföngum, en hæstir eru þeir 1973 ,með 21,6% Og 1974 með 22,2% af heild. Alls falla fram- kvæmdir 96 frystihúsa undir áætlunina. Aætlunin gerir nákvæma grein fyrir skiptingu fram- kvæmda og fjármögnunar eft- ir helstu viðhorfum, sem þýð- ingu hafa, svo sem eftir lands- hlutum, tegundum fram- kvæmda, tilefnum þeirra| helstu fjármögnunaraðilum o.fl. Mestar eru framkvæmdir I Reykjanesumdæmi, 26,6% af hcild hjá 27 frystihúsum, en þar næst 17,8% á Austurlandi hjá 14 frystihúsum. Byggingar og umhverfisframkvæmdir nema 68% framkvæmda, en vélar og tæki 32%.Talið er, að um 43% framkvæmda séu vegna hollustuhátta, en 57% vegna stækkunar, hagræðing- ar, vélvæðingar o.fl. Reiknað er með almennum reglum eða venjum um lán- veitingar Fiskveiðasjóðs og annarra aðila. Þannig kemur fram, að fiskveiðasjóður muni lána 2.031 milj. kr. eða tæp 40% af áætlunarfjárhæðinni, en véla og tækjalán verði 851 m. kr. eða 16,7%. Aukaleg lánsfjárþörf, sem i hverju til- viki kemur til álita að leysa úr með lánum byggðasjóðs og at- vinnuleysistryggingasjóðs, er talin 487 m. kr. eða 9,6% af heild. Eigin fjármögnun frystihúsa eða af óvissum uppruna verður þá um þriðj- ungur, 1.716 m. kr. eða 33,7%. Endanlegar ákvarðanir um útlánafjárhæðir stofnlána- sjóðanna eru þó ekki teknar fyrr en um hvert ár sérstak- lega og með hliðsjón af rikj- andi ástandi i efnahagsmálum og á fjármagnsmarkaði. Er ætlunin, að gerð verði árleg úttekt á þvi, hvernig áætlun- inni miðar. Að lokum skal rakið, hvaö áætlunin gerir ráð fyrir mikl- um framkvæmdum i hverjum landshluta. 1 Reykjanesumdæmi eru 27 frystihús i áætluninni og fram- leiddu þau um 22% af lands- framleiöslu frystihúsa árið 1972. Þau fá i sinn hlut um 27% framkvæmdanna eða um 60 miljónir á hvert hús. Reykjavik: 8 frystihús með um 10% framleiðslunnar árið 1972. Fá samtals um 9% af framkvæmdunum eða um 70 miljónir króna hvert. A Vesturlandi eru 10 frysti- hús innan rammaáætlunar- innar. Þau höfðu um 11% framleiðslunnar 1972. Hlut- deild þeirra af heildar fram- kvæmdum verður um 11% eða um 65 miljónir á hús. Vestfirðir: 14 hús með um 16% framleiðslunnar munu njóta um 14% framkvæmd- anna, 60 miljónir á hús. Norðurland vestra: 6 frysti- hús, 3% framleiðslunnar, fá 6% framkvæmdanna eða um 63 miljónir hvert. Norðurland eystra: 9 frysti- hús innan áætlunarinnar sem höfðu alls 10% framleiðslunn- ar. Þau munu njóta um 8% framkvæmdanna eða um 53 miljónir hvert hús. A Austurlanditekur áætlun- in til 14 frystihúsa sem höfðu um 12% framkvæmdanna eða um 77 miljónir á hús. A Suðurlandi eru 8 frystihús með um 16% framleiðslunnar. Þau njóta um 8% fram- kvæmdanna og fá um 57 miljónir hvert hús, samkvæmt áætluninni. hj— MnHMwwnMiiwmwiH m m m « w n u mi R « niwniwninnwM Albert Einarsson: Seljendur ákœra Þau pólitlsku málaferli sem nú eru í uppsiglingu eru þær mestu pólitlsku ofsóknir sem islensk al- þýða hefur orðið vitni að. Hér er ekki um það aö ræða að það séu nokkrir einstakir blaðamenn og baráttumenn fyrir brottflutningi herstöðvanna frá Islandi, sem eru ákærðir, heldur er verið að ákæra þúsundir Islendinga, sem heils- hugar taka undir það sem sagt hefur verið á siðum Þjóðviljans og annarsstaðar varðandi „Varið land” og undirgefni aöstandenda „Varins lands” við bandariska heimsvaldastefnu. Hinir islensku „varnarliðs- menn”, aðstandendur „Varins Lands”, eru i raun og veru mála- liðar bandarisku heimsvalda- stefnunnar, hvort sem launin eru andleg hugarfróun I þvi,að hafa yfir sér hangandi arðránskerfi auövaldsins varið af ekta ameriskum hermönnum eöa kerfisbundinn efnahagslegur gróöi af auövaldsþjóðfélaginu is- lenska? — en það er jú yfirlýst stefna drottnara hernámsliösins, bandarisku stjórnarinnar, að vinna að eflingu þess efnahags- kerfis (og stjórnmálakerfis) sem tiökast á vesturhveli jarðar, þ.e. aröránskerfi auðvaldsins. Margir eru eRaust undrandi yf- ir þeirri dirfsku „varðliöanna” aðstandenda „Varins Lands” að þora að leggja út i stórkostleg málaferli út af, I raun og veru, sauðmeinlausum orðum, og væri nær að ætla að prófessorar og aðrir tignarmenn kysu heldur að svara ummælum og „ásökunum” I sömu mynt, þ.e. með oröum á opinberum vettvangi. En svo er ekki og ástæðan enganveginn sú að þetta séu pennalatir menn eða óframfærnir, heldur sú að aftur- haldinu á Islandi hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það þorir aö leggja út I harða baráttu og þá að sjálfsögðu i skjóli þess réttarkerfis sem það sjálft hefur komið á laggirnar til verndar hinum borgaralegu rétt- indum auðvaldsþjóðfélagsins. ts- lensk alþýða kysi aldrei yfir sig löggjafarþing til að ákveöa lög sem beinast gegn hagsmunum hennar nema þvi aðeins að henni sé haldiö fáfróðri um lög þau sem gerð eru, en þaö er einmitt háttur ihaldsins, að halda alþýöunni fá- fróöri um réttindi sin eða öllu heldur réttindaleysi sitt gagnvart borgurum auðvaldsþjóöfélagsins sem ganga jafnvel svo langt aö troða á þeim litlu réttindum sem alþýðan þó hefur. Styrking afturhaldsins kemur i kjölfarið á æ sljórri meðvitund al- þýðunnar um pólitiska baráttu og geta allir svokallaðir vinstri menn sér um kennt að svo er komiö og þýðir ekki að elta ólar við neinn einn aðila um það hver hafi brugðist heldur læra af þvi sem gert var vitlaust eða ekki gert og efla baráttuna gegn aft- urhaldinu og valdakerfi þess. Hin pólitiska stefna afturhaldsins veröur ekki brotin á bak aftur með ræðum úr ræöustól þings eða ráögjafasamkundu né heldur með „samstilltu átaki” pólitiskra framámanna einvörðungu. Til þess þarf virka baráttu fjöldans, þvi I samstilltu átaki hans liggur það vald sem dugað getur til árangurs. Þeim pólitisku málaferlum sem nú eru I uppsiglingu verður að svara með höröum átökum fólks úr öllum flokkum og samtökum. Fólks sem þorir að standa frammi fyrir raunveruleikanum og endurtaka það sem þeir „á- kærðu” hafa sagt og skrifað og verða þar með „samsekt” um að hafa kallað undirskriftalista „Varins lands” „Votergeit-vix- il”, aðstandendur „Varins lands” „hernámssinna” o.s.frv. t þeirri baráttu sem framundan FJÁRKÚGUN í KÓPAVOGI A ágætum baráttufundi G-list- ans I Laugardalshöll, upplýsti einn ræðumanna á hvaða for- sendum núverandi meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs væri myndaður: Þegar til umræðu kom að myndaður yrði vinstri meirihluti þar, tilkynnti öflugur verktaki, að hann mundi umsvifalaust inn- heimta skuldir sinar hjá bæjar- sjóði Kópavogs (30 milj. kr.), ef framsókn hlypist á brott úr i- haldsflatsænginni. Með öðrum orðum: Núverandi bæjarstjórnarmeirihluti i Kópa- vogi er grundvallaður á fjárkúg- un, sem hingað til hefur þótt held- ur ljótt athæfi á Islandi. Skylt er að geta þess, að annar fulltrúi I- listans (fulltrúi Samtakanna) Albert Einarsson er I sambandi við pólitisku mála- ferli „Varins lands” þarf að koma til breið samfylking allra herstöðvaandstæðinga og allra þeirra sem slá vilja hring um þau lýðréttindi sem þó alþýðan i land- inu hefur fengið með baráttu sinni gegn um árin. Krefjumst þess að á- kærurnar verði dregnar til baka — tölvugögnin afhent — herstöðvarnar lagðar niður. Reykjavik 25. júni 1974 Albert Einarsson neitaði að eiga aðild að þessu samstarfi, þótt framsóknarfor- ustan léti hafa sig I það. Þetta dæmi sýnir glöggt við hverju má búast af framsókn eft- Framhald 17. siðu. Dæmum ihaldið dautt og ómerkt Heykrókur og Lögkrókur hittust i ketbúð, og varð Ket- krókur vitni að eftirfarandi samtali. I.ögkrókur: Sæll og blessað- ur, Heykrókur góður. Heykrókur: Sjálfur geturðu verið sæll. Lögkrókur: Hvað segir þú um stefnivarga? Heykrókur: Allt, sem ég hef að segja, varðar við lög og verður dæmt dautt og ómerkt. Sjálfur verö ég sektaður, tukt- húsaður og skyldaður að framfæra stefnivargana. Ég hef annað að gera við mfha peninga en eyða þeim i sektir og margt þarfara við timann að gera en hima uppi i tukt- húsi, og nóg er ómegðin, mað- ur, kona og 12 börn. Segðu mér, af þvi að þú ert nú menntamaður, nei, lögkrókur, meina ég, geturðu ekki ráð- lagt mér eitthvaö gegn yfir- vofandi fjárútlátum og tukt- húsi og vaxandi ómegð? Lögkrókur: Eg veit ekki, hvort þýðir að ráðleggja þér nokkuð, þvi að þú ert svo óráð- þægur og misvitur. Þú lifir á vinnu þinni einni saman, en kýst ihaldið i trausti þess, að kommarnir i Dagsbrún forði þér frá afleiðingunum. Þú ert eins og sauðkind, sem kýs úlf- inn til að gæta sin. Þú skriður fyrir valdinu, eins og fólk i þinni stöðu hefur gert frá ómuna tið. Þú áttar þig ekki á þvi, að i kjörklefanum hefurðu vald, meira að segja dóms- vald. Hvernig væri, að þú hættir nú að skriða fyrir vald- inu, en beittir þinu eigin valdi og kysir með sjálfum þér, en ekki gegn sjálfum þér? Þar meö dæmir þú Ihaldiö dautt og ómerkt, einangrar það og sviptir það öllum fjárráðum. Heykrókur: Ja, þú segir nokkuð. Þetta hefði ég átt að athuga fyrr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.