Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júnl 1974. Kosninga- starfið er i fullum gangi en herða Starfsfólk kosningaskrifstofu G-lstans I Kópavogi að störfum. Talið frá vinstri: Sveinn Jóhannsson, Steinar Lúðviksson, Þorkell Guðmundsson, form. kosningastjórnar AB I Heykjaneskjördæmi, Ólöf Hraunfjörð, Pétur Sumarliðason, Lovlsa Hannesdóttir, Guðbjörg Björgvinsdóttir og Elisabet Sveins- dóttir. Jóna hefur oft áður lagt Al- þýðubandalaginu lið i kosn- ingastarfi, svo við spurðum hana hvaða starf hún hefði með höndum i baráttunni og hvernig henni likaði að vinna fyrir G-listann. Dauðu atkvæðin hjálpa ihaidinu — Ég er nú aðallega I þvi að svara i sima og greiða úr fyrirspurnum eða visa þeim á rétta staði. Auk þess vinn ég hér við venjuleg skrifstofu- störf, vélrita, fjölrita o.þ.h. Það starf sem hér fer fram felst aðallega i þvi að skipu- leggja dreifingu á kosninga- blöðum og dreifiritum, að- stoða fólk sem fallið hefur út af kjörskrá, taka við utankjör- staðaatkvæðum o.fl. Mér finnst ægilega gaman að vinna i kosningum, ekki sist fyrir það að hérna er svo mik- ið af ungu og fórnfúsu fólki, sem leggur okkur lið i baratt- unni. Um kosningahorfurnar sagði Jóna: — Ég hlýt að vera bjartsýn fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins, það er svo stutt siðan fólk sá hvaða afleiðingar það getur haft að greiða at- kvæði sin hinum ýmsu flokks- brotum, sem leitast við að hafa uppi vinstri stefnu. Fólk hlýtur að fylkja sér um Al- þýðubandalagiö, þegar það hefur séð hvað dauðu atkvæð- in koma íhaldinu að miklu gagni. Óvíst um nýja vinstri stjórn Uppi á lofti á Grettisgöt- unni hittum við fyrir þau Sól- veigu Einarsdóttur, Ástriði Karlsdóttur og Erling Viggós- son. Aðspurðar um kosninga- horfur vildu stúlkurnar litið láta uppi, en kváðust þó vera bjartsýnar fyrir hönd AB. Er- lingur sagði: — Maður er nú ekki nógu bjartsýnn á áfram- haldandi vinstri stjórn. Fram- sókn hefur verið að fikra sig yfir á hægri kantinn að undan- förnu, og hefur það sést vel i þeirra áróðri. Þetta sést best á sambræðingi þeirra með i- haldinu i hinum ýmsu bæjar- stjórnum úti um allt land. Bandalagið þarf að koma sterkt út úr þessum kosning- um. Það væri staðfesting frá fólkinu i landinu um að það vildi áframhaldandi vinstri stjórn. Ég efast heldur ekki um það, að AB bætir við sig núna. Það er full þörf á þvi, að á Islandi ráði vinstri menn, en ekki einhverjir ofstækismenn á borð við þá vl-menn. Þessar aðfarir þeirra núna minna á fasistarikin sem maður þekkir til. Þeir væru burðugir þessir dekurdrengir ef þeir kæmust á togara. Ætli þeir stæðu i þvi upp á hvern dag þar að stefna hinum hásetunum fyrir að kalla þá ýmsum kjarnbetri orðum en „mömmudrengi”? í gegnum aðgerðir þessara manna er ihaldið rétt að sýna i klærnar. Það þarf enginn að fara i grafgötur með þá hættu sem stafar af endurnýjun I- haldsstjórnar I landinu eða hvernig dómsvaldinu yrði háttað i höndum þess, að mað- ur tali ekki um þá hluti sem við blasa i atvinnu- og kaup- gjaldsmálum, ef þeir kæmust að. Síðustu forvöð að koma utan- kjörstaðaatkvæðum í bakhúsi við Grettisgötu 3 er skrifstofa fyrir utankjör- staðaatkvæði til húsa. Þar hittum við fyrir þrjá menn að störfum og tókum einn þeirra, Halldór Pétursson, tali: — Kosning utankjörstaðar hefur gengið vel, hún fór hægt af stað, en það hefur verið ös upp á síðkastið. Við erum langt komnir með að sinna öllum þeim beiðnum, sem okkur hafa borist um að koma at- kvæðum i hendur réttra aðila, en ég vil minna fólk á, að nú eru siðustu forvöð að koma at- kvæöum heim i hérað. Við gerum okkar besta til að koma þeim i tima á rétta staði, en það er um að gera að drifa sig I að kjósa. Þá vil ég i lokin vekja á þvi athygli, að ef þeir sem hafa kosið utankjörstaðar eru komnir heim i sitt um- dæmi á kjördag, þá ber þeim að láta kjörstjórn þar vita, annars má ógilda atkvæði þeirra. Fjörugt starf i Þinghóli í Kópavogi Næst litum við inn i Þinghól i Kópavogi, en þar er kosn- ingaskrifstofa G-listans I Kópavogi til húsa. Þar var unnið af kappi og enginn ugg- ur i mönnum vegn'a væntan- legra kosninga. Gróa Jónatansdóttir, starfs- maður kosningaskrifstofu G-listans i Kópavogi. — Við erum almennt bjart- sýn á kosningaúrslitin i Reykjaneskjördæmi, sagði Gróa Jónatansdóttir. Ég vil þó engu spá, en vona það besta fyrir hönd Alþýðubandalags- ins. Það er aðeins eitt ráð fyrir fólk, ef það vill áframhaldandi vinstri stjórn i landinu, og það er að tryggja sigur Alþýðu- bandalagsins á sunnudaginn kemur. En árangurinn byggist að sjálfsögðu á þvi að fólk mæti til starfa á kosninga- skrifstofunum, og ég vil skora á alla þá sem vilja Ieggja okk- ur lið þessa siðusta daga að gefa sig fram, bæði þá sem geta lagt til bfla og aðra. Aðspurður sagði Sveinn Jó- hannsson, að utankjörstaðaat- kvæðagreiðslan i Kópavogi hefði gengið vel. — Við höfum unnið I samvinnu við skrifstof- una I Reykjavik og það hefur létt mikið undir með okkur. En aðalatriðið er að fólk hafi hraðann á með að koma til okkar atkvæðum sinum, til að hægt sé aö koma þeim á rétta staði i tæka tið. ráa lokasóknina Sjálfboðaliðar eru hvattir til að gefa sig fram við kosningaskrifstofur ÁB strax wmnrMiiriiiiB'iiinii ........ Starfsfólk G-listans IReykjavik aftstörfum á kosningaskrifstofunni, frá vinstri: Sólveig Einarsdóttir, Ástriftur Karlsdóttir og Erlingur Viggósson. Jóna Sigurjónsdóttir, starfs- maftur á kosningaskrifstofu G-listans i Reykjavik. Þjóðviljinn leit inn á kosn- ingaskrifstofur Alþýftubanda- lagsins I Reykjavik og Kópa- vogi I fyrradag og innti frétta af þvi hvernig starfift gengi. A skrifstofu G-listans I Reykja- vik hittum vift fyrst fyrir Jónu Sigurjónsdóttur, sem sagfti starfiö hafa gengift vel, en þaft vantaði samt fólk I vinnu, nóg væri aft gera. Skorum vift þvi á sjálfboðaliða aft gefa sig fram við skrifstofuna á Grett- isgötu 3og taka þátt i starfinu. Þá eru þeir sem hafa tök á þvi að leggja til bfla beðnir um að hafa samband við skrif- stofuna hið allra fyrsta. Enn- fremur vildi Jóna jninna á, að gengið hefði drjúgum á kosn- ingasjóðinn, sem væri ansi magur fyrir bragðið. Sérhvert framlag, hver sem upphæðin er, kemur að fullum notum og mun þegið með þökkum ' ö iiirV . ■/:■:■:.' /V. . > i ilíí . (fti- . , ■. A skrifstofu G-listans fyrir utankjörstaftaatkvæfti I Reykjavik; frá vinstri: Einar Torfason, Halldór Pétursson og Árni Steinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.