Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. júni 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Úr leikriti Darios Fos um Chile: sitt vald án þess einusinni að biða eftir leyfi frá þinginu. Eintal höföingjasleikju (úr millistétt) I tilefni þess að átta mánuðir eru liðnir frá því að alþýðufylkingarstjórn Allendes var steypt i Chile birtum við kafla úr eintali konu „úr miIlistétt eða efri millistétt" eftir Dario Fo. Þetta italska leikskáld þekkja íslendingar best af gamanmálum, en færri vita að hann er með hvöss- ustu pennum ítalíu, höf- unda hættulegastur talinn. Leikritið heitir „Þeir hafa myrt gitar” . Það er um að gera að kunna að stjórna með lýðræði, með lögum, ábyrgð og virðingu. En þegar ein- hver fer i alvöru að laga til... að breyta..já en elskan min, mað- ur getur ekki refsilaust espað millistéttina... maður verður að greiða svoleiðis mistök dýru verði..og hver verður að borga? Jú, fátækustu greyin, fyrst og fremst verkamenn og bændur, sem voru gefnar falskar vonir. Sem þú hefur blekkt. ÉG? — jú, reyndar, ég er lika sek. Ég studdi stjórn hans. Alþýðufylk- ingin hafði bara 36% atkvæða vinstrimanna. An minnar aðstoð- ar hefðu þeir aldrei komist til valda. Við áttum um það að velja að: annaðhvort fá stuðning fasista og komast i stjórnarandstöðu og missa þar andlitið.... eða styðja vinstrimenn og senda sósialista og kommúnista i stjórn til að þeir misstu andlitið. Og við kusum heldur vinstrið, en vorum alveg reiðubúin til að styðja hægri- menn... til að kála þeim til vinstri.... Já, já, ég veit að menn saka okkur um að hafa verið stillt svo til að Bandarikin gætu kæft efna- hagslif Chile. Að við höfum gert allt sem við gátum til að alþjóð- legir bankar hættu að lána til okk- ar rikisfyrirtækja. En við fengum einnig stórfint samstarf sjálf- boðaliða frá mörgum öðrum lönd- um um að lýsa þjóðnýtta kopar- innisölubann... Frakkland, ttaliu og Sviþjóð, sem eru lýðræðislegt land og sósialdemókratiskt. Hver heldur þvi fram, að það hafi verið við, sem skipulögðum og studdum það að flutningakerfið væri lamað og vinnustöðvun i öðrum greinum og að við höfum gert það i hunsku samstarfi við mafiuna? Jæja þá, svona blygðunarlaus- um og ærumeiðandi ásökunum getum við barasta svarað með þvi... að þær eru sannar. Hvað annað gátum við sosem gert! Verkamennirnir höfðu tekið þetta tal um þjóðnýtingu og félagslega stjórn alltof bókstaflega, og fjandinn hafi það, það er ekki all- ur iðnaður eins. Það eru til fyrirtæki sem menn cigabeinlinis að þjóðnýta, þvi að þau gefa engan arð, af þvi að þau eru að fara á hausinn, og þá geta menn og eiga reyndar að skella þeim yfir á rikið og láta rikið borga þrefalt verð fyrir. En það eru lika til iðnfyrirtæki sem skila miklum arði. OG ÞA EIGA MENN AÐ LÁTA ÞAU í FRIÐI. Þau eru okkar eign og stundum eru þau þar að auki i bandariskri einkaeign. Þessir snarvitlausu verkamenn byrjuðu að taka þau á Og svona var þetta með bænd- urna lika. Þurftu þeir þetta land? Þeir leituðu upp land sem ekki var ræktað og bara slógu eign sinni á það. Það voru stofnuð samvinnufélög... rauður fáni... og búms, þeir ráku hann i jörðu nið- ur... og svo áttu þeir hana. Með svona aðferð sem var eins og að drekka vatn, tóku þeir meira að segja eignarnámi veiði- lendu og golfvöll. Þetta er nú bara hneyksli. Stjórnin haföi ekki um margt að velja: annaðhvort að viðurkenna þetta eignanám eða ráðast gegn þúsundum, já meira að segja hundruð þúsunda svona óláta- belgja, þessum tritilóðu verka- mönnum og bændum. Þetta hefur verið skelfilegt, all- ar þessar rauðu tuskur á siðustu árum. Dumbrauðar, ljósrauðar, blóðrauðar, úr lérefti, hör, bóm- ull, flaueli, gervisilki, silki, nælon, terylene. 1 staðinn fyrir kaup- mála, i staðinn fyrir samninga sem gerðir eru eftir lögum og rétti... rauður fáni... svona einfalt er það, eða hvað? Og burt með skriffinnskuna... Og hvað á þá að koma i stað- inn? Stjórnleysið eða hvað? Ef maður gekk út i úthverfin, þá var hægt að sjá á hverjum degi að hver verksmiðja var með sinn litla rauða fána. Ég sá meira að segja að það var rauður fáni upp á kirkju i hreysahverfi i Santiago. Herra minn trúr. Menn ganga alltof langt þegar þeir byrja að ganga of langt. Og þar að auki vita menn að rautt fæðir af sér rautt, og i þetta skipti þýddi það hið rauða blóð. Þvi herforingjarnir fara ekki Framhald á bls. 13 Hægrisveiflan og viö gmgmgm laugardags pSspp A UNDANFÖRNUM mánuðum hefur mikið verið skrafað um valt stjórnmálaástand á Vestur- löndum. Stjórnir hafa hrunið unnvörpum og satt best að segja var okkar vinstristjórn lang- lifasta stjórn hér um slóðir, kannski að stjórn Lúxembúrg undanskilinni (gott ef hún er ekki fallin nú). Þarna kemur margt til greina eins og menn vita. I Portúgal voru menn orðnir svo leiðir á þeim fasisma, sem islenskir Natóvinir hafa aldrei haft áhyggjur af, að jafn- vel herstjórarnir gerðu upp- reisn gegn honum. I Banda- rikujunum týndust ráðherrarnir einn og einn út um bakdyr Hvita hússins vegna meinsæra, mútu- þægni og innbrota, og Nixon væri farinn sömu leið ef hann hefði ekki Kissinger á fljúgandi teppi til að beina athyglinni i aðrar áttir. EN ÞETTA ERU sérstök tilvik. Hin almennu einkenni eru póli- tiskt istöðuleysi og þreyta og mikil verðbólga. Hver er ástæðan? Velferðarþjóðfélag nýkapital- ismans hefur getað státað af all- miklum hagvexti og lifskjara- bótum, sem hafa náð til all- stórra hópa i samfélaginu. En nú vakna menn upp við þann vonda draum, að þessi velferð hefur að miklu leyti verið rekin með gúmitékkum. Hún hefur byggt á þvi, að hægt var að fá ódýr hráefni og ódýra orku frá þriðja heiminum, sem hefur verið arðrændur óspart með svokölluðum versnandi viðskiptakjörum. Hún hefur byggt á þvi, að kapitalisminn hefur framið hrikaleg afbrot gegn náttúru landanna, um- hverfi mannsins, og ekki þurft að leggja i kostnað að ráði til að bæta það tjón. Hún hefur byggt á þvi, að hægt hefur verið að fá ódýrt vinnuafl i erfiðustu, óþrifalegustu og verst launuðu verkin. 1 iðnrikjum Vestur- Evrópu haf miljónir verka- manna verið sóttar til snauðra héraða Suður-Evrópu og Norður-Afriku, án þess að þurft hafi að kosta til þeirra nema hluta af þvi sem verkafólk iðn- rikjanna sjálfra hefur tryggt sér i launum, réttindum og þó einkum húsnæði og félagslegri þjónustu. t Bandarikjunum hafa Mexíkanar, Púertórikanir og blökkumenn að sunnan gegnt svipuðu hlutverki. Ekkert þessara undirstaðna velferðar hins vestræna „meðalborgara” fær staðist til lengdar. Þeir sem arðrændir eru, rétta úr kútnum — með þeim afleiðingum að hráefni og orka hækka i verði og erlent verkafólk sækir á i kjara- baráttu. OG MEÐALBORGARINN, all- mikil! hluti hins stóra meðal- kjarahóps, hann skelfist við. Hann óttast um sina privat- neyslu og er þannig uppalinn af söluherferðum einkagróðans, að hann sér ekki út fyrir hana. Og eins og áður hefur gerst, þá leitar hann gjarna i pólitiskri skammsýni og óvissu að at- hvarfi hjá einhverjum, sem lofar öryggi og finnur handa honum sökudólga til að skella skuldinni á. Fasismi, hálffas- ismi, ómenguð hægristefna og lýðskrum riða húsum eins og fjörugustu draugar. Nýfasistar á Italiu tútna út og henda sprengjum á fundi andstæðinga sinna. Natóherstjórar rifja upp áætlanir bandarisku leyniþjón- ustunnar, CIA, um það hvernig kippa megi lýðræðislegum leik- reglum úr sambandi þegar þær verða óþægilegar i meðförum, — eins og gert var i Grikklandi. 1 Danmörk verður kjaftfor skattsvikameistari að eins- konar þjóðhetju, Tarsan i beyki- skógi, og ýmsir gera sig liklega til að fara i föt hans allt um kring. Þar og viðar tala borgaralegir foringjar sig hása um niðurskurð og þá auðvitað á samneyslu þegnanna, á aðstoð við börn, sjúka og aldraða. Um leið og fuglar eins og Hartling i þeirri sömu Danmörku tryggja rækilega gróða af fasteignasölu og kippa húsaleiguráðgjöf úr sambandi. Rammt afurhald hyggur gott til glóðarinnar i Frakklandi, þegar glaðbeittum teknókrata, Giscard d’Estaing, hefur með loðnum fyrirheitum tekist að koma i veg fyrir alþýðufylkingarstjórn — með naumindum þó. Og svo mætti lengi telja. Verðbólga er ekki sérislenskt fyrirbæri, „hægri- sveifla” ekki heldur — með til- heyrandi áformum um niður- skurð á kostnað alþýðu. ANNAR ÞATTUR þessa máls er sá, að æ stærri hópar alþýðu- fólks snúa sér frá þeim hikandi, tvistigandi, og ráðvilltu i miðju stjórnmálanna. Og til þeirra sem bjóða upp á annan valkost, önnur úrræði en hin kapitalisku. Þetta sýnir aukið samstarf og efling flokka til vinstri við hefðbundna krata i Noregi og Danmörku. Þetta sýnir nýlegur kosningasigur hins rauða liðs á italiu. Þetta sýnir frábæran árangur alþýðufylkingarinnar frönsku i mai. 1 þessum hreyf- ingum finna menn skýrari svör, fyrirheit um breytt lifskjör, sem þá eru ekki einungis metin i ein- ingum persónuneyslu, heldur eru gædd nýju inntaki. Visi leið út úr frumskógasiðferði kapital- iskrar samkeppni til samstöðu og samhjálpar vinnandi fólks. Og menn leita þar einnig að baráttufélögum i átökum um þau réttindi mannsins, sem hægrisveiflan ógnar. Hér og nú heitir þetta baráttufélag Alþýðubandalag. Vist viljum við mörg, að svör þess séu skýrari, leiðsögn þess ákveðanari, starf þess mark- sæknara. En það erblátt áfram okkar vettvangur, aðeins á honum verður staðið i sókn og vörn. Og glevmum heldur ekki þeirri sjálfsgagnrýni, að þessi vörn og þessi sókn er undir okkur komin, hverju og einu. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.