Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júni 1974. Laugardagur 29. júni 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristin ólafsdóttir les ævintýrið „Koffortið fljúg- andi” eftir H.C. Andersen i þýðingu Steingrims Thor- steinssonar. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklingakl. 10.25; Borghildur Thors kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Létt tónlist. Þekktir listamenn flytja. 14.00 Vikan sem var. Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með ýmsu efni. 15.00 Miðdegistónleikar. Fil- harmóniusveitin i Vin leikur Sinfóniu nr. 1 i D-dúr eftir Schubert; Istvan Kertesz stj. 15.30 A ferðinni. Okumaður: Arni Þór Eymundsson. (Fréttir kl. 16.00.) 16.15 Veðurfregnir. Horft um öxl og fram á við. Gisli Helgason fjallar um út- varpsdagskrána siðustu viku og hinnar komandi. 17.00 íslandsmótið i knatt- spyrnu; fyrsta deild.Jón As- geirsson lýsir frá Akranesi siðari hálfleik af leik 1A og KR. 17.45 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Heilbrigð sál I hraustum likama” eftir Þóri S. Guðbergsson.Annar þáttur. Leikstjóri: Gisli Al- freðsson. Persónur og leik- endur: Fréttamaður.... Árni Gunnarsson; Frúin... Mar- grét Guðmundsdóttir; Dimmraddaður maður... Guðmundur Magnússon; Ungfrú.... Giuðrún Þórðar- dóttir; Unglingsstrákur.... Arni Blandon; Ung stúlka... Lilja Þorvaldsdóttir; Ungur 'naður.... Július Brjánsson; ^Þröstur.... Randver Þor- láksson; Spekingurinn... Jón Júliusson; Svandis... Anna Kristin Arngrimsdóttir; Skólastjórinn... Ævar R. Kvaran; Helgi... Hákon Waage; Sveinn... Flosi Ólafsson; Þorkell.... Bessi Bjarnason; Þulur.... Jón Múli Árnason. 18.15 Söngvar I léttum dúr. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Júgóslavneskt kvöld, Stefán Bergmann mennta- skólakennari spjallar um land og þjóð, flutt tónlist frá Júgóslaviu og lesin júgó- slavnesk smásaga. 21.00 „Hversdagsleikur”, sögukafli eftir ómar Hall- dórsson.Höfundur les. 21.15 Illjómpiöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög, 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Alþýðubandalagsmenn? sem verðið fjarri kjörstað á kjördag Þjóðviljinn vill minna allt stuðningsfólk Alþýðubanda- lagsins á að nú er siðasta vik- an fyrir kosningar, og árið- andi er að þeir, sem af ein- hverjum ástæðum verða fjarri kjörstað á kjördag, Iáti ekki undir höfuð leggjast að greiða atkvæði á utankjörfundaskrif- stofu. A þá reykviska stuðn- ingsmenn Alþýðubandalags- ins, sem verða úr borginni um helgina, er skorað að kjósa án tafar, og verður utankjör- staðaskrifstofa Alþýðubanda- lagsins (Grettisgötu 3, simi 2- 81-24) þeim innan handar með bila og aðra aðstoð, ef óskað er eftir. Einnig er skorað á fólk að láta vita um þá, sem verða fjarverandi á kjördag, svo og fólk utan af landi, sem statt er i Reykjavik. Utankjörfundaskrifstofan fyrir Reykjavík er I Hafnar- búðum, simi 2-77-19. jiivsmir) b%. Indversk undraveröld. Mikið úrval af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púðaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæður, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar i öllum stæröum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. Jasmin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). Andrea Jónsdóttir: Vil ekki trúa því að íhaldið vinni á Ég ætla engu að spá um kosningaúrslitin, en ég vil ekki trúa þvl fyrr en ég sé það, að ihaldið vinni eins mikið á i komandi kosningum og margir vilja trúa. Meinið er hinsvegar, að fólk hefur það likast til of gott 1 bili, og beitir sér þvi ekki nóg, þótt það sé I eðli slnu róttækt. Indriði Jónsson: Eina vonin er að Alþýðu- bandalagið vinni stórsigur Ég tei það mjög tvisýnt hvað verður ofan á i stefnu Framsóknar eftir þessar kosningar. Ef kosningaúrslitin verða hægri sveifia, þá er það fulivist að Framsóknarflokkurinn þorir ekki annað en ganga I eina sæng með ihaldinu. Ég geri samt fastiega ráð fyrir þvi, að Al- þýðubandalagið vinni mikið á i kosningunum á sunnudaginn, og það er eina von vinstri manna i landinu að sá sigur verði sem allra stærstur. Blaðamenn Þjóðviljans voru staddir á kosningadansleik Alþýðubanda- lagsins i Sigtúni siðasta fimmtudagskvöld. Þar var húsfyllir og góð stemmning yfir mannskapnum. Hljómsveitin Pelíkan lék fyrir dansi og var sú fótamennt iðkuð af miklu kappi. Á milli komu þeir Sigurður Rúnar Jóns- son og félagar fram með sitt frábæra „alþýðupopp” og hlutu að launum mjög góðar undirtektir og veglegt klapp i lokin. Við notuðum tækifærið til að spyrja nokkra þeirra ungu kjósenda, sem þarna voru samankomnir um stjórnmálaskoðanir þeirra og kosningahorfur. Jón Þór Jóhannesson: Andstæðingar VL-ofsókna geta ekki kosið íhaldið Það fólk sem hefur viðurstyggð á málshöfðunum Hreggviðs og Co., á hendur andstæðingum sinum, kýs ekki ihaldiö. Alþýðubanda- lagið hefur sennilega sjaldan fengið sterkara kosningavopn. Ég hef trú á að f jöldinn allur af þeim, sem skrifuðu undir Votergeitvixilinn, hafi nú snúist gegn aðstandendum hans og hyggst jafnvel snúa baki við Sjálfstæöisflokknum vegna meiðyrðamálsins, sem á sér fáar hliðstæður i sögu lýðræðisþjóðfélaga. — 1 hverju liggur helst veikleiki vinstri stjórnarinnar? — Höfuðmál stjórnarsáttmálans náðu ekki framkvæmd; herinn og landhelgismáliö eru enn á dagskrá. — Hvað gerist á sunnudaginn? — Það er náttúrulega erfitt að segja með vissu um hvað gerist. Hræddur er ég þó um að ihaldið komist aö. En mér virðist þróunin i Islenskum stjórnmálum þó ekki vera vinstri hreyfingunni i óhag. A1þý^UÍiaídalagið eykur fylgi sitt jafnt og þétt á meðan vinstri flokkar, sem daðra við ihaldið dag og nótt, eru aö þurrkast út. Kosn- ingarnar á sunnudaginn verða eindregin krafa þjóðarinnar um öfl- ugan hægri og vinstri flokk, en afnám milliflokkanna. Ég sá I leiðara Þjóðviljans um daginn hvatningu til verkafólks þess efnis, að það yrði e.t.v. of seint að átta sig á ástandinu eftir 30. júni, launþegar mættu ekki bregðast á kjördag. Mér finnst þetta röng stefna stjórnmálaflokkanna, að miða allt við kjördag, það er aldrei of seint að átta sig, og þótt Alþýðubandalagið lendi i minni- hluta á Alþingi er ég sannfærður um að flokkurinn mun eflast meira en nokkru sinni fyrr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.