Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 20
n iOÐVIUINN Almennar upplýsingar um lækna- Nætur-, kvöld- og helgarvarsla þjónustu borgarinnar eru gefnar i lyfjabúða i Reykjavik 21.-27. júni simsvara Læknafélags Reykja- er i Laugarnes- og Ingólfsapóteki. vikur, simi 18888. ri 1 Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Laugardagur 29. júni 1974. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Yfirkjörstjórn telur limmiða ihaldsins brjóta i bága við kosningalög og bannar notkun þeirra: Lögreglunni sent málið ,,Ó, þú skrinlagða heimska og skrautklædda smán”. (Myndina gerði Kagnar Lár). Kosningaveðrið verður gott Eins og frá var skýrt i blaðinu i gær, kærði G-listinn áróðurslim- ingar ihaldsins fyrir yfirkjör- stjórn. Var merking bifreiöa með þessum hætti talin brjóta i bága við 4. gr. 5. tölulið 133. gr. kosn- ingaiaganna. Tók yfirkjörstjórn kæruna til greina og bannaði miðana, en kvaðst ekki eiga að halda uppi lögum og reglu utan kjörstaða og sendi þvi lögreglustjóra úrskurð sinn til fyrirgreiðslu þar. 1 úrskurði yfirkjörstjórnar seg- ir m.a.: ,,1 kosningalögum eru ekki for- takslaus ákvæði, er feli yfirkjör- stjórn afskipti af málum sem þvi, er hér ræðir um. Það leiðir þó af eðli máls og áratuga hefð, að yfir- kjörstjórn hlýtur að hafa eftirlit með þvi, að kosningar fari lög- Enn berast mótmæli: Gegn fjölda- stefnum Eftirfarandi baráttukveðja hefur Þjóðviljanum borist frá Alþýöubandalaginu i Skagafirði: Fundur i Alþýðubandalaginu í Skagafirði, haldinn fimmtu- daginn 27/6 1974, samþykkir eftir- farandi: Til ritstjóra og blaðamanna Þjóðviljans og annarra þeirra er eiga yfir höfði sér réttarfarsof- sóknir VL-klikunnar. Við heitum ykkur samstöðu okkar og virðingu, er þið sætið nú dóm- stefnum fyrir að hafa skoðun og fyrir að rækja störf ykkar. Við bendum á, aðsú árás, sem nú er á ykkur gerð, er jafnframt árás á prentfrelsið á Islandi. Við lýsum dýpstu fyrirlitningu okkar á forustumönnum „Varins lands”, er ekki hafa treyst sér til að verja skoðanir sinar á venjulegan hátt, en hyggjast nú refsa and- stæðingum sinum með fésektum og fangelsi. Slik auvirða má aldrei hljóta uppgang á Isiandi. Félagar, við sendum ykkur baráttukveðjur. Niður með fasismann! Málverka- sýning á Seltjarnar- nesi Sigurður Arnason opnaði mál- verkasýningu sl. laugardag i tþróttahúsinu á Seitjarnarnesi. Sýningin hefur gengið mjög vel, flestar myndirnar selst og aðsókn verið með ágætum. Sigurður sýnir 49 oliumálverk, sem flest eru máluð á þessu og siðasta ári. Sýningunni lýkur á sunnudags- kvöld kl. 11.00 en I dag og á morg- un er opnað klukkan 13.00. Þetta er þriðja einkasýning Sigurðar en hann hefur auk þess tekið þátt I nokkrum sdmsýning- um. lega fram á kjörstaðnum, þ.e. I þeim húsakynnum, þar sem kosn- ing fer fram, og i næsta nágrenni, sbr. niðurlag 4. tölul. 133. greinar kosningalaga. Hins vegar kemur ekki til álita, að yfirkjörstjórn geti haft almenn afskipti af merkingum bifreiða utan kjörstaða, eins og þeir eru skilgreindir hér að framan, sbr. 5. tölul. 133. greinar kosningalaga. Með hliðsjón af efni orðsend- ingar þeirrar, er fylgdi áður nefndum limmiðum, litur yfir: kjörstjórn svo á, að ekki verði hjá — Það er ekki nærri þvi komið að Póstur og simi séu i greiðslu- þrotum, sagði Brynjólfur Ingólfs- son, ráöuneytisstjóri i samgöngu- ráðuneytinu, en undir það heyra póst- og simamál. — Það er mikið fé, sem flýtur þarna út i einu, sagði Brynjólfur ennfremur, en það kemur einnig inn fé, og þetta jafnar sig smátt og smátt. Tilefni þess að blaðið sneri sér til ráðuneytisins var það, að Morgunblaðið málar rétt einu sinni skrattann á vegginn i gær, er það flytur falsfrétt um yfirvof- andi greiðsluþrot Pósts og sima. Brynjólfur sagði einnig: — Það er ekkert nýtt, að Póstur og simi hafi ekki getað upp á dag greitt út það fé, sem stofnuninni er ætlað. Það hefur margoft gerst, að hún hafi fengið frest á greiðslum án þess að það þætti fréttnæmt. þvi komizt að telja miðana til auökenna af þvi tagi, sem greinir i 4. og 5. tölul. 133 greinar kosn- ingalaga. Yfirkjörstjórn telur þvi óheim- ilt að hafa umrædda limmiða á bifreiöum á kjörstöðum eða i næsta nágrenni þeirra, meðan kjörfundur stendur. Sama á að sjálfsögðu við um aðrar sambærilegar merkingar, ef á reynir. Eintak af áliti þessu verður sent lögreglustjóranum i Reykja- vik.” Þvi má bæta við, að útgreiðslur þær, sem Póstur og simi hefur þurft að inna af hendi eru mun hærri en gert var ráð fyrir I áætl- unum, og þá þvi að allnokkuð af þvi fé, sem eftir er að greiða út, á stofnunin á bankareikningum og verulegar fjárupphæðir eru enn óinnheimtar til Póstsins. Samkvæmt upplýsingum póst- giródeildar Pósts og sima hefur stofnunin þegar greitt út tæpar 900 miljónir króna vegna orlof- greiðslna það sem af er árinu. Ráðuneytið segir frétt þessa ekki komna frá þvi til Morgun- blaðsins, og deildarstjóri póst- giródeildar Pifsts og sima segir hana ekki heldur frá sér komna. Vegna þess sakar þvi ekki að geta þess, að einn af dálkaskrif- urum Morgunblaðsins, Páll Danielsson, er starfsmaður hjá Pósti og sima og ber starfsheitið hagdeildarstjóri, en hagdeild fylgist með öllum fjármálum stofnunarinnar. —úþ tJtlit er fyrir gott veður þessa kosningahelgi. Veðurstofan tjáöi okkur i gærdag, að veðrið um helgina yrði svipað og það var i gær: Hæg norðanátt um allt land, sólskin sunnan- og vestanlands, en skýjað fyrir norðan og austan, kaldara en hér á Suðurlandi og jafnvel smáskúrir. Veðurbliðan mun eflaust vekja upp einhvers konar kenndir með náttúrunni i taugum margra bæjarbúa — og eflaust hafa margir kosið utan kjörstaðar Hvað sagði Pabbi? Hvað skyldi pabbi hafa sagt við Astu Briem, gamla vin- konu mina, daginn sem ég birti viðtal við hana I Þjóðvilj- aniim? Eitthvað hlýtur það að hafa verið merkilegt, þvi kon- fyrir helgina, og þeytast nú um sveitir lands á bilum slnum. Og ekki er að efa, að ferðaskapið verður til muna betra, hafi ferða- fólkið haft vit á að kjósa rétt. Eflaust verður kosningadagur- inn langur hjá mörgum, þvl út- varpað verður kosningatölum svo til alla nóttina. Þvl er rétt aö benda áhugasömum ökuþórum á að taka lifinu heldur með ró, ætli þeir sér að eiga þrek afgangs á sunnudagskvöldið og fylgjast þá með talningunni. — GG an labbaði sig samstundis nið- ur á Mogga og sagði sinar far- ir þar ekki sléttar af viðskipt- um við undirritaðan blaða- mann Þjóðviljans. Ég skal fúslega játa; að ég undraðist þær ágætu breyting- ar, sem mér virtust orðnar á hugarfari Ástu Briem, þegar ég ræddi við hana á Lauga- veginum. Birti ég með mikilli gleði ummæli hennar, þar sem hún lýsti vanþóknun sinni á málaferlum VL-manna gegn starfsfélögum minum og sam- þykkti glöð i bragði að það yrði haft eftir henni opinber- lega. Ræddi hún við mig kosn- Framhald á 17. siðu. Dæmisögur um notagildi tölvuskrár Tvær eftirfarandi dæmisögur „notagildi” tölvuskrár VL ættu að leiða I Ijós hluta þeirra möguleiKa sem handhafar skrárinnar hafa til að vinna „fljótt og vel”. A einum vinnustað hér I borginni, þar sem tugir manna vinna, var gengið um með „Watergate”-vixil- inn á sinum tima. Aðeins þrir af starfsmönnunum fengust til að skrifa á vixilinn. Þegar limmiðarnir frægu, sem ihaldið lét gera fóru i dreifingu, ÞA FENGU AÐEINS ÞESSIR ÞRÍR STARFS- MENN MIÐANA SENDA HEIM! Hin sagan er á þá leið, að stúlka ein sótti um vegabréfsáritun til Bandarikjanna fyrir nokkru og sótti um hana hjá bandariska sendi- ráðinu. Hún hyggst fara þangað til framhaldsnáms. Hvernig sem á þvi stendur, þá fékk hún UPPHRINGINGU TVEIM DÖGUM SÍÐ- AR FRÁ KOSNINGASKRIFSTOFU SJALFSTÆÐISFLOKKSINS og var hún spurð hvort hún ætlaði ekki að kjósa, áður en hún færi út! Tilhæfulaus ýkjufrétt i Morgunblaðinu Ekkert greiðsluþrot segir Brynjólfur Ingólfsson róðuneytisstjóri i samgönguróðuneytinu um fjórhagsstöðu Pósts og sima

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.