Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júni 1974. Við skoðum framboðslistana KONUR 17,4% FRAMBJÓÐENDA Af 556 frambjóðendum til alþingiskosninganna á sunnudaginn kemur eru konur samtals 97 eða 17,4%^ sem er þrátt fyrir allt held- ur hagstæðara hlutfa^l en í bæja- og sveitarstjornar- kosningunum, — þá voru þær 16,5% frambjóðenda. Hinsvegar er hætt við að hlutfall kvenna á þingi verði samt enn lægra en í bæja- og sveitarstjórnun- um, því f lestar eru konurn- ar í algerlega vonlausum. sætum á framboðslistun- um til þings. 7,2% bæja- og sveitastjórnaf ulltrúa nú eru konur. Hlutfall kvenna á framboðslist- unum er talsvert misjafnt eftir kjördæmum og einnig eftir flokk- um. Flestar konur eru i framboði i Reykjavik, 40 af 170 frambjóð- endum á 8 listum eða 23.5%. Lægst er hlutfallið i Austurlands- kjördæmi. Þar eru aðeins 5 konur af 50 frambjóðendum eða 10%. 1 Reykjaneskjördæmi eru konur 11,1% frambjóðenda, þe. 7 af 63; i Vesturlandskjördæmi 22%, 11 af 50, á Vestfjörðum 12%, 6 af 50, i Norðurlandskjördæmi vestra 20%, 10 af 50, á Norðurlandi eystra 14,3%, 9 af 63 og á Suðurlandi 15%, 9 af 60 frambjóð- endum. Flestar hjá Alþýðubandalaginu Eins og fyrri daginn er það Al- þýðubandalagið sem flestar hefyir konurnar meðal frambjóðenda eða 24 af 98, sem er 24%. Það er auðvitað alltof litið þótt skárra sé en hjá hinum flokkunum og þarmeð, er ekki verið að kasta rýrð á karlframbjóðendurna. Þótt Alþýðubandalagið komi þannig vel út i samanburðinum verður samt að gagnrýna fram- boð þess á Austurlandi að þessu ORÐ Hvenær ,,ungir og fallegir" karlar? — Nú krefst ég þess, sagöi Siljabálreið þegar hún hringdi eftir að hafa fengið Þjóðvilj- ann um daginn, — að næst þegar þið birtið mynd af ung- um karlmanni eða mönnum standi i textanum: „þessa ungu og fallegu karla (eða pilta) hittum við... osfrv.” í þessum myndatexta kem- ur það ekkert málinu við, hvernig stúlkurnar lita út og það getur hvortsemer hver sem er séð sjálfur. Hvers- vegna fengum við ekki að heyra, að þær væru áhuga- samar eða duglegar t.d. þarna hjá Togaraafgreiðslunni? Þetta er alveg rétt hjá Silju og hreint makalaust að mas. Þjóðviljinn skuli stundum ó- sjálfrátt gefa stúlkum svona einkunnir, hvað sem um er að ræða, — hvort sem þær skara framúr i iþróttum, sleikja sól- skinið á götuhorni eða ljúka háskólaprófi. Ég veit ekki hvort þetta er einhver misskil- inn kavaléraháttur — það eigi að slá ungum konum gull- hamra fyrir útlit þeirra — eða bara hugsunarlaus ávani. Allavega hef ég svo oft ergt mig yfir þessu lika, að einu- sinni var búið að gera sam- komulag um, að þegar svona- lagað sæist i blaðinu yrði sett eitthvað samsvarandi undir næstu mynd af karlmönnum án tillits til tilefnis myndbirt- ingarinnar. Þessvegna fékk lika sýslunefnd Arnessýslu einkunnina: Þessir fögru og föngulegu menn skipa... Biddu, Silja. Bráðum koma „ungir og fallegir karlmenn” t.d. frambjóðendu eða þh.. Gaman á togarabryggju Þessar ungu og falleRu stúlkur hiltuin vift niftri & togarabrjggju þar »era þatr vorn aft þvo Tesiafskfiruifrifr togaramim Engey. Þafr hcita I»6ra Stetánsdcíttir t.h. og Sigriftur Jóliaimsdóttir og sögftust a:tla aft vinna hjá Togaraafgrríðsiunni i sumar, sögftust reyndar haia unnift þar einuig i fyrrasumar. iLjósm. S.dór). Pabbi gaf — einn? Kona, sem fylgdist með fréttum af heimsókn ólafs Noregskóngs sagðist hafa tek- ið eftir, að hann hefði vist bara átt eitt foreldri, föður sinn, annars var yfirleitt ekki getið. T.d. hefði verið sagt frá að þegar hann var 3ja ára hefði „pabbi hans” gefið honum skiði. — Ætli það hafi nú ekki verið foreldrarnir báðir, nema þetta sé svona allt öðruvisi hjá kóngafólkinu, sagði konan. Þá sagði hún upp Hve langt telja vinnukaup- endur sig eiginlega geta geng- ið i mismunun eftir kynjum? Þóra Guðmundsdóttir, sem unnið hefur á Farfuglaheimil- inu, kom og sagði sinar farir ekki sléttar. Hún hefur unnið þar siðan i fyrra og borið ábyrgð á og séð um rekstur gistihússins. I fyrra voru þær tvær, sem önnuðust starfið, fengu hvor 12.500 krónur á mánuði i kaup ásamt litilli i- búð og 15% af gistinóttum yfir veturinn, en þær eru fremur fáar, segir hún. Að undanförnu hefur hún verið ein með starfið, en i þvi felast m.a. hreingerningar, bókhald, ábyrgð á fjármunum oþh. Vinnutiminn er alla morgna og á skrifstofu siðdeg- is kl. 5—7 en auk þess hefur hún verið bundin til kl. 11 á hverju kvöldi, þ.e.a.s. hefur orðið að vera við i ibúð sinni I litlu húsi við hliðina á gisti- heimilinu ef einhver kæmi og svara þar síma. Fridagar eru engir, ekki einusinni á sunnudögum og helgarálag ekkert á xaup. En launin hafa núna að undanförnu verið 40 þúsund krónur á mánuði auk húsnæðis, sem er 3 litil her- ' bergi og eldhús. Þóra tók stúdentspróf i vor og var tiltölulega ánægð með þessi kjör þangað til hún upp- götvaði, að piltur, jafngamall henni með sömu menntun, sem nú starfar þarna lika 5 daga i viku kl. 1—5 og tvö kvöld kl. 8-lOjfær 80 þúsund krónur á mánuði. Hann fer að visu stundum i ferðalög um helgar sem leiðsögumaður, en það er sjálfboðaliðsstarf, sem hann getur allteins fengið aðra i. — Ég álit okkur jafnfær og störfin sambærileg nema minn vinnutimi er lengri, sagði Þóra. Hann hefur auð- vitað ekki húsnæði, en það kemur ekki til mála, að hægt sé að meta það á 40 þúsund á mánuði. Mér finnst svona ó- réttlæti óþolandi. Þóra er nú búin að segja upp vinnunni, en vildi segja þessa sögu hér öðrum konum til varnaðar. Það eru ekki sist lit- il fyrirtæki, sem svina á kon- um að þessu leyti... 16 tíma eða 160? Sigriðurleit hér inn rétt eftir að samið var við læknana um vaktavinnu þeirra. — Hafið þið athugað, spurði hún, að það tekur verkakonu 160 tima að vinna fyrir þvi sama og læknarnir fá fyrir 16 tima? Og þá er plássið ekki meira i dag. Margt biður birtingar i belgnum, en hættið samt fyrir alla muni ekki að skrifa og hringja. Hittumst sigurreif eftir kosningar! —vh leyti ásamt framboði Fram- sóknar i sama kjördæmi, Alþýðu- flokksins á Reykjanesi og Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi, en á þessum fjórum framboðslistum eru alls engar konur. Af saman- lagt 8 mönnum á listum Lýð- ræðisflokkanna þriggja eru held- ur engar konur. Kommúnistasamtökin Marx- leninistarnir eru með 5 konur af 24 i framboði i Reykjavik og af samanlagt 34 frambjóðendum Fylkingarinnar i Reykjavik og á Reykjanesi eru 6 konur. Hlutfallstala kvenna af fram- bjóðendum aðalflokkanna fjög- urra auk Alþýðubandalagsins, sem áður er getið, er annars þessi: Af frambjóðendum Alþýðu- flokksins eru konur 17,3% eða 17 af 98. Hjá Framsókn eru konur 14.3% frambjóðenda, 14 af 98. 15,3% frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins eru konur, 15 af 98. Og á listum Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna eru kon- ur 16.3% frambjóðenda, 16 af 98. En í hvaða sætum? En svo eru það sætin. Það er nefnilega ekki nóg að hafa konur einhversstaðar til skrauts á list- unum ef þær eru þar i vita von- lausum sætum, og svo er þvi mið- ur um flestar. Burtséð frá úrslit- um siðustu kosninga og óljósum vonum og útreikningum skoðum við hér^ hve margar konur eru fyrir ofan miðju á framboðslist- unum og hve margar i þrem efstu sætum úti á landi og sex efstu i Reykjavik. 1 Reykjavik er þetta þannig, að alls eru 19 konur fyrir ofan miðju á sjö fullskipuðum framboðslist- um og 6 konur i sex efstu sætum listanna. Milli flokkanna skiptist talan þannig, að á G-lista Alþýðu- bandalagsins eru 4 konur ofar miðju, þaraf 3 i einhverju af 6 efstu sætunum. Hinir listarnir eru með eina konu i sex af efstu sæt- unum, nema Framsókn með enga. En ofar miðju eru 4 á A- lista, 3 á B-lista, 3 á D-lista, 2 á F- lista, 2 á K-lista og 1 á R-lista Fylkingarinnar. Oti á landi er enn lægra hlutfall kvenna i efri sætum listanna. 1 Reykjaneskjördæmi eru 3 konur ofar miðju á 6 framboðslistum, þaraf ein i 3. sæti hjá Framsókn. 1 Vesturlandi eru 3 ofar miðju á 5 listum, ein i 3. sæti hjá Alþýðu- bandalaginu. A Vestfjörðum eru 4 konur á efri hluta listanna, þaraf 2 i 3. sæti, hjá Sjálfstæðisflokkn- um og Samtökunum. 1 Norður- landskjördæmi vestra eru 5 konur ofar miðju, þaraf 3 i 3. sæti á B, D og G-lista. A Norðurlandi eystra eru 4 konur ofar miðju á lista, þaraf 3 á lista Alþýðubandalags- ins, ein er i 2. sæti, á G-listanum. 1 Austurlandskjördæmi er aðeins ein kona ofar miðju á lista, engin i 3. sæti eða ofar og á Suðurlandi eru 4 konur fyrir ofan miðju á list- unum, en engin i neinu af þrem efstu sætunum. Alls skipa 10 konur 3. sæti á lista. Aðeins ein hefur komist of- ar, það er Soffia Guðmundsdóttir, sem er i 2. sæti á lista Alþýðu- bandalagsins i Norðurlandskjör- dæmi eystra. Engin kona er i efsta sæti lista hjá neinum flokki. —vh / Laugardagur 29. júni 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Klæðnaður „skrifstofustúlkunn- ar” minnir mest á vændiskonu. Ef einhver skilur af hverju þessi mynd er sett i verkalýðsblað þætti mér vænt um að fá skýringu á þvi, mér hefur helst komið i hug að hér sé formaðurinn að minna á, að hann hefur innleitt lokun alla laugardaga I verslunum svo að skrifstofufólk o.fl. verða að hlaupa i spreng til þess að geta gert hclgarinnkaup. Ritstjórinn viröist hafa tekið ást- fóstri við þá stétt kvenna, sem sýnd er á þessari mynd. Enn við sama heygarðshornið; fari kvenfólk i einkaritarastörf, þá er það iagst undir yfirmanninn um ieið. Roskinn istrubelgur og blómstr- andi kvenmaður, jú hér heitir hún þvottakona, en hugarfarið það sama. Hér er greinilega verið að láta að þvi Iiggja að einkaritarar haldi við forstjórann til þess að fá betri laun. Þessi er nú alveg gasaiega snið- ug, sérstaklega fyrir konur sem hafa lent i erfiðum fæðingum, að minnast þess, þegar þær sjá þessa mynd. Þessi var textalaus; ætli hug- myndafiugið hafi verið þrotið? Hvaöa kona vill láta smána sig í eigin stéttarblaði? Lítiö á myndirnar sem formaður VR og frambjóöandi íhaldsins telur sæma að birta í hátíðablaði félagsins Þegar ég var barn var verka- lýðsbarátta og verkalýðsfélög óað skiljanleg i huga minum. Þegar ég svo fór i verkalýðsfélag sjálf þá bjóst ég við að það félag berð- ist fyrir rétti hinna lægstlaunuðu til þess að þeir yrðu ekki niður- lægðir og smánaðir af hinum sem meira bera úr býtum af þessa heims gæðum. Svo barst mér blað, það er há- tiðarblað i tilefni af 15 ára afmæli félagsins. 1 þessu blaði birtust „skrýtlumyndir”,,ég var i fyrst- unni ekki viss um hvort ég héldi heldur á „Playboy” ellegar „Hudibras”, eða verkalýðs- blaðinu minu. t félaginu eru nefnilega kaup- taxtar allt niður i 32.998,00 á mán- uði. Haldið þið að nokkur karl- maður sé ráðinn uppá slikt? Nei takk,enginn lætur bjóða sér þau þær verða enn að gera sér þetta að góðu. t Verslunarmannafélagi Reykjavikur er kvenfólk i meiri- hluta, þetta er eitt allra stærsta verkalýðsfélagið með yfir 5000 meðlimi. Nú búast vist flestir við þvi að forsvarsmenn félagsins myndu ekki nota 15 ára afmæli fé- lagsins til þess að smána og niðurlægja þær konur sem greiða kaupið þeirra að hluta með fé- lagsgjöldum sinum, en nú vil ég láta alþjóð dæma um það og birta hér myndir þær sem i blaðinu eru. Þetta blað er kostað af félags- mönnum með 2% framlagi sem tekið er af ársgjaldinu. Vill nokk- ur kona borga svona óþverra- myndir i sinu eigin verkalýðs- blaði? Ekki trúi ég þvi að ó- reyndu, þið sýnið það á sunnu- daginn. Kristin Jónsdóttir. SPJALL Á GÖTUNNI Ætli ihaldið nái ekki hreinum meirihluta i kosn- ingunum á sunnudaginn, sagði ungur maður sem Þjóðviljamenn stöðvuðu á götii í gærdag — og hann hló um leið: Það held ég verði nú ástand i landinu, eða mórallinn, maður lifandi! En ekki voru allir á þvi, að leyfa gálgahúmornum að taka öll völd. Gunnar Finnsson Gunnar Finnsson, útgefandi: Hvort ihaldið nái meirihluta? Nei, þeir vinna kannski eitthvað á — jafnvel að þeir fái fjögur eða fimm þingsæti til viðbótar, þvi að kratarnir kjósa þá. íhaldið gleyp- ir kratana likast til endanlega núna. Hvernig verður stjórnin — framsókn ásamt ihaldi? Nei, fjandakornið. Það er al- deilis óeðlilegt að tveir stærstu flokkarnir stjórni saman, en það er vont að spá, maður vonar bara að það verði áfram vinstri stjórn og til að svo megi veröa, þá styð ég Alþýðubandalagið. Björn Sigurösson Björn Sigurösson, stýrimaður: Ég held það hljóti að verða stjórnarskipti, þar sem þingið splundraðist. Sjálfsagt verður ihaldið i stjórn, en ég get ekki enn gert mér grein fyrir, hver styður það. Jóhannes Lúðviksson Jóhannes Lúðvíksson: Ihaldið fær 32 þingmenn og stjírnar hér um aldur og ævi frá næsta sunnudegi. Reyndar mun ég ekki leggja lóð á vogarskálina, þannig að mitt atkvæði falli á ihaldið, ‘ ég er nefnilega ekki á kjörskrá hér á landi. Og það er svo sannarlega gott til þess að hugsa, að ég skuli eiga heimili i útlöndum, þvi eftir valdatöku ihaldsins, verð ég fljót- ur að forða mér úr landi. — Hver er þá þin óskastjórn? — Fyrst verður bylting — og byltingin fæðir af sér mina óska- stjórn. Jón Karl Einarsson Jón Karl Einarsson, tónlistarnemi: Ég er nú litill spámaður, en er þó alls ekki á þvi að það verði miklar breytingar á þessari rikis- stjórn eftir kosningarnar. Það er að visu hugsanlegt, að Sjálf- stæðisflokkurinn bæti eitthvað við sig. — Verður mynduð stjórn ihalds og framsóknar? — Ég vona ekki. Birgir Heigason Birgir Helgason, verslunarstjóri: — Sjálfstæðisflokkurinn vinnur mikinn sigur núna. — Fær hann kannski hreinan meirihluta? — Nei, varla, en sigurinn verð- ur mikill samt. — Vegna krataatkvæða, sem flokkurinn fær? — Já — þó er ég ekki viss um að kratarnir kjósi okkur upp til hópa. Ég reikna hins vegar með að framsóknarmenn hópist yfir til Sjálfstæðisflokksins núna. — Og hvað með þær væntanlegu leifar af framsókn, styðja þær ihaldið til valda? — Já, það væri mjög æskileg rikisstjórn, stjórn okkar og fram- sóknar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.