Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. júnl 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA l5 Loks sigraði Valur Eftir 5 jafnteflisleiki í I. deild tókst Val loks að sigra í fyrrakvöld í leiknum við Víking Hvað eftir annað hefur aðeins vantað herslu- muninn á að Val tækist að sigra i þeim 6 leikjum, sem liðið hefur leikið i l.-deildarkeppninni. En þessi herslumunur náðist aldrei. og 5 sinnum hafði liðið gert jafntefli þegar þvi loks i fyrrakvöld tókst að sigra. Og það voru Vikingar sem fyrstir urðu til að tapa fyrir Val. Þessi sigur Valsmanna var fyllilega verðskuldaður. Þeir léku mun betur en Vikingarnir, sem aðeins reyndu hlaup og langsendingar, án þess að samleikur væri reyndur. Hitt er annað mál að flestir voru sjálfsagt farnir að sætta sig við jafn- teflið, aðeins 30 sekúndur eftir af leiktimanum. Þá allt i einu fékk Ingi Björn Albertsson stungubolta inn fyrir Víkingsvörnina,og hann var ekki í neinum erfiðleikum með að skora fyrsta sigurmark Vals i deildinni i ár. Leikurinn var allan timann fjörugur, enda mikiö i húfi fyrir bæöi liöin. Þö gerðist ekkert markvert I fyrri hálfleik fyrr en á 43. minútu. Þá var mikil pressa við Vikingsmarkiö og úr þvögunni barst boltinn til Alexanders Jóhannessonar sem átti auðvelt með að renna honum I markiö, 1:0. ÍA-KR mætast á Skaganum í dag og Keflvíkingar mæta Eyjamönnum í Vestmannaeyjum Stórleikur 7. umferðarinnar verður án efa leikur topplið- anna i 1. deild, ÍA og Kr, á Akranesi i dag. Skagamenn hafa sem kunnugt er 10 stig eftir 6 leiki en KR hefur 7 stig eftir jafn marga leiki, Fróðir menn telja að vinni Skagamenn I dag sé mótið bú- ið, enda eru þeir þá komnir með 4ra eða 5 stiga forystu. En tapi þeir fyrir KR jafnast keppnin f deildinni heldur bet- ur. Skagamenn hafa enn ekki tapað leik og er eina liðið I 1. deild sem ekki hefur tapað leik. KR-ingar ætla eflaust að selja sig dýrt. Þeir vita sem er, að tapi þeir þessum leik minnka möguleikar þeirra verulega, og jafntefli I dag heldur en 3ja stiga mun á milli þeirra og Skagamanna. Þetta verður þvi eflaust mikill bar- áttuleikur vegna stöðunnar og þá ekki síður vegna gamallar hefðar þegar KR og 1A mæt- ast. Annar leikur fer fram i dag, milli IBV og tBK I Vest- mannaeyjum. Þessi leikur hcfur mikla þýðingu fyrir ÍBV. Vinni það leikinn heldur það enn sæti sinu í toppbarátt- unni, en tapi það eru Eyja- menn aftur komnir niður i miðja deild. Sigur tBK myndi auka vonir liðsins nokkuð, til að verða með í toppbarátt- unni, þótt ségja megi að Keflvikingar séu búnir að missa af lestinni I deildinni að þessu sinni. Þó eru enn töl- fræðilegir möguleikar á sigri þeirra I 1. deikd, ef þeir vinna leikinn i dag. Valsmenn höfðu sótt mun meira allan fyrri hálfleikinn og stundum var sem verndarengill væri yfir Vikingsmarkinu, svo ótrúlega slapp það tvisvar eða þrisvar sinnum. t siðari hálfleik drógu Vals- menn sig heldur í vörn með eitt mark yfir. Við það þyngdist sókn Vikinga nokkuð, án þess þó að þeir ættu veruleg marktækifæri. En á 59. minútu réð Valsvörnin ekki við góða sóknarlotu Vikinga. Boltinn var gefinn frá hægri kanti vel fyrir markiö og Jóhannes Bárðarson kom á fullri ferð og skallaði i netið, 1:1. Eftir jöfnunarmarkið tóku Valsmenn við sér aftur og leikur- inn varð nokkuð jafn það sem eft- ir var. Bæöi liöin áttu nokkur marktækifæri eftir þetta sem ekki nýttust. Loks á 44. minútu, þegar aöeins 30 sekúndur voru til leiksloka, kom sigurmarkið sem áður er lýst. Og eins og áður segir var þessi sigur Vals fyllilega verð- skuldaður. Liðið iék mun betri knattspyrnu en Vikingarnir. Valsmenn reyndu alltaf að leika saman, að visu með misgóðum árangri, en sóknarlotur þeirra voru mun betur upp byggðar, og það hefði verið niðurdrepandi fyrir þá að gera eitt jafnteflið enn eftir að hafa verið betri aðilinn á vellinum. Þeir Jóhannes Eðvaldsson, „súperstjarna” Is- lenskrar knattspyrnu I dag, Hörð- ur Hilmarsson, Dýri Guðmunds- son og Grimur Sæmundsen voru menn dagsins hjá Val. Vlkingarnir berjast vel, það verður ekki af þeim skafið, en það nær ekkert lið toppnum á dugnaði einum saman. Samleikur er nokkuð, sem virðist algerlega horfið úr liðinu, og hefur enski þjálfari liðsins greinilega tekið skakkan pól I hæöina með þvl að láta leikmenn aðeins berjast og berjasten sleppa knattspyrnunni. Það var til að mynda nánast hlá- legt að horfa á Vikingana reyna slfellt langspyrnur fram völlinn gegn hinum hávöxnu og sterku miðvörðum Vals. Þetta skapaði hreint enga hættu. Það var aðeins þegar reynt var upp kantana að einhver hætta varð við Valsmark- ið. Vlkingarnir hafa nú misst af lestinni I 1. deild, þ.e.a.s. þeir koma vart til með aö berjast um toppinn úr þessu. Hinsvegar hef- ur liðið þann efniviö að það hefði vel verið hægt, ef rétt hefði verið farið að I leikaöferð liðsins. Aö þessu sinni báru þeir Páll Björgvinsson, Gunnar örn og Óskar Tómasson af I liðinu, og þeir tveir slðast nefndu voru þeir einu sem reyndu að leika knatt- spyrnu. íslandsmeistararnir ganga yfir í Þrótt Eins og menn eflaust muna urðu nemendur tþrótta- kennaraskóla tslands tslands- meistarar I blaki I nafni Ung- mennafélags I Arnessýslu. Þegar þeir svo luku námi I vor leituðu þeir til Reykjavikur- félaganna, sem ekki eiga blaklið, og báðu þau að stofna blakdcild, og myndi þá tslandsmeistarahópurinn ganga I það félag. Þeir félagar fengu heldur daufar undirtektir I fyrstu en loks ákvað Þróttur að stofna blakdeild og munu tslands- meistararnir eða i það minnsta kjarni liðsins hafa ákveðið að ganga I Þrótt. Veröur stofnfundur blak- dcildar Þróttar haldinn á þriðjudagskvöldið kemur. Þar með verður Þróttur I einu vetfangi eitt sterkasta blakfélag landsins og fer nú að færast aukið lif I þessa skcmmtilegu Iþróttagrein I Reykjavlk. Aðeins eitt af hinum stóru iþróttafélögum I Reykjavik iðkar blak, en það er Víkingur. Nýja Akraborgin meö ferð á leik ÍA og KR Nýja Akraborgin sem kom til landsins I slðustu viku fer sina fyrstu áætlunarferö á millj Akra- ness og Reykjavikur i dag I tilefni leiks 1A og KR. Fer skipið frá Reykjavik kl. 14.30 og til baka strax að leik loknum. Sérstakt afsláttarfargjald er fyrir þá sem ætla á leikinn. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.