Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júni 1974. Frá Stykkishólmi: Yfirvaldið sveik Alþýðuþýðubandalagið um húsnæði Kosningaskrifstofa Alþýðu- bandalagsins i Stykkishólmi er að þessu sinni i tjaldi við hliðina á byggðasafninu. Við siðustu Alþingiskosningar hafði Alþýðuflokkurinn kosn- ingaskrifstofu sina i safninu, en fyrir þessar kosningar hafði Alþýðubandalaginu ver- ið lofað þessu húsnæði undir kosningaskrifstofu. En i fyrradag afturkallaði sýslu- maður Snæfellinga leyfið skyndilega, en yfirvald þetta hefur umráð yfir húsnæði safnsins og tjóaði ekki við það að deila. Alþýðubandalags- menn I Hólminum létu sér þó hvergi bregða og komu sér upp kosningaskrifstofu i tjaldi, svo sem fyrr greinir. Hefur mál þetta vakið mikla athygli og umtal i Stykkis- hólmi, en sýslumaður sá, sem hér um ræðir, heitir Friðjón Þórðarson og er fyrrverandi þingmaður og núverandi frambjóðandi ihaldsins. Simi kosningaskrifstofu Al- þýðubandalagsins i Stykkis- hólmi er 8319. im ÞJÓÐHATÍÐ 1190 í Reykjavík 1974 ÍÞRÓTTIR Laugardagur 29. júni: Laugardalsvöllur kl. 14: Frjálsar iþróttir Skerjafjörður kl. 14: Siglingar Laugardalshöll kl. 17: Fimleikasýning—Kl. 17,30 Lyftingar og Judo—Kl. 18,30. Sveitaglima (Reykjavik—landið) Sunnudagur 30. júni: Grafarholt kl. 14: Golfmót Laugardalsvöllur kl. 14: Knattspyrna (Reykjavik—landið) Sundlaugarnar i Laugardal kl. 16: Sundmót með þátttöku sundfólks frá Stokkhóimi Mánudagur 1. júli: Laugardalshöll kl. 17: Badminton (Reykjavik—bórshöfn) — Borötennis (Reykjavik—Þórshöfn) — Kl. 20 Körfuknattieikur (Reykjavik —Helsinki) — Kl. 21,15 Handknattleikur (Reykjavlk—Oslo) Þriðjudagur 2. júli: Sundlaugarnar i Laugardal kl. 19. Sundmót — Gestir frá Stokkhólmi Laugardalshöll kl. 18,30: Blak (Reykjavik—landið) — Kl. 20 Körfuknattleikur (Reykjavlk—Helsinki) — Kl. 21,15 Handknattleikur (Reykjavik—Oslo) Laugardalsvöllur kl. 19: Knattspyrna (Reykjavlk—landið) II. flokkur Byggingarfélag verkamanna, Reykjavik AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn i Tjarnarbúð (Oddfellowhúsinu) miðvikudaginn 3. júli 1974, kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stofn- og árgjaldsbreytingar. Félagsstjórnin Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 2. júni kl. 12-3. Tilboð verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. BYGGÐASTEFNAN f RAUN II. Landhelgismálið Niðurstöður bæja-og sveita- stjórnakosninganna siðustu voru talsverð vonbrigði öllu vinstra fólki. thaldið fitnar þvi meir sem þjóðin hefur ástæðu til að bölva þvi meira, og sannar það aðeins, að fjármagns og áróðursmáttur þess, með Morgunblaðið i alger- um sérflokki Islenskra dagblaða, megnar að rugla fólk i riminu og breiða yfir eðli Ihaldsins og til- gang. Langvarandi viðreisnar- stjórn með landflótta- og heims- met I verkföllum,ásamt ýmsum alvarlegum yfirsjónum og brot- um gegn hagsmunum þjóðarinn- ar, virðast engu breyta hér um. Eða hvernig var þessu t.d. var- ið með þaö mái sem nefnt hefur veriö lifshagsmunamál þjóðar- innar og verið hefur eitt stærsta viöfangsefni núverandi rikis- stjórnar, landheigismálið? Varla þarf að minna nokkurn Islending á afrek viðreisnarinnar I þeim efnum. Frá þvi landheigin var færð út i 12 milur af vinstri stjórninni 1958 i andstöðu við ihaldiö þá, og þar til ný vinstri stjórn tók við völdum og færði iandhelgina út i 50 miiur 1971, var þetta stórmái þjóðarinn- ar ekki aðeins látið óhreyft, held- ur var það beiniinis yfirlýst stefna viðreisnarinnar og staðfest með samningi við Breta og V- Þjóðverja árið H>61, að færa land- heigina ekki út, og alls ekki nema með samþykki andstæðinga okk- ar og viðurkenningu Haag-dóm- stólsins. Nú biðla viðreisnarherrarnir til þjóðarinnar og þykjast hafa áhuga á 200 milna landhelgi taf- arlaust. Tilvera þjóðarinnar var í hættu Staðreyndin er sú að siðustu ár viðreisnarinnar var ástandið i undirstöðuatvinnugrein okkar, sjávarútvegi,orðið svo alvarlegt, að tilvera þjóðarinnar var i hættu. Sildarstofnar okkar höfðu nær algerlega þurrkast út, með þeim afleiðingum að efnahagur landsins fór i rúst. Og á siðasta kjörtimabili viðreisnarinnar átti sér stað stórfelld veiðiaukning er- lendra togara við strendur lands- ins. Var þá svo komið, að allir sem vit höfðu á, sjómenn okkar og útgerðarmenn, innlendir vis- indamenn sem erlendir, vissu að mjög alvarleg ofveiði var orðin á þorskstofni okkar, jafnvel svo al- varleg, að hann gæti eyðilagst á fáum árum, ef ekki yrði taf- arlaust gripið til útfærslu land- helginnar. En til að fá þá ósk sina upp- fylita, varð þjóðin að velja sér aðra menn til forystu og losa sig við spillta, úrræðalausa ihalds- stjórn, sem stefndi leynt og ljóst að þvi að binda landið erlendu fjármagni og atvinnurekstri. Þeir herrar, sem þjóðin velti úr sessi, þegar vinstri stjórnin tók við, eru þeir sömu sem biðla nú ákafast til þjóðarinnar um nýtt umboð - Landhelgi og byggðamálin Þó að nokkur þögn hafi hvilt yfir landhelgismálinu um sinn, fer þvi fjarri, að sú barátta sé til lykta leidd. Miklir og voldugir hagsmunir renna hýru auga til þessara auð- linda okkar og þeir eiga slna bandamenn meðal okkar. Mikilvægir áfangar hafa náðst i tið núverandi rikisstjórnar og sjónarmið Islands hafa nú hlotið verulegan meðbyr á alþjóðavett- vangi. En til þess að yfirráðarétt- ur þjóðarinnar yfir hinum auðugu fiskimiðum I kringum landið verði tryggður, þarf þjóðin öll að búa sig undir áframhaldandi átök við erlenda hagsmuni og varast að leiða þá flokka og menn til valda hér, sem brugðust i þessu lifshagsmunamáli þjóðarinnar, þegar mest á reyndi. Þeir áfangar, sem nú hafa náðst i landhelgismálinu fyrir kraft tveggja vinstri' stjórna, og stefna þess máls nú, hefur þann tilgang að tryggja efnahagslegt sjálfstæði Islands og tilveru, en hún grundvallast um leið á þvi viðhorfi okkar, að framtið lands- ins og forsenda þess, að það sé allt I byggð, sé sjósókn og fiskiðn- aður. Atvinnuhættir okkar tslendinga eru afar fábreyttir, bornir sam- an við aðrar þjóðir. Islenskur sjávarútvegur er svo sterkur þáttur I efnahags- og atvinnulifi þjóðarinnar, að hann snertir beint og óbeint hagsmuni hvers einasta heimilis i landinu. Af þessum sök- um er engin byggðastefna raun- hæf á Islandi, sem ekki viður- kennir þessa staðreynd. Engin byggðastefna á Islandi nær tilgangi sinum nema hún tryggi þeim, sem sjósókn og fisk- vinnslu stunda allt i kringum landið trygg og sambærileg lifs- kjör við aðrar stéttir þjóðfélags- ins. En til að svo megi vera, verð- ur bátaflotinn að geta tryggt stöð- ugt og gott hráefni til allra lands- hluta. Samhliða útfærslu landhelginn- ar, var það eitt af grundvallar stefnumálum núverandi rikis- stjórnar, að endurreisa þessar at- vinnugreinar undir forystu rikis- valdsins. Á þeim 3 árum sem núverandi stjórn hefur verið við völd, hefur gifurlegu fjármagni verið ráð- stafað I þessu skyni og blasir nú við I sjávarútvegi okkar og fisk- iðnaði stórfelld uppbygging allra frystihúsa landsmanna, og floti nýtisku skuttogara, sem dreift hefur verið um allt land. Sllkt átak er mikilsverður liður i byggðastefnu rikisstjórnarinnar og hefur haft úrslitaáhrif á byggðamálin I dag. I komandi alþingiskosningum reynir á það, hvort þeirri byggða- stefnu skuli haldið áfram, eða hvort þeir Gylfi og Geir fái að stiga sporið saman á ný. Arnmundur Backman Haukur Brynjólfsson, Sauðárkróki: „Lýðræðisöflin” Það er athyglisvert, að hinir ærukrenktu tólfmenningar, VL- mennirnir, sem núna flýja undan sannleikanum á náðir dómstóla, eru einmitt úr þeim þjóðfélags- hópi og eiga sér að málgagni það dagblað, sem vandlega gætir þess að tala alltaf um lýðræðisöflin annars vegar og kommúnista hins vegar, og á sú nafngift þá gjarnan við alla vinstri menn i landinu. Þeir tilheyra sem sé lýð- ræðisöflunum, og þeir teija sig enga almúgamenn. En þeir telja sig vita hvernig gefa eigi almúg- anum vissar hugmyndir. Það er gert með rangtúlkunum i mál- gagni þeirra, stærsta blaði lands- ins, ár eftir ár, já áratug eftir áratug. Skyldi það vera saknæmt atferli? Hvað segja hinir ærusáru laga- prófessorar um það? Þá er að athuga hvernig þessir oddvitar ,,lýðræðisaflanna” starfa eftir leiðum lýðræðisins. Eftir að þeir siðast liðinn vetur, með hinni dæmalausu undir- skriftasöfnun, hrintu af stað heitustu deilu, sem risið hefur meðal okkar um langan tima, hefði mátt ætla, að þeir teldu sér skylt að ræða málin opinskátt, sækja og verjast i opinberri um- ræðu. Sliks hefði mátt vænta af lýðræðissinnum. En á þessu prófi féllu prófessorarnir og hinir dindlarnir auðvitað líka. Þeir neituðu að takast á um málin á fundum og i fjölmiðlum. Þeir neituðu að ræða við blaðamenn Þjóðviljans. Þeir vildu fá þinghelgi rofna á ákveðnum þing- mönnum til að geta stefnt þeim fyrir domstóla, en þverneituðu hins vegar að eiga orðastað við þessa sömu þingmenn á opin- berum fundi. Þeirra aðferð er að beita réttarofsóknum gegn and- stæðingum sinum, og um leið hyggjast þeir drýgja tekjur sinar verulega, sem munu þó nokkrar fyrir, enda, eins og áður er sagt, ekki um almúgamenn að ræða Ef þeim tekst þetta, er auðvitað Um allnokkurt skeið hafa ungir menn og áhugasamir um fræðikenningar sósialism- ans haldið uppi námshringa- og útgáfustarfi til að kynna og boða þessar kenningar. Það er i sjálfu sér skiljanlegt, að þessir menn, sem hafa náð til fárra með fræðslu sina, grípi tækifærið þegar býðst að koma henni á framfæri i út- varpi og sjónvarpi og á fram- boðsfundum með þvi einu að stilla upp framboðslista i al- þingiskosningum. Tækifærið er freistandi og tilgangurinn ekki spurning um æru tólf- menninganna eða frelsi og fjármuni hinna sterku. Þetta er spurning um lýðræði, skoðana- og tjáningafrelsi á tslandi. Tólfmenningarnir, með tvo iagaprófessora, gera nú atlögu að þessum undirstöðuatriðum i frjálsu þjóðfélagi. Dómur i málinu verður jafn- framt dómur um menningu okkar. Ég tek undir það sem aðrir hafa sagt: Skömm þessara manna er Framhald á bls. 13 augljós. Hins vegar vakir það að sjálfsögðu ekki fyrir þess- uin áhugamönnum, að nokkur sósialisti fari að gera ihaldinu þann greiða að eyðileggja at- kvæði sitt með þvi að kjósa lista þeirra. öllum er ljóst að eitt einasta atkvæði getur ráð- ið úrslitum um skiptingu upp- bótarsæta milli Alþýðubanda- lagsins og viðreisnarflokk- anna. Sú skipting getur svo ráðið úrslitum um, hvort hér situr að völdum hægri eða vinstri stjórn eftir kosningar. Einn úr fylkingunni. Framboð í frœðstuskyni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.