Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 17
Laugardagur 29. júni 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Sumarsýning Listasafns alþýðu Listasafn Alþýöu hefur opnað sumarsýningu að Laugavegi 31, 3. hæð, og verður hún opin kl. 14—18 alla daga nema sunnudaga fram i ágústmánuð. Á sýningunni eru málverk, vatnslitamyndir og grafíkverk margra þekktra höf- unda. Að undanförnu hefur safnið haft sýningar á verkum sinum á STjórn Rithöfundasambands Islands hefur orðið við ósk Einars Braga skálds um að sambandið tilnefni 12 rithöfunda i nefnd, sem falið verði að leggja mat á, hvort kærumál og fjárkröfur VL- manna séu árás á tjáningarfrelsi manna eða ekki. Eins og kunnugt er, þá er Einar Bragi einn þeirra sem VL-menn Athugasemd 1 grein um Akraborgina nýju i blaðinu i gær var sagt að Guðjón Vigfússon, fyrrum skipstjóri Akraborgarinnar gömiu, treysti sér ekki til að stjórna um borð i Akraborginni nýju. Þetta er út i hött, þar sem Guðjón hefur hætt störfum vegna aldurs. Skipstjóri Akraborgarinnar nýju verður Þorvaldur Guðmundsson. Blaðið biður velvirðingar á þessum röngu vangaveltum. —sj Leiðrétting um Hafblik h.f. Vegna greinar, sem birtist i Þjóðviljanum i dag um að frysti- geymslur hraðfrystihússins Haf- bliks h.f. væru fullar af niður- greiddu kjöti, hefur fram- kvæmdastjórinn, hr. Þórarinn St. Sigurðsson, farið þess á leit að við undirritaðir rannsökuðum hvað hæft væri i þeirri fullyrðingu. Við höfum skoðað frystigeymslur hússins, og staðfestum að i þeim er ekkert annað en freðfiskur. Hinrik tvarsson, hreppstjóri, Höfnum. (sign) Jósep Borgarsson, oddviti, Höfnum. (sign) tsafirði og Siglufirði. Sýningin á Siglufirði var opnuð rétt fyrir páska, en tsaf jarðarsýningin hinn 1. mai sl. i sambandi við hátiða- höld verkaiýðsfélaganna á staðn- um. Listasafnið mun bráðlega fá aukið húsnæði fyrir starfsemi sina i Reykjavik. hafa ákært fyrir meiðyrði um undirskriftasöfnun Varins lands sem fræg er orðin af endemum. Skoðana- kúgun mótmœlt Enn berast mótmæli viö réttarofsóknum VL- manna. i gærbarst mót- mælaskjal undirritaö af 11 nafnkunnum mönn- um úr ýmsum starfs- greinum í þjóðfélaginu: Undirritaðir fordæma það hugarfar gagnvart skoðana- og málfrelsi, sem birtist i fjöldastefnum forystumanna „Varins lands” á hendur gagnrýnendum sinum, þar sem krafist er fangelsisdóma og þungra fjársekta I stað skoðanaskipta og málefna- legrar rökræðu.Undirritaðir telja slikt hugarfar og téðar aðgerðir af þvi sprottnar til- ræði við lýðræðið og alvarlega ógnun við hin helgustu mann- réttindi þess. Jón Samsonarson, handrita- fræðingur, Gisli Gestsson, safnvörður, Halldór J. Jónsson, safnvörð- ur, Sverrir Bergmann, læknir, Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður stofnunar Árna Magnússonar, Tryggvi Gislason, skólameist- ari, Akureyri, Kristján Arnason, mennta- skólakennari, Laugarvatni, Hannes Pétursson, skáld, Björn Bjarman, rithöfundur, Sigurður Baldursson hrl. Andri Isaksson, prófessor. Nýr sáttmáli gerður við „banda- menn ,! Eins og fram hefur komið i fréttum var til um ræðu i Ottawa nýr Atlantshafssáttmáli, og lýsti utanrikisráðherra Einar Agústs- son þvi yfir að islenska rikis- stjórnin væri samþykk honum, enda kæmu ekki fram þar neinar nýjar skuldbindingar fyrir Islands hönd. Þegar ráðherrann kom heim og kynnti málið rikisstjórninni, lét Magnús bóka mótmæli við þessu, enda hafði sátt- málinn aldrei verið ræddur á rikisstjórnarfundi. Nú hefur ut- anrikisráðherra látið sendimann sinn Pétur Thorsteinsson undir- rita þennan sáttmála i Briissel, og sést hann á meðfylgjandi mynd i „góðum” félagsskap við hlið full- trúa grisku fasistastjórnarinnar. öll meðferð þessa máls er vægast sagt furðuleg af hálfu utanrikis- ráðherra. Undirlægjuhátturinn er eins og þegar Einar kynnti i Washington „umræðugrundvöll- inn” fræga: „Þetta höfum við i rikisstjórninni samþykkt, en verði þinn vilji hr. Kissinger.” Fjórir heiðurs- doktorar t dag verður lýst kjöri fjögurra heiðursdoktora við Háskóla Is- lands. Forseti heimspekideildar, Sigurjón Björnsson prófessor, lýsir doktorskjöri Gunnars Gunn- arssonar, Peters Hallbergs og Þórbergs Þórðarsonar. Forseti raunvisinda- og verkfræðideildar, Guðmundur Björnsson prófessor, lýsir doktorskjöri Steingrims Jónssonar fyrrv. rafmagnsstjóra. Prófskirteini til kandidata verða afhent við sömu athöfn, er hefst i Háskólabiói kl. 14. Bragðvisi Framhald af 8. siðu. ekki fullskýrð, og vitnar máli skjólstæðings sins til ónýtingar i varnarsamninginn þar sem þó er ekki stafkrók að finna um útvarp aukinheldur sjónvarp. Og svo bitur manngarmurinn höfuðið af skömminni með þvi að gangast fyrir undirskriftasöfnun, þar sem i raun er farið fram á, að Island veröi um ófyrirsjáanlega framtið annað tveggja rikja heims, hitt er Suður-Vietnam, sem leyfir Bandarikjaher að hella sjónvarpsáróðri sinum yfir lands- fólkið um opið kerfi. Nei, auðvitað er kanasjónvarp- iö aö allra sæmilegra manna mati, sem Mogginn hefur ekki náð að rugla, ævarandi blettur á heiðri þjóöarinnar, og lágt munu siðari tima menn meta æru þeirra sem leggja sig i framkróka við að dekkja hann og stækka, hvað sem nú kann að reynast. Rvik. 28.6. 1974 Leó Ingólfsson Þórir Framhald af bls. 19 um eintökum og til hvers þau hafa verið notuð. Herinn burt — tsland úr NATO, þetta er númer eitt I dag. Þessir vl-menn gera sér ekki grein fyrir þvi að þeir eru undir sterkari áróðri kaldastriðsafl- anna en Bandarikin öll. Her- laust island er sterkasta vopnið i dag, og það veit ungt fólk. Ég hef skömm á þvi unga fólki, sem hefur skrifað undir „varið land". Ég vona að Alþýðubandalagið vinni á i kosningunum og þar með vinstri hreyfingin öll. Framboð Fylkingarinnar og KSML eru i sjálfu sér jákvæð til að kynna fólki þær visindalegu rannsóknir sem þessi samtök hafa gert á islensku þjóðfélagi i ljós'i marxiskrar fræðikenning- ar. Alþýðubandalagið er aftur á móti eini borgaralegi stjórn- málaflokkurinn, sem getur staðið á móti Ihaldsöflunum i landinu. Það er engin forsmán sem róttækt ungt fólk gcrir sin- um skoðunum með þvi að styðja þann flokk, heldur þvert á móti, þvi Alþýöubandalagið er eina borgaralega stjórnmála- aflið, sem við höfum til að efla framgang sóslalismans á ts- landi. Lýðræðisöflin Framhald af 14. siðu. mikil og mun lengi i minnum höfð. Hitt er þó þýðingarmest, að fólk átti sig á þvi, að oddviti borgara stéttarinnar, sem hafa gefið sér nafnið lýðræðisöflin, hafa lýð- ræðið aðeins sem grimu til að dylja sig bakvið. Þeir hafa nú um sinn misst þessa grimu niður og blasir nú þeirra rétta ásjóna við landsmönnum. Haukur Brynjólfsson Sauðárkróki Tölvugögn Framhald af bls. 1 Unnar var næstur á mæl- endaskrá frambjóðenda á eft- ir Þór, og var þvi ekki svo auð- velt fyrir hann að láta sem hann hefði ekki heyrt spurn- ingarnar. Hafði hann þá að- ferö að vikja strax að gjald- skránni og afgreiddi hana stuttaralega, að gjaldskráin yrði nú mjög væg! Tók hann siöan að ræða pólitikina vitt og breitt án þess að sýna lit á frekari svörum. Þurfti margsinnis að minna hann utan úr sal á hina ósvör- uðu spurningu, uns hann sagði að lokum að svar sitt væri NEI, og bjó sig til þess að Ijúka ræðu sinni með andagt- ugu ávarpi til Eyjabúa. Hon- um var ekki sleppt viö þetta, og varð það til þess að hann missteig sig illilega og féll sið- an kylliflatur um sannleikann. Handleggur fyrir vinnandi menn Orðrétt sagði Unnar þetta: „Svör min við spurningu Þórs Vigfússonar geta falist i einu orði: Nei. (Frammigrip: Nei, hvað?). Góðir Eyjamenn! (Aftur kallað fram i: Heyröiröu ekki spurninguna?). Jú—jú, Það var aöeins ein spurning sem þetta svar ætti ekki við — hvar eru tölvugögn- in geymd — og ég get alveg fullvissað Þór Vigfússon um það. Hann þarf ekki að hafa á- hyggjur af þvi, frumgögnin voru öll afhent forsætisráö- herra og forseta Sameinaös þings — voru geymd i læstri járnkistu sem var smiðuö i þessu skyni. Tölvugögnin eru geymd, og ég hygg, og mig undrar, að kennari við menntaskóla, Þór Vigfússon, skuli gera leik að þvi að ala á tortryggni út af notkun tölvu. Það er ámóta eins og aö menn fyrir allmörgum árum hefðu reynt að fylla mcnn tor- tryggni út af þvi, að menn not- uðu reiknivél I stað þess aö reikna út með höndunum eða I huganum. Tölva er einfaldlega verk- færi, og það var — menn geta Imyndaö sér, hvort það hefði ekki verið haldleggur fyrir vinnandi menn, sem aö þessu stóðu, að fara að færa inn 55 þúsund nöfn hand- skrifuð inn á kjörskrá. Þetta finnst mér aö Þór Vig- fússon... (mál Unnars var yfirgnæft af hlátrasköllum og klappi, og rak hann þá I vörð- urnar. Þegar Unnar mátti aft- ur mæla, sagði hann:) Töivuvinnslan var gerð til að mæta kröfum Þjóðviljans um það að taka af öll tvimæli um það, að þarna væru engin brögð I tafli. (Spurt utan úr sal: Hvað skrifuðu margir undir i Vest- mannaeyjum?). Ég man þaö nú ekki... (Unnar verður afar lágmæltur). (Frammigrip: Hvaö segir tölvan?) Góðir Eyjabúar! Ég ætla að láta þetta verða min lokaorð”. Fjárkúgun Framhald af 13. siðu. ir kosningarnar, ef vinstri kjós- endur tryggja ekki að forustan þar fái nægilegt aðhald. Hægri sinnuð forusta framsóknar mun ekki skirrast við að ganga til stjórnarsamvinnu við ihaldið, á hvaða grundvelli sem er, ef sú að- staða kemur upp að kosningum loknum. Dulur eru nú einu sinni gæddar þeirri náttúru að geta blaktað jafnttil beggja hliða eftir vindátt. Kópavogsbúi Darios Framhald af bls. 9. með neitt grin þegar um það er að ræða að verja röð or reglu Og besta röð og regla er, eins og hann var vanur að segja hershöfðing- inn þarna, er falleg, þráðbrein röð af hvitum krossum i kirkju- garðinum . Hvað nú? Eru þeir enn að skjóta. Æjá, þetta er skelfilegt blóðbað. En hvað svo? Sagði ég ekki við Allende: Gáðu nú að þér, Allende, nú er þetta fariö að ganga of langt . Já, það er satt, ég varaði hann við, og um leið tók ég honum gröf. Enginn hefur haldið öðru fram: án okkar að- stoðar hefði herinn setið kyrr á sinum rassi. Pabbi Framhald af bls. 20. ingahorfur nokkra stund, brosti siðan sinu bliðasta til myndavélarinnar og hélt sina leið niður Laugaveginn. En brosið virðist hafa horfið snögglega morguninn eftir þegar hún sá ummæli sin á prenti. Hringdi stúlkan til Vel- vakanda Moggans, sem sá sér leik á borði, boðaði hana á sinn fund til myndatöku, þar sem hún setti upp vanþóknunar- svip til að tjá i máli og mynd- um andúð sina á svivirðileg- um rangtúlkunum minum. Hafi vináttuspjall i viðtals- formi orðið til að spilla ágætri vináttu minni við Ástu Briem þykir mér það leitt. En ég get ekki látið lygaþvætting eins og þann, sem birtur er um mig i Morgunblaðinu, standa án þess að hreyfa hönd né fót til varnar. Er skemmst frá þvi að segja, að i samtali minu við Astu kom allt það fram, sem ég skýrði frá i blaðinu, ekkert meira og ekkert minna. Þykir mér leitt, ef greinin hefur komið illa við Ástu eða hennar fjölskyldu, en við þvi er ekkert að gera. Gunnar Steinn Hlekkjað land Framhald af bls. 3. rugli þeim ekki saman við Sjálf- stæðisflokkinn. Þar sem þessi táknrænu merki, sem Sjálfstæöis- flokkurinn er að dreifa, sýna Is- land umgirt gildri keðju, ætti hann að beita sér fyrir þvi að kalla samtökin HLEKKJAÐ LAND. Tvo verkamenn vantar til starfa i Sementsverksmiðju rik- isins á Akranesi. Sementsverksmiðjur rikisins. Móðir mín GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hrisnesi, Barðaströnd, Hverfisgötu 70A, lést i Landspitalanum sunnudaginn 23. júni s.l. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júli, kl. 3. e.h. Fyrir hönd vandamanna, Þuriöur S. Vigfúsdóttir. Nefnd metur kærumál YL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.