Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 4
\ síÐA'— Þ’JóÐVIL.rtSlSi Laúgardagiir 29. júni 1974. Sigurjóra Rist er löngu landskunnur fyrir vísinda- legar rannsóknir á vötnum landsins/ en í sambandi við þær rannsóknir hefur leið hans legið um landið þvert og endilangt. I samræmi við það hefur hann öðlast víðtæka þekkingu á þeim málum, sem efst eru á baugi í flestum byggðar- lögum, og komið mjög við sögu sumra, svo sem Lax- árdeilunnar. Hann er hins- vegar búsettur í Reykjavík og hefur því góða aðstöðu til samanburðar á kring- umstæðum á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggð- verkum, að undan þessum herr- um varð að láta. Gengið var fellt um 8%. Það hækkaði strax verð- lagið, sem var þó nóg fyrir. Hitt er þó enn alvarlegra, að þetta rýrði traust almennings á rikis- stjórninni, i kjölfar þessara at- burða, reyndist stjórnarandstöð- unni auðvelt að ala á tortryggni og magna kaupæðið. Það gegnir furðu að þaulreyndir verklýðsfor- ingjar krefjast gengisfellingar, og það á þeim tima er þensla er i atvinnulifinu. Hið heilbrigða er að verklýðsforingjar eru þvi aðeins fáanlegir til að fallast á gengis- fellingu, þegar samdráttur og at- vinnuleysi ógnar. Þeir félagar þora nú ekki að lita framan i fyrr- verandi kjósendur sina. Væri vel að pólitiskur þroski fólksins i landinu væri slikur, að það dæmdi úr leik hvern þann sem bregst einnig skotið upp kollinum meðal almennings, að þjóðarbúinu staf- aði nokkur hætta af ofvexti þétt- býliskjarnans hér á höfuðborgar svæðinu. Sú hætta er liðin hjá. Ungt fólk og raunar hver sem er hefur nú viðara svið um staðarval búsetu. Ákjósanlegir lifsmögu- leikar þurfa að vera sem viðast á landinu. Höfuðborgin á að vera voldug og stór. Hún hefur i fyrsta lagi nær allt skriffinnskubákn rikisins, það er hennar árvissa — hvort heldur við köllum það sild- ar- eða loðnugöngu — við rikis- starfsmenn greiðum trúverðug- lega skatta okkar. Svo má hún ekki heldur gleyma að rækja hlut- deild sina i undirstöðuatvinnu- rekstrinum. Samkvæmt eðli máls eru -hér ýmsar þjónustu- og menningarstofnanir, nýjar munu risa upp i framtiðinni, sem hvergi Sigurjón Rist Traustur rekstur undirstöðu atvinnuvega er forsenda vel- megunar í höfuðborginni inni. Þjóðviljinn átti fyrir skömmu viðtal við Sigur- jón, sem fer hér á eftir: — Hvað finnst þér minnisverð- ast og eftirtektarverðast frá sl. þremur árum vinstri stjórnarinn- ar? — Endurbygging. togaraflotans, furðulegt fjármálaatvik, lok Laxárdeilu og raunar sitt- hvað fleira. Jafnvægi i byggð landsins er ekki lengur aðeins froðusnakk, heldur staðreynd. Nýjar tölur um fólksfjölda sýna þetta, svo að ekki verður um villst. Það fer heldur ekki fram hjá neinum, sem ferð- ast eitthvað um landið að á stöð- um, sem rikti atvinnuleysi og hálfgert vonleysi á siðasta áratug er nú hröð uppbygging. Djarf- hugasókn i landhelgismálinu og endurreisn togaraflotans hafa skapað traustara þjóðlif. Þetta er ánægjuleg þróun, en slikt verður ekki sagt um fjármálastjórnina, sem að verðlagsmálunum snýr, en þar hriktir i böndunum. Ohappaverk Björns og Hannibals Um erlendar verðhækkanir er ekki um að sakast. Það er skylda stjórnar vinnandi stétta að treysta verðgildi krónunnar og efla ráðdeild. Þetta er þýðingar- mesta verkefnið og raunar það eina til að hamla mót innlendri verðbólgu. Á alþingi i des. 1972 gerðust hinir furðulegustu at- burðir, hrein ótiðindi er þeir Björn Jónsson og Hannibal gerðu það að skilyrði fyrir áframhald- andi stjórnarsetu, að gengið yrði fellt. Landhelgisdeilan og hinir illræmdu samningar frá 1961 við breta, sem þá var ekki búið að hreinsa okkur af, gerðu það að skyldum sinum og ábyrgð og væri vel á verði mót framagosum. — Þú nefndir uppbyggingu tog- araflotans, en hvað um allt tapið, sem Morgunblaðið klifar á dag eftir dag? — Barlómur er landlægur á ts- landi, gildir einu hvort komið er fram i dagblöðum eða útvarpi. Enda engin furða. Við erum I raun og veru með tvö kerfi. Tapi er dreift niður á almenning i sköttun gegnum rikiskassann, en gróði er hirtur eftir lögmálum einkaeignarréttarins. Það væri reyndar rökréttara og einfaldara i þjóðfélagi ofsaneyslunnar að segja: við viljum styrki en greið- um ekki skatta. „Besta afmælisgjöfin ...” En öllum almenningi er þó eng- in vorkunn að komast að sann- leikanum, hann sleppur einstöku sinnum i gegn. Rætt var i sjón- varpinu við mikinn fjáraflamann nú fyrir skemmstu: „Tap á tog- aranum ein miljón á mánuði”. Siðar i samtalinu um hvað væri framundan: „Við ætlum að fá okkur annan togara i viðbót, svo fljótt sem auðið er.” Ég las það i Morgunblaðinu ný- lega, ég held siðastliðinn sunnu- dag, að fjáraflamaðurinn hann Einar Guðfinnsson i Bolungarvik sagði i tilefni af 50 ára afmæli fyr- irtækis sins: „Besta afmælisgjöf- in verður 500 lesta skuttogari sem við væntanlega fáum til Bolung- arvikur i haust.” — En hvað segir þú, er Reykja- vik hætta búin af vexti og fram- gangi landsbyggðarinnar? — Svar mitt er ákveðið nei.svo er alls ekki. Þeirrar skoðunar hefur gætt hjá mörgum hagfræð- ingum og fjármálamönnum, og eru annarsstaðar á landinu. Landsbyggðin er i þessu tilliti viðskiptavinur höfuðborgarinnar. Traustur og öruggur undirstöðu- atvinnurekstur landsins i heild er forsenda fyrir velmegun á höfuð- borgarsvæðinu. Enda sýndi það sig á atvinnuleysisárunum i tið fyrri rikisstjórnar, svonefndrar „viðreisnarstjórnar”, að strax tók að sverfa að smáiðnaði og þjónustu. Stöðnun i landbúnaði af völdum ihalds og framsóknar — Þú ferð ekki siður um sveitir en jökla og f jöll. Hvað viltu segja um atvinnumál sveitanna? — Á s.l. þremur árum hefur Al- þýðubandalagið farið með at- vinnumálin og blásið i þau nýju lifi. Einn þáttur er þó að mestu útundan, það eru landbúnaðar- málin. A undanförnum áratugum 'hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn talið sig sjálfkjörna að fara með þau mál* hætt er við að svo verði enn um sinn. Sannarlega veitti þó ekki af að bjargalandbúnaðinumúr þessu stagnaða andrúmslofti. Ræktun miðar hægt áfram og viða er hreint og beint um afturför að ræða. Einyrkjar, hver um annan, gefast hreinlega upp við að nýta húsdýraáburðinn. Hér er um smitandi sjúkdóm að ræða, þvi að þetta er nokkuð breytilegt eftir byggðarlögum. Mykjan flæðir niður túnin, sem svartur straum- ur eða er að sökkva undir arfa- breiðu. Vandinn er auðleystur, en koma verður búnaðarráðunaut- unum til hjálpar á félagsgrund- velli. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að áburðarverksmiðjan er að verulegu leyti aðeins blönd- unarverksmiðja. Sjóefnaverk- smiðja þarf að risa upp sem allra fyrst á Reykjanesi. Samkvæmt þeim áætlunum, sem liggja fyrir, yrði kali-framleiðslan 5-falt það magn, sem hér er notað. Gert er ráð fyrir að verð á kali á heims- markaðinum tvöfaldist á yfir- standandi ári. Það er markmið Alþýðubanda- lagsins að öll ibúðarhús, hvar sem er á landinu, verði hituð upp með innlendri orku, og það komið á eigi siðar en 1981. Með jarð- varma þar sem þess er kostur, annars með rafmagni frá vatns- orkuverum. Við ramman reip er að draga. Oliufélögin missa spón úr aski sinum. Vonum allt hið besta. En höfum andvara á og gerum ráð fyrir þvi versta. Oliukóngar, litl- ir og stórir, hafa sýnt að þeir eru glettnir. Við munum fréttina i nóvember s.l. haust. Allir oliu- tankar i Danmörku og Hollandi tómir. Ægilegur oliuskortur og vetur að fara i hönd. Svo liðu nokkrar vikur og þá sannaðist hið gagnstæða. Tankarnir voru óvart fullir. Þetta var hægt i háþróuð- um skriffinnskunnar löndum, i skjóli hennar eða hvað? Nú er það svo, að einmitt á hin- um lengstu og köldustu vetrum fellur til hvað minnst vatn. Vatns- uppistöður (vatnsforðabúr) þurfa þvi að vera afarstór, ef þau eiga að nægia i hinum allra verstu vetrum, og þá um leið dýr i stofn- kostnaði. Húsahitun og önnur heimilisnotkun þarf að hafa al- gjöran forgang. Þess vegna hent- ar að hafa stóran orkunotanda t.d. áburðarverksmiðju, sem taka má út um stundarsakir og það nær fyrirvaralaust, og komast þannig hjá að byggja afardýrar vatnsuppistöður, sem e.t.v. þyrfti að gripa til 1 sinniá 10 til 20 árum. Slæmur arfur frá fyrrverandi stjórn — Þú sást siðustu sáttafundina I Laxárdeilunni og ert því vænt- anlega þaulkunnugur þvi máli? — Það atvikaðist svo að ég sat þá fundi. Þetta var slæmur arfur frá fyrrverandi stjórn; sem betur fer hefur deilan verið kveðin niður, en áhrifa hins fjárhagslega skakkafalls mun gæta um ókomin ár. Sú var tiðin að við okkur, sem fengumst við orkurannsóknir var sagt: Hvað er þetta, á ekkert að virkja? Aætlanir og bollalegging- ar voru uppi um virkjun úr Mý- vatni um Sandvatn og niður á Laxárdal, allt var af örlæti falt. En svo tóku veður að skipast i lofti, nýtt viðhorf og lifsgæðamat ruddi sér til rúms. Aðalstökk- breytingin var 1969, alþjóðlega náttúruverndarárið 1970 rak á eftir. Laxá varð máske heilagri en sjálf Jórdan. Framámenn i raforkumálum Akureyrar og þáverandi rikis- stjórn virtust eiga erfitt með að átta sig á rás timans og breyttum aðstæðum. Þingeyinga, sem þeir áttu i höggi við, skildu þeir vart og gerðu sér örugglega ekki grein fyrir þvi, að þeir áttu I höggi við særða menn, minkur og her var i landinu og kisilgúrverksmiðja farin að ryka Mývatnssveit. Hingað og ekki lengra, allt fór i harðan hnút. Að fullvirkja Lagarfljót þá strax og fá linu að austan (hund) mátti Laxárvirkjun ekki heyra nefnt. En á méðan að það þrep hefði nægt, mátti átta sig á, hve ágreiningurinn var alvarlegur, eða hvort Skjálfandafljótsvirkj- un, gufuvirkjun eðá lina frá Þjórsá var þar næsti áfangi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.