Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.06.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júnl 1974. Askorun Kjósum Vilborgu á þing Forsenda jafnréttisþjóðfélags er sú, að konum jafnt sem körlum sé gert kleift að stunda vinnu sína og þær njóti viðurkenningar sem vinnandi þegnar. Alþýðubandalagið hefur beitt sér markvisst fyrir að móta slikt jafnréttisþjóðfélag þau þrjú ár sem það hefur átt aðild að rikis- stjórn með forustu i félagslegum umbótum og margvislegri laga- setningu. Við minnum á nýja lög- gjöf um uppbyggingu dagvistun- arheimila, aukna heimilishjálp fyrir mæður, sem starfa utan heimilis, stofnun Jafnlaunaráðs og aukið jafnrétti kynjanna i tryggingalöggjöfinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur það nú að stefnumarki sinu að dregið verði úr opinberum framkvæmd- um. Atvinnuleysið sem fylgir i kjölfar slikrar efnahagsstefnu og visitöluskerðingin, sem boðuð hefur verið mun bitna harðast á láglaunafólki en konur eru meginþorri láglaunafólks. Enn á ný verður fullyrt að kon- ur „þurfi” ekki að vinna og séu svo óstöðugur vinnukraftur, að þeim beri ekki sömu laun og körl- um. Fjárveitingar tii dagvistun- arheimila verða skornar niður. Konur hafa þvi vissulega á- stæðu til að ihuga vandlega stöðu sina, þegar þær ganga að kjör- borðinu, þvi framþróun jafnrétt- isþjóðfélags er stefnt i hættu ef hægri öflin ná völdum. Alþýðubandalagið vill tryggja framhald jafnréttisstefnunnar. Þriðja og fjórða sæti G-listans i Reykjavik skipa Svava Jakobs- dóttir og Vilborg Harðardóttir, en þær eru þekktar fyrir ötula baráttu fyrir jafnrétti á öllum sviðum. Vilborg heldur nU uppi einu jafnréttissiðunni i dagblöð- um landsins, og á þeim vettvangi hefur hUn unnið ötullega að þvi að vekja athygli og skilning á kjara- baráttu kvenna. Með þvi að veita Vilborgu Harðardóttur brautargengi inná Alþingi, munu konur i launþega- stétt eignast trUan talsmann og Alþýðubandalagið öflugan liðs- mann i baráttu sinni fyrir jafn- rétti. Með þvi að veita Alþýðubanda- laginu stuðning nU munið þið eignast enn einn liðsmann i bar- áttu fyrir alhiiða þjóðféiagslegu jafnrétti. Arni Bergmann, blaðamaður Briet Héðinsdóttir, leikari Böðvar Pétursson, i stjórn Lands- sambands Verslunarmanna Guðmunda Helgadóttir, formað- ur Sóknar Guðmundur Þ. Jónsson, varafor- maður Iðju GuðrUn ÁgUstsdóttir, ritari Hallveig Einarsdóttir, formaður A.S.B. Hildur Hákonardóttir, vefari Silja Aðalsteinsdóttir, bók- menntanemi Sverrir Kristjánsson, sagnfræð- ingur Vilborg Sigurðardóttir, kennari Bragðvísi prófessora Tæknibrögð fj arskiptaprófessorsins Það var I þann mund, sem Sæ- mundur óskarsson prófessor, en hann var þá verkfræðingur hjá Landsslma Islands og helstur spekingur i Utvarpsfræðum, var að kenna minum árgangi sima- virkja hæfilegan skammt af fræð- um sinum, að mikið fjör færðist i svokallaða sjónvarpsáhugamenn á höfuöborgarsvæðinu og gróska i áður gisinn og rytjulegan skóg sjónvarpsloftneta, öðru nafni menningargálga. Þegar grafist var fyrir um hverju þetta sætti, kom i ljós, að móttökuskilyrðin fyrir Keflavikursjónvarpið höfðu stórlega batnað, en þau höfðu áð- ur verið heldur bágborin, og áttu raunar þegar viðreisnarráðherr- arnir fyrirskipuðu Landssiman- um að veita kananum leyfi til reksturs sjónvarpsstöðvarinnar, að vera svo léleg, að það væri al- gerlega frágangssök að ætla að færa sér þau i nyt á höfuðborgar- svæðinu. Allt hafði þetta verið mælt og reiknað af höfuðspekingi Landssimans i Utvarpsfræðum, en Utreikningarnir auðvitað reynst hæfilega rangir, þegar til stykkisins kom. En hvað olli þess- ari óvæntu aukningu á móttöku- styrknum? Ekki hafði orðið nein breyting á þeim náttUrulögmál- um sem ráða Utbreiðslu Utvarps- bylgna, svo að áðurnefndir Ut- reikningar yrðu ennþá vitlausari en þeir áður voru. Þegar þetta komst 1 hámæli og krafist var skýringa, létu forráðamenn Landssimans frá sér fara frétta- tilkynningu, sem var efnislega á þá leið, að „kanasjónvarpið heföi upphaflega fengið gamlan sendi og hann hafi verið orðinn svo slit- inn, viðhaldsfrekur og erfitt eða ókleift að fá til hans varahluti. Það hafi þvi veriö nauðsynlegt að fá nýjan, en þvi miður voru jafn afllitlir sendar og sá gamli og lasni gjörsamlega ófáanlegir og enginn annar kostur, en að fá verulega aflmeiri sendi. Það hafi þvi þótt rétt og skylt að breyta upphaflega leyfinu I samræmi viö afl nýja sendisins”. Og leyfinu var semsagt breytt Ur (að mig minnir) 50 wöttum I 250 wött, en það er afl sendisins, sem nU er notaður. NU er það dálitið leiðin- Iegt fyrir mann, sem starfað hefur hjá Landsslmanum i rUm- lega tvo áratugi, að þurfa að festa þetta á blað, en þessi skýring sem Landssiminn gaf, er ekkert annað en argasti þvættingur. I fyrsta lagi „slitnar” fátt í slikum send- um nema lampar, og það vita allir sem til þekkja, að lampar falla seint Ur framleiðslu nema aðrir jafngildir komi I staðinn, og þarf þá i hæsta lagi að gera smá vægilegar breytingar i einstaka rásum tækjanna. Aðrir hlutar sendisins, svosem þéttar, viðnám og spólur, eru auðfengnir eða framleiddir hversu fornt sem tækið kann að vera. 1 öðru lagi er það hreinn uppspuni, að ekki sé eða hafi verið unnt að fá aflminni sendi. öll dreifikerfi fyrir sjón- varp, þar á meðal hið íslenska, hreint og beint Ua og grUa af litl- um sendum allt niður i brot Ur watti, enda eru þeir miklu ódýr- ari bæöi I innkaupi og rekstri og miklu meira framleitt af þeim en stórum sendum. Sem dæmi má nefna að sendirinn á Selfossi er eitthvað nálægt fjórðungi Ur watti. 1 þriðja lagi er ekkert auð- veldara en að draga niður i send- jnum, eins og ég hef raunar áður bent á, enda ræður ekki wattatalan, sem stimpluð er á sendinn, móttökuskilyrðunum, heldur Utgeisluð orka frá lóftneti, stefnuvirkni og fjarlægð. En allt þetta veit fjarskiptaprófessorinn flestum mönnum betur, enda fylgdist hann um árabil með heilsufari kanasjónvarpsins, með þvi að mæla reglulega móttöku- styrkinn heima hjá sér I Hvassa- leiti 95 Kaupskaparbrögð lagaprófessorsins Það hefur löngum verið talið hámark viðskiptasnilldarinnar að selja sömu vöruna tvisvar eða oftar. Þetta hefur að visu fáum tekist, en þó helst ef farið væri sem leyndast með. En nU ætlar lagaprófessorinn Þór Vilhjálms- son aö leika þetta snilldarbragð fyrir opnum tjöldum og að alþjóð ásjáandi og áheyrandi. Það er nefnilega svo, að varning þann, sem hann nú heimtar fyrir há- markspris af fjölda ágætustu manna, hefur hann áður mestan- part af hendi látið. Að visu hefur hann ekkert látið opinberlega uppi um verðið, en varla hefur hann verið sérlega billegur á svo dýrmætan varning. Þór Vilhjálmsson er nefnilega lögfræðingur RikisUtvarpsins, og liggur þar viö heiður hans og drengskapur, sem eru nauðsyn- legir frumpartar sæmilega heil- legrar æru, að kosta kapps um að vemda i hvívetna hagsmuni og réttindi skjólstæðings sins, hvort heldur eru nýfengin eða forn. I 2. gr. Utvarpslaganna nr. 19/1971 er eftirfarandi klausu að finna: „RikisUtvarpið hefur einkarétt á Utvarpi, þaö er Utsendingu til viðtöku almennings á tali, tónum og myndum eða öðru efni, hvort sem er þráðlaust, með þræði eða á annan hátt”. Þegar svo formaður Utvarps- ráðs vill gæta hagsmuna og rétt- inda RikisUtvarpsins og binda endi á hliðstæða starfsemi annars aðila I landinu, þá skyldu menn ætla að honum væri ekki aldeilis ónýtt að geta leitað til jafn æru- prUös heiðurs- og drengskapar- manns, sem Þór Vilhjálmsson telur sig vera, og ofanikaupið lagaprófessors. En reyndin varð önnur. Prófessorinn gerir sér litið fyrir og „segir sig Ur lögum við tunguna” eins og Sigurður Lindal orðar það I ágætri grein i 1. hefti Samvinnunnar 1973. (Furðulegt að Þór skuli ekki lögsækja Sigurð, sem I greininni bregður honum um flest annað en drengskap og heiðarleik. Kjarkleysi?) Og Þór heldur sem ákafast fram rétti kanans á kostnað skjólstæðings sins og teygir til þess og togar allar hugsan- legar lagaskýringar og króka, telur meðal annars of- angreind klausa sé bæði óljós og Framhald á 17. siðu. £6 S£6./ Ól S£N ! £ Vinstrimenn láta Geir Hallgrims- son ekki hafa Ur neinu að spila eftir kosningar. Þeirra atkvæði eru þess vegna ekki á stjórnar- andstæöinginn Karvel, þaðan af siður á Gylfa Þ. Gislason. Vinstri- menn kjósa G-listann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.