Þjóðviljinn - 16.03.1975, Side 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. marz 1975.
Hjördís Bergsdóttir
velur gítargrip
við vinsæl lög
Tökum lagið
MINNING UM MANN
Halló þiö!
Ég var búin að ætla mér að taka fyrir lagið um hann „Einsa kalda úr
Eyjunum” i dag, en erfiðlega hefur gengið að fú textann svo að það
verður að blða um sinn. I staðinn hef ég valið lagið „Minning um
mann”, ljóð og lag eftir Gylfa Ægisson. Það var hijómsveitin LOGAR
frá Vestmannaeyjum, sem léku lagið inn á tveggjalaga plötu á sinum
tlma.
Sfðastliðinn sunnudag varð mér á sú skyssa að gleyma að setja viðlag á
eftir siðasta erindi ljóðsins „Hvl ertu svona þreyttur”. Vona að það hafi
ekki komið að sök.
a C
Nú ætla ég að syngja ykkur
D F
litið fallegt ljóð
a C E E7
um ljúfan dreng, sem fallinn er nú frá,
a C
um dreng, sem átti sorgir
D F
en ávallt samt þó stóð
a E . a
styrkur þó að sitthvað gengi á.
a C
í kofaskrifli bjó hann
D F
sem litinn veitti yl
a C E E7
svo andvaka á nóttum oft hann lá
a C
þá Portúgal hann teygaði
D F
það gerði ekkert til
a E a
það tókst með honum yl i sig að fá.
G d
Þið þekktuð þennan mann
a
þið alloft sáuð hann
E a
drykkjuskap til frægðar sér hann vann
Börnum var hann góður
en sum þó hræddust hann
hæddu hann og gerðu að honum gys.
Þau þekkt’ ei litlu greyin
þennan mæta mann
margt er það sem börnin fara á mis.
Viðlag
Munið þið að dæm' ei eftir
útlítinu menn
en ýmsum yfir þessa hluti sést,
þvi til er það að flagð er undir
fögru skinni enn
en fegurðin að innan þykir mest.
Viðlag.
Nú ljóðið er á enda
um þennan sóma svein
sem að þráði brennivin og sæ.
Nú liggur hann á kistubotni
og lúin hvilir bein
I kirkjugarði I Vestmannaeyjabæ.
Viðlag.
G d
Þið þekktuð þennan mann
a
þið alloft sáuð hann
E A
drykkjuskap til frægðar sér hann vann.
Vélmenni
til leigu
Eftirfarandi auglýsing i
„Chicago Tribune” vakti at-
hygli lesenda:
„Róbot (árgerð 1956) til leigu.
Mjög vel fallinn til garðvinnu.
Greiðsla eftir samkomulagi/''
Þegar áhugasamir garðeig-
endur höfðu samband við rit-
stjórnina kom i ljós, að
vélmennið var ungur atvinnu-
leysingi, sem var að reyna að ná
sér i vinnu á þennan frumlega
hátt. Hann fékk nóg að gera
Duttlungar
viöskipta-
lífsins
Það gerðist i Amsterdam fyr-
ir nokkru:
Kl. 10 leit Pieter Hogstraaten
dagsins ljós. Kl. 11 var nýi borg-
arinn skráður aðaleigandi
stórfyrirtækis fjölskyldunnar i
viðskiptaskrá borgarinnar, þar
sem faðirinn hafði dáið daginn
áður. Kl. 12 var fyrirtækið lýst
gjaldþrota. Og er nú ekki annað
að sjá að Pieter litli verði að
byrja kaupmannsferilinn frá
grunni.
Erfðaskrá
bílhatarans
Þegar opnuð var erfðaskrá
rika sérvitringsins Giuseppe
Pitti, sem nýlega dó 72 ára að
aldri i Milanó, kom i ljós, að
þessi mikli bilahatari hafði
ánafnað aleigu sinni siðustu
þrem hestvagnakúskum
borgarinnar. Það fyrsta sem
hinir þrir heppnu keyptu sér: —
leigubilar!
VISNA-
ÞÁTTUR
- S.dór.
„En ef gamli
Bakkus bregst
7 7
Uppistaða þessa þáttar verða
vlsur eftir hinn kunna hagyrð-
ing Harald Hjálmarsson frá
Kambi. Ég hygg að óþarft sé að
kynna hann fyrir visnavinum,
svo kunnur sem hann er orðinn
af visum sinum.
Undarlega I mig leggst
að illa reynist vinir,
en ef gamli Bakkus bregst
þá bregðast allir hinir.
Undir þetta geta sjálfsagt
margir tekið.
Af tilhlökkun titrar minn
barmur,
ég trúi að sálinni hlýni,
er hátt lyftir hægri armur
heilflösku af brennivini.
Og þá ekki siður þetta: Næsta
visa ber þess merki að Haraldur
hafi ekki tekið skáldskap sinn
alvarlega:
Ljóð min eru litils verð
langt frá þvi að vera góð.
Þau eru flest i flýti gerð
fyrir þann sem næstur stóð.
Næsta visa er greinilega ein
af siðari visum Haraldar:
Ungum gafst mér orka og vit
átti visan framann
Síðan hef ég látið lit,
lækkað og gengið saman.
Og enn um Bakkus:
Ég drekk fremur fagiega
og fer ekki yfir strikið.
Þó ég drekki daglega
og drekki stundum mikið.
Þegar vinið færist fjær
fer að versna liðan.
Það sem virtist grænt I gær
gránað hefur siðan.
Og að lokum:
Að segja biturt orð i eyra
angri veldur.
Þögnin segir mikið meira
en margur heldur.
Þá tökum fyrir visur sitt úr
hverri áttinni. Lúðvik Kemp
yrkir:
• Þjófgefinni veitti vörn,
vesælt löðurmenni.
Með öllum syndum átti börn,
en þó flest með henni.
Stefán Vagnsson kveður:
Striddu þrátt við strit og baks
stundum máttu giima.
En urðu sátt af crjum dags
cftir háttatíma.
Emil Petersen yrkir:
Safnað hef ég aldrei auð
unnið þreyttum mundum.
Drottinn hefur daglegt brauð
dregið við mig stundum.
Þessi er eftir Eirik á Hæli:
Háski er að ala á holdsins þrá
hún er oft skammvinnt gaman.
Margur er til sem meiddist á
mýktinni einni saman.
Þorbergur Þorsteinsson yrk-
ir:
Mér er ljúft að lifa i synd,
Ijósan ber þess vottinn;
þú skalt dæma þina mynd,
þó með samúð, Drottinn.
Dómald Ásmundsson sendi
okkur þessa fyrir stuttu:
Það má lengi efla óð,
æsa mengi, hita blóð,
lækka gengi, Ijúga að þjóð,
látast drengileg og góð.
Hannes Hjartarson á Akra-
nesi sendi okkur nokkrar gaml-
ar visur eftir ýmsa höfunda:
Aðalsteinn Halldórsson frá
Litlu-Skógum kvað svo:
Þó að sáran sviði und
sárt og hjartað blæði,
lækna það á stuttri stund
stuðlaföll i kvæði.
Pétur Jakobsson orti um
Svein frá Elivogum:
Einn fær sungið ítran brag
oft við slungin kynni.
Sveinn með þrungið ljóðalag
laust á tungu sinni.
Hjalar ljóðin sögð frá sál,
söngvabjóður frægi,
talar óðins ágætt mál
oft i góðu lagi
Sagna festan hróður held
hafi mestan slikur.
Magnar bestan óðar eld
allra gesta Vikur.
Valdimar Lárusson sendi
okkur þrjár eftirfarandi stökur
sem hann segir eftir kunningja
sina.
Þessi er ort um borð i fær-
eyskri skútu á Grænlandsmið-
um:
Grá og þrútin Grænlandsský
gefur út að líta,
meðan skútan æðir i
ölduhnúta hvita.
G.L.
Eyjar stá I aftanþeynum,
andar fllá við kletta og sker.
Ofur smáa, upp að hleinum
aldan bláa vaggar sér.
R.H.
Að yrkja og glettast er minn
sess,
orð i fléttast þungan.
Brokkar létt mitt ljóða-ess,
leikur á spretti tungan.
Kj.Hj.
Setti ég kjaftinn sóttkvi I,
sem er réttur vegur,
yrði ég talinn allt að þvi
óaðfinnanlegur.
Jón Arason.
Hugurinn berst um hyggjusvið,
hjartað skerst af ergi.
Þegar mest ég þurfti við
þá voru flestir hvergi.
Tungan lostin missti mál
merkin brostin sýna,
þegar frostið fór um sál
fann ég kosti þina.
Andrés Björnsson?
Satt og rétt ég segja vil
um sumra manna kvæði:
Þar sem engin æð er til
ekki er von að blæði.
A-hljómur Cx-hLjómur d-hLjómar C-hLjómur E-hljómur E7- hljómur F-Mjó
®@(3)
®
T
®
©
omur
"(jXD
@
(3)