Þjóðviljinn - 06.04.1975, Page 3

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Page 3
Sunnudagur 6. aprn 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 hvert þessara þriggja atriöa ligg- ur fyrir: 1) Nauðgun, 2) vansköp- un fósturs, 3) alvarleg vanheilsa móður. Kristnir demókratar, sem er langstærsti flokkurinn, beitti sér einnig gegn skilnaðarlöggjöfinni, svo ekki er óliklegt, að þeir fari og halloka i þessu máli. Undirtektir almennings við undirskriftasöfn- uninni nú eru sagðar jafnvel betri en þá. (Kona, sem þegar á tiu börn, vill ekki skilnað, en hún vill ekki fleiri börn). Ýmsir hafa þóst sjá þess merki, að kaþólska kirkjan sé eitthvað að linast i gallharðri afstöðu sinni gegn nýrri löggjöf. Ummæli höfð eftir háttsettum prelátum i mál- gögnum itölsku kirkjunnar og Vatikansins þykja benda til þess. Svo sem: Hin veraldlega löggjöf getur ekki f jallað um allt hið sið- ferðilega svið mannlifsins, né refsað fyrir öll afbrot. Oft verður að þola hinn minni glæp til að af- stýra megi öðrum meiri (úr plaggi frá Sant Offizio, — og hér mun átt við fóstureyðingu i neyð- artilfellum). f málgagni biskupasamkundu itölsku kirkjunnar var ennfremur fyrir skemmstu talað um að falla berifrá refsingu ,,þegar refsingin myndi leiða til alvarlegra böls” (svo sem að fangelsa margra barna móður). Þetta virðist e.t.v. ekkert sérstakt frjálslyndi, en með tilliti til þess að andstaða kirkjunnar hefur hingað til verið skilyrðislaus, er ekki fráleitt að lesa stefnubreytingu úr þessum ummælum. Fleiri telja þó liklegra að hin harða lina muni endanlega verða ofaná, hverrar helsti talsmaður er erkibiskupinn af Flórens. Árið 1975 er heilagt ár innan ka- þólsku kirkjunnar, ,,en við mun- um gera það að frelsisári konunn- ar”, sagði Adele Faccio i Róm 27. janúar. Perugia, I mars 1975 Þuriður Magnúsdóttir. Heimildir: ftölsk blöð og timarit, skýrsla samin af kvennasamtökum i Trento. Réttur veittur - og tekinn aftur! Eins og fram hefur komið I fréttum var fóstureyðingalög- gjöfinni I Vestur-Þýskalandi ný- lega breytt I frjálsræðisátt þann- ig, að konur þar eiga að hafa rétt til löglegra fóstureyðinga fyrstu þrjá mánuði meðgöngutimans. En nú hefur þýski stjórnlagadóm- stóliinn lýst yfir að fóstureyðing skuli aðeins ieyfileg af tilteknum læknisfræðilegum og siðfræðileg- um ástæðum. Svokallaðar frjáls- ar fóstureyðingar striði gegn and- anum I stjórnarskrá landsins! Stjórnlagadómstóllinn hefur þannig fyrirgert nýju fóstureyð- ingalögunum. Skyndilega gildir að nýju i þessum málum yfir hundrað ára gömul löggjöf. Dómstóllinn styðst við grein i vestur-þýsku stjórnarskránni sem tryggir hverjum og einum „rétt til lifs”. Með tilliti til allra aðstæðna er það i rauninni ekkert skrýtið að slik setning skuli fyrir- finnast I stjórnarskrá þessa lands. En ætli tilgangur þeirra sem hana sömdu hafi ekki fyrst og fremst verið sá að reyna að koma I veg fyrir atburði einsog þá sem áttu sér stað i Þýskalandi fjóröa og fimmta áratugsins — allt frá banvænum læknisfræði- legum tilraunum á fólki til f jölda- moröa? Hæpið er að tilgangurinn hafi verið að hindra frjálslegri fóstureyðingalöggjöf. Skýringin á þvi sem skeð hefur er fremur einföld. Meirihluti þingsins, sem samþykkti nýju fóstureyðingalöggjöfina eru til- tölulega frjálslyndir sósialdemó- kratar. í stjórnlagadómstólnum sem gerir lögin að engu hafa i- haldsmenn meirihluta. Dómstóll- inn er settur til verndar vestur- þýsku lýðræði! Ragna St. Eyjólfsdóttir, Kirkjubóli, Skutulsfirði: Hugleiðingar um stofnunina heimili fyrr og nú Nútimakonan er óviðráðanlegt vandamál. Hvers vegna getur hún ckki verið til friðs eins og flestar konur hafa verið allar götur slðan á steinöld? Og heim- ilið, maður minn, heimilið. Það getur þó ekki verið nútima- konunnar alvara að láta heimilið vikja — þetta helgasta vé mann- kynsins frá upphafi fram á þennan dag. Já, heimilið. Þar lá hundurinn grafinn. Tökum nú það fyrir- brigði til nokkurrar athugunar Aður fyrr — og til skamms tima raunar — var heimilið slagæð þjóðfélagsins. Borgir eða bæir þekktust ekki hérlendis nema af afspurn. Sveitaheimilið var i senn barnaheimili, skóli, vinnustaður og elliheimili. Það var vettvangur Hfsins og þjóðarinnar. Á sumum bæjum voru hús- bændur máske sérlega færir i einu eða öðru. Þangað sótti ungt fólk i vinnu.Dvöl á slikum bæ var meðmæli alla ævi, hafði svipað gildi og gott próf á okkar dögum. Sumir urðu jafnvigir á alla vinnu, en aðrir sérhæfðu sig: fjármenn, vefarar, vegghleðslumenn smiðir, svo eitthvað sé nefnt. Valið var greinilega meira hjá piltunum. En allt fór þetta fram á einum og sama vinnustað, svo verkaskiptingin hefur ekki orðið eins tilfinnanleg og siðar varð. A heimilunum fékk fólk alla skólun, bóklega og verklega, sem kostur var á á þeim dögum, ef frá er skilið langskólanám, sem lengst af var ekki á færi nema fárra út- valdra og alþýða manna leyfði sér varla að leiða hugann að. Heimilin voru að sjálfsögðu misstór og misjöfn á ýmsan hátt, en flest voru þau svo fjölmenn, sem bóndi hafði framast efni á. Einmanakennd hefur þvi tæplega amað fólki, enda hefði það senni- lega orðið til að gera alveg út af við landann i ofanálag á aðrar þrautir hans. Nú, þar höfum við stofnunina heimili eins og hún leit út um slöustu aldamót. Ég get varla imyndað mér, að nokkrum detti i hug I alvöru að leggja að jöfnu stöðu húsfreyju i slikri stofnun, jafnvel þótt hún berðist I bökkum, sem eins oft var, og húsfreyju á nútimaheimili i borg og bæ. En meirihluti islendinga býr I þétt- býli sem kunnugt er. Heimahúsfreyja nútimans er oft ein allan daginn. Heimili og vinnustaður eru tvær andstæður. Engum dettur lengur i hug að bendla skóla og heimili hvort við annað. Jafnvel börnin kjósa heldur að leika sér úti við jafn- aldra sina en kúldrast inni i þröngum ibúðum eða stofum þar sem ekkert má snerta fyrir fin- heitum. Um félagsskap afa eða ömmu er varla að ræða lengur. Mannsævin hefur lengst og eldra fólk býr að sinu i rikara mæli en áður. Og þótt einhver væri svo Framhald á 22. siðu. þekkja, að þær standi sig ekki siður en karlarnir. — Nema hvað! sagði sú þeirra sem var á vaktinni þegar við litum inn i verksmiðjuna, Hildur Stefánsdóttir. Þetta er ekkert frekar karlmannsverk en kven- manns. Þær vinna við að þvo lýsisskil- vindurnar. Vinnan er stif á meðan vertiðin stendur, skiptist á 8 timavöktum. En kaupið er lika hátt, Hildur sagðist hafa þénað 153 þúsund yfir mánuðinn. — Hvað kom til að þið fóruð i loðnuna? — Ja, ég var i saltfiskinum og vann þar sömu störf og strákarnir og þegar þeir hættu til að fara hingað þóttist ég geta það lika. Það hefur aldrei áður unnið hér kvenfólk, en ég vissi til þess á Hornafirði. Það eru áreiðanlega mörg fleiri störf i verksmiðjunni sem konur gætu alveg eins unnið og karlarnir, flestöll held ég bara. Það reyndist ógjörningur að ná mynd af Hildi innivið vegna guf- unnar og varð að fá hana úti dyr og varð þá ekki lengur orða bundist um andrúmsloftið. Hildur við dyr loðnuverksmiðjunnar unnið flest síður en Konur gætu störfin, ekki karlarnir! Fram að þessu hafa þaö alltaf bara verið karlmenn sem unnið hafa I loðnuverksmiðjunni á Vopnafirði, einsog reyndar viðast hvar annarsstaðar. En á vertið- inni i vetur varð breyting á: Tvær stúlkur, llildur Stefánsdóttir 19 ára og Lára Hilmarsdóttir 17 ára, fengu sér vinnu I verk- smiðjunni og segja þeir sem til — Er ekki svolitið óþægilegt að vinna i þessari lykt og raka? — Þetta venst strax. Maður finnur ekki lyktina fyrr en komið er heim og þá er hægt að skipta um föt. Þettta er ágætis vinna svona smátima, enda stendur hún ekki nema smátima, og kaupið er fint. —vh VETRARVERTÍÐIN Netahringir á þroska- og grásleppunet Steina- og hringjahankar úr gerfiefni og sísal. Teinatóg á þorskanet. Færatóg. Plastbelgir og baujur. Bambusstangir og glögg Viðgerðarefni i loðnunætur. Garn 210 d/12 — 210 d/15 210 d/18 — 210 d/21 — 210 d/24—210 d/36 — 210 d/48 — 210 d/60. Uppsettar lóðir og ábót. Þorskanet Japönsk „Clear" (hálfgirni) no. 210 d/15— no. 210 d/12 — no. 210 d/9 7" — 7 1/2" möskvi. Japönsk (girni) 6" — 7 1/4" möskvi — nylon T — 700 þorskanet frá Formósu no. 210 d/12 7 1/4" — 32 möskva. KRISUAN O.SKAGFJÖRO HF Hólmsgötu 4 - Reykjavík - P.O. Box 906 - Síml 24120 - 24125

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.