Þjóðviljinn - 06.04.1975, Síða 5
Sunnudagur 6. aprfl 1975. ÞJÓÐVILJINN —: SIÐA 5
Morgunblaöið í Víetnam
Upphaf langrar göngu: Varnarsveit eins af þorpum Þjóöfrelsishreyf-
ingarinnar um þaö leyti sem bandariski herinn var aö streyma til Indó-
kína. The Times (London) sagði I leiöara 24. mars 1966: Astæöan fyrir
þvi að Vietkong mun ekki bíða pólitfskan ósigur er sú, að þau samtök
standa nær alþýðu, skilja betur vietnömsk vandamál, hafa sterkari vit-
und fyrir þjóðlegum virðuleik og sjálfstæði en nokkur stjórn sem getur
til orðið I Saigon.
Sjálfsákvörðunarréttur á bandarfska vfsu.
Morgunblaðsmenn virðast hafa
þá sérstöðu i heiminum að hafa
tekið hina einföldu og þægilegu
heimsmynd kalda striðsins mun
alvarlegar en aðrir menn: ljóss-
ins englar, amerikanar, berjast
við Satan sjáifan, heimskommún-
ismann. Svo mikið er vist, að þeg-
ar stóratburðir gerast sem ganga
mjög þvert á slikar hugmyndir
um heiminn, þá fyllast þeir firna-
legri en um leið spaugilega mátt-
vana heift, sem eys saklausri
prentsvertunni i djöfulmóð yfir
öll rök og þekkingu á málavöxt-
um. Og þetta gerist enn I dag,
þrátt fyrir öll þau skakkaföll sem
ljóssins englar hafa orðið fyrir og
nánir vinir þeirra. Gott dæmi um
þetta er leiðari blaðsins á
fimmtudaginn var, sem fjallaði
um ósigra Saigonstjórnarinnar:
héthann „Griðrof kommúnista og
hvað læra má af þeim.”
Fólk á flótta
Eitt af þvi sem þetta meistara-
verk móðursýkinnar felur í sér er
hin gamla staðhæfing um að
Þjóðfrelsishreyfing i Suður-Viet-
nam sé ekki annað en litils meg-
andi útibú frá heimskommúnism-
anum og i þessu tilviki frá
Norður-Vietnam. Þetta kemur
fram i ummælunum um að það sé
„athyglisvert” að „miljónir
manna flýja undan hersveitum
kommúnista”. Flóttamanna-
straumur suður á bóginn á að
vera röksemd gegn öðrum lýsing-
um um áhrif og vinsældir þeirra
sem fram sækja.
Um þetta er það að segja, að i
fyrsta lagi veit enginn með vissu
um það hvort um „miljónir” sé að
ræða. Frásagnir af flóttamanna-
straumnum hafa menn hingað til
séð nær eingöngu i bandariskum
blööum, og útskýringar þeirra
eru reyndar hvergi nærri svo ein-
faldar sem Morgunblaðsins. Það
er sagt sem svo, að mjög margir
flýi einfaldlega vegna þess að
ofboð gripur borgafólk þegar
vopnaviðskipti vofa yfir. En auð-
vitað eru til þeir sem eru beinir
andstæðingar Þjóðfrelsisfylking-
arinnar. Herald Tribune lýsir svo
þeim, semmestreyndu að komast
frá Danang áður en hún féll:
„Þetta eru fjölskyldur liðsfor-
ingja, lögreglumanna og bisness-
manna og efnaðri kaupmenn,
kaþólskir menn sem komu að
norðan 1954 ... Flestir aðrir ibúar
Danang sýnast sáttir við að vera
eftir” (seem content to stay).
Reyndar er það svo, að sá stuðn-
ingur, sem Saigonstjórnir hafa
helstan haft til þessa, er stétt-
bundinn nokkuð eftir þessum lin-
um — og þvi má bæta við að
kaþólskir sem komu að norðan,
þegar landinu var skipt með Gem
farsamkomulagi (sem átti að
verða til bráðabirgða) flúðu ekki
fyrst og fremst af trúarástæðum,
heldur af þvi að hér var um að
ræða að miklu leyti hluta borg-
‘arastéttar, sem mjög hafði verið
tengdur við franskt forræði 1
Indókina. Menn skulu ekki
Prentsmiðjan
ÞRYKK
Litprentun —
offsetprentun
Bergstaðastræti 13
Simi 41048
gleyma þvi, að ýmsir þeir herfor-
ingjar i Saigon sem Bandarikin
hafa stutt á vixl börðust á sinum
tima með franska nýlenduhern-
um gegn sinni eigin þjóð. Einn
slikra var einmitt Thieu forseti,
fyrrum atvinnuhermaður hjá
frökkum.
Sprengjuregn
En hræsnin i þessu flótta-
mannatali Morgunblaðsins er þá
fyrst áberandi, þegar mönnum
verður hugsað til hunskrar af-
stöðu þess blaðs til þess mann-
flótta sem I Indókína hefur orðið
til þessa. Við það að flugher
Bandarikjanna dembdi miklu
meira sprengjumagni á Laos,
Kambodju og Suður-Víetnam en
féll i allri siðari heimsstyrjöldinni
flúðu margir sveitabúar byggðir
sinar heldur en að farast svo i
napalmeldi engla ljóssins. Enda
var til þess ætlast: á herfræði-
máli heitir slikur hernaður að
„svipta óvininn aðgangi að mann-
fólki” eða eitthvað i þá veru.
Þetta fólk neyddist til að flýja
undir stjórn þeirra sem Banda-
rikjamenn héldu I valdastóli með
firnalegu vopnamagni og helm-
ingi alls bandarisks gjafakorns.
Og þegar fólk flýr nú i ofboði I
Suður-VIetnam þá er það m.a.
vegna þessarar reynslu: þegar
svæði hafa reynst á valdi Þjóð-
frelsisfylkingar hefur það um leiö
þýtt miklar loftárásir á öll byggð
ból. Bæði meðan bandariskir
sjálfir köstuðu sprengjum og eftir
vopnaþléð 1973, þegar Thieu
reyndi að nota firnalegan loftflota
sinn (um 2000 flugvélar sem
Nixon haföi gefið honum) til að
hressa upp á pólitiska stöðu slna i
landinu.
Hlutföll
Ef svo Morgunblaðið vill velta
fyrir sér pólitiskum styrkleika-
hlutföllum i Vietnam, þá er ekki
úr vegi að það leggi út af fróðleg-
um bandariskum upplýsingum
um herstyrk aðila. Saigonherinn
taldi fyrir skömmu 850 þúsund
manna og hafði m.a. mikinn flug-
vélakost. Þjóðfrelsisliðar og
sveitir frá Norður-Vietnam voru
taldir 300 þúsund. Það lið, sem oft
hefur verið færra, hefur sigrað
bæði frakka og bandarikjamenn
hvað sem hertækni líður, og reka
nú allt að þrefalt stærri her I sjó-
inn. Sá sem ekki skilur að þetta er
ekki hægt án þess að mjög mikill
hluti alþýðu leggi þjóðfrelsislið-
um lið með óþvinguðum hætti,
honum væri sæmst að breiða upp
fyrir haus og láta ekki aðra menn
verða vitni að heimsku sinni.
Griðrofin
En samt er ótalið megininntak
leiðarans. Það felst I stuttu máli I
þvi, að með sókn siöustu daga
hafi „kommúnistar” rofið grið,
rofið friðarsamningana sem
gerðir voru i Paris og þar með
svipt Suður-Vietnama „óskoruð-
um sjálfsákvörðunarrétti
þeirra”. Þessu er svo stillt upp
andspænis dyggðum bandarikja-
manna sem hafi „staðið við
skuldbindingar sinar”.
Mikill er andskotinn.
Menn þurfa ekki að vera ýkja
mikið lesnir i bandariskum heim-
ildum (Pentagonskjölum o.fl.) til
að vita hver er helstur griðrofi i
Indókina. Bandarikin neituðu að
undirrita Genfarsamkomulagið
um frið I Vletnam til þess að hafa
óbundnar hendur að þvi aö hjálpa
Diem-klikunni að koma undir sig
fótum og þar með koma i veg
fyrir þá sameiningu landsins sem
þar var gert ráö fyrir. Siðan þá
hafa bandariskir ráðamenn hver
af öðrum fylgt stefnu, sem bæði
hefur kostað miljónir manna lifið
og i öðru lagi gert stöðu þeirfa og
vina þeirra verri með ári hverju.
(Það má færa rök að þvi að ef
bandarikjamenn hefðu haft skiln-
ing á þvi að þeir gætu ekki komið
sér upp „eigin” stjórn I Saigon
sæmilega snemma, þá hefðu þeir
a.m.k. getað tryggt hlutleysi og
„blandað” stjórnarfar i Kam-
bodju og Laos. En nú er það úr
sögunni: það er stuðningur þeirra
við stjörnukuklarann Lon Nol
sem hefur búið til það öfluga
bandalag þjóðernissinna og
kommúnista sem nú er að halda
inn I Phnom Penh).
Sjálfsákvörðun
Gott og vel, meira að segja
Morgunblaðið viðurkennir seint
og siðarmeir að „deila megi um
hernaðarafskipti bandarikja-
manna I Vietnam”. Lengra nær
skoðun málsins ekki. Siðan er
öllum stóryrðum beitt til að
skamma „kommúnista” fyrir
„griðarof”. 1 þvi samhengi er að
sjálfsögðu ekkert minnst á Thieu
karlinn. Er þó ekkert algengara
en að sjá fréttaskýringar sem
þessa hér I blöðum sem taka sig
sæmilega alvarlega: „Thieu hef-
ur i rikum mæli skapað þá
kreppu, sem hann nú er I, með þvi
allt frá þvi vopnahléssamningur-
inn var gerður 1973 að stefna á
það, að ná með árásaraðgerðum
eins miklu af landi frá Þjóðfrels-
isfylkingunni og unnt væri, án
þess að gjóta svo mikið sem auga
á þær greinar samningsins sem
kváðu á um pólitiska samninga-
gerð” (Indókinafréttaritari In-
formation, Poul E. Svejstrup).
Thieu treysti á bandarisk vopn til
sigurs og hunsaði pólitiskar
lausnir (viðurkenndi t.d. aldrei
þau „þriðju öfl” sem eru með I
Parisardæminu) og má af þvi
súpa seyðið nú.
Þetta kallar Morgunblaðið að
svipta þjóð sjálfsákvörðunarrétti.
Bandarikin neituðu að styðja
þennan sjálfsákvörðunarrétt
fyrst 1945 þegar Viet Minh undir
forystu Ho Chi Minh leitaði að-
stoðar þeirra til að ná rétti viet-
nama gegn frökkum. Siðan borg-
uðu þau herkostnað franska ný-
lenduhersins meðan hann reyndi
að bæla niður þennan sjálfs-
ákvörðunarrétt. Siðan studdu þau
Diem til að koma i veg fyrir kosn-
ingar 1956 skv. Parisarsamning-
um. Siðan tóku þau þátt I að koma
Diem þessum fyrir kattarnef.
Siðan hafa þau stutt hvern þann i
Saigon sem þau töldu sterkastan,
hvað sem leið handtökum á póli-
tiskum andstæðingum, bönnum á
flokkum og blöðum o.s.frv. Samt
eru það Bandarikin sem hafa
staðið við skuldbindingar, en
kommúnistar hafa framið griðrof
— með þvi að steypa stjórn
Thieus,sem Morgunblaðið verður
þrátt fyrir allt að viðurkenna að
sé „imynd spillingar”.
Lifi Nato
Og svo kemur rúsinan.
Sá „lærdómur”, sem leiðari
Morgunblaðsins telur að Islend-
ingar eigi að draga af harmleikn-
um” i Vietnam og svo Kambodju
er sá, að þeir eigi að taka þátt i
þvi að efla Atlanshafsbandalagiö.
Það er að dómi blaðsins „harm-
leikur” og „lýðræðið á i vök að
verjast i heiminum” vegna þess
að gjörónýtar og gjörspilltar fá-
mennisstjórnir i Kambodju og
Suður-VIetnam eru að falla á eig-
in heimsku og glæpaverkum og
jafn heimskulegum og glæpsam-
legum stuðningi bandarískra
hernaðarsinna. Sjaldan hefur
Nató verið borðið upp á jafn aum-
leg rök fyrir sinni tilveru, og er þá
full ástæða til að óska blaðinu og
bandalaginu til hamingju með
þetta einstæða met.
Hitt er svo annað mál að það er
grátt gaman islendingum að eiga
sér að útbreiddustu blaði svo
dæmalaust útskryppi meðal
blaða og málgagn þeirra Styrkon-
matta er.
Arni Bergmann.
Byggingarfélag alþyöu Reykjavík
AÐALFUNDUR
verður haldinn miðvikudaginn 9. þ.m. kl.
20 að Hótel Sögu, átthagasalnum.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. önnur mál
STJÓRNIN
Minningarathöfn um eiginmann minn
Jón Gislason
fyrrv. alþingismann,
fer fram frá Háteigskirkju þann 8. april kl. 10.30.
Jarðsett verður laugard. 12. aprfl frá Þykkvabæjar-
klausturskirkju. Athöfnin hefst frá heimili minu Noröur-
hjáleigu kl. 13.30.
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna,
Þórunn Pálsdóttir.