Þjóðviljinn - 06.04.1975, Side 16

Þjóðviljinn - 06.04.1975, Side 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. aprll 1975. Skipu- lags- breyting Skrif min um kvikmyndir hér i blaðinu hafa hingað til verið fólgin í umsögnum um erlendar kvikmyndir, oft tengdar ýmsum vandamálum kvikmyndamarkaðarins. Framvegis mun ég ekki binda mig við umsagnir um hinar fáu athyglisverðu kvikmynd- ir, sem kunna að berast til kvikmyndahúsanna hér, held- ur leita á önnur mið. í stað gagnrýni mun þetta verða eins konar kompa, sem flest rúm- ast i. T.d. munu verða birtir kaflar um mál kvikmyndar- innar, kaflar um tæknileg at- riði kvikmyndagerðar, kaflar um skipulags- og fjármál kvikmyndagerðar, kaflar um sjónvarp, fréttir af innlendri kvikmyndagerð, ný-jum myndmiðlum o.fl. Fyrir bragðið mun þetta kannski verða laust i reipunum, en vonandi verður fróðleikurinn margbreytilegri. Stefnan er að þættir þessir verði reglu- lega á sunnudögum. Tillögur, óskir, spurningar, skoðanir, fréttir-og kvartanir frá lesendum eru velkomnar. Nægir að skrifa: KVIKMYNDAKOMPAN Þjóðviljanum, Skólavörustig 19, Reykjavik. Myndskeiö Myndskeið (hefur stundum verið kallað skot) er filmubút- urinn, sem lýsist þegar tökuvél- in er sett einu sinni af stað og stöðvuð aftur. I klipptri kvik- mynd er myndskeið filmubútur, sem nær frá einni skeytingu til þeirrar næstu. Myndskeið er ó- slitin upptaka myndar og smæsta eining kvikmyndarinn- ar. Það þjónar sama hlutverki og orðið i ræðu og riti. Myndskeið er mislangt eftir atvikum. Smæsta myndskeið er einn myndrammi 1/24 úr sek- úndu og er vart greinanlegt fyr- ir augað. Samt hefur það verið notað með árangri i auglýsinga- myndagerð. t byrjun kvik- myndagerðar voru kvikmyndir gjarnan eitt myndskeið, þ.e.a.s. söguþráðurinn var kvikmynd- aður frá byrjun til enda án þess að tökuvélin væri stöðvuð með- an á upptöku stæði. Klipping var ekki talin nauðsynleg og filman sett beint i sýningarvélina eftir framköllun. Meðallengd mynd- skeiðs er um það bil tiu sekúnd- ur. Hentug lengd er undir ýmsu komin. Viðmynd þarf að standa lengur en nærmynd, vegna þess að viðmyndin er flóknari og i henni er fleira að skoða. Við- mynd getur verið heil gata með fólki á gangi, bilum, húsum o.fl. Nærmynd er til dæmis andlit manns. Sé hreyfing i mynd- skeiðinu, þarf það að standa lengur til þess að áhorfandinn hafi nægilegan tima til að átta sig á efni þess. Séu miklar breytingar i myndskeiðinu, breytilegt eða flókið umhverfi, nýjar og nýjar persónur eða si- breytileg myndstærð, þarf það að standa lengur. Still kvik- myndarinnar og hrynjandi hafa einnig áhrif á lengd mynd- skeiða. Að nota löng myndskeið i kvikmynd krefst að öðru jöfnu nákvæmari undirbúnings, vegna þess að þá er nauðsynlegt að klippa I upptökunni eins og kallað er. Þá verður hrynjandi kvikmyndarinnar til i upptök- unni sjálfri en engu hægt að breyta með klippingu siðar. Með þvi að nota fleiri og styttri myndskeið fást fleiri samsetn- ingarmöguleikar i klippingunni. Með hraðri klippingu og stutt- um myndskeiðum er hægt að skapa hraða og spennu, en með löngum myndskeiðum og hægri klippingu er hægt að tefja at- burðarásina. Heilkvöldskvikmyndir eru allt frá átta myndskeiðum (und- antekning) upp i eitt þúsund. Hugsun kvikmyndar verður til þegar raðað er saman mynd- skeiðum f klippingunni. Konu- andlit segir litið eitt sér i nær- mynd. Nærmynd af likkistu seg- ir heldur ekki mikið ein sér. Þessi tvö myndskeið hvert á eftir öðru gætu hins vegar gefið til kynna að konan væri ekkja og i likkistunni lægi látinn eigin- maður hennar. Viðmynd af Peter Watkins krana að hifa bil upp úr á gæti bent til dauðdaga mannsins i kistunni. Þannig má halda á- fram og fá fram hugsun og efnisþráð, sem er ekki aðeins samanlagt efni hinna einstöku myndskeiða, andlit, likkista, krani að hifa bil, heldur segir sögu og oftast skemmtilegri en i þessu dæmi hér. Edward Munch og Peter Watkins Sjónvarpsáhorfendum hafa nýlega verið sýndar nokkrar at- hyglisverðar kvikmyndir. Fyrst má nefna AÐ TJALDABAKI 1 VÍETNAM, sem ég var þvi miður ekki svo lánsamur að sjá.y Kvikmyndin mun hafa verið á- gætt framlag um Vietnam-strið- ið og vönduð að gerð. Liklega hefur þar verið á ferð sá eini með vitið i hundrað manna kór brjálæðinga samanber þarfa grein Þórarins Eldjárns hér i blaðinu. Sýnd var sviðsetning Ingmar Bergman á TÖFRAFLAUT- UNNI. En sú sýning hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og áhorf- enda i ýmsum löndum og er þar engu við að bæta. Siðast en ekki síst má nefna kvikmyndina um EDWARD MUNCH eftir Peter Watkins. Watkins er fyrrverandi heim- ildamyndamaður og er þekkt- astur fyrir mynd, sem hann gerði fyrir breska sjónvarpið, THE WAR GAME. Upptökuað- ferðin i þeirri mynd er blanda af kvikmyndun leikinna atriða, heimildakvikmyndun, og frétta- kvikmyndun og lýsir þvi hvern- ig alþjóðleg kreppa verður til þess að kjarnorkusprengjum er varpað á England. Myndin vakti miklar deilur og gagnrýni. Hægri pressan ásak- aði Watkins fyrir að hafa ekki trú á mannsandanum, vera of raunsæjan og reka áróður gegn kjarnorkuvopnum á ruddalegan hátt. Sýning á myndinni var ekki leyfð og fyrst eftir að þrýst- ingi hafði verið beitt á stjórn breska sjónvarpsins voru leyfð- ar sýningar á kvikmyndinni en ekki i sjónvarpinu heldur i kvik- myndahúsum. Watkins var hrakinn frá sjónvarpinu en kvikmyndin er nú taiin vera ein merkasta heimildakvikmynd seinustu ára. Meginhluti kvikmyndarinnar um Edward Munch er tekin i nærmyndum og sýnir andlit, svipbrigði, augngotur og and- litshreyfingar. Umhverfið skiptir ekki máli i smáatriðum en megináherslan er á sam- bandi persóna og tilfinninga eins og þær speglast i andlitun- um. Timinn er leystur upp og atvikum blandað saman sum- part i timaröð en þó sifellt verið að minna á áhrifarik atriði úr barnæsku. Frásagnarmaðurinn setur efnið i sögulegt samhengi og beinir athygli áhorfandans að aðalatriðum. Athyglisverð er samvinna Watkins við leikar- ana. í lok myndarinnar er tekið fram að leikendur hafi tekið mikinn þátt i sköpun persón- anna á þann hátt að breyta þeim i sina mynd. Árangurinn sýnir réttmæti þessarar aðferðar, þótt hún hljóti að vera á kostnað bókstaflegra staðreynda máls- ins. Hljóðið er mikil blanda. Há- vaði af krá, strokur pensils, samkvæmisblaður og gullkorn fléttast hvað innan i annað að þvi er virðist i ruglingslegum graut. En útkoman er sannfær- andi og fullnægjandi mynd af Munch og þeim, sem hann um- gengst. Viðbrögð góðra borgara við Munch og myndum hans vekja eflaust hlátur þeirra, sem i dag bregðast eins við heiðarleika i listum. Watkins hefur auk þessara tveggja kvikmynda gert myndaflokk um merkisatburði i sögu Bandarikjanna og leiknar kvikmyndir, PRIVILEGE og THE GLADIATORS. Tveir strákar sátu niðri á bryggju og voru að dorga fyrir bryggjuufsa. Annar þeirra dró agnarpinulitinn fisk. — Þarna varstu heppinn, sagði hinn. — Hugsaðu þér ef maðkur- inn hefði nú étið hann. — Konan min er i alveg svakalegu skapi núna. — Svo? Varstu eitthvað að æsa hana upp? — Nei, nei. Við sátum bara og vorum að borða, og ég bað hana um tvo sósukekki til viðbótar.... Maður nokkur kom á krána með grindhoraða og veiklulega meri. Hann stóð og tæmdi ölglasið sitt, þegar veitingamaðurinn spurði: — Hvað er að hestinum þínum, félagi? — Svo sem ekkert. Hún hefur bara verið svo andskoti óheppin. — Oheppin....? Hesturinn ó- heppinn? — Já, sjáðu til. Á hverjúm degi verð ég að kasta upp á það, hvort ég á heldur að kaupa hafra handa Lottu eða ölglas handa mér. Og siðasta hálfa mánuðinn hefur hún sko alltaf tapað.... Jónatan var sölumaður og var á ferðalögum frá mánudagsmorgn- um til föstudagskvölds. Þegar hann svo kom heim á föstudögunum hafði sonur hans, Þorkell, venjulega safnað heil- mikilli syndaskýrslu, sem faðir- inn varð að byrja á að hegna hon- um fyrir. Einu sinni var þetta sérlega slæmt. Pjakkurinn var tekinn ær- lega i gegn, og þegar hann náði andanum eftir meðferðina, hvæsti hann reiðilega: — Þetta skal ég sko segja hon- um pabba minum þegar hann kemur með mjólkina i fyrramál- ið, það getur þú bölvað þér upp á! Liðþjálfinn: Eigið þér eldspýt- ur, 67? 67: Já ætli það ekki. Liðþjálfinn: Svona svarar mað- ur ekki yfirmönnum sinum. Reynum aftur. Eigið þér eldspýt- ur, 67? 67: Nei. — Þú ættir heldur að reyna að halda i mig, Júliana min. Menn eins og ég vaxa ekki á trjánum. — Nei, þeir sveifla sér á milli þeirra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.