Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Keramik eftir Sigrúnu GuOjónsdóttur á sýningu Listiðnar ÚTLIT OG NOTAGILDI NYTJALIST NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST heitið fyrir bestu lausnina, en fyrirtækið áskilur sér állan rétt á hugmyndunum, getur notað hana án nokkurrar greiðslu.Hug v myndin er ekki virt á krónu, en fyrirtækið býður vinningshafa uppá kaffi og tertu i sárabætur. Það hlýtur að vera krafa höf- undarréttarhafa að sett verði lög hér að lútandi hið fyrsta, og/eða alþjóðasáttmáli um höf- undarrétt verði innan skamms tima undirskrifaður af hlutað- eigandi aðiljum. Þeir sem auglýsa vöru sina eða þjónustu geta auðveldlega, i mætti fjármuna sinna, þvingað fram óheppilegar málalyktib og orðið jákvæðri þróun til tjóns, t.d. eitthvað á þessa leið: Um- boðsmaður fyrirtækis kemur á auglýsingastofu og hefur með- ferðis timarit. — Svona vil ég hafa þetta, segir hann og bendir á einhverja auglýsinguna. — Þvi miður svarar teiknar- inn, við notum ekki hugmyndir annarra. — Hverju skiptir það, segir hinn, auglýsingin er fyrir inn- lendan markað. — Það er aukaatriði, svarar teiknarinn, við reynum að full- megum við eiga von á smækk- uðum kolaeldavélum, skilvind- um og handsnúnum saumavél- um. Og um aldamótin 2000 verð- ur hægt að fá smækkaðar ryk- sugur og hrærivélar! En von- andi getur þetta mikla hagleiks- fólk fengið eitthvað raunhæfara upp i hendurnar sér til dundurs eða framfærslu i sámvinnu við hönnuði eða fyrirtæki. t langan tima lá ýtarleg grein- argerð um hönnunarmál hjá Iðnþróunarráði og siðar Iðnað- armálastofnuninni. 1 þessari greinargerð eru framsettar hugmyndir um eflingu listiðn- aðar og iðnhönnunar, gerðar af listiðnaðarfólki. Væri æskilegt ef þessum aðiljum gæfist timi frá önnum sinum til að birta undirtektirnar við erindinu. LISTIÐN hefur lagt á það sér- staka áherslu að sem fyrst verði sett á laggirnar Listiðnaðar- miðstöð, þar sem sjónarmið og hugmyndir verði rædd. og þekk- ingu og reynslu miðlað þeim sem vildu. En til viðbótar þessu þarf að starfrækja sérstakt ráö sem hefði yfirsýn og eftirlit meö innflutningi iðnvarnings og list- Á síðastliðnu ári var stofnað i Rvík. félagið LISTIÐN, sam- band þeirra sem fást við iðn- hönnun, arkitektur og listiðnað. Tilgangur félagsins er að vinna að bættu listmati og fram- leiðsluháttum, einnig að stuðla að kynningu islensks listiðnaðar með sýningum, útgáfustarfsemi og fræðslu og að gæta hagsmuna þeirra sem starfa að islenskum listiðnaði. Meðal félagsmanna eru vefarar, ljósmyndarar, gullsmiðir, arkitektar, leir- munasmiðir, textilhönnuðir, teiknarar og iðnhönnuðir (hús- gagnaarkitektar m.a.). Allir þessir starfshópar eru velvirkir og starfandi að bættu útliti nytjalistar, og hafa nú i nafni fé- lags sins sett upp sýningu á verkum fimm félagsmanna i húsakynnum Heimilisiðnaðar- nú rikir meðal handverks- manna og hönnuða, og er gleði- efni þeim sem fylgst hafa með þróunarferli islensks iðnvarn- ings undanfarin ár og ára- tugi. Smekkleysan og smá- munasemin þokar jafnt og þétt fyrir markvissri sókn listafólks- insj afkáraskapurinn i fram- leiðslunni verður að vikja. Enn- þá er þó skilningstregða ráða- manna framleiðslufyrirtækja nokkurhindrun þeim sem vinna að betri gæðum og samræmingu efnis og útlits. Á sama tima og sérmenntað fólk setur upp verkstæði með ærnum til- kostnaði og fyrirhöfn þar sem úrvalsvara er unnin af alúð, þá setja fjárplógsmenn metnað sinn i það að fjöldaframleiða hluti sem standast á engan hátt lágmarkskröfur um útlitsfegurð vlðustu merkingu, glæða hlutina lifsmagni sem trónir ofar úr- kynjun og afdalamennsku mis- skilinnar „sparsemi”. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál hérlendis að inn- flutt fagtimarit og auglýsinga- blöð eru kveikjan að framleiðslu sumra fyrirtækja, lögverndaðar hugmyndir erlendra hönnuða eru stældar og skrumskældar, hin útvatnaða niðurstaða er svo almenningi föl I allri sinni dýrð: Nýjasta nýtt! Formbylting! Hvergi meira úrval! Fyrir nokkrum árum kom hingað til tslands höfundur PIRA (hillur o.fl.) til þess að fá leiðréttingu mála sinna. ís- lenskur framleiðandi var grun- aður um að hafa tekið hug- myndir hans i óleyfi, og gert að sinum. En dæmin um bessaleyf- Sýnishorn af óæskilegum innflutningi félagsins i Hafnarstræti. Þátt- takendur á sýningunni eru Ása Olafsdóttir vefari, Baldvin Björnsson, teiknari, Jens Guð- jónsson gullsmiður, Pétur Berg- holt Lúthersson húsgagnaarki- tekt og Sigrún Guðjónsdóttir listhönnuður. Sýningin er sú fyrsta af hálfu félagsins, en aðr- ar munu fylgja i kjölfar hennar. Þetta framtak LISTIÐNAR er vottur um þá miklu grósku sem °g Lyggjast á engri hefð; eru hlutir þessir gerðir af misskiln- ingi, runnir frá óskhyggju manna um sérislenskan stil, einhverskonar þjóðarrembingi. Það er eins og viðkomandi ráða- menn geti alls ekki skilð hversu sérmenntað fólk er lyrirtækjum þeirra mikill búhnykkur. Hin samansafnaða reynsla aldanna er innifalin i lærdómi listiðnað- armanna. hæfustu menn hafa kennt þeim handbrögðin og tengs) þeirra við myndlistina. i in eru fleiri. Fred Flintston og frú troða upp i sjónvarpsauglýs- ingum, MAD ligúrur eru dagleg sjón, smávægilega frábrugðnar fyrirmyndinni. Svona vinnu- brögð eru ekki virðingarverð. En aðrar aðferðir eru þó vin- sælli til að lá ódýrar hugmynd- ir: Framleiðandi efnir til sam- keppni um tiltekin munstur eða annað. og höfðar þá einkum til almennings (vegna þess að al- ménningur cr illa upplýstur um þessi uiál) og verðlaunum er tJr sýningarbás Péturs B. Lútherssonar á sýningunni „tslensk nytja- list” nægja óskum viðskiptavina okkar með eigin hugmyndum. — En ég vil hafa þetta svona! — Það má kannski vinna eitt- hvað útfrá þessari auglýsingu, en þó þannig að útkoman verði önnur? — Nei, kemur ekki til greina! Ef þið gerið þetta. ekki, þá sný ég mér til annars teiknara! (o.s.frv.). Fatalramleiðendur hala upp- götvað sérdeilis hnýsilega „gullnámu” þar sem er Þjóð- minjasafnið. Þangað gera þeir ferðir sínar með ljósmyndavél- ina og blýantinn, taka trausta- taki fornar munsturgerðir o.fl. og skella þeim á varning sinn. Einstaka maður fer samt pent að þessu og vinnur hugmyndirn- ar þannig að þær verði ekki eins og tagl á nauti í endanlegri gerð; þeir laga munstrin að fatasnið- inu svo sæmilegur heildarsvipur fæst. En hinir sem yfirtaka for- tiðina hráa og dengja henni á framleiðslu sina hlaupa utan vegar og enda að lokum i ein- hverju dikinu. Það er átakan- legt þegar ..þjóðlegheitin” i iðn- aðinum komast á þetta stigið. Hér má i framhjáhlaupi nefna eldrimannaiðjuna, þessa undar- legu framleiðslu á smækkuðum búshlutum sem eiga að gefa túr- hestum rómantiska mynd af sæluriki þrældómsins hér áður lyrr: strokkum. trogum. hrif- um. orfum. öskum og þ.h. Er þetta siðbúin POPPIist? Næst muna. og flokkaði eftir gæðum. þ.e. vörur undir ákveðnu gæða- mati fengju ekki landvistar- leyfi! Þetta eru að sjálfsögðu hömlur á viðskiptafrelsi, sem leysast í samræmi við tolla- bandalög og millirikjasamn- inga, en þær hömlur munu án efa orka til góðs. Margt nrerkilegt hefur verið gert list og listiðnaði til eflingar, er þar sérstaklega eftirtektar- vert framtak Ragnars Kjart- anssonar sem stofnsetti GLIT óg rak sem verkstæði um árabil. Var haft á orði að þar væri upp- eldisstöð handverksfólks og listamanna, tilraunastofa og formsmiðja. Hefur árangur þeirra sem þar störfuðu verið mikill hvati siðar i islenskum listiðnaði t.d. Siöar varð Mynd- lista- og handiðaskólinn höfuð- vigi listiðnaðarins og útskrifar hann stóran hóp af úrvalsfólki árlega. ungufólki sem með kunn- áttu sinni mun væntanlega verða góður liðsauki i barátt- unni fyrir fegurri smekk og bættu listmati. Sýning sú sem LISTIÐN stendur að i Hafnarstræti er að hluta til árangur af starfi fvrr- greindra brautryðjenda og upp- alenda i listiðnaðarmálum. Sýn- ingin er mjög athyglisverð. hlutirnir eru fyrsta flokks og uppsetníng þeirra ágæt. það sem aðfinnsluvert er heyrir undir smekksatriði og verður Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.