Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. aprll 1975.
ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR:
Áriö eftir kosningar
Fyrir tæpu ári mætti ný borgar-
stjórn — meó gömlu yfirbragöi —
til leiks i höfuöborg okkar. Sjálf-
stæöismenn höföu enn á ný tryggt
sér yfirráö i borginni til fjögurra
ára og þar meö ráöstöfunarrétt á
þeim peningum sem ikassa borg-
arsjóös koma — og innan vissra
marka — ráö á þvi hve miklir
peningar koma I þann kassa og
frá hverjum. 1 fjárhagsáætlun
þeirri sem samþykkt var fyrir
áramótin var gert ráö fyrir að 6
miljaröar mundu renna i sjóö
borgarinnar á árinu 1975 og þeir
fjármagnsstraumar sem renna
um fyrirtæki borgarinnar svo
sem Hitaveituna og Rafmagns-
veituna mælast einnig I miljörð-
um.
Þaö eru yfirráöin yfir þessum
miklu fjármunum og þaö vald
sem þeim fylgir sem ööru framar
gera Sjálfstæöisflokkinn aö sterk-
ustu valdamiöstööinni I islensku
þjóöfélagi og aö stórveldi meöal
stjórnmálaflokkanna. Það eru þvi
ekki aöeins yfirráðin I einu sveit-
arfélagi sem barist er um i borg-
arstjórnarkosningum i Reykjavik
heldur er um aö tefla meginþátt-
inn i tilverugrundvelli Sjálfstæð-
isflokksins.
1 ljósi þessarar staðreyndar
skyldu menn gefa góöan gaum að
málefnum borgarstjórnarinnar
einnig árið eftir kosningar. Atta
sig vel á þvi, hvernig Sjálfstæðis-
flokkurinn stjórnar og I hverra
þágu er fyrst og fremst stjómað.
Afrekin á fyrsta ári borgar-
stjórnarinnar eru ekki stórbrotin.
Þegar nýja borgarstjórnin leit of-
an i kassann sinn kom i ljós að
kosningavorið haföi leikiö hann
heldur grálega. Hann var galtóm-
ur og meira en það. Innistæöan á
hlaupareikningi borgarinnar i
Landsbaknanum var komin langt
niöur fyrir núlliö og þótt nú væri
dregiö eftir mætti úr öllum fram-
kvæmdum og hin grænu bylting-
aráform vorsins fengju aö visna I
friði og gleymsku, hélt yfirdrátt-
urinn á hiaupareikningnum
áfram aö vaxa og komst I 800
miljónir i septcmberlok!
Út af fyrir sig var þaö þó nokk-
urt afrek að fá þvi framgengt viö
bankann aö hrúga slikri óreiðu-
skuld upp.en afrekið kostaði lika
hátt I 20 miljónir i refsivexti á
mánuði um það leyti.
i ndvember var síöan samiö um
aö breyta þessari óreiöuskuid I
þriggja ára lán á 17% vöxtum og
auk þess haföi bankinn héimild til
þess aö breyta láninu I erlent lán
hvaö hann gerði. Þar meö bættist
skeilurinn af gengislækkuninni
ofan á þær byröar afborgana og
vaxta sem borgarsjóöur þarf aö
bera næstu þrjú árín. Þetta var
dýrt kosningavor.
„Aðför að
Reykjavík”
Fjármálavandræðin sem
skyndilega uppgötvuðust eftir
kosningadaginn i fyrra marka
endapunktinn á dálitlu blóma-
skeiöi i sögu borgarinnar. Þetta
blómaskeiö upphófst meö nýjum
lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga sem vinstri stjórnin kom á i
ársbyrjun 1972, en þá tók rlkið
jafnframt á sig mikil útgjöjd sem
borgin haföi áður borið vegna al-
mannatrygginga og löggæslu.
Þetta olli þvi aö áriö 1972 átti
borgin tekjuafgang á áætlun sinni
aö upphæö 588 miijónir króna sem
hægt var aö verja til nýrra fram-
kvæmda, en áriö 1971 haföi fram-
kvæmdaféö veriö 297 miljónir.
Upphæöin fast aö þvi tvöfaldaðist
en byggingavisitalan hækkaöi
ekki nema um 23% milli þessara
ára.
Borgarstjórn notaði aö sjálf-
sögöu þessar miljónir meö mikilli
ánægju og vann jafnframt þaö
furöulega afrek aö hamra þaö inn
i hugi borgarbúa aö nýju lögin
væru aöför aö Reykjavfk, tilgang-
ur þeirra væri að koma fjárhag
borgarinnar i rúst og skerða
sjálfforræöi sveitarfélaga al-
mennt.
Þaö kom sér að sjálfsögöu vel
aö fá fé upp i hendurnar til þess
aö byggja leiguibúðir, skóla og
dagheimili og þaö hefði verið
hægt að nota til þess miklu meira
fé en það sem sett var á fjárhags-
áætlun. Aratuga vanræksla i
þessum efnum sagöi grimmilega
til sin og gerir það enn. Þetta voru
gagnlegar og vinsælar fram-
kvæmdir og frá sjónarhóli Sjálf-
stæðismanna höfðu þær einnig
þann kost að sanna aö fjárþörf
borgarinnar var mikil. Ekki mun
þaö heldur hafa þótt saka að auk-
in umsvif borgarinnar og fyrir-
tækja hennar ykju þá þenslu sem
gerir rikisstjórnum erfitt fyrir.
Og er öll sú
auglýsinga...
Ekki var þó svo vel, aö hinar
auknu framkvæmdir yllu neinum
aldahvörfum i félagsmálum
reykvikinga og eitt sviö varð út-
undan meö öllu. Það var ekkert
gert til að mæta vaxandi vand-
kvæöum hinna öldruðu I borginni.
Þaö voru ekki byggö hjúkrunar-
heimili fyrir sjúka, ekki dvalar-
heimili fyrir þá sem hvorki eru
færir um að annast eigið heimilis-
hald eöa eiga þess kost að búa
með öörum, og það voru ekki
byggöar hentugar ibúöir með ein-
hverri sameiginlegri þjónustu.
Hér stóð þvi sviðið opið og autt
fyrir stórhuga áætlunargerð þeg-
ar leiö að kosningum f fyrravor.
Nýja borgarstjórnin stóö svo meö
glæsiiega nýsamþykkta bygg-
ingaáætlun fyrir aidraöa i hönd-
unum þegar hún tók viö og auk
þess fjárhagsáætlun sem mælti
svo fyrir að 85 miljónir skyldu
notaðar á árinu til þess að fram-
kvæma áætlunina. En hvaö gerö-
ist? Eftir kosningar var ofurein-
faldlega hætt viö þær fram-
kvæmdir sem ákveðnar höfðu
veriö fyrir kosningar. öryrkja-
bandalagið fékk þó 20 miljónir
eins og samþykkt hafði verið 16.
mai til þess aö fullgera nokkrar
Ibúöir sem borgin siöan fékk til
ráöstöfunar. Annað hefur ekki
gerst og er öll sú auglýsinga-
mennska sem höfö hefur verið I
frammi um áhuga Sjálfstæöis-
flokksins fyrir velferð aldraöra
meö þvi ógeðfelldara sem fyrir
augu min og eyru hefur borið i
borgarstjórn Reykjavikur.
(Ljósm.: Ari)
Ómerkt
pappírsgagn
Þaö leiö fram i desember og
borgarstjórn tók aðfjalla um fjár-
hagsáætlun fyrir næsta ár. Borg-
arstjórinn kunni einfalda skýr-
ingu á fjármálavandræðum árs-
ins 1974. Það haföi verið óöaverö-
bólga I landinu og þar á ofan
vinstri stjórn fram á mitt sumar,
en nú var ný og betri stjórn tekin
viö sem mundi lægja ofstopann i
dýrtiöinni. Svo mikil var þessi
trú, að fjárhagsáætlun fyrir 1975
var afgreidd án þess að gera ráð
fyrir nokkru fé til þess aö mæta
hækkunum á rekstrarkostnaöi.
Það var látið lita svo út á fjár-
hagsáætluninni að um verulegar
framkvæmdir yröi að ræða á ár-
inu á vegum borgarinnar. A þann
liö sem fljótt á litiö virtist eiga aö
renna til framkvæmda var skrif-
aö hvorki meira né minna en 1966
miljónir króna. Þegar nánar var
aö gáö, fólust þó I þessari upphæö
711 miljónir sem áttu aö fara I
ýmsar afborganir af lánum og
framlög til rekstrar fyrirtækja.
A framkvæmdaliö voru m.a.
163 miljónir sem verja átti i áætl-
unina miklu um byggingar i þágu
aldraðra og þetta var stóra
skrautblómiö i fjárhagsáætlun
þeirra Sjálfstæöismanna. Borg-
arfulltrúar vinstri flokkannalýstu
þvl yfir að þessi áætlun væri
ómerkt pappirsgagn og tóku ekki
þátt I afgreiðslu hennar.
Vaxandi hluti
tekna borgarinnar
sóttur í vasa
launafólks
Ýmsar tölur sem stóöu I fjár-
hagsáætluninni eru þó athyglis-
veröar, ekki sist þær sem lúta að
tekjum borgarinnar. Hækkun
þeirra var áætluð 52,5%. Þar af
hækkuöu útsvör um 67,8%, en þau
á aö innheimta meö 10% álagi.
Þaö var ekki leyft aö leggja þá
aukabyröi á iaunafóik I fyrra, en
hægri stjórnin leyföi álagiö meö
Ijúfu geöi. öllu mildari höndum
vartekiöá fyrirtækjum I borginni
en af þeim innheimtir borgin aö-