Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 27. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir \^venn^rd Grænsokkafélag í Kópavogi Við erum tvær 9 ára og eigum heima í Fossvogi. i haust byggðum við úti í garði kofa og máluðum hann, settum á hann veggfóður að innan og tvo glugga og dyr, sem sagt hann var tilbúinn að utan.' Svo settum við teppi og smiðuðum lítil húsgögn. Svo stofnuðum við félag og skírðum það GRÆN- SOKKUFÉLAG. Við höfum sauma- klúbb, spilaklúbb og f leira og allt þetta gerum við í kofanum. Við erum 11 stelpur í þessu og engir strákar, vegna þess, að þeir skemma allt. Bless Sigríður og Þórlaug. GATA OG MYNDÞRAUT Auk þess að senda okkur ágætar myndir og frá- sögn af félagsstarfinu senda Grænsokkur gátu og myndþraut. i sm. Einu sinni voru þrir menn i flugvél. Einn var með sfaf annar með regnblif og þriðji með fallhlif Allt i einu hrapaði flugvélin og mennirnir stukku út. Hver kom fyrstur niður á jörðina? SVÖR •ba a §o umpv 2 HQI9TI NÆSTA BLAÐ KISUBLAÐ Það eru komnar margar fallegar visur um kisu, teikningar, frásagnir og ljósmyndir. Aðalvandinn verður að koma þvi fyrir i eitt blað, við verðum liklega að hafa tvö blöð um kisu. KARLAR OG KONUR Ung stúlka á förnum vegi hitti ungan mann Þau tóku saman og giftu sig. og allt var með sóma og sann Viðlag: Þau álitu lifið hopp og hi og dans á fögrum rósum hrúguðu börnum kotið i og lifðu i draumaheimi. Þau áttu börn og buru og bæði voru góð. Stebbi hét karlinn. Hún hét Hanna og hún var vænsta fljóð. Börnin urðu nitján og öll voru gáfum sæmd. Gáfuð sem karlinn en góð sem hún. Þau ung voru að heiman flæmd. Og eftir þrjátiu árin mörg komu barna börn áttatiu og fimm eða fleiri þá var karlinn orðinn sem örn. Þau lifuðu hundrað árin og urðu mjög elliær. Stebbi á ungar piur samt horfði og hugsaði mjög um þær. Mæsa, 14 ára, Seyðisfirði. Úti flýgur fuglinn minn sem forðum söng i runni ekkert hús á auminginn ekkert sœtt í munni. fijmfonájý Mfm* Þessa fallegu mynd viö vlsu Þorsteins Erlingssonar sendi Jenný B. 10 ára, Seijalandi 7, Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.