Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. aprfl 1975. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 7
stööugjöld, þau hækkuðu um
51,3%. Fasteignagjöldin hækkuðu
aöeins um 23,8%. Þessi þrenns-
konar gjöld, útsvör, aðstöðugjöid
og fasteignagjöld eru meginuppi-
staðan I tekjum borgarinnar og
sést glöggt af þessum tölum að
vaxandi hluti þeirra er sóttur
beina leið i vasa launafólks, en
fyrirtækjum hlift. Þessi stefna
Sjálfstæðisflokksins að hlifa þeim
sem hafa rekstur með höndum og
oft hafa verulegt fé til persónu-
legra nota án þess að það komi
mikið við sögu á skattskýrslu
kom þó enn gleggra fram þegar
kom fram yfir áramótin.
Það hefur verið mikið umkvört-
unarefni Sjálfstæðisflokksins allt
frá 1972 að sveitarstjórnir hefðu
ekki nægjanlega sveigjanlega
tekjustofna, þ.e. þær gætu ekki
hækkað álögur eins og þurfa
þætti. Þegar nánar er að gætt er
þessi áhugi þó aðeins bundinn við
útsvörin. Það fyrirfinnst enginn
áhugi á þvi að fá rýmkaðar heim-
ildir til þess aö leggja á aðstöðu-
gjöld. Og raunar ekki heldur
áhugi á að nota til fulls þær heim-
ildir sem fyrir hendi eru.
Þegar gengisfellingin I febrúar
bættist ofan á önnur vandræði
borgarinnar og allir viðurkenndu
að f járhagsáætlunin frá þvi i des-
ember fengi ekki staðist báru
Sigurjón Pétursson og Björgvin
Guðmundsson fram tillögu þess
efnis að borgarstjórn skoraði á
Alþingi að breyta lögum um að-
stöðugjöld og fasteignaskatta
þannig að borgin gæti notað þessa
tekjustofna i rikari mæli en nú er
heimilt. Gert þessa tekjustofna
sveigjanlegri svo að uppáhalds-
orð meirihlutamanna I borgar-
stjórn sé notað. Sjálfstæðismenn
vísuðu tillögunni frá. Og i frávís-
unartillögunni segir svo á einum
stað: „Borgarstjórn telur þvi nú
fráleitt að samþykkja áskorun á
Alþingi, sem hefði i för meö sér
verulega hækkaða skalta á at-
vinnureksturinn i borginni.” A
undan þessari setningu var vikið
að þeim kjarasamningum sem þá
stóðu yfir og sagt að afkoma at-
vinnurekstursins i landinu væri
nú þannig að ekki mundi unnt aö
greiöa þau laun sem verkalýðsfé-
lögin krefðust.
Siðan kom að þvi 17. april aö
borgarstjörnin neyddist til þess
aö taka upp fjárhagsáætlunina
sina. Hún reyndist marklaust
plagg einsog við i minnihlutanum
héldum fram i desember. Fram-
lög til bygginga I þágu aldraöra
voru lækkuð um 95 miljónir,
barnaheimilin misstu 62 miljónir
og skólarnir 25 miljónir.
Þetta sýnir fyrir
hverja
er stjórnað
Augljóslega var ekki hægt að
verja allar þær nauðsynlegu
framkvæmdir sem desember-
áætlunin hafði gert ráð fyrir, en
borgarstjórn átti engu að siður
nokkurra kosta völ. Hún gat t.d.
innan ramma gildandi laga
hækkað aðstöðugjöld Ur 827 milj-
ónum i 926miljónir og varið þeim
100 miljónum til framlivæmda við
skóla og dagvistunarstofnanir og
til þess að byggja fyrir aldraða.
Þessa leiö vildu Sjálfstæðismenn
ekki fara. Alla aðra tekjustofna
má nota til fulls, bara ekki að-
stöðugjöldin. Sé valið milli þess
að leysa brýnan félagslegan
vanda með þvi að leggja á at-
vinnurekendur eins og lög leyfa
eða láta vandann óleystan og
hlifa atvinnurekendum, velur
Sjálfstæðisflokkurinn siðari kost-
inn án þess aðhika. Þetta val sýn-
ir svo ljóslega sem á verður kosið
fyrir hverja sá flokkur stjórnar.
Rekist hagsmunir almennings og
atvinnurekenda á, skulu hags-
munir almennings vikja.
Sjónvarps-
neysla barna
Börn á aldrinum fram að
14 ára horfa of mikið og of
oft á sjónarp. En frá og
með 15 ára aldri missa þau
áhugann og foreldrarnir
þurfa ekki lengur að halda
þeim frá kassanum.
Það er Heribert Hein-
richs prófessor í fjölmiðl-
un við háskólann í Hildes-
heim, Þýskalandi, sem
heldur þessu fram eftir
rannsókn á sjónvarpsvenj-
um 2500 barna. Foreldrum
til leiðbeiningar hefur
hann gert töflu um skað-
lausan, daglegan há-
marksgláptima barna á
ýmsum aldri og birtist hún
hér með samanburðinum
við þann tíma sem þýsk
börn reyndust horfa á
sjónvarpið i raun og veru.
Geta þá íslenskir foreldrar
borið þetta saman við
reynslu sina.
Aldur: Raunveruleg Skaölaust
Sjónvarpsneysla: hámark:
4 ára.........................45 mln. 40 mín.
6 ára 1 klst. 2 min. 45 mln.
8 ára..................i klst. 32 mín. 1 klst.
10 ára..................1 klst. 52 mln. 1 klst. 20 mln.
12ára...................2 klst. 5 mln. 1 klst. 30 mln.
14 ára ................2 klst. 10 mln. 2 klst.
Húsbyggjendur —
EINANGRUNARPLAST
Getum afgrcitt einangrunarplast á Stór-
Reykjavikursvæðiö incð stuttum fyrir-
vara. Afhending á byggingarstað.
Verulegar verðhækkanir
skammt undan
Borgarplast hf.
Borgarnesi
Síini 93-7370
Helgar- og kvöldsimi 93-7355.
NJORÐUR P. NJARÐVÍK
SKRIFAR:
Lögbann
á veruleikann
Nú eru meiðyrðamál og lög-
bönn i tisku. Ef einhverjum
dettur i hug að segjast hafa
örgustu skömm á vl-ingunum
getur hann búist við málshöfðun
sem i felst hótun um tukthús-
vist. Lögbann var sett á viðtals-
þátt við Sverri Kristjánsson
vegna þess að tveimur
manneskjum bauð 1 grun að þar
yrði ekki talað nógu hlýlega um
látinn ættingja þeirra. Og nú er
búið að setja lögbann við að
skáldsaga sé lesin i útvarp. Og
er skáldsagan þó ekki bönnuð.
Þvilik moggans vitleysa.
Einhvern tima sagði við mig
danskur maður að hann tryði
þvi ekki að hægt væri að fá Is-
lending dæmdan fyrir meiðyrði.
Skýring hans var sú að ef slikt
yrði einhvern tima gert mundi
meirihluti islendinga fara i
tukthús. Hann þóttist alveg
sannfærður um að hvergi I
byggðu bóli töluðu menn eins
illa hver um annan og á Islandi.
En nú er komin upp þessi ógnar
viðkvæmni fyrir orðrómi þótt
allir viti að illkvittnin spígspor-
ar i kringum okkur I endalausri
skrúðgöngu hugarfarsins.
En þvi er ekki að neita að lög-
bannið á lestur Þjófs i paradis
er næsta óvenjulegt mál og gef-
ur tilefni til margs konar vanga-
veltu. Þá verður fyrst fyrir að
undrast hve auðvelt er að fá sett
lögbann gegn lágri tryggingar-
fjárhæð. Að visu er gert ráð fyr-
ir málshöfðun til staðfestingar.
Lögbann er þvi ekkert annað en
frestun framkvæmdar uns úr-
skurður fæst. En samt sem áður
hlýst af þvi margháttað
óhagræði sem að minu viti rétt-
lætir nokkru meiri sparsemi á
. lögbannsheimildir en nú virðist
ástundað. Stöðvun á hluta dag-
skrár útvarps og sjónvarps
næsta fyrirvaralaust setur
starfsfólk Rikisútvarpsins i
óþægilegan vanda sem einnig
þarf að taka tillit til við lög-
bannsheimild.
Bók er fjölmiðill engu siður en
útvarp. Bókin nær kannski ekki
til eins margra i senn, en fjöl-
miðill er hún engu að síður. Hún
er meira að segja furðulega
varanlegur fjölmiðill i saman-
burði við blöð og útvarp.
Útvarpslestur heyrist einu sinni
og siðan aldrei meir. Dagblöö-
um er fleygt og þau breytast
innan fárra daga i fjöldagröf
lesmáls. En bókin lifir sinu lifi
ár frá ári, jafnvel öld eftir öld.
Það sem á bók er fest verður
ekki aftur tekið. Menn skyldu
vara sig á þvi að gera litið úr
áhrifamætti bóka. Séu menn
viðkvæmir fyrir mannoröi sinu
eöa sinna þá er bókin þegar til
lengdar lætur miklum mun al-
varlegri en dægurþras i blöðum
og útvarpi. Þetta er hér sagt
vegna þeirrar furðu að sett er
lögbann á lestur bókar i útvarp.
Þessi bók kom út árið 1967. Hún
hefur verið til sölu á almennum
bókamarkaði i bráðum átta ár.
Hún var prentuð i allstóru upp-
lagi. Hún hefur verið lesin
mikið. Mér vitanlega hefur eng-
in tilraun verið gerð til að
stöðva útkomu bókarinnar eða
banna útlán á henni eða lestur.
Lögbannið virðist einungis til
þess fallið að verða mönnum
hvatning að lesa bókina sjálfir.
Þar með er verið að vekja at-
hygli á máli sem lögbannið
virðist eiga að þagga niður.
Og svo er að vikja að kjarna
þessa máls, tengslum skáld-
skapar og veruleika. Aristoteles
sagði að skáldskapur væri eftir-
liking veruleikans. Allar skáld-
sögur fjalla með einhverjum
hætti um mannleg samskipti.
Kveikja þeirra er ævinlega
fyrirmynd úr mannlegum veru-
leika þótt það liggi ekki alltaf i
augum uppi. Grundvallaratriði
úr hegðunarmynstri mannsins
gangasifelldlega aftur i listræn-
um frásögnum og eru þar tekin
til endurskoöaðrar úrvinnslu frá
breyttu sjónarhorni eða skiln-
ingi. Atvikaröðin skiptir þar
ekki öllu máli. Aðalatriðið er að
minu viti að listræn frásögn er
i eðli sinu hnitmiðun á veru-
leikanum. Annars væri hún
markleysa.
Ættingjar Tómasar Jónssonar
I Elivogum virðast halda þvi
fram að mál hans sé uppistaða
sögunnar Þjófur i Paradis og
telja að með þvi sé nærri sér
höggvið. Hvort tveggja er
sennilega alveg rétt. Um mál
Tómasar má fræðast i dóma-
safni Hæstaréttar. Við saman-
burð kemur i ljós aö atvikum
málsins er fylgt mjög nákvæm-
lega. Svo nákvæmlega að öll til-
viljun virðist fráleit. A þvi
virðist enginn vafi að rammi
eða „hráefni” skáldsögu
Indriða er úr þessu máli. Að
visu er örðugara að fullyrða
hvaðan höfundi kemur sú vit-
neskja, hvort hann veit um
málavexti af orðspori einu eða
við athugun á málsskjölum. Hið
siðara virðist þó miklu liklegra
vegna þess hversu nákvæmlega
sagan þræðir öll málsatvik.
Auðvelt er að skilja að ættingjar
Tómasar séu viðkvæmir fyrir
úrvinnslu þessa máls i skáld-
söguformi, ekki sist vegna þess
að það er ekki mjög gamalt. En
þar með er ekki öll sagan sögö.
Málsatvik veruleika og skáld-
sögu eru I þessu dæmi nokkurn
veginn hin sömu. Með þvi er
ekki sagt að leggja megi að
jöfnu heim skáldsögunnar og
heim veruleikans. Ég skil sög-
una svo að hún sé ekki sögö til
að rekja sögu afbrotamanns
fyrst og fremst. Bókin er um
paradisarhugmynd Steins á
Svarðbæli. Hann segir: „Hver
maður ber sinn guð i brjóstinu
og dragnast svo með annaö,
sem éghirði ekki að nefna”(10i.
Og I bókarlok segir hann um
ógæfumanninn Hervald aö um
slika menn verði ekki lesiö i
bókum: „Kannski eru þeir
óprenthæfir af þvi þeir eru ekki
annað en dimm meginlönd þrátt
fyrir hátimbraöar kirkjur og
djúp visindi og gallar þeirra
koma upp úr myrkrinu” (133).
öörum þræði er bókin um viö-
brögð manna viö grun sem var
látinn afskiptalaus en breyttist
óvart i óumflýjanlega vissu.
Hervaldur var kærður fyrir
þjófnað sem hann hafði ekki
stofnað til. En viö rannsókn
málsins kom i ljós aö hann var
sekur um önnur afbrot. Sagan
vekur djúpa samúö lesandans
meö ógæfumanninum. Ég hygg
að margir lesendur skilji þenn-
an mann og séu meira að segja
reiöubúnir að fyrirgefa honum.
Honum er ekki lýst sem neinu
ótæti. öllum má ljóst vera að
aöstöðuleysi i samúöarlitlu
þjóöfélagi og ást á börnum eru
undirrót afbrotanna. Samúðar-
leysi þjóðfélagsins er bætt upp
með samúð einstaklinganna
sem láta grun halda áfram aö
vera grun. Indriði G. Þorsteins-
son verður þvi ekki sakaður um
að fjalla um fyrirmynd sina af
ónærgætni. Þvert á móti. Um-
fjöllun hans einkennist af mann-
legum skilningi og hlýhug. Það
finnst mér aðalatriöi þessa
máls.
Hitt verða menn svo að skilj_
að málshöfðun tengd þessu
leiðinlega lögbanni er grund
vallarmál um tjáningarfrelsi
um rétt skálds til úrvinnslu á
verule;ka islensks mannlifs
Falli dómur t þessu máli gegn
höfundi bókarinnar má tina
fram margar helstu skáldsögu
þessarar aldar og kasta þeim á
eld fordómanna. Þar brynnu
saman bækur eins og Sjálfstætt
fólk, Heimsljós. Atómstöðin og
Svartfugl svo að dæmi séu
nefnd. Og miklu fleiri má nefna.
Verði þetta lögbann staðfest
jafngildir það lögbanni á veru
leikanum.
Njöröur P. Njarövík
Óánægðar breskar eiginkonur
Ein af hverjum fjórum
breskum eiginkonum er
eiginmanninum ótrú
a.m.k. einu sinni meöan á
hjónabandinu stendur, að
því er fram kemur í niður-
stöðum könnunar, sem
kvennablaðið þekkta,
„Woman's Own" hefur
gengist fyrir.
11 þúsund lesenda blaðsins
svöruðu spurningalista þess, en
svörin voru siðan athuguð, skýrð
og unnið úr þeim af félagsfræð-
ingnum Robert Chester við há-
skólann i Hull.
U.þ.b. 88% breskra eigin-
kvenna eru kynferðislega ófuil-
nægðar og fjórðungur allra
hjónabanda eru óhamingjusöm.
Tiunda hver eiginkona gæti hugs-
að sér að giftast öðrum ef tæki-
færi byðist, segir i niðurstöðum
félagsfræðingsins.
Þá kemur fram, að börn draga
úr hjónabandshamingjunni vegna
þess að konan er þá ófrjálsari, og
að konur sem stunda atvinnu utan
heimilis eru ánægðari og samlif
hjónanna betra. Ennfremur. að
breskir eiginmenn séu góðir feöur
og fyrirvinnur, en öllu slakari
sem elskhugar og eigi erfitt með
að láta tilfinningar sinar i ljós.
Fulltrúi hjónabandsráðgjafar
rikisins varar þó við að leggja of
mikið uppúr þessum niöurstöð-
um. — Það verður að gera ráö
fvrir. að fleiri konur sem eru
óánægðar i hjónabandinu sv-ari en
þær sem ánægðar eru. heldur hún
fram i viðtali við blaðið.