Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Ungt fólk i Bandarikjunum var i uppreisnarhug á siðasta áratug. bað barðist fyrir lýð- | ræði i skólum sinum, rétti | minnihlutahópa, bættum hlut hins arðrænda þriðja heims og fyrst og siðast gegn striðinu i Vietnam. Hinir róttæku hópar I voru margir og misjafnir, en | þeir voru virkir og vaxandi. Eftir uppreisnina En nálægt þvi að okkar ára- j tugur byrji fjarar róttækni út i sþvi landi. úthaldið skorti: bylt- I ingin virtist svo nálægt i róman- | tiskri hrifningu augnabliksins, í og þegar hún ekki kom, spá- : dómurinn ekki rættist, þá urðu ivonbrigðin mikil og fylkingar iriðluðust. beir vinstri hópar, ísem áfram lifðu, urðu hver um ^sig einstrengingslegri og I kreddubundnari og eyddu kröft- ;um i ónytjukarp. (bess má ; reyndar geta, að útsendarar al- Eurofest 75. Einmitt um þessa helgi eru menn frá undirbún- ingsnefnd hér i bæ að kynna há- tiðina með ræðum og músik. Eurofest 75 á vonandi marga aðstandendur, sem ganga fram i beim ..hreina tilgangi” sem er sagður öðru hugarfari betra. En Eurofest-75 er einnig partur i krossferð hins fræga banda- riska predikara Billy Grahams. Og þar með eru menn komnir að allmiklum vanda: tengslum trúarlifs við þjóðfélagslegan veruleika. Billy Graham er frægastur þeirra manna sem fyrr og siðar hefur verið sakað- ur um að beina trúarlegum boð- skap inn á brautir harðsoðinnar verslunarhyggju og pólitiskrar ihaldssemi. Mönnum til fróðleiks skal hér sagt nokkuð frá biliuherferð i Bandarikjunum, sem Billy Gra- ham var einn helstur hvata- maður að. Hún fór fram 1973 og hét reyndar Key 1973. SELJA KRIST rikislögreglunnar, FBI, i vinstrisamtökum, eru oftast látnir vera firnamiklir kreddu- menn sem gera sitt besta til að einangra viðkomandi samtök). All-mikill hluti þeirra, sem róttækir voru, héldu áfram að vera vantrúaðir á hinn banda- riska draum, á gleði hinnar miklu neyslu efnalegra gæða. En þeir beindu leit sinni að nýju samfélagi utan við samkeppnis- móral, að nýju bræðralagi (sem sumpart hafði tekist að skapa i vinstrihreyfingunum) i auknum mæli að dulfræðum, hugleiðslu, austrænni visku (sem Kant bað guð sinn að forða sér frá). \ Tækni til stækkunar meðvitund, ; Guðlegt ljós frá Maharaj Ji (150 ; stassjónir i Bandarikjunum), kosmisk upplýsing kennd við Gúrdief, japanskur zenbúdd- jismi, hundrað jógaskólar, An- ; anda Marga, Arica, Meher Baba, súfismi, sem er múham- j eðsk dulhyggjuhefð, allt þetta j og margt fleira reið húsum. Og j eins og við mátti búast var ekki jmiklu trausti eða vináttu fyrir j að fara meðal áhangenda hinna ;ýmsu skóla. beir sem trúa á junglinginn helga, Maharaj Ji, j segja að i öðrum skólum „leiði jblindur blindan”. beir sem |stúdera Zan kalla Arica ,,and- legan fasisma” og þar fram eft- jir götum. Hvorki pólitiskir kredduhópar né heldur kirkjur jKrists hafa einkarétt á illri inn- jbyrðis sambúð. Manni skilst á ýmsu, að hefð- Ibundnir kristnir trúflokkar hafi að ýmsu leyti talið sig verða út ^ undan i þvi að „fylla upp i tóma- firúmið” (Billy Graham) sem jþær telja að hafi myndast með jvonbrigðum yngra fólks með jneyslugleði kapitalismans ann- j arsvegar og með róttæka póli- já tiska tilraunastarfsemi hins- ÉH vegar. Og eins og vænta mátti j hafa þeir reynt eftir föngum að beina sálum til sin. Ekkert er i j sjálfu sér eðlilegra. Við erum á þetta minntir með upplýsinga- miðum sem berast inn um dyrn- ar um væntanlega kristna boð- unarhátið fyrir ungt fólk, sem fram á að fara i Belgiu i sumar, Heilagur andi er sölustjóri Billy Graham er einskonar andlegur afkomandi predikar- ans Billy Sundays, serri uppi var snemma á öldinni og bórbergur bórðarson gefur eftirminnilega lýsingu á i Bréfi til Láru. beir báðir telja að það sé eitt og hið sama starf að bjarga sálum og að bjarga þjóðfélaginu frá þeim sem gera uppreisn gegn þvi, vilja breyta þvi. Aðalmunurinn er sá, að Billy Graham notar nútima markaðsaðferðir til að ná sinu marki. Um það bil sem Key-73 var að fara af stað birti timarit Billy Grahams, Decision, svofelldan samanburð á guðsriki við: „griðarm ikla nútimasam- steypu, sem hefur það hlutverk og tilgang að framleiða Fagnað- arerindi kærleikans. Guð, okkar himneski faðir, er Eigandinn og Forsetinn. Herrann Jesús Krist- ur er Aðaiframkvæmdastjóri og Heilagur andi sér um söluna... Guðs riki getur ekki verið virkt með þeim hætti sem skyldi, nema að þið, menn og konur, komið með einhverjar pantanir og viðskiptavini. Við erum með bcstu vöruna á markaönum. Ekkert getur kastað rýrð á hana”. Sé Kristur innan ramma þess- ara hugtaka framkvæmdastjór- inn i kompaniinu, þá eru Gra- ham og hans menn auglýsinga- stjórar og blaðafulltrúar, sem hafa það verk að vinna að finna upp á einverju verulega krass- andi. Ávarp til stórlaxa beim tókst með diplómatfskri tilvisun til harðnandi sam- keppni af hálfu jesúhippa, tungutalenda og austrænna dul- fræðiskóla, að safna um 150 ó- likum evangeliskum kirkjum og samtökum undir einn hatt þeirrar nauðsynjar að hressa upp á sameiginlega meðlima- tölu. bessir aöilar voru rukkaðir um ca 150 þúsund dollara i rekstrarkostnað, en 2—5 miljón- um dollara átti að safna frá Billy Graham talar á „Heiðrið Amerlku” deginum I Washington. Billy er sagður mikill ræðuskörungur og kunna vel aö leika á áhorf- endur, sem hann stefnir gjarna saman á stórum leikvöngum. Dæmi um þaö hvernig athyglinni er haldið — meö smávegis sexúalfiðr- ingi: „Salómon átti 700 konur og 300 hjákonur. Sá svamlaði nú I sexi!” („Boy did he have sex”). — Astæðan til að Graham minnti á þessa bibliusögu var sú, aö enda þótt Salómon heföi átt allt þetta kvenfólk hefði hann samt ekki getað fundið til neinnar fullnægju! einkaaðilum. Söfnunarstjórinn komst svo að orði að „það er nú ekki hægt að segja, að við vilj- um ekki fimm og tiu dollara framlögin en við beinum ávarpi okkar einkum til þeirra sem gefa milli tiu og hundrað þús- und. Einhver mun sjálfsagt fara upp i 200 þúsund dollara”. Ekki gleymdist að minna auðjöfrana, sem mest var von i, á það, að gjafir til krossferðarinnar væru undanþegnar skatti. Graham og hans lið eru praktiskir menn: sláið tvær flugur i einu höggi, hækkið gengi ykkar i himnariki með skattaafslætti á jörðu niðri. Fjölmiðlun Miljónir fóru fyrst og fremst i fjölmiðla. Krossferðin fór af stað með hálftima, sem kallað var „Trú i verki” og sýnd var i 667 sjónvarpsstöðum um öll Bandarikin. bar var klippt saman falleg börn, nýleg músik og vitnanir nýkristinna manna. Allt var mjög vandlega út reikn- að: hálftimi er betri en klukku- timi, sögðu framleiðendurnir, vegna þess, að það er auðveld- ara að koma hálftima pró- grammi fyrir á góðum sjón- varpstima, minni hætta á að menn verði leiðir og svissi yfir á næsta prógramm. Myndin var hönnuð fyrir fólk á aldrinum 18—45 ára, með sérstakri á- herslu á 25—35 ára aldur. betta er fólk sem „er að reyna að lifa marktæku lifi i miðri krossgátu tæknivæðingar, hárra skatta, eiturlyfja, kynþáttavanda- mála, glæpa, ofhlaðinna skóla... bað vill einhver svör um guð sem gæti gefið vonsvikalifi þess merkingu”. bessu fylgdu og heim - sendingarspjöld, leiðarvisar i einkasamtölum, kærleikur til sölu (bæklingar, merki), piaköt, leiðbeiningar um það hvernig vitni Krists eigi að horfa i sjón- varpsvél, niðursoðnar greinar til að reyna að koma inn i stað- arblöð með „persónulegum breytingum” sem miðaðar eru við aðstæður á hverjum stað og firnamargt annað sem tilheyrir venjulegri bandariskri auglýs- ingaherferð. Andmæli í timaritinu Ramparts, en þaðan eru upplýsingar um Key sunnudags [pÖSÖDDD 73 fengnar, er reyndar ekki að- eins vikið að þeim markaðsað- ferðum sem viðhafðar eru til að „selja Jesús”. bar er og vitnað til ýmissa trúarsamtaka sem gagnrýndu sjálfan boðskap Key-73, sem miðaði mjög við það að „draga sig i hlé, snúa baki við samfélaginu vegna þess að allt er svo illt og spillt að ekki verður annað gert en að biða eftir að Jesús komi og bindi enda á þetta allt” eins og Pet- ers, einn af oddvitum presbý- tera segir. Ráð presbýtera kvaðst einmitt „hafa miklar á- hyggjur af þvi að Key-73 setti jafnaðarmerki milli þarfa kirkjunnar og þarfa rikisins” (i þeim skilningi liklega að það komi sér 'best fyrir rikið að menn snúi baki við samfélags- legum vanda og fáist við trú — hreina og rétta). Sameinaðar heimatrúboðskirkjur vildu ekki vera með i Key-73 vegna þess að „prédikun sem kallar þjóð vora til iðrunar getur ekki hundsað hin skelfilegu vandamál striðs, félagslegs misréttis, fátæktar og umkomuleysis, né heldur þaggað niður i dómsorði yfir þeim öflum sem þessu valda.... Ennfremur höfum við áhyggjur af þvi, hve mjög Key-73 leitar eftir stuðningi og samþykki af hálfu þeirra afla sem kalla ætti til ábyrgðar”. Valdið bessir aðilar eiga þá ekki sist við það greinilega og ástrika samband sem rikti á milli Key- 73 og valdsins, og persónujerð- ist i frægum vinskap þeirra Billy Grahams og Nixons. beir svo að segja bergmáluðu við- horf hvers annars i mörgum ræðum, þar sem „faraldur glæpa, sundrungar og uppreisn- ar” var útskýrður með þvi, að áhrif kirkna og fjölskyldu færu minnkandi. Báðir sameinuðust um þann skilning, að trú gæti aðeins verið virki fyrir hug- myndafræði kerfisins. Eða eins og Graham sagði i skilgreiningu á innihaldi krossferðar sinnar: „Sumir telja predikarann fyrst og fremst félagslegan umbóta- mann. En það geri ég ekki. Predikari er boðari guðs náðar og kærleika og nauðsynjar iðr- unar og trúar”. Ein- angrunarstefna bótt undarlegt megi virðast, geta menn fundið nokkrar hlið- stæður við andúð Billy Gra- hams á félagslegri virkni i Krists nafni (andúð sem i raun er hlaðin afturhaldssamri póli- tiskri þýðingu) við ýmisleg skrif Kirkjuritsins islenska. Leik- maður sem i þvi blaðar þykist þar finna sérkennilegan ein- angrunartón, hvort sem beðið er um magnaðri helgisiði og seri- moniur (sr. Gunnar Kristjáns- son), kvartað um marxiska félagsmálastrauma (sr. Guðmundur Óli Ólafsson) eða boðaður katastrófalismi (þvi meiri mannleg angist þeim mun sterkari trúarreynsla) i annars mjög djarfri og magnaðri á- drepugrein Heimis Steinssonar um spiritisma, sem reyndar hlifir alls ekki kirkjunni sjálfri sem heldur sjálfumglaðri stofn- un. En það skal tekið fram, að skrif þessi sýnast frl við brask- aranáttúru tiltölulega gagnsætt pólitiskt undirferli manna á borð við Billy Graham. Frekar ber i þessum skrifum á ein- hverskonar útvaldrahyggju, sem fylgir gjarna „réttri og hreinni trú”. Bæði I þvi lofi um örvæntinguna, tómhyggjuna, sem Heimir Steinsson telur að öðru fremur stefni mönnum til samfélags við guð og i þeirri af- stöðu ritstjórans, sem ekki get- ur einu sinni sætt sig við „hlut- leysi gagnvart Kristi” — i heimi þar sem obbinn af fólkinu hefur enga raunverulega möguleika, (vegna þess hvernig og hvar það er uppalið) að gera sér minnstu grein fyrir ágæti eða á- virðingum þess Krists sem þeir Kirkjuritsmenn hafa fundið. Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.