Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. aprfl Í975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Hjördís Bergsdóttir
velur gítargrip
við vinsæl lög
SITT
ÚR
HVERRI
ÁTTINNI
Tökum lagið
Halló þiö!
I dag ætla ég að taka fyrir alþjóða baráttusöng verkamanna i tilefni
af 1. mai baráttudegi verkamanna viða um heim. Það var einn þátt-
takandi Parisarkommúnunnar Eugéne Pottier, sem skrifaði ljóðið
1871, en lagið er eftir franska námuverkamanninn Degeyter, og
söngurinn breiddist I upphafi út meðal námuverkamanna i Norð-
ur-Frakklandi. Hann var fyrst prentaður 1894. Islensku þýðinguna
gerði Sveinbjörn Sigurjónsson.
INTERNATIONALINN
G C
Fram þjáðir menn i þúsund löndum,
D7 G
sem þekkið skortsins glimutök.
C
nú bárur frelsis brotna á ströndum,
D7 G
boða kúgun ragnarök.
D A7 D
Fúnar stoðir burtu vér brjótum.
A D
Bræður fylkjum liði i dag.
D7 G
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
D A7 D D7
að byggja réttlátt þjóðfélag.
G Q
Þó að framtið sé falin
D7 G
griptu geirinn i hönd,
D e D
þvi Internationalinn
A7 D7
mun tengja strönd við strönd.
G C
Þó að framtið sé falin
D7 G
griptu geirinn i hönd
e a
þvi Internationalinn
G D7 G
mun tengja strönd við strönd.
Á hæðum vér ei finnum frelsi
hjá furstum eða goðaþjóð,
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, þvl ei skortir móð.
Alls hins stolna aftur við krcfjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt.
Þó að framtið sé falin
grípu geirinn I hönd,
þvi Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.
A-hljómur
c X )C D
W ^c.rnO'.c
I
(D
Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi 'saman raka þeir.
Nú er timi til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð.
Látum bræður þvi réttlætið ráða,
svo rfkislög vor verði skráð.
Þó að framtið sé falin
griptu geirinn i hönd,
þvi Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.
C~hi jómur
c D
a )
Þar vildi hann
ekki búa!
Þessi barst að austan:
Karl einn einfaldur hlustaði
nákvæmlega á veðurfréttir á
degi hverjum.
Einu sinni segir hann upp úr
eins manns hljóði á vinnustað að
loknum lestri veðurfrétta:
„Ekki vildi ég búa i Grennd
Annaðhvort er þar úrkoma eða
él!”
Rústir?
Katherine Hepburn, sem lék á
móti Spencer Tracy i fjölda
kvikmynda, leikur nú i fyrsta
sinn á móti öðrum stórkarli
kvikm yndanna, Laurence
Olivier. Myndin heitir „Ast
innanum rústir”.
— Og með rústum! grinast
Katherine. Hvað erum við ann-
að en rústir? Þeir voru tilneydd-
ir að taka okkur. Það eru svo fá-
ir nógu gamlir eftir.
Byssunum
miðað
— Þetta er árás! Komið með
peningana! hrópaði hin 25 ára
gamla Charlene Zuver i mat-
vöruverslun i Santa Ana i Kali-
forniu og rauk á kóreyska búð-
armanninn Unki Paik.
— Hvað get ég gert fyrir yð-
ur, spurði Paik, sem ekki var
alltof sleipur i enskunni.
— Peningana, sagði ég! Og
Charlene miðaði á hann
skammbyssu sinni.
Paik lét hana hafa 25 dollara
og dró svo sjálfur upp byssu. Þá
tók glæpakvendið til fótanna og
hljóp inni leigubil fyrir framan
búðina.
Nú var það Paik sem hrópaði:
Arás! og miðaði byssunni á
leigubilstjórann. Bilstjórinn
rétti upp hendurnar, Charlene
miðaði á búðarþjóninn og hann
á Charlene, en hvorugt hleypti
af, enda bæði með leikfanga-
byssur.
Það var Charlene sem gafst
upp fyrst, hljóp i burtu og húkk-
aði fyrsta bil. Þeir sem i honum
voru tóku hana fúsir uppi. Þeir
voru óeinkennisklæddir lög-
reglumenn.
VÍSNA-
ÞÁTTUR
S.dór.
GERA VANN SIG
BREIÐAN BJÖRN...
Ég vil byrja á þvi að geta
þess, að við gefum mönnum
hálfsmánaðar frest til að skila
botnum við fyrri partinn úr sið-
asta þætti þannig að enginn botn
birtist að þessu sinni.
Fyrstu visurnar sem við birt-
um að þessu sinni sendi M.B.
okkur og heitir sá fyrri
Heilræðavísa:
Gera vann sig breiðan Björn
á barndómsárum sinum,
cn er nú sparð i Gylfa görn
gæt að orðum minum.
Haustvisa á vori
Blómin fjúka burt frá mér
byljir hnjúka særa.
Vil ég mjúka meyjan þér
millum strjúka læra.
Einar Hjálmar Guðjónsson
frá Seyðisfirði benti okkur á
villu sem varð i visu er hann
sendi okkur og birt var 6. april
sl. Hún heitir Iðrun og byrjar
svona — Iðrun litið gerir gagn.
Jakob Pétursson frá Hrana-
stöðum orti þessa ágætu visu:
Er á gleði orðin þurrð
allt er þungt I vöfum,
ævi minnar hallast hurð
helst til fljótt að stöfum.
Einn kunnasti núlifandi hag-
yrðingur landsins er tvimæla-
laust Egill Jónasson frá Húsa-
vik. Við skulum nú lita á nokkr-
ar visur eftir hann þar sem
saman fer hans einstaka hag-
mælska og þá ekki siður hans
létti og skemmtilegi húrnor.
Eitt sinn heilsaði hann arki-
tekt sem ekki tók undir og þá
orti Egill:
Enga fckk cg undirtckt,
á því mina skoðun byggi>
að arkitckt með eftirtekt
sc afar sjaldgæft fyrirbrigði
Þakkarávarp Egils til dala-
manna, strandamanna og snæ-
fellinga eftir bændaför þingey-
inga:
Ferð var góð um lög og lönd,
lýsti glöð og tengdust bönd,
þökkum bróðurbros og hönd,
bestan sjóð um dal og lönd.
Þessa visu orti Egill um kvæði
eftir Karl Isfeld þar sem alla
upphafsstafi vantaði:
isfeid er skáld, það er
enginn vafi,
eignast þyrftum við fleiri
slika,
en úr þvi hann sparar upp-
hafss tafi
ætt, ann að fækka hinum lika.
Egill sendi Asgeir frá Gottorp
þessa visu á áttræðisafmæli Ás-
geirs:
Minnast vil ég merkisdags
mæni á þinar slóðir,
þó ég hafi ei hóf né fax
hneggja ég til þin bróðir.
Staka
Gengi manna injög er valt
mörg það sanna örin.
Þessi brann og þessi svalt
þarna eru tannafnrin.
Kristján Ólafsson frá Húsavik
orti:
llaustsins mál þig orkar á
innsti sálarkjarni,
eins og þrá og eftirsjá
yfir dánu barni.
Um þessa visu orti Egill:
Sólin lækkar hægt og hægt,
hallast göngulina,
svona oröar veröld vægt
vetrarboðun sina.
Um bókina Hitabylgju eftir
Baldur óskarsson sem Engil-
berts myndskreytti orti Egill:
Hitabylgja hafði gert
hunangsilm af töðunni,
svo varð alveg engilbert
ástandið i hlöðunni.
Helgi Sæm. sagði einhvern-
timaaðekkiyrði vart við fyndni
hjá þingeyingum néma hjá Agli
og þá kvað hann:
Stakk mig vafi heiðurshnýfli,
hnúta sú er fjandi slæni,
nýja mynd af Flóa-fifii
finnur i inér Helgi Sæm.
Hálfdán Bjarnason frá Bjarg-
húsum yrkir:
Oft er vökult auga um nótt
og á hrökum vörnin.
Minar stökur fæðast fljótt
framhjátöku börnin.
Og einnig þessa visu:
Oft cr dreymin innsta þrá,
af þvi gleymist skuggi.
Stakan sveimar ofan á
andans heimabruggi.
Og enn:
Loft i höllum geislar gljá,
glitrar trölla skalli.
Táhrein mjöllin tindrar á
túnum, völlum, fjalli.
lljálmar Þorsteinsson frá
Hofi yrkir:
Ei méi fæðist óður nýr,
eins og stundum forðum,
allar minar ær og kýr
anda halda i skorðum.
Ingibjörg Sigfúsdóttir yrkir:
Kæti hrakar, stirðnar stef,
stormablak ei hræðist.
Raun er að vaka alein ef
engin staka fæðist.
Jón Jónsson frá Eyvindar-
stöðum yrkir:
ltökkurs undir rósavef,
rétt á fundi skotið.
Ég hjá sprundum oft þá hef
unaösstunda notið.
Og þessa siéttubandavisu:
Mjallaskclli fræin fá,
l'jalla svella hliðar.
Skalla velli góa grá
gallar hrella tiðar.
Halldór H. Snæhólm orti um
mann sem vildi komast i
hreppsnefnd:
Enginn þokki eða trú
að þér lokkar hylli.
Þriggja flokka þú ert hjú
þeirra brokkar milli.