Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1975.
Lundúnabréf
13. apríl
1975 frá Silju
Aðalsteins-
dóttur
Silja Aftalsteinsdóttir
Um þessar mundir liggja fyrir
breska þinginu tvö lagafrumvörp,
sem bæði stefna að þvi að vernda
þá sem minna mega sin i þessu
samfélagi, fólk af öðrum kyn-
stofni en hvitum og börn.
Siöustu bresku lögin varðandi
kynþáttamismunun eru frá árinu
1968. Þau banna mismunun fólks
vegna húðlitar eða þjóðernis og
gera kleift að berjast gegn aug-
ljósri og opinberri mismunun, en
vemda fólk ekki gegn dulinni
mismunun til dæmis i sambandi
við ráðningu i störf. Úr þessu eiga
nýju lögin að bæta.
„Litaðir” fluttir
úr landi
A Bretlandi býr geysimargt
fólk af öðrum litarhætti en hvit-
um. Ekki hef ég neinar tölur um
fjölda þeirra, en oft virðíst veg-
faranda sem einn af hverjum
fimm sem hann mætir sé þel-
dökkur eða austurlenskur. Það
kann þó að koma til af þvi að
margt þetta fólk vinnur áberandi
störf. Margir negrar starfa við
jámbrautirnar og neðanjarðar-
lestirnar svo dæmi sé nefnt, og i
strætisvögnum, bæði við akstur
og miðasölu. Margt af þessu fólki
hefur flust hingað á undanförnum
árum, en fjöldi þeirra er fæddur
hér og uppalinn.
Þessar vikurnar er BBC að
sýna leiknar heimildamyndir um
þiá illu 18. öld, þegar þrælasalan
var stunduð af sem mestu kappi
— eins og til að minna fólk á, að
negrarnir fóru ekki frá heima-
löndum sínum af frjálsum vilja til
að byrja með. Þar hefur komið
fram, að fyrir árið 1800 voru
komnir um 20.000 svertingjar
hingað til Bretlands. Það er af-
komandi þræls, sem skrifar
handrit þáttanna, rithöfundur frá
Jamaica. Hann leggur mikla á-
herslu á meðferðina á afriku-
mönnunum bæöi þegar þeim var
smalað nauðugum út úr þorpum
sinum og um borð i þrælaskipun-
um, og einnig á þá staðreynd að
þrælasalan varð undirstaða
breska auösins, gerði breta rik-
ustu þjóð i heimi um skeið. Grund-
völlur virðulegra stofnana eins og
t.d. Barclays-bankans mun vera
þrælagjöld. Heim ildamynda-
flokkurinn heitir Baráttan gegn
þrælahaldi, og þótt sú barátta sé
löngu unnin, bendir ýmislegt til
þess — meðal annars endurskoð-
un laganna um kynþáttamisrétti
nú — að sú barátta og öll lögin
yfirborði
ur um og segir „þumalfingur upp
ef þú hatar svertingja”. Hún seg-
ir að margir gefi þá hið umbeðna
merki. Fyrir nokkrum dögum var
dæmt i máli manns, sem var á-
kærður fyrir að hafa lamið vinnu-
félaga sinn illa. Hinn ákærði er
negri. Hann sagðist fyrir rétti
hafa verið orðinn langleiður og
þreyttur á að vera uppnefndur
Sambó og öðrum álika gælunöfn-
um á vinnustað, og bætti við, að
þeir negrar sem með sér ynnu
eyddu kaffihléum gjarnan i felum
eða á klósettinu vegna linnulausr-
ar striðni hvitra samverka-
manna. Hann tapaði málinu.
Svört fjölskylda á heimili sinu I Bretlandi.
leina skiptið sem ég hef gægst
undir yfirborðið var ég að kaupa
brauð I. bakarii, sem bakar gott
brauð. Fyrir utan var fólk að biða
eftir strætisvagni, og við glugg-
ann á bakariinu stóðu nokkrar
unglingastúlkur, dökkar á hör-
und, og göntuðust og hlógu. Með-
an ég gerði kaup min kom vagn-
inn og hópurinn fór upp i hann.
„Ósköp er gott að þetta er farið”,
sagði afgreiðslukonan, gömul og
bogin, illa farin af erfiðisvinnu, á
illskiljanlegri lágstéttarmállýsku
sinni. „Þetta er ungt og leikur
sér”, sagði ég, umburðarlynd
miðaldra kona, „svona vorum við
lika!” „Ung var ég einu sinni,
já,” sagði kerling þá, ,,en ég var
aldrei svört”. Það skiptir sjálf-
sagt litlu máli þótt ég versli siðan
I öðru bakarii, sem ekki bakareins
góð brauð. Konan þar hugsar
kannski alveg eins, þótt hún hafí
ekki fengið tækifæri til að láta það
uppi *
A sumum sjúkrahúsum er meirihluti hjúkrunarkvenna „litaður”
Undir fáguðu
Og ef náið er gáð má viða sjá
misrétti. Enginn fréttamannanna
hjá BBC sjónvarpinu er dökkur á
hörund. Raunar sést þar á skermi
helst aldrei annað fólk en hvitt,
nema sagt sé frá óeirðum svartra
unglinga einhvers staðar i bænum
— og i poppþáttum þar sem negr-
ar eru alltaf meðal helstu
skemmtikrafta. Negrum mun
ganga afar illa að fá störf i sam-
ræmi við menntun sina. Jafnvel
háskólamenntaðir negrar fá
margir engin störf við sitt hæfi og
taka við miðum á brautarstöðv-
um til að hafa i sig og á. Bretar
gætu gert margt til að uppræta þá
fyrirlitningu, sem kemur fram i
uppnefnum á vinnustað og stefnu-
skrá National Front, með þvi að
margt
Negrar f Bretlandi sinna allskyns þjónustustörfum, td. við járn-
brautarlestir og strætisvagna.
HBHBHI
sem fylgdu i kjölfar hennar, hafi
ekki upprætt fordómana i hugum
fólks ennþá.
Bretar stæra sig af þvi að þeir
séu umburðarlyndir og frjáls-
lyndir i kynþáttamálum. Einkum
nota þeir hvert tækifæri til að
minna bandarikjamenn á það
hvað sambúð kynþáttanna sé
friðsamlegri hér en þar. í daglegu
lifi i þessari borg verður heldur
ekki vart við annað yfirleitt en
full virðing riki á báða bóga. Þó
eru hér opinber stjórnmálasam-
tök sem kalla sig National Front
og hafa þaö helst á stefnuskrá
sinni að hreinsa Bretland af öllu
fólki sem ekki er hvitt. Aðalfor-
sprakki þess málefnis er að sjálf-
sögðu þingmaðurinn Enoch Pow-
ell, sem sfðast hélt ræðu málstað
sinum til stuðnings fyrir nokkrum
vikum hér I grennd viðokkur. Þar
lagði hann m.a. ti! að allir „litað-
ir” bretar yrðu fluttir nauðungar-
flutningum úr landi. Powell braut
núgildandi lög i ræðu sinni, en þó
mun ekki eiga að höfða mál gegn
honum. Ræðan vakti mikla reiði
meðai þingmanna og almennings,
einkum vegna þess að margir ótt-
ast að til óeirða kunni að draga, ef
þessum hluta þjóðarinnar er ögr-
að i sifellu. Af sömu ástæðu hafa
nokkur borgarhverfi bannað
National Front að halda útifundi
innan sinna hverfasamtaka.
,,En aldrei var
ég svört”
Undir fáguðu yfirborði býr lika
margt, sem aðkomandi fólk sér
ekki strax. 1 barnaskólanum á
horninu, að sögn heimasætunnar,
er það leikur barna að einn geng-
sýna það ekki einungis lagalega
heldur einnig i verki að þetta fólk
sé lika breskir þegnar.
Að vernda börn gegn
íoreldrum
Það er augljóst mál hvers
vegna setja þarf lög til verndar
minnihlutahópum eins og negr-
um. En fyrir hverju eða hverjum
þarf að vernda börnin? Viljum
við ekki öll vera þeim góð? Það er
skemmst frá að segja að þetta
nýja lagafrumvarp stefnir að þvi
að vernda börn gegn foreldrum
sinum og gefa fósturforeldrum
meiri rétt yfir börnunum en þeir
hafa áður notið, en tugir eða jafn-
vel hundruð þúsunda barna eru
hér i gæslu eða fóstri hjá öðrum
en foreldrum sinum. Einnig
munu nýju lögin setja ákveðinn
aðila sem sérstakan fulltrúa
bamsins, aðila sem eingöngu á þá
að hugsa um hag þess og verja
málstað þess.
Sunnudagur 27. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Mér skilst að eitt mál hafi um-
fram önnur haft áhrif á tilurð
þessa frumvarps. Maria litla Col-
well hafði verið i gæslu meiri
hluta ævi sinnar og var komin á
skólaaldur þegar mamma hennar
gifti sig aftur og vildi fá hana til
sin. María vildi ekki til hennar
fara, en móðirin hafði réttinn sin
megin og Maria hlaut að verða
undir. Sambúðin við nýjan stjúp-
föður og möður sem auðvitað var
lika ný var mjög erfið. Maria
reyndi að strjúka en fannst og var
flutt heim aftur. Nágrannarnir
kvörtuðu við yfirvöld um að barn-
ið væri barið og mjög liklega van-
nært. Af einhverjum orsökum var
aldrei athugað hvað væri til i
þessum kvörtunum grannanna
uns þar kom að allar athuganir
urðu óþarfar. Einn daginn barði
stjúpfaðir Mariu litlu barnið i hel.
Þrjú þúsund
barin börn
Þessi atburður hefur hrint af
stað miklum skýrslugerðum um
aðferðir til að koma i veg fyrir að
böm séu beitt ofbeldi, og i einni
nýlegri skýrslu, sem gerð var
sameiginlega fyrir þrjá borgar-
hluta, er almenningur hvattur til
að fylgjast vel með börnum og til-
kynna þegar, ef grunur leikur á
að illa sé með þau farið. Félags-
ráðgjafar á vegum borgarinnar
eiga siðan að vera skyldugir til að
rannsaka þegar i stað öll tilfelli,
sem tilkynnt eru, ræða þau við
lækni og láta aðilann, sem upp-
lýsingar gaf, vita strax og árang-
ur er kunnur. Og það á umfram
allt að taka barnið i gæslu strax
og sterkur grunur leikur á of-
beldi.
Þvf Marla Colwell er ekki ein-
stakt dæmi, þvi miður. Sam-
kvæmt skýrslum er komið með
um þrjú þúsund barin börn, eins
og þau eru kölluð, til sjúkrahúsa
og lækna hér árlega — og enginn
veit hversu mörg börn komast
ekki til læknis með meiðsli sin. 1
langflestum tilvikum eru það for-
eldrarnir sem berja börnin. Um
daginn kom hér fram i útvarps-
þætti nafnlaus kona, sem hafði
beðið yfirvöld að taka frá sér
dóttur sina átta ára, vegna þess
að hún var hrædd um að berja
bamið einhvern tima of mikið.
Hún sagði að það væri merkilegt
hvað barnið væri sér trútt. „Þeg-
ar hún kom öll örótt og marin i
skólann sagði hún kennaranum
að hún heföi dottið niður stig-
ann”. Hún sagðist ekki treysta
sér til að fá barnið til sin aftur
þótt læknar segðu að hún væri
orðin heil á taugum; hún sagðist
halda að barnið væri ennþá i
hættu fyrir sér.
En það eru ekki allir eins skyn-
samir og þessi kona að leita til fé-
lagsfræðinga áður en skaðinn er
skeöur. Arlega eru um 700 (sjö
hundruð) börn drepin af foreldr-
um sinum i þessu landi. Það eru
nærri þvi tvö börn á dag. Þetta
gerist meðal fólks af öllum stétt-
um, en algengast er það meðal
þeirra sem minnst mega sin,
fólks sem er örsnautt, heimilis-
laust, atvinnulaust, bjargarlaust i
þessum mikla frumskógi heims-
borgarinnar. Sumum finnst ef til
vill að þeir geti ekki gert börnum
sinum stærri greiða en binda endi
á lif þeirra.
Lopasokkar og
föðurland
Það væri hægt að bæta við þetta
mörgum dæmum, en liklega er
nóg komið af hörmulegum upp-
talningum i bili og best að snúa
sér að veðrinu. Um páskana kom
vetur hingað til lands með hriðar-
byljum um norðanvert landið og
logndrifu hér syðra. Það var kalt
og litiö skemmtilegt að sjá snjó-
kornin setjast á nýútsprungin
laufblöðin d trjánum og páskalilj-
ur og túlipana i blóma. Og allir
vesalings ferðamennirnir sem
hingað komu frá Ameriku,
Frakklandi og Þýskalandi, þeir
fengu ekki mikið fyrir sinn snúð.
Það var helst að þeir reyndu að
nota sér leikhúsin, sem vissulega
hafa upp á ýmislegt að bjóða hér
nú sem endranær. Eftir páska-
virkurnar hefur hlýnað i veðri og
verið stundum eins og miðsumar
á íslandi. Það er lika eins gott,
þvi nú á að skipta hverfinu okkar
yfir á jarbgas og meðan á skipt-
ingunni stendur verður viða eng-
inn hiti I húsum. Þá verður gott að
eiga islenska lopasokka og föður-
land. Silja Aðalsteinsdóttir
SAGA FRÁ VÍETNAM
Teikning:
Ragnar Lár
Laug
Heine upp
ástar-
ævintýrum
sínum?
Heinrich Heine; var mjög varfærinn þegar á hólminn Mathilde Mirat; „sæta feita barnið mitt”.
kom
Heinrich Heine, það skáld sem flestir islendingar hafa
reynt að þýða, orti mikið um ástir og holdsins lystisemd-
ir i kvæðum sinum. Sjálfur hafði hann mjög gaman af að
halda sig nálægt allskonar kvenfólki og lét bæði i samtöl-
um og bréfum mikið af kvenhylli sinni: ,,Ég skrifa þér
þessar linur i rúmi lendamikillar vinkonu minnar einn-
ar”.
Blaðamaður einn I Hamborg, Ru-
dolf Leonhardt, hefur nú tekið sér
það fyrir hendur að kanna ástalif
Heines. Og hann hefur komist að
þeirri einkennilegu niðurstöðu, að
Heine hefði fundið upp sjálfur þessi
ástarævintýri sin. 1 raun hafi sam-
band hans við konur verið mjög stirt
og Heine veriö mjög hlédrægur þeg-
ar til alvöru holdsins kom. Leon-
hardt tengir þetta m.a. við það að
Heinehafi smitast af syfilis á ungum
aldri.
Ævisöguhöfundur telur að Heine
hafi „elskaö” aðeins eina konu, sem
reyndar var hvorki andrik né fögur.
Hún hét Mathilde Mirat, þybbin
bóndastúlka sem kunni varla að lesa
eða skrifa. Hann kynntist henni á út-
legðarárum sinum i Paris þegar hún
var 19 ára og eftir sjö ára sambúð
giftist hann „sinu sæta, feita barni”.
En Mathildur reyndist honum mjög
vel og hugsaði vel um hann, en hann
var hálfblindur og mjög illa haldinn
siðustu ár ævinnar. Hún leyfði hon-
um að hafa hjá sér unga stúlku, Elise
von Krinitz, siöustu ævidaga, en
hana kallaöi hið sjúka skáld „siðasta
blóm hausts mins”.