Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Töku hreyfingar Eðlilegasta skipting á mynd- efni er hrein klipping, eitt mynd- skeið endar og annað hefst. Klipping kemst næst þvl að likja eftir starfsemi augans. Augað færist af einum hlut til annars á sekúndubroti án þess að skoða það, sem á milli hlutanna kann að vera. Þegar við beinum augunum I ýmsar áttir, tökum við eftir af- stöðu hluta hvers til annars eftir þvi hvort við snúum höfðinu til vinstri eða hægri, upp eða niður eða færum okkur jafnvel úr stað. Við klippingu i kvikmynd getur á- horfandinn ekki vitað I hvaða átt tökuvélinni hafi verið beint og hvoru megin nýja myndefnið sé við hið fyrra. Sllka rúmtilfinningu þarf að búa til með uppröðun myndskeiða. Tökuhreyfingar gefa að öðru jöfnu meiri rúmtilfinningu en klipping. Þö er það ekki höfuðtil- gangur þeirra. Tökuhreyfing, sem hefur þann einn tilgang að skapa rúmtilfinningu eða lýsa staðháttum, er mjög þreytandi fyrir áhorfandann. Meðan á hreyfingunni stendur er myndin óljós, flöktandi og leitandi. Til þess að gera áhorfandanum auð- veldara fyrir, er nauðsynlegt að nota einhverja hreyfingu á mynd- sviðinu, t.d. mann á gangi, bil i akstri o.s.frv., til þess að stjórna athygli áhorfandans. Hluturinn á hreyfingu er skýr, en umhverfið liður framhjá. Talað er um tökuhreyfingu þegar tökuvélin er hreyfð eða færð úr stað til þess að skipta um myndefni, breyta sjónhorni eða myndstærð. Þótt brun (zoom) sé ekki fólgið i hreyfingu á tökuvél- inni, má flokka það undir töku- hreyfingar. Helstu tegundir töku- hreyfingar eru snúningur, akstur og brun. Við snúning er tökuvélinni snú- ið lárétt eða lóðrétt án þess að hún færist úr stað. Umhverfið virðist hreyfast framhjá áhorfandanum. Snúningur er algengasta töku- hreyfingin og er mest notaður til að fylgja eftir hlutum á hreyf- ingu. Akstur er fólginn i þvi, að töku- vélin færist úr stað meðan á töku stendur. Tilgangurinn er ýmist sá að fylgja eftir hlutum á hreyf- ingu eða breyta um sjónhorn og myndstærð. Þegar t.d. manni er fylgt eftir með akstri tökuvélar er sjónhornið og myndstærðin ó- breytt, (maðurinn sést frá sama horni og stærð hans breytist ekki I myndrammanum), en bakgrunn- ur og forgrunnur liða hjá. Þegar tökuvélinni er hins vegar snúið til þess að fylgja eftir manni á gangi, breytist sjónhorn og myndstærð. i byrjun sjáum við hann t.d. framan frá, síöan frá hlið og að lokum aftanfrá, auk þess nálgast hann og stækkar I myndrammanum og hverfur sið- an. Akstursmynd er þannig tengdari viðfangsefninu en snún- ingsmynd. Báðar þessar tökuhreyfingar eiga sér hliðstæðu við upplifun okkar á umhverfinu með augun- um. Snúningsmynd er svipuð upplifun og þegar við virðum fyrir okkur umhverfi i leit að ein- hverju sérstöku með þvi að renna augunum hægt eftir þvi. Aksturs- mynd er svipuð upplifun og þegar við göngum eða ferðumst og sjá- um umhverfið liða hjá. Akstur er i rauninni eðlilegri hreyfing en snúningur, vegna þess aö við akstur verður ekki til nein tilfinn- ing fyrir leit, eins og alltaf verð- ur þegar tökuvélinni er snúið. Brun á sér enga hliðstæðu i starfsemi augans. Með brunlinsu (zoomlinsu) er brennividdinni breytt og nyndefnið stækkað eða minnkað i myndrammanum. Ahrifin eru svipuð og þegar töku- vélin er látin nálgast eða fjar- lægjast myndefnið i akstri. Brun- linsan breytir hins vegar rúm- skynjun myndarinnar (perspekt- Ifi). I viðustu mynd verða hreyf- ingar og f jarlægðir að og frá töku- vélinni ýtkar, en 1 þéttustu mynd styttast fjarlægðir og myndin virðist samanþjöppuð. Vegna þessa er brun mjög vandmeðfar- ið. Algengustu mistök við notkun bruns eru þau, að likja meö þvi eftir akstri en I akstri fer tökuvél- in inn i myndina að þeim hlut, sem athyglin beinist að, án þess að breyta eiginleikum myndar- innar. Um allar tökuhreyfingar gildir sú regla, að þær hefjast og enda á kyrri mynd. Að öðru jöfnu felur endirinn I sér einhverskonar svar við byrjuninni og réttlætir meö þvi tökuhreyfinguna. Þegar tökuhreyfingar eru rökrétt og eölileg afleiðing atburðarásar- innar tekur áhorfandinn yfirleitt ekki eftir þeim. Þannig eru þær á- hrifamestar. Þegar þær eru á- stæðulausar og tilgerðarlegar, er eftir hreyfingunni sjálfri tekið. Sumir óþroskaðir áhorfendur tala um „listræna” kvikmyndatöku, þegar þeir verða mjög varir við tökuhreyfingar. Þvi miður verður maður oft var við, að óduglegum kvikmyndatökumönnum er hrós- að fyrir góða kvikmyndatöku, þegar þeir beita tökuhreyfingum i óhófi og hugsun myndarinnar hverfur i skuggann, sé hún ein- hver. Það er grundvallarregla I kvik- myndagerð ekki siður en öðrum greinum, að nota ekki tæknibrell- ur né aðrar aðferðir nema þær séu eðlileg og rökrétt afleiðing innihaldsins og hjálpi áhorfand- anum við að skilja það. Töku- hreyfingar eru þvi oftast nær „faldar” á einhvern hátt. Séu þær ekki faldar.er það oft til að skapa óróa og óttakennd með áhorfand- anum, vegna þess að hann veit ekki, hvar hann á að festa athygl- ina. Auglýsið í sunnudagsblaði ÞJÓÐVILJANS Snúningur. Tökuvélin hreyfist ekki úr stað. Maður- inn sést fyrir fyrst að framan siöan að aftan. Akstur. Tökuvélin er alltaf i sömu afstöðu til mannsins og hann sést stöðugt frá sömu hlið. J — 11 • BIFREIÐAR eftirvali, 500 þús 12. UTANLANDSFERÐ eftirvali. 13.- 27. UTANLANDSFERÐIR eftirvali, 100þús. 28.— 32. HÚSBÚNAÐUR eftir vali, 50 þús. 33.— 42. HÚSBÚNAÐUR eftir vali, 25 þús. 43. 400. HÚSBÚNAÐUR eftir vali, 10þús. _ 4.500.000.00 _ 250.000.00 _ 1.500.000.00 _ 250.000.00 _ 250.000.00 _ 3.580.000.00 Dregið I f, fíokki 6. mai m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.