Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.04.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. apríl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hættulegt húsdýr Parisarbúi nokkur missti lifið nú i vikunni þegar hann ætlaði eitt kvöldið að fá húsdýr sitt — ljón — til að leggja sig i baðkerið, þar sem það var vant að sofa á nótt- unni. Ljónið var hinsvegar ekki i skapi til að fara að hátta og réðst i staðinn á húsbónda sinn, Gischard d’Arcy barón og beit hann i hel. Ljónið, sem var 2ja ára gamalt og hét Karil, var siðan skotið af lögreglunni. Borgarstúlku fyrir að ala sér barn 23ja ára gömul bresk kona hef- ur boðist til að ala bandariskum presti barn. Ástæðan er sú, að eiginkona prestsins getur ekki orðið barnshafandi og til að eign- ast samt erfingja auglýsti prest- urinn i nokkrum Lundúnablað- anna eftir konu sem vildi taka að sér verkið fyrir 4000 stérlings- pund (uppundir hálfa aðra miljón isl. kr.). Christina Smith, 23ja ára Lundúnastúlka, sótti strax um og verður nú sæði prestsins flutt yfir Atlantshafið og læknir annast gervifrjóvgunina. Faðirinn tilvonandi, sem ekki vill láta nafns sins getið opinber- lega, hefur skýrt frá þvi að hann hafi fyllst örvæntingu þegar hann uppgötvaði að kona hans mundi aldrei geta alið honum barn. Ferðaðist hann þá til Danmerkur og Sviþjóðar til að leita að konu sem mundi vilja eignast með hon- um barn, en án árangurs. Presturinn segist ekki vilja hitta bresku konuna og þvi siður hafa við hana kynferðisleg mök. 1 auglýsingunni segist hann vilja að barnsmóðir sin sé frá Norður- Evrópu, þar sem hann sjálfur sé af skandinavisku bergi brotinn. Brunaliöiö leystist upp Hinn fimmtugi Ronald White hefur leyst sjálfan sig frá störfum eftir að hafa verið brunaliðsmað- ur i 19 ár og þar með um leið leyst upp sjálfboðabrunaliðið i þorpinu Pentrich i Bretlandi, en i þvi var enginn nema hann. White sagðist ekki sjá neina á- stæðu til að halda þessuáfram iengur, enda liðin 20 ár siöan sið- ast brann i þorpinu. Altarisganga bönnuð þeim sem styðja sjálfsákvörð- unarréttinn Þrjátiu og fimm kaþólskum konum i úthverfi borgarinnar San Diego i Kaliforniu er bannað að ganga til altaris af þvi að þær eru fylgjandi sjálfsákvörðun kvenna um fóstureyðingu. Biskupinn i San Diego, Leo Mahler, segist hafa beint þvi til allra kirkna i sinu umdæmi að útiloka frá altarisgöngu fólk sem styður það að konur fái fóstureyð- ingu að eigin ósk. Qd6KK VERÐTILBOÐ fil l.mai J •/ af fveim ' dekkjum */ af fjórum 7 dekkjum Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% 10% 155—12 Kr. 4.150 Kr. 3.930 135—13 4.230 4.010 } 45— 13 4.290 4.060 155—13 4.320 4.090 165—13 4.940 4.680 • 175—13 5.740 5.°440 155—14 4.400 4.170 165—14 5.580 5.290 175—14 6.180 0 5.850 185—14 7.250 6.870 215/70—14 10.980 10.400 550—12 3.490 3.310 600—12 4.030 3.820 615/155—13 4.370 4.140 560—13 4.450 ° 4.220 590—13 4.150 O 3.930 o Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% 10% 640—13 Kr. 5.090 Kr. 4.820 700—13 5.410 5.130 615/155—14 4.020 . 3.810 5,0—15 3.570 3.330 560—15 4.080 3.870 590—15 4.730 4.480 600—öl 5 5.030 4.770 0 Jeppahjólbarðar: 600—16/6 4.930 4.670 o 650—16/6 6.030" 5.710 750—16/6 7-190 6.810 Weapon hjólbarðar: 900—16/10 O 16.970 16.080 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/E AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverz'iun Gunnars Gunnarssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.