Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Wilson hvattur til að bjóða Geir heim LUNDÚNUM 19/12 — James Johnsen, þingmaður fyrir Ilull og formaður fiskimálanefndar breska þingsins, hitti i dag að máli ambassador tslands i Lundúnum, Niels P. Sigurðsson, og hvatti siðan til þess að Wilson forsætisráðherra Bretlands byði Geir Hallgrimssyni, forsætis- ráðherra tslands, til Lundúna til viðræðna, að þvi er segir i Reuter-frétt. Leggur Johnson til að samfara þessari Lundúnaför Geirs verði gert sjö daga hlé á þorskastriðinu, og kalli bretar freigátur sinar út fyrir 200 milna linuna þá daga og islensk varðskip láti togarana i friði. Breskir stjórnarembættis- menn segja að engar áætlanir séu uppi um að þeir Geir og Wil- son talist við. New York Times um Angólu: Bandarísk íhlutun á Orðsending frá Askasleiki: Jólaskemmtun á Austurvelli undan þeirri sovésku WASHINGTON 19/12 — Bandariska blaðið New York Times heldur þvi fram i dag að Bandarikjastjórn hafi ákveðið að styðja hinar tvær hægrisinnuðu sjálfstæðishreyfingar Angólu. FNLA og UNITA, i janúar s.l., eða yfir tveimur mánuðum áður en verulega fór að gæta stuðnings Sovétrikjanna við sjálfstæðis- hreyfinguna MPLA, sem er vinstrisinnuð. Ford Bandarikja- forsti telur að Bandarikin verði að auka stuðning sinn við FNLA OG UNITA til að hindra að „komrnúnistar” nái völdum i Angóiu, en margir þingmenn i öldungadeildinni eru á öðru máli. öldungadeildarþingmenn þeir, sem eru á móti ihlutun Banda- rikjanna i Angólu, þeir á meðal Mike Mansfield, leiðtogi demó- krata i deildinni, hafa lagt fram tillögu um að aðstoðin við FNLA og UNITA verði stöðvuð nú þegar. Könnunaratkvæðagreiðsla leiddi i ljós að tillagan hefur fylgi meirihluta þingmanna i deildinni, Ford — stjórn hans hefur veitt FNLA og UNITA 112 miljón doll- ara aðstoð að minnsta kosti. en Ford forseta, Kissinger utan- rikisráðherra og leiðtogum repúblikana í deildinni tóks eftir ákafar tilraunir að fá lokaat- kvæðagreiðslunni um málið frest- að fram yfir jólafrí. Þingmenn, sem eru gegn ihlutuninni, óttast að forsetinn muni nota frestinn til að sjá til þess að aðstoðin við FNLA og UNITA berist til Angólu eftir leiðum, sem ekki sé á valdi þingsins að hafa eftirlit með. Tvö banaslys Tvö banaslys urðu i gær- kvöldi. Annað bar þannig til að bil með fjórum ungmennum var ekið i Sundahöfnina i Rey kjavik og létust tvö þeirra, sem i bilnum voru Bilstjórinn var annar þeirra sem bjarg- aðist, en honum tókst að fleygja sér út áður en billinn stakkst i sjóinn. Hitt slysið varð um borð i skuttogaranum Bjarna Bene- diktssyni, en þar lést einn skipverja með vofeiflegum hætti, eftir að hafa drukkið einhverja ólyfjan. ráa ANDSTAÐA EYKST Askasleikir hefur sent blöðunum eftirfarandi orðsendingu til allra barna á höfuðborgarsvæðinu: A morgun, sunnudaginn 21. desember, verð ég ásamt öllu minu friða jólasveina- og aðstoðarliði á Austurvelli kl. 4 eftir hádegi. Þar ætlum við að halda skemmtun með hoppi og hii og vonumst til að eins fjölmennt verði hjá okkur og um siðustu helgi. Askasieikir lætur þess getið að umsjónarmaður skemmtunarinnar sé Ketill Larsen. Endurskoðun sjóðakerfis sjávarútvegsins: Verður ekki lokið fyrir næstu áramót og nýtt fiskverð kemur ekki fyrr en 1. febrúar Sú endurskoðun sjóðakerfis- ins, sem rikisstjórnin samdi um við sjómenn um að fram skyldi fara og að lokið yrði fyrir 1. des. sl. er enn ekki lokið og verður ekki fyrr en i byrjun næsta árs. Þetta hefur orðið að samkomu- lagi hjá nefnd þeirri, sem skipuð var fulltrúum sjómanna og rikisstjórnarinnar til að endur- skoða sjóðakerfið. En ákveðið hefur verið að breytingar þær, sem samkomulag verður um taki ekki gildi fyrr en 1. febrúar nk. Þar af leiðir að nýtt fiskverð, sem koma átti 1. jan. nk. kemur ekki fyrr en I. febrúar og verður þvi janúarmánuður sérstakt fiskverðstímabil sem verðlags- ráö sjávarútvegsins mun ákveða sérstakt verð fyrir. — S.dór. BUNEOS AIRES 19/12 — Uppreisnarmenn úr flugher Argentinu hafa enn þrjár bæki- stöðvar I landinu á valdi sinu, þrátt fyrir fullyrðingar stjórnar- innar um að uppreisnin hafi verið barin niður. Uppreisnarmenn hafa fengið þvi framgengt að nýr yfirhers- höfðingi verði skipaður yfir flug- herinn og þeir krefjast þess að Maria Estela Peron forseti fari frá og ný stjórn verði mynduð undir forsæti Jorges Videla, yfir- Maria Estela Peron — hallar undan fæti. hershöfðingja landhersins. Ekki er vitað hvaða stuðning upp- reisnarmenn hafa i landhernum og sjóhernum. Leiðtogar i öldungadeild Argentinuþings eiga að hafa náð samkomu lagi um að Maria Estela eigi að fara i langt fri, með það fyrir augum að það náist sættir við uppreisnarmenn, og stjórnmálahreyfing sú er Arturo Frondizi, fyrrum Argentinuforseti, stendur fyrir, hefur látið af stuðningi við Mariu Estelu. Skattheimta samkvæmt f jár lögum fer yfir 60 miljarða Verði breytingartillögur þær, sem meirihluti fjárveiting- arncfndar og eða nefndin i heild lagði fram á alþingi i gær við f jár- lagafrumvarpið, áður en þriðja umræða um það hófst, samþykkt- ar, — þá mun skattheimta rikis- ins á næsta ári verða 60,3 miljarð- ar. Samkvæmt tillögunum hækk- ar tekjuáætlun frumvarpsins um 2900 miljónir króna, og munar þar mest um hinar nýju skattaálögur, sem samþykktar voru i gær, eins og greint er frá á forsiðu blaðsins. Mólúkkar gefast upp AMSTERDAM 19/12 — Suður- mólúkkarnir sjö, sem i rúm- lega tvær vikur hafa haldið 25 gislum föngnum i ræðis- mannsskrifstofu Indónesiu i Amsterdam, gáfust upp i dag. Gengu þeir út úr ræðismanns- skrifstofunni með uppréttum höndum og krepptum hnefum, er þeir gáfu sig hollensku lög- reglunni á vald, sýnilega á- nægðir með að þeim hefur tekist að vekja athygli heims- ins á kröfum sinuin um sjálf- stæði til handa Suð- ur-Mólúkkueyjum, sem eru hluti af Indónesiu. Tillögur fjárveitinganefndar, og eða meirihluta hennar gera jafnframt ráð fyrir 1483 miljón króna hækkun rikisútgjalda frá tölum frumvarpsins, og að þau verði 58,9 miljarðar á næsta ári. Gert er ráð fyrir halla á lána- reikningi samkvæmt tillögunum að upphæð 1113 miljónir, og að greiðsluafgangur hjá rikissjóði verði þá á næsta ári 360 miljónir, eða 0,6 % af skattheimtunni! Meðal breytingartillagna, sem fjárveitinganefnd lagði fram við fjárlagafrumvarpið nú fyrir þriðju umræðu þess, má nefna. Lánasjóður námsmanna. Rik- isframlagið hækki i 840 miljónir úr 807,5 miljónum og tekin lán i þágu sjóðsins hækki i 600.000 úr 100.000,- krónum Jöfnun námskostnaðar hækki i Listráð að Kjarvalsstöðum ið, hefur eingöngu ráðstafað Kjarvalsstöðum til þrenns konar sýninga, á næsta ári, til yfirlits- sýningar á verkum Ásgrims Jónssonar, til sýningar finnskrar listakonu dg til ljósmyndasýn- ingar kóreansks-bandarisks ljós- myndara, sem sýna á'í desember að ári. Hið nýja listráð tekur við stjórn Kjarvalsstaða þann 1. janúar. —úþ. Listráð það, sem samkomulag náðist um, að skuli vera hæstráð- andi á Kjarvalsstöðum er þannig skipað, að borgarráð tilnefnir þrjá, þcas. hússtjórn, Félag Isl. listmálara tilncfnir þrjá menn og Bandalag isl. listamanna einn, scm ekki er listmálari. Listráðið verður þvi þannig skipað: Hússtjórn: ólafur B. Thors, ^Davið Oddson og Elísabet Gunnarsdóttir. Frá BIL Þorgcrður Ingólfsdóttir, til vara Stefán Jónsson Frá FfM Jóhannes Jóhanncsson, Snorri Sveinn Friðriksson og Guðmundur Benediktsson, og til vara Ragnheiður Riem, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Hringur Jóhannesson. Hússtjórn, sem farið hefur með æðsta ráð Kjarvalsstaða þetta ár- 130 miljónir var 104,5 i frumvarp- inu. Aksturskostnaður vegna skóla- barna hækki i 170 miljónir var 151,4 i frumvarpinu. Landhelgisgæslan, „önnur rekstrargjöld” hennar verði 407 miljónir i stað 367 samkvæmt frumvarpinu. Járnblendiverksmiðjan í Hval- firði „eiginfjárframlag” lækki i 50 miljónir úr 285 miljónum i- frumvarpinu. Niðurgreiðslur á vöruverði verða rétt tæpir 5 miljarðar og hækka um 700 þús. kr. frá frum- varpinu, en lækka þó frá fyrra ári um rúm 700 þús. Vcxtirgert er ráð fyrir, að þeir hækki enn um 500 miljónir króna frá fyrri áætlun og fari yfir fjóra og hálfan miljarð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.