Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 20
20 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1975. Annar lands- leikur við júgóslava í dag | tvær breytingar gerðar á ísl. liðinu tslendingar og júgóslavar reyna meft sér öftru sinni i hand- knattleik i dag og er sá landsleik- ur afteins venjulegur vináttuleik- ur. Hann hefst i Laugardalshöli- inni kl. 15. Þaft er full ástæfta til að hvetja alla handknattleiksunn- endur til aft koma og sjá þessa júgóslavnesku sniiiinga ieika, mönnum gefst ekki kostur á aft sjá svona lift nema sára sjaldan, enda er hér um eitt besta landslið heims aft ræfta. En von um Is- lenskan sigur er litil efta engin, jafnvel þótt búast megi vift aft júgóslavarnir taki þennan leik ekki eins alvarlega og ÓL-Ieikinn I fyrrakvöld. Tvær breytingar verða gerðar ' á Islenska liðinu frá leiknum i fyrrakvöld. beir Friðrik Frið- riksson og Ingimar Haraldsson koma inn i liðið en út fara: Gunnar Einarsson og Árni Ind- riðason. Eins og áður segir er litil sem engin von um sigur landans, en samt er vitað að islenska liðiö getur meira á góðum degi en það gerði i fyrri leiknum, þannig að ekki er vist að júgóslavar sigri eins stórt nú og þá. — S. dór Ólafur H. Jónsson skorar af linu I leiknum I fyrrakvöld Forráðamenn sérsambandanna ekki þeir einu sem bregðast... Stjórn KSI gekk öll frá óundirskrifuðu plagginu Frá Ellerti Schram, formanni KSÍ, var fyrir nokkru lagt fram plagg til undirskriftar fyrir fyrr verandi stjórn KSi. Þar var, skv. heimildum Þjóðviijans beðift um stuftning stjórnarinnar vift 200 þúsund króna greiftslu gjaldkerans til formannsins vegna auglýsingasöfnunarinn- ar, sem svo mjög er umrædd. Allir stjórnarmenn voru mættir á fundinn nema þessir tveir, sem þegar hafa verið nefndír. Eftir miklar en einhuga um- ræður gengu ALLIR af fundi frá plagginu óafgreiddu. Enginn treysti sér til að staðfesta með undirskrift traust sitt á þeim vinnubrögöum sem þarna voru viðhöfð. bjóðviljinn hefur undanfarið sagt frá itrekuðum en mis- heppnuðum tilraunum nokkurra manna til að fá formenn sér- sambanda 1S til þess að skrifa undir stuöningsyfirlýsingu við formann KSÍ vegna hinna um- töluðu tvöhundruð þúsund króna. Nú hefur það verið tekið fram, að skrifum þessum er ekki ætlað að japla meira á réttmæti eða óréttmæti þess, aö greiða ákveðnum stjórnarmanni þókn- un. Um það hefur nóg verið fjallað, og eins og Ellert segir sjálfur i bréfi til bjóðviljans, er það mál útrætt af hans hálfu og flestra annarra einnig. bað sem bjóðviljinn hefur viljað vekja athygli á, er hve geysilega fast vildarvinir Ell- erts hafa sótt það undanfarið, að fá framámenn innan iþrótta- hreyfingarinnar til að sam- þykkja stuöningsyfirlýsingu og traust til formanns KSl. For- kastanlegum vinnubrögðum hefur veriö beitt við þessar til- raunir, „neikvæðir” menn ekki boðaðir á fundi eins og þá, sem i tvi- eða þrigang hafa veriö haldnir með formönnum sér- sambanda ISt. Á fyrsta fundinn var formaður Jddósambands tslands ekki boðaður. bar mun hins vegar formaður Blaksam- bandsins hafa neitað aö skrifa undir hvers kyns stuðnings- plagg og komið þvi til leiðar aö gengið var af fundi frá óundir- skrifuðu plaggi. Annar fundur var haldinn þremur dögum siöar, nýtt plagg lagt fram og formenn beðnir að rita nöfn sin. Og viti menn — enginn var þar formaður frá Blaksambandinu, fyrirmæli munu hafa verið skýr um það frá Sigurði Magnússyni, skrif- stofustjóra ISl að boöa hann ekki. Maður kemur þó I manns stað, og nú var það formaður Júdósambandsins og fleiri sem neituðu að skrifa, og aftur var gengið frá plagginu óafgreiddu. Nýr fundur mun vera i bigerö, sá þriðji ef heimildir iþrótta- siðunnar eru rétt. Enn á að reyna að pressa fram yfir- lýsingu. Ekki hafa fengist öruggar heimildir um hver það er, sem biður um þetta traust til handa formanni KSt, hvort það er hann sjálfur eða einhver annar. 1 næstu tilraun mun eiga aö fela stuöning við Ellert inni i samþykkt um fjárhagserfið- leika iþróttahreyfingarinnar og er ekki ólikiegt að þannig geti þetta flókna stuðningsdæmi gengið upp hjá vildarvinum Ellerts. —. gSp Pressuliðið gegn Júgóslövum á mánudagskvöld Þaft hefur verið ákveftift aft Bjarni Jónsson og Agúst Svavars- Jón Hjaltaiin Bjarni Jónsson Opið mót í badmin- ton á morgun A morgun gengst TBR fyrir opnu móti i bab'minton i Laugardalshöll, jólamóti félagsins. Keppnin hefst kl. 15.30, og verftur keppt i mfl. og A flokki i einliðaleik, tviliða- leik og tvenndarkeppni, svo og i tvílialeik i öidungaflokki. Það má búast fyrir mjög harftri keppni i einliöaleik og tvíliðaleik i mfl. karla þar sem Haraldur Korneliusson getur ekki tekiö þátt i mótinu en flestir aftrir toppmenn okkar verfta meöal þátttakenda. Úrslitaleikir Reykjanes- mótsins í hand- knattleik fara fram á morgun Reykjanesmótinu i handknatt- leik lýkur á morgun, en þá fara úrslitaleikirnir i öllum flokkum fram. Og eins og búast mátti við eru það Haukar og FH sem leika tilúrslita i mfl. og verður fróðlegt að fylgjast með þeirri viðureign, leikir félaganna hafa verið all sögulegir, i haust eins og oftast áður. Annars eru þessi lið i úrslit- um: Mfl. Karla: Haukar-FH 2. fl. karla: HK-UBK 3. fl. karla: FH-Haukar. 4. fl. karla: FH-UBK júgóslavneska landsliðift I hand- knattleik leiki 3ja ieik sinn hér á landi aft þessu sinni nk. mánu- dagskvöld I Laugardalshöllinni og þaft verftur lift valift af iþrótta- fréttamönnum sem leikur gegn þeim og þvi verður stjórnaft af Hilmari Björnssyni fyrrum landsliösþjálfara. Þaftsem er at- hyglisveröast vift lift þaft sem iþróttafréttamenn völdu i gær er það aft Jón Hjaltalfn sem hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum i vetur verftur meft liftinu svo og son sem sænskt lið sækist nú fast eftir en annars verftur pressuliöift þannig skipaft: ólafur Benediktsson Val, Jens Einarsson 1R Jón Hjaltalin Lugi Björgvin Björgvinsson Vikingi Ólafur H. Jónsson Dankersen Páll Björgvinsson Víkingi Stefán Gunnarsson Val Agúst Svavarsson tR Bjarni Jónsson Þrótti Þórarinn Ragnarsson FH Jón Karlsson Val Körfuknattleiksliðið Rose Hulman: Eittbesta háskólalið USA A sunnudaginn kl. 14 leikur handariskt körfuknattleikslift gcgn úrvalslifti úr fyrstu deild. Liftift er frá Rose Hulman háskól- anum og er meft fremstu liftum i keppni sambærilegra skóla (College Athletic Comference). Rose Hulman byrjafti keppis- timabili mjög illa, en sigrafti siftan 12 af siftustu 16 leikjum sin- um. Astæöuna fyrir þvi segir Jóhn Mutcher aðalþjálfari liösins vera þá, aft annar aftalbakvörftur þeirra Mike Griggs var meiddur i byrjun timabilsins, en leikur lifts- ins hafi gjörbreyst viö endur- komu hans. Griggs (nr. 15) cr „aöeins” 180 cm. á hæö, en er mjög fljótur og útsjónarsamur bakvörftur. Af öftrum helstu lcik- Framhald á 26. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.