Þjóðviljinn - 20.12.1975, Side 14

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Side 14
|14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1975. if frri _/íK\ 1íí:r mw t s ii jTíiTj ftft ft Þingsjá þingsjá /*\ JSR\ Svava Jakobsdóttir um verkmenntun: Eitt þaö brýnasta í menntamálum Þegar Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra talaði i út- varpsumræðum i haust sagði hann þjóðinni að margt væri sýsl- að i ráðuneyti sinu. Ég efa sann- arlega ekki, að þar er unnið að mörgum merkilegum málefnum , en hins vegar er sjálfur ráðherr- ann mönnum kunnari fyrir annað en stórræði i menntamálum. Það er að ég hygg fljötgert að telja upp þau mál, sem hann er orðinn kunnur fyrir siðan hann varð menntamálaráðherra. 1 fyrsta lagi er Vilhjálmur minnisstæður mönnum fyrir það, að koma réttkjörnu útvarpsráöi frá til þess að koma að nýju út- varpsráði, sem hafði réttan pólitiskan lit. I öðru lagi er ráðherrann minn- isstæður mönnum fyrir það að leggja blessún sina yfir að út- varpinu var lokað fyrir verka- lýðshreyfingunni og henni þannig meinað að koma skoðunum sinum á framfæri i landhelgismálinu. Loks má siðast upp telja stór- felldan niðurskurð á öllum svið- um menningar, mennta og lista. t sumar var ákveðið að fækka kennslustundum i grunnskóla og átti sá niðurskurður að gefa 52 milj. kr. Menntamálaráðherra lét það hins vegar gott heita að f jár- málaráðuneytið ákvæði þennan niðurskurð og hvar hann skyldi koma niður. Það þýðir i reynd, að fjármálaráðuneytið er farið að skipa námsskrá i skólum. Ég fæ ekki séð annað þegar ég lit yfir feril Vilhjálms Hjálmars- sonar menntamálaráðherra, en menntamálastefna hans sé sam- bland af geðleysi og gerræði og það er slæmur kokteill. Fæti brugðið fyrir Iðnskólann i Rvk. Nú eru senn 10 ár siðan lögum um iðnfræðslu var breytt i þvi skyni að efla verknámsfræðslu i skólum. Sú stofnun, sem lengst allra hefur baristfyrir bættri iðn- menntun i landinuer Iðnskólinn i Reykjavik. Forystumenn skólans hafa á undanförnum árum verið að breyta skipulagi skólans á- fanga eftir áfanga til þess að skól- inn geti orðið raunverulegur verknámsskóli, þ.e.a.s. fært verknámið inn i skólann. Um þessa stefnu i verknámskennslu eru allir sa mmála, en til þess þarf vitaskuld búnað og tæki og það þarf engan að undra þótt slikt kosti nokkurt fé. Hér er raunveru lega um að ræða nýsköpun i skólamálum. Hér er verið að byggja upp frá grunni. Aö þessu stefnir Iðnskólinn i Reykjavik, en ég fullyrði, að þetta verk muni stöðvast ef skólinn færekki meira fjármagn en honum er ætlað á fjárlögum fyrir næsta ár. Honum er ætluð 9,5 milj. til fjárfestingar i tækjum og byggingum, en áætlun skólans sjálfs er 50 m ilj. Það sýn- ir hug núverandi rikisstjórnar til iðnmenntunar i landinu, að til stofnkostnaðar allra iðnskóla i landinu skuli vera áætlaðar að- eins 32 milj. kr. enda þótt fyrir liggi að Iðnskólinn i Reykjavik þurfi einn 50milj. Þetta segir sina sögu. Af þessum 50 milj. telur Iönskólinn að 23 milj. ættu að renna til tækjakaupa, 15 milj. til að ljúka öðrum afanga bygg- ingarinnar og 12 milj. til byrj- unarframkvæmda á lóð skólans við Bergþórugötu, en sú bygging er samþykkt og áætlun er gerð. Ég legg þó sérstaka áherslu á nauðsyn þess, að skólinn fái nauð- synleg framlög til tækjakaupa. Bifvélavirkjun og grafiskar iðngreinar Hér er t.d. um að ræða tækja- kaup til bifvélavirkjadeildar og grafisku iðngreinanna. Húsnæði er til fyrir bifvélavirkjadeild, en i það húsnæði vantar tækin og ef þau fást ekki er hætta á, að áætl- un um það nám stöðvist og skól- inn geti ekki veitt þeim nemend- um, sem nú eru byrjaðir námið á- framhaldandi verknámskennslu. Hætt er þvi við að uppbyggingar þeirrar deildar muni stöðvast. Tækjakaup til grafisku iðngrein- anna eru nauðsynleg vegna þeirr- ar tæknibyltingar, sem átt hefur sér stað i prentlistinni, þar sem er offsetprentunin, og það segir sig sjálft, að skólinn verður að geta boöið nemendum sinum þá kennslu, sem er i samræmi við nútimaaðferðir. Þá er tillaga i fjárlagafrumvarpinu til rekstrar- gjalda Iðnskólans i Reykjavik al- gjörlega óraunhæf. Þar er gert ráð fyrir 645 þús. kr. en áætlað er, að viðhald fasteigna, eingöngu sá liöur, verði tæpar 4 milj. Þetta stenst þvi engan veginn og alveg augljóst, að skólinn kemst i þau vandræði sem verður að leysa ef ekki nú þá siðar. Bókasafn Iðnskólans Forystumenn skólans telja, að skólinn þurfi 9 milj. 333 þús. til rekstrargjalda og er sérstök þörf á eflingu bókasafns skólans. Það er eini þátturinn i þeirri breyt- ingu á kennsluháttum, sem unnið erað,en alger endurskipulagning skólabókasafnsins hófst I byrjun skólaársins 1974—1975 með það fyrir augum að miða bóka- og gagnaval algerlega við þær iðn- greinar, sem kenndar eru við skólann. Hér er þvi um að ræða sérfræðibókasafn, sem nauðsyn- legt er til kennslunnar og örðugt að ganga að slikum bókum i öðr- um söfnum. Ég tel mig hafa gert mjög hógværa tillögu með hliö- sjón af raunverulegri fjárþörf skólans. Ef tillögur minar verða samþykktar væri hægt að koma i veg fyrir að uppbygging iðnskól- ans stöðvaðist eða svo gott sem. Ég legg til, að Iðnskólanum i Reykjavik verði veittar 30 milj. kr. til stofnkostnaðar og 4 milj. til annarra rekstrargjalda en launa- greiðslna. 30 miljónir til 2. áfanga Öskjuhliðarskóla Asamt Helga Seljan flyt ég til- lögu um hækkun til öskjuhliðar- skóla sem er skóli fyrir þroska- hömluð börn. Rikið tók við þessum skóla af Reykjavikurborg og skólinn, sem áöur var ætlaður vangefnum nemendum úr Reykjavik ein- vöröungu verður nú skóli fyrir allt landið. I skólanum nú eru flest börnin úr Reykjavik, en lik- lega um 25 börn utan af landi. Þarna hefur verið gert ráö fyrir 200 nemenda skóla, en þar eru i vetur 115 nemendur. Þessir 85 nemendur sem eftir eru er reikn- að með að komi utan af landi þar sem ekki er möguleiki á, að veita þeim þá aðhlynningu sem þeir þurfa og þá kennslu sem er svo nauðsynlegt að þeir fái. Engir möguleikar eru á að taka þau inn i skólana fyrr en annar áfangi hefur verið reistur, en vitað er um fjölda barna f öllum landsfjórð- ungum, sem þurfa á þessari hjálp aö halda, en komast ekki inn. Til að reisa þennan 2. áfanga eru ætl- aðar f fjárlagafrumvarpinu 4 milj. 750 þús. en ljóst er að það kemur að litlu gagni og hætta er á stöövun i ár, ef framlag hækkar ekki. Við gerumþvi tillögu um, að framlag þetta hækki upp i 20 milj. kr. Ljúka þarf smiði húss i Arnarholti Ég legg til að framlagið til Arn- arholts hækki um 17 milj. kr. eða úr 20 milj. upp i 37 milj. Svo sem kunnugt er, er Arnarholt rekið sem útibú frá Geðdeild Borgar- spitalans og aðallega ætlað lang- tlmasjúklingum. Þar eru húsa- kynni mjög léleg, enda alls ekki ætluð sjúklingum i upphafi heldur reist sem útihús þegar áður var bú I Arnarholti. Ekki þarf mörg- um orðum um að fara hve brýnt er að lokið verði við þá byggingu, sem nú er að risa. Ætlunin er að smiði hússins verði lokið á miðju næsta ári. Ef svo á að verða er ljóst, að ekki má skera niður hlut rikisins til byggingarinnar. Borg- arstjóri Reykjavikur gerir svo- þingsjá Svava Jakobsdóttir fellda grein fyrir þessu máli i bréfi til þingmanna Reykjavikur. „Samningur milli rikis og borg- ar um byggingu annars áfanga við sjúkrahúsið i Arnarholti gerði ráö fyrir kostnaðarhluta rikis- sjóðs samtals kr. 66 milj., og skyldu kr. 12 milj. koma til greiðslu á árinu 1976, þó með fyrirvara um, að samningsaðilar mundu stuðla að þvi, að framlög rlkissjóðs frá og með árinu 1975 hækkuðu i samræmi viö raun- verulega hækkun kostnaöar við bygginguna. Kostnaðaráætlun var miðuð við byggingarvisitölu 689 stig, en visitalan er 1986 stig. Þykir einnig sýnt, að kostnaðará- ætlunin mun hækka verulega þannig, að hlutur rikissjóðs, þ.e.a.s. 85% frá 1. jan. 1974, en 60% af áður áföllnum kostnaði verður væntanlega um kr. 127,5 milj. miðað við núverandi verð- lag. Til þess að eftirstöðvar af framlagi rikissjóðs verði að fullu greiddar á árinu 1978 eins og samningurinn gerir ráð fyrir þyrfti þvi árleg fjárveiting 1976 til 1978 að ákveðastum kr. 37 milj.” Ég hef i samræmi við þetta, eins og ég áður sagði, gert tillögu um, að framlagið til Arnarholts hækk- unum 17milj.úr20uppi37. Skapa þarf jafnlauna- ráði starfsaðstöðu 1 fjórða lagi legg ég til, að framlag til Jafnlaunaráðs verði hækkað úr 590 þús. i 1400 þús. Jafnlaunaráð var sett á stofn 1973, en hefur i rauninni ekki enn fengið þá starfsaðstöðu, sem það þarf á að halda til að geta full- nægt þvi hlutverki, sem þvi er ætlað að gegna að lögum. Málin, sem Jafnlaunaráði berast eru mjög timafrek og það var raunar vitað þegar lögin voru sett, að ráðið þyrfti að hafa fastan starfs- mann. Mér er kunnugt um, að ráðið hefur farið þess á leit við fé- lagsmálaráðuneytið að það fái Framhald á næstu siðu Ragnar og Lúövík fluttu tillögu: 3 skip veröi tekin á leigu til gæslustarfa Ragnar Arnalds mælti m.a. fyrir tillögu, sem hann flutti á- samt Lúðvík Jósepssyni um að 350 miljónum króna yrði ráðstaf- að til reksturs þriggja skipa, sem Landhelgisgæslan tæki á leigu til gæslustarfa. Þetta var stærsta breytingartil- lagan, sem flutt var við fjárlaga- afgreiðsluna, en felld eins og aðr- ar. I ræðu sinni sagði Ragnar m.a., að við umræðurnar um samningana við vestur-þjóðverja hafi hver stjórnarþingmaðurinn staðið upp á fætur öðrum og lýst þvi yfir, aö við bókstaflega yröum að semja við þjóðverja, svo aö við gætum einbeitt okkur að bret- um. Nú reyndi á það, við afgreiðslu þessarar tillögu, hvort menn I raun vildu, að landhelgin verði varin af ýtrasta mætti gagnvart bretum, eða ekki. Hér væri fyrst og fremst um að ræða spurningu um vilja. Ragnar minnti á, að það hafi verið almennt viðurkennt, að ár- angur landhelgisgæslunnar gagn- vart vestur-þjóðverjum hafi verið góður. Togarar þeirra reyndu yfirleitt að flýja strax og varðskip nálgaðist, og afli þýsku togar- anna fór mjög minnkandi vegna aðgerða varðskipanna. Þannig féll aflinn úr 93.000 tonnum árið 1973 i 68.000 tonn árið 1974, og i ár hafa þýskir útgerðaraðilar áætl- að, að aflinn yrði jafnvel ekki nema um 40.000 tonn. Að flestra dómi getum við hins vegar ekki sinnt gæslunni eins vel og æskilegt væri, vegna þess að skipin eru of fá — en þá er bara að fjölga þeim, sagði Ragnar, — taka skip á leigu um sinn. Verð- mætin, sem hér eru i húfi, eru svo margfalt meiri, en svarar til kostnaði af rekstri nokkurra skipa i viðbót til gæslustarfa, að hér getur ekki verið um neitt á- horfsmál að ræða. Búast má við harðnandi viður- eign við breta á næstunni, og það gerir þörfina enn brýnni að fjölga skipunum i gæslunni, ef við ætlum á annað borð, að verja landhelg- ina. Með beitingu gæslunnar til hins ýtrasta og fjölgun skipa er Ragnar Arnalds hægt að gera hinum erlendu veiðiþjófum ákaflega erfitt fyrir, og draga stórlega úr veiði þeirra, þótt máske verði ekki um 100% árangur að ræða. Verði okkur enn neitað um að bókun 6 um tollamálin komi til framkvæmda hjá Efnahags- bandalaginu, svo sem allar horf- ur eru á, þá hefur islenska rikis- stjórnin lýst yfir, að samkomu- lagið við vestur-þjóðverja falli úr gildi strax I aprillok á næsta ári. Með það i huga er ljóst, að þörfin á eflingu landhelgisgæslunnar á næsta ári er þeim mun meiri. Afstaðan til þessarar tillögu okkar Lúðviks ræðst af þvi, hvort menn i raun vilja að landhelgin verði varin til hins ýtrasta eða ekki. Þá mælti Ragnar Arnalds einn- ig fyrir nokkrum breytingartil- lögum, sem hann flutti um skóla- mál og heilbrigðismál i Noröur- landskjördæmi vestra, svo og um grænfóðurverksmiðju i Skaga- firði og lagmetisiðjuna i „Sigló- sild”.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.