Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. desember 1975. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 r i þingsjá L _______U V m liiilllil fr JL lííll ut ft r-------- þingsjá L_________á r--------^ þingsjá L________i Hér verður greint nokkuð frá málflutn- ingi þeirra sex þingmanna Alþýðu- bandalagsins, sem mæltu fyrir breyting- artillögum við 2. umræðu fjárlaga sl. þriðjudag. Þeir eru Gils Guðmundsson, Helgi Seljan, Svava Jakobsdóttir, RagnarArn; alds, Garðar Sigurðsson og Stefán Jóns- son. Áður hefur verið greint frá efni ræðu Geirs Gunnarssonar, fulltrúa Alþýðu- bandalagsins i fjárveitinganefnd, við þessa umræðu og birtir kaflar úr henni. Svo sem áður hefur verið skýrt frá voru tillögurnar allar felldar. Gils segir: Eftir 5 ára starf er „aðstoð Islands við Þróunarlöndin : Aöeins einn tuttugasti af markmiðinu! I upphafi ræðu sirinar fór Gils Guðmundsson nokkrum orðum um undirbúning stjórnarliðsins í fjárveitingarnefnd undir 2. um- ræðu fjárlaga: hlustað hefur ver- ið á hina ýmsu embættismenn en álit þeirra og tillögur að engu hafðar. Þegar svo fjárlögin koma til umræðu i þinginu sjálfu eru engir ráðherrar viðstaddir nema fjármálaráðherra. 1 þann mund sem Gils hóf sitt mál gekk Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra i sal- inn, og sagði Gils að það væri heppileg tilviljun þvi að hann hygðist einmitt ræða málaflokk hans öðrum fremur. Vilhjálmur á Brekku lýsti þvi mjög málandi orðum svo sem einu ári áður en hann tók við ráð- herraembætti hversu erfitt það stundum væri að koma málum „i gegnum kerfið”. Skyldi það nú vera svo að málin hans Vilhjálms sitji öll föst i kerfinu? Löggjöf um almenningsbóka- söfn hefur lengi verið á döfinni. Gylfi Þ. Gislason lét i ráðherratið sinni undirbúa slika löggjöf, og þau drög voru siðan endurskoðuð I ráðherratið Magnúsar Torfa. Sú gerð hefur siðan legið fyrir alþingi einum 2svar sinnum og var lögð fram af núverandi menntamálaráðherra i 3ja sinn i haust. Þetta frumvarp ef að lögum yrði væri til mikilla bóta i sambandi við stuðning rikis og sveitarfélaga við almennings- bókasöfn, en að visu er sá galli á. að lögin eiga að þvi er til fjárveit- inganna tekur ekki að öðlast fullt gildi fyrr en 3 árum eftir af- greiðslu alþingis. Enginn hefur lýst þvi öllu greinilegar en Vilhjálmur á Brekku hversu mikilsverð al- menningsbókasöfnin eru. En i nú- verandi fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram sl. haust og nú er til afgreiðslu er ekki á nokkurn hátt tekið tillit til þessa stjórnarfrum- varps um almenningsbókasöfn. Ekkert hefur verið unnið i þvi að reyna að koma frumvarpinu um almenningsbókasöfn fram fyrir jól, sem þó hefði verið mjög auðvelt þar sem tiltölulega einfalt mál var i 3ja sinn til umfjöllunar. Gils Guðmundsson spurði þvi menntamálaráðherra: Er ætlunin að láta enn eitt ár liða þannig að ekkert sé gert i bókasa fn sm álum ? 18 miljónir til Menningarsjóðs i stað 12,6 ,,Ég flyt tillögu um að framlag til Menningarsjóðs hækki úr 12.654 miljónum króna, sem er i fjárlagafrumvarpinu,uppi 18 mil- jónir kr. Ástæðan er einkum sú að ég og þeir menn sem með Menn- ingarsjóð hafa að gera nú, þe. menntamálaráð og fram- kvæmdastjóri Menningarsjóðs, — við litum þannig á að alþingi hafi tekið á sig alveg sérstaka skyldu þegar lögum hans var breytt sið- ast og annar aðaltekjustofn hans afnuminn og færður til rikisins. 1 staðinn átti að koma sérstakt framlag á fjárlögum”. Gils Guðmundsson rifjaði upp aðdraganda málsins: Árið 1968 skipaði þáverandi menntamála- ráðherra 3 menn i nefnd til að endurskoða fjárhagsgrundvöll Menningarsjóðs: Guðlaug Þor- valdsson, Gisla Blöndal og Vil- hjálm Þ. Gislason. Hún skilaði áliti og árið 1970 var flutt frum-‘ varp um breytingu á lögum um Menningarsjóð og menntamála- ráð sem varð siðan að lögum i mars 1971. Þá var afnuminn annar aðaltekjustofn hans, sektir fyrir áfengislagabrot,og falla þær siðan til rikissjóðs. Hvort tveggja var að þessi tekjustofn hafði verið breytilegur og óviss og hitt að hann þótti hvimleiður mjög. I staðinn var gert samkomulag við rikisstjóm á alþingi um að upp skyldi tekið á fjárlögum ákveðið framlag til Menningarsjóðs sem ekki skyldi vera minna hlutfalls- lega hverju sinni, en meðaltal sektanna fyrir áfengislagabrot hafði verið næstu ár á undan. Við þetta fyrirheit var aðeins staðið fyrstu 2 árin eftir breytinguna, en siðan hefur fjárhæðin ýmist stað- ið nokkurn veginn óbreytt að krónutölu eða jafnvel farið lækk- andi. Af tekjum Menningarsjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi 1976,12,6 milj., er áætlað að gjald af aðgöngumiðum (aðallega kvikmyndahúsa) gefi rúmlega 10 milj. kr. Þá er hið raunverulega framlag rikissjóðs rétt um eða rúmlega 2 miljónir króna. Þá er það I krónutölu svipuð upphæð og sá tdijustofn sem afnuminn var 1971, hafði gefið 1969-70. Ekki væri óeðlilegt að gera ráð fyrir að hann gæfi nú 6-7 milj. kr. Gils vitnaðiþvinæst til ummæla þess manns sem fór með embætti menntamálaráðherra 1971 þegar lögin um Menningarsjóð voru sett máli sinu til rökstuðnings. Hækkun á framlagi til almenningsbóka- safna Gils fjallaði siðan um tillögur sinar um hækkun á framlögum til almenningsbókasafna en þau eru i nokkrum liðum: Til bæjar- og héraðsbókasafna 20 millj. i stað 5,7. Til sveitabókasafna og lestr- arfélaga 6 milljónir i 1,4. Til bókasafna i' stofnunum 2 miljónir istað 0,4. Til húsabóta bókasafna 20millj. I stað 950 þúsund. Til Rit- höfundasjóðs íslands 6 miljónir I stað l,7milj. kr. Kvaðst Gils gera þessar tillögur til bráðabirgða á meðan frumvarpið um almenn- ingsbókasöfnin er ekki enn orðið að lögum. Aðstoð við þróunarlönd verði tvöfölduð „Þriðja breytingartillaga min Gils Guðmundsson viðfjárlagafrumvarpiðerum það að liðurinn aðstoð við þróunar- löndin hækki úr 12,5 miljónum upp i 25. Samþykkt var sérstök löggjöf á alþingi árið 1971 um að- stoð íslands við þróunarlöndin og var hún siðbúinn árangur af þingsályktunartillögu sem ólafur Björnsson prófessor flutti hér nokkrum árum fyrr. Arið 1971 virtust allir alþingismenn sam- mála um að veita slika þróunar- aðstoð. Sumir hinna varfærnu töldu þó rétt að byrja smátt, en markið var þó þegar i upphafi sett nokkuð hátt og kveðið á i lög- unum að hverju skyldi stefnt. Komið var á fót opinberri stofnun sem nefnist Aðstoð íslands við þróunarlöndin, og skipar alþingi stjórn hennar. Formaður hefur fráupphafi verið að ég hygg Ólaf- ur Bjömsson prófessor.” Gils minnti á þá fróðlegu skýrslu um störf stofnunarinnar sem nýlega hefur verið dreift til þingmanna. Þar kemur fram að hún hefur haft náið samstarf við Norðurlönd um tiltekin samnor- ræn verkefni, aðallega I Tansaniu og i Kenýju, og hafa nokkrir is- lendingar farið þangað. Hæpið er að fjárveting fjárlagafrumvarps- ins nægi til hlutdeildar Islands i þeim verkefnum, og alls ekki til að færa starfsemina neitt út. A undanförnum árum hafa is- lendingar ekki lagt fram nema hálft prómille (hálfan af þúsundi) þjóðartekna, en i lögunum frá 1971 segir að markmiðið sé eitt prósent (einn af hundraði) þjóð- artekna. Tillaga Gils um tvöföld- un á framlaginu er þvi um það að hækka hlutdeildina úr hálfu i eitt prómille. Gils minnti á það að dýrasta sendiráð islendinga erlendis kost- ar rúmlega 32 miljónir króna á næsta ári, en það er einmitt sendiráðið hjá NATO i Belgiu. Það er þvi nær 3-föld sú þróunar- hjálp sem rikisstjórnin hyggst veita. „Ef við héldum áfram að 2-falda á hverju ári þessa aðstoð, þá eygðum við það I fjarska að við næðum einhvern tima markinu sem alþingi setti sér árið 1971 um það, að Islandi legði til þessarar starfsemi 1% þjóðartekna á ári.” Iðnskólar þurfa meira ,,Þá vil ég aðeins með nokkrum orðum minnast á tillögur sem ég flyt ásamt Helga F. Seljan og Ragnari Arnalds um það, að til iðnskóla á landinu verði veittar 75 miljónir króna i staðinn fyrir 32,3 milj. Svo virðist sem mennta- málaráðherra hafi ætlað að láta þá fjárhæð duga til þessara óska- barna sinna, sem að hann hefur oftar en einu sinni sagt að þyrftu vissulega að eflast og það stór- lega. Ég vék að þvi áðan, hversu mikil þörf er i þessum efnum og hversu mjög hefur hallað á hina verklegu menntun i sambandi við þá endurnýjun skólakerfis okkar, sem átt hefur sér stað að undan- fömu og ég skal sist lasta að svo miklu leyti, sem hún er að komast i framkvæmd, en það er, gefur auga leið, að þegar um er að ræða á sjöunda miljarð króna til skóla- mála,þá,og af þeim peningum er samtals gert ráð fyrir um 136 milj. til iðnfræðslu á öllu landinu, — um 2% af heildarframlagi til skólamála — þá er eitthvað öfugt við þessa hluti. Þá er ekki um rétt og eðlileg hlutföll að ræða.” Stefán og Jónas: Enga greiöslu inn á biö- reikning Union Carbide Stefán Jónsson mælti fyrir þremur breytingartillögum. Stærstu tillöguna flutti hann á- samt Jónasi Arnasyniog var efni hennar það, að liðurinn „Járn- blendiverksmiðja i Hvalfirði, eig- in fjárframlag” falli niður, og þannig verði sparaöar 285 miljón- ir króna. Stefán sagði, að nú hafi það reyndar komið fram, að rikis- stjórnin hafi séð sér þann kost vænstan aö fresta framkvæmdum við þetta fyrirtæki I Hvalfiröi i amk. 2 ár. Þannig væri nú komið fyrir þessari stoð, sem átt hafi að reisa á, ef fiskafli okkar brygðist. Það hafi sem sagt reynst nauð- synlegt að láta „sérfræðinga” fara „ofan I” málið enn einu sinni, og nú i þriðja sinn, þar sem fyrri áætlanir hafi ekki staöist. En fyrst framkvæmdum á að fresta, þá er það skoðun okkar flutningsmanna, sagði Stefán, að rangt sé að verja nú 285 miljónum króna til greiðslu „inn á biðreikn- ing hjá Union Carbide”. Augljós- lega er brýn þörf fyrir þessa pen- inga til annarra og arðbærari nota. Þá kvaðst Stefán Jónsson hafa leyft sér að leggja fram tillögu um að ráðgerð 3ja miljón kr. fjár- veiting til hagræöingarstarfsemi Kaupmannasamtakanna falli niður. Máske gætu kaupmenn sparað sér álika upphæð með þvi að skera niður eigin kostnað við hagræðingu á skattaframtölum. Vafalaust væri viða þörf fyrir þessar 3 miljónir annars staðar, og þar sem Steingrimur Her- mannsson hafi minnst á, að akkúrat þrjár milj. vantaði til að standa við skuldbindingar gagnvart Sameinuðu þjóðunum um ylrækt i Hveragerði, þá mætti hugsa sér að ráðstafa þessari upphæð i staðinn til slikra nota! Einnig mælti Stefán fyrir breytingartillögu sinni um 15 mil- jón króna fjárveitingu til gras- kögglaverksmiöju i Saltvik i Suö- ur-ÞingeyjarsýsIu. Hann sagði, aö þarna væri miðað við 2500 Stefán Jónsson tonna verksmiðju, en slik verk- smiðja gæti sparað 75% af kjarn- fóðurinnflutningi handa þing- eyskum bændum. Svona verk- smiðja myndi kosta mun lægri upphæð fullbúin en nú væri búiö að leggja i jarðrask við „stærstu mógröf landsins” i Hvalfirði, þar sem járnblendiverksmiðjan átti aö risa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.