Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1975. ári Ragnar Sigurðsson, hafnarstjóri, og fram- kvæmdastjóri samstarfs- nefndar um uppbygginguna Frá athafnasvæöi Sildarvinnslunnar á Neskaupstaö. Hafnargerðinni lokið fyrir jól // Haf narf ramkvæmdun- um hér á Neskaupstað er því sem næst lokið. Það hafa verið grafnir út um 200 þúsund rúmmetrar af efni hér í botni fjarðarins/ allt á þurru eins og kunn- ugt er. Eftir er að rjúfa garðinn sem byggður var til þess að gera þurrkvína. Það klárast væntanlega al- veg fyrir jólin." Þetta sagöi Ragnar Sigurösson, hafnarstjóri, er Þjóðviljinn ræddi við hann i gær. „Uppgröfturinn hefur allur far- ið i undirstöður og uppfyllingu fyrir sildarbræðsluna og fyrir- hugaða oliustöð oliufélaganna. Esso, BP, og Shell hafa samein- ast um að koma upp einni birgða- stöð hér i firðinum. Svartoliu- geymirinn er kominn upp og búiö að fylla á hann i fyrsta sinn. Þá hefur veriö fluttur þangað geymir sem Oliuverslunin á og svo koma hin félögin væntanlega á eftir með timanum.” ,,A nýja hafnarsvæöinu hefur verið rekið niður stálþil, sem gef- ur rúmlega 100 metra langan við- legukant. Stóru fiskiskipin fá þarna legu- pláss i vetur auk þess sem kant- urinn verður notaöur til annarra athafna. Siöar verður svo steypt þekja á bryggjuna. Sildarbræðsl- an tekur nú upp bryggjuna, sem áður var notuð sem viðlegupláss fyrir fiskiskipin og þar verður löndun og útskipun á loðnu. Tog- ararnir munu væntanlega landa áfram á gamla staðnum. Þær hafnarframkvæmdir sem hér hafa verið gerðar i sumar og vetur eru aðeins upphafið, þvi þetta er byrjunin á framtiöarhöfn norðfirðinga. Við hafnargerðina hafa fyrst og fremst verið notaðar stórvirkar vélar og tæki. Allir vörubifreiða- stjórar bæjarins hafa verið i þessu verki, allar þungavinnuvél- ar i bænum, auk tveggja afkasta- mikilla moksturstækja að sunn- an. Ragnar Sigurðsson er einnig framkvæmdastjóri uppbygg- ingarnefndarinnar, sem skipuð var eftir snjóflóðin. Hana skipa fjórir tilnefndir af bæjarstjórn: Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, formaður, Reynir Zoega, Jóhann K. Sigurðsson og Haukur ólafs- son. Frá Sildarvinnslunni ólafur Gunnarsson og Jóhannes Stefáns- son, frá Steypustöðinni Gylfi Gunnarsson, frá Bifreiðaþjónust- unni Eiríkur Asmundsson og frá verkalýðsfélaginu Sigfinnur Karlsson. Þjóðviljinn spurði Ragnar einn- ig að mati hans á uppbyggingar- starfinu. — Þetta ár hefur fyrst og fremst verið notað tii endurreisn- ar. Tekist hefur að bæta verulega Ragnar Sigurösson fyrir það sem skemmdist, þótt aldrei verði mannslifin bætt. Um höfnina og sildarvinnsluna fjölyrði ég ekki, en stærstu fyrir- tækin önnur, Steypusalan og Bif- reiðaþjónustan, hafa einnig stað- ið við sitt. Bifreiðaþjónustan hélt áfram starfsemi sinni i bráða- birgöahúsnæði snemma á árinu, og er nú að leggja grunn að nýju húsi.. Steypustöðin hefur endur- nýjað tækjakost sinn og gat i sumar annað allri steypuþörf i bænum. — Ég tel að uppbyggingin hafi gengið vel og vil gjarnan koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa stutt okkur. Tiðarfarið hefur Uppbygg- ingin hefur gengiö vonum framar verið mjög gott það sem af er vetri með fáeinum undantekning- um og engin verk hafa tafist vegna veðurs frá þvi að heim- skautaveðrinu slotaði i endaðan janúar i fyrravetur. — Það fór betur en á horföist með atvinnuna. Eftir snjóflóðin óttuðust menn atvinnuleysi fram- aröllu öðru. Niðursuðan og frysti húsið fóru þó fljótlega i gang á ný og mikil vinna skapaðist við hreinsunina. Allt uppbyggingar- starfið hefur skapað mikla at- vinnu og þvi hefur aldrei komið til atvinnuskorts þennan tima. Frekar má segja að töluverð þensla hafi verið um tima á vinnumarkaðnum og eftirspurnin eftir vinnuafli meiri en framboð- ið. Og svo hefur verðbólgan gert okkur erfiðara fyrir þannig að kostnaður við uppbygginguna hefur farið fram úr áætlunum. Svartoliutankurinn á uppfyllingunni er þegar kominn I gagniö og þarna mun sameiginleg ollustöö ollu- Jarövegur sem ekiö hefur veriö úr höfninni, hefur veriö notaöur i félaganna risa. uppfyllingu fyrir slldarvinnsluna og I vegi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.