Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 25
Laugardagur 20. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25 Vilborg Harðardóttir um hœkkun sjúkrakostnaðar: Vafasamur sparn■ aður fyrir ríkið Breyting rikisstjórnarinnar á almanna- tryggingum orðin lög Kveðið á þingi Þegar komiö var að lokaaf- greiðslu laganna um breytta vcrkaskiptingu milli rikis og sveitarfélaga i neðri deild i gær uppgötvaðist, að formgallar voru á frumvarpinu. Engin á- kvæði voru um það, hvenær lög- in ættu að taka gildi, og einnig var vitnað skakkt i eldri lög. Var ráðin bót á þessu, og varð að senda málið aftur til efri deildar, sem áður hafði fjallað um það við þrjár umræður. Þegar málið kom svo enn fyr- ir i efri deild og nú i fjórða sinn kvaddi Helgi Seljan sér hljóðs, og kvaðst reyndar áður hafa veitt þvi athygli, að öll ákvæði vantaði um það, hvenær lögin tækju gildi, en kvaðst hafa talið, að þetta væri eingöngu til sam- ræmis við annað varðandi þetta mál!! Ilelgi flutti siðan tvær visur á þessa leið: Illa kunna öll sin fög, cins er kcimlik frumvarpsgerð. Vitnað er i vitlaus lög, þó verri séu hér á ferð. Annmarki þar einhver fylgdi allt var gert i timapressu. Lögin aldrei öðlast gildi, ætli færi ei best á þessu. Enga samninga úrsögn úr NATO Alyktun Yélstjórafélags Suðurnesja: Frumvarp rikisstjórnarinnar um breytingu á lögum um al- mannatryggingar þess efnis að lyf og gjöld fyrir sérfræðiþjónustu hækki og tekin verði upp ný skatt- lagning tengd útsvörum til að standa undir sjúkratryggingum var samþykkt sem lög frá alþingi i fyrrinótt. Allar breytingartillög- ur voru felldar. Við endanlega afgreiðslu máls- ins úr neðri deild var enn reynt að koma vitinu fyrir stjórnarliðið og undanskilja að- minnsta kosti snauðustu lifeyrisþega hinni nýju skattlagningu, eða a.m.k. létta á- lögurnar á þá, en það bar ekki ár- angur. Fór um það eins og breyt- ingartillögurnar i efri deild sem gerð er grein fyrir á forsiðu Þjóð- viljans i gær. Þingnefnd sem fjallaði um mál- ið barst bréf frá stjórn Sambands islenskra sveitarfélaga þar sem skyldu sveitarfélaga til að inn- heimta hið nýja sjúkratrygginga- gjald var harðlega mótmælt. „Þetta ákvæði gengur í berhögg við þær tillögur sem komið hafa fram um endurskoðun verka- skiptingar milli rikis og sveitar- félaga”. ..Telji rikisvaldið þörf aukinna tekna vegna sjúkra- trygginga, virðist eðlilegast að rikið noti til þess sína eigin tekju- stofna og sfna eigin innheimtu- menn”, sagði m.a. I bréfinu sem var dagsett 18. desember og undirritað af Magnúsi E. Guð- jónssyni framkvæmdastjóra fyrir hönd stjórnar sambandsins. Vilborg Haröardóttir var aðal- málsvari stjórnarandstæðinga i neöri deild. Hún vakti athygli á þvi að lifeyrisþegar með fyllstu tekjutryggingu fá ekki nema rúmlega 29 þúsund krónur á mánuði, og þetta fólk munaði mikið um hverja hækkun á lyfjum og lækniskostnaði. En i rauninni væru þessar auknu greiðslur sjúklinga ekki liklegar til að leiöa til neins sparnaðar fyrir hið opin- bera. Fólk sem ekki getur greitt svona stóran hluta lyf ja- og lækn- iskostnaðar sins mun þá leita uppbóta á tekjutryggingu og fá hana, — ein 4—5 þúsund krónur á mánuði. (Þar með væri fólkiö raunar einnig komið með rétt til undanþágu af útvarps- og sjón- varpsgjaldi). Þannig væri þetta ekki annað en bókfærsla með 480 miljónirnar sem stjórnin ætlaði að spara sér á sjúklingunum, BLAÐ- BURÐUR Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eftirtalin hverfi Brúnir Langagerði Fossvog Safamýri Sólheima Skúlagötu Höfðahverfi Kaplaskjól Mela Tómasarhaga Kvisthaga Vinsamlega hafið sam- band við afgreiðsluna simi 17500. bókfærsla eins og með innheimtu útsvaraviðaukans, sem sveitafé- lögin eiga nú að sjá um þrátt fyrir öll sin mótmæli, I staðinn fyrir að rikið geri það sjálft eins og áður hefur verið. Sú innheimta verður erfið i framkvæmd, þvi að sveit- arfélögin ná ekki tekjum slnum inn fyrr en á siðustu mánuðum hvers árs og raunar enn siðar. Vilborg Harðardóttir og fleiri ræðumenn vöktu athygli á þvi að rikisstjórnin virðist ekkert hugsa um neinn raunverulegan sparnað i rekstri heilsugæslukerfisins. Mætti t.d. endurskoða greiðslur til lækna. Dæmi væri um reikning frá skólatannlækni upp á 2,5 milj. kr. fyrir mánaðarvinnu. Vilborg spurði hvort lyfjakostn- aður sem sjúkum, öldruöum og öryrkjum er ætlað aö greiða sé i samræmi við niðurstöðun könn- unar sem samþykkt var i lögum um launajöfnunarbætur o.fl. frá þvi i vor að gerð skyldi á högum þeirra fyrir árslok? Eða er hún kannske á sama stigi og könnun á framfærslukostnaði barna og tvenn lög skipa fyrir um, en ekk- ert hefur heyrst af? t fyrrakvöid voru samþykkt á alþingi ný lög um stórhækkaðan þungaskatt á diesclbifreiðar og nemur almenn hækkun 71%, en hjá atvinnubifreiðastjórum allt að 117%. Samkvæmt nýju lögun- um skal greiða 70.000,- kr. á ári fyrir bifreiðar allt að 2000 kilóum að eiginþyngd. Sé eiginþyngd bif- reiðar 2000 kg eða meira, en bif- reiðin er jafnframt minni en 4000 kg að leyfðri heildarþyngd, skal gjaldið hækka um 4000 kr. fyrir hver byrjuð 200 kg sem eigin- þyngd bifreiðarinnar er meiri en 2000 kg. Af bifreiðum, sem ekið er gegn gjaldi samkvæmt löggiltum mæl- um, skal árgjaldið vera 30% hærra en að framan greinir. Þá skal ráðherra heimilt að hækka gjaldið i samræmi við hækkun visitölu byggingarkostnaðar. Ragnar Arnalds andmælti frumvarpi þessu harðlega við umræður I efri deild, og lagði til ásamt Jóni Armanni Héðinssyni, að þungaskatturinn yrði afnum- inn, en i staðinn yrði dieselolia á bifreiðir hækkuð i verði um kr. 16.- hver liter og rynni hækkunin til Vegasjóðs. Breytingartillaga Ragnars og Jóns var felld i nefndaráliti þeirra Ragnars Arn- alds og Jóns Armanns Héðinsson- ar um þetta mál, segir m.a.: „Fyrir nokkrum dögum fékk nefndin til meðferðar frv. til laga um fjáröflun til vegagerðar, jjar sem gert var ráð fyrir stórhækk- uðum álögum á bifreiðaeigendur, sem aka disilbilum. Átti fasta- gjaldið að hækka i 126 þús. kr., nema menn féllust á að setja sér- stakan mæli i bifreið sina, sem kostað hefði 20—30 þús. kr. auka- útgjöld fyrir þúsundir manna. Þessi niðurstaða hefði samtals kostað bifreiðaeigendur 70—80 millj. kr. i auknum útgjöldum. Vilborg Harðardóttir Þær breytingartillögur um að verst stöddu lifeyrisþegum skyldi hlift við álögum vegna sjúkra- tryggingagjaldsins og stjórnarliðið felldi I neöri deild við endanlega afgreiðslu málsins voru fluttar af Vilborgu Harðardóttur Karvel Pálmasyni, Gylfa Þ. Gislasyni og Svövu Jakobsdóttur. Við, sem skipum minnihluta nefndarinnar, mótmæltum strax þessum áformum harðlega og bentum á, að með samþykki frumvarpsins yrði litið hagstæð- ara að aka disilbil en bensinbil og yrði afleiðingin sú, að disilbilar hyrfu úr notkun, enda eru þeir talsvert dýrari og að ýmsu leyti óþægilegri i akstri. Sú þróun væri hins vcgar mjög óhagkvæm fyrir þjóðarbúið, þar sem disilbilar eyða minna og ódýrara cldsneyti. Nú hafa stjórnarflokkarnir tek- ið mikinn kollhnis i þessu máli, dregið frumvarp sitt til baka og komið meö allt annað frumvarp, sem ekki gerir ráð fyrir neinum nýjum mælum i bifreiðar. Með- ferð þessa máls ber þvi vott um ringulreiðina og fálmið, sem ein- kennir vinnubrögð rikisstjórnar- innar um þessar mundir. Þó skal viðurkennt, að þetta nýja frum- varp er skárra en það, sem lagt var á hilluna. Kjarni málsins er þó sá, að frumvarpið felur i sér óhæfilegar álögur á eigendur disilbifreiða, þa r sem þu ngaskatturinn er hækkaður i einu vetfangi um 71% og hækkanir á atvinnubifreiöa- stjóra, neinur 117%. Eðlilegasta lausn þessa máls er að leggja jafnhátt gjald til Vega- sjóðs á bensin og oliu, en afnema þungskattinn. Við það mundi disilolia á bifreiðar hækka úr 32 kr. i 48 kr. Af bifreið, semveyðir 15 litrum á 100 km, væru þá greiddar i Vegasjóð: 24 þús. kr. af 10 þús. km akstri 48 þús. kr. af 20 þús. km akstri „ 96 þús. kr. af 40 þús. km akstri. Samþykkt var á fundi i Vélstjórafélagi Suðurnesja, sem haldinn var 30. nóv. sl., að átelja harðlega alþingi og rikisstjórn fyrir samninga viö v-þjóðverja. Ljóst var að samningurinn var engin nauðsyn þar sem fyrir lá álit islenskra fiskifræöinga um friðunarráðstafanir innan fisk- veiðilögsögu okkar. Þá var einnig Ijóst að islendingar geta einir veitt það magn sem óhætt er eins og ástandið er i dag. Þess vegna vcrður samningurinn viö v- þjóðverja að teljast sprottinn af annarlcgum sjónarmiðum. Draga verður i efa þjóðhollustu þeirra 42ja þingmanna sem greiddu samningum atkvæði sitt, þrátt fyrir mótmæli útgeröar- þingsjá Ragnar Arnalds manna, sjómanna, ýmissa fé- lagasamtaka, og bæjar og sveita- stjórna viðsvegar um landið. Þá vill fundurinn minna á áöur gerðar samþykktir félagsins um landhelgismálið , þar sem harð- lega var mótrhælt öllum samn- ingum um veiðiheimildir til handa erlendum fiskiskipum til veiða innan 50 milna markanna. 1 ljósi siðustu aðgerða breta að senda herskip inni islenska land- helgi til verndar breskum veiðiþjófum ber tafarlaust að slita stjórnmálasambandi við þá. Telur fundurinn að viðræður við þá innan fiskveiðilögsögu okkar komi ekki til greina eftir það sem á undan er gengið. Þá er úrsögn úr NATO rétta svarið við her- skipaárás eins af NATO rikjunum En sá, sem ekur bifreið sem að- eins eyðir 10 litrum á 100 km. þyrfti að greiða þriðjungi lægri upphæð, t.d. 64 þús. kr. af 40 þús. km akstri. Þetta er ólikt sann- gjarnari niðurstaða og þjóðhags- lega hagkvæmari, þvi að hún hvetur menn til að aka bilum, sem cyða litlu eldsneyti. t dag er þrenns konar verð á oliu: 1) olia til útgerðar kostar 5.80 kr. 1. 2) olia til húshitunar kostar 24.20 kr. 1. 3) olia á bifreiðar kostar 32 1. 4) steinolia kostar 29 kr. 1 Af þéssum tölum er ljóst, að hættan á þvi, að verðmismunur- inn sé misnotaður, er þegar fyrir hendi. H'ækkun disiloliuverðs til bifreiða um 16 kr. mun þvi engu breyta hvað þetta snertir. Raunar er þegar orðin brýn nauðsyn á þvi, að settar séu reglur sem dragi úr hættunni af þvi að menn noti húshitunaroliu á bifreiðar og útgeröaroliu til húshitunar eða aksturs.” BLAÐBURÐUR í KÓPAVOGI Blaðberar óskast í Kásnesbraut vestan Urðarbrautar og Hraunbrautar. Vinsamlegast hafiö samband við um- boösmann i sima 42073. 71 - 117% hækkun þungaskatts Á að útríma dieselbílum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.