Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 21
Laugardagur 20. descmber 1975. ÞJÓÐVILJINN SIÐA 21
ÍSLENSK
FYNDNI
Læknir, sem starfar hér I bænum, veröur meðal annars oft
að úrskurða, hvort stúikur séu barnshafandi.
Þegar illa stendur á fyrir stúlkunum verður oft grátur
og gnistran tanna, ef hann segir þeim, að þær séu með
barni.
Ein stúlka brást þó öðru vfsi við, þegar hann kvað upp
úrskurðinn. Hún sagði hin rólegasta: .
„Ja, var það furða!”
Laumið íslenskri fyndni í
jólapakkann.
Fæst í öllum bókaverslunum
og blaðsölustöðum.
Stálpípur — Gufulokar o.fl.
Tilboð óskast vegna kaupa á eftirtöldum
vörum fyrir gufuveitukerfi Kröfluvirkjun-
ar
1. Stálpipur, stærðir 25 til 800 m/m
2. Fittings fyrir stálpipur, ýmsar gerðir
3. Flansar, boltar, þéttingar
4. Gufulokar, ýmsar gerðir og stærðir
5. Plötujárn
6. Kúpaðir botnar
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
gegn 3.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri
þriðjudaginn 27. janúar 1976 kl. 11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
„ BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Rafstrengir— Mælibúnaöur o.fl.
Tilboð óskast vegna kaupa á eftirtöldum
vörum fyrir gufuveitukerfi Kröfluvirkjun-
ar.
1. Mælar og búnaður
2. Rafstrengir
3. Liðar
4. útiljósabúnaður
5. Simar o.fl.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
gegn 3.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri mið-
vikudaginn 28. janúar 1976, kl. 11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
/sjs\
Dagvistarheim-
ili fyrir böm
efnafólks?
A fimmtudagskvöld og siðar
um nóttina var stjórnarfrum-
varpið um að sveitarfélög taki til
sin nokkur þau verkefni sem
rikissjóður áður hefur átt hlut að,
rætt i efri og neðri deild alþingis.
Alþýðubandalagsmenn gagn-
rýndu frumvarpið harðlega, og
töldu að rikissjóð munaði ekki
mikið um þær upphæðir sem um
er að tefla, en draga mundi úr fé-
lagslegri þjónustu á ákveðnum
viðkvæmum sviðum. Þar er fyrst
og fremst um að ræða almenn-
ingsbókasöfn, dagvistarstofnanir
og elliheimili.
Stjórnarliðið heldur þvi fram að
sveitarfélögin fái fjármuni til
þessara verkefna i gegnum hlut-
deild af fleiri söluskattstigum en
áður hefur verið, en Helgi Seljan
kvaðst einmitt hafa fengið ná-
kvæmar upplýsingar umþessi
skipti varðandi 3 sveitarfélög og
alls staðar hefðu þau verið óhag-
stæð. Varla væri það tilviljun eða
undantekning. Samband is-
lenskra sveitarfélaga hefur ekki
lýst yfir fylgi við frumvarpið i nú-
verandi mynd, enda felst ekki i
þvi nein heildarstefna.
Svava Jakobsdóttir varaði al-
varlega við þvi að rikið hætti aö
bera hluta af rekstrarkostnaði
dagvistarheimila. Afleiðing þess
gæti orðið sú að daggjöld stór-
hækkuðu þannig að það yrði ekki
á færi annarra en efnafólks að
notfæra sér þjónustu stofnan-
anna.
Kjarvalsstaðadeilan leyst
Listamenn fá
meirihluta í
nýju listráði
Kjarvalsstaðadeilan, sem stað-
ið hefur i næstum eitt ár er nú
leyst. Undirritað hefur verið
samkomulag þar um, og hefur
það verið staðfest af Bandalagi
isl. listamanna (BÍL), Féiagi isl.
listmálara (FÍM) og borgarstjórn
Reykjavikur.
Meginbreytingar á rekstri
hússins frá þvi sem nú er, eru
þær, að kosið skal 7 manna list-
ráð. Skipa það þrir úr hússtjórn
Kjarvalsstaða, þrir tilnefndir af
FIM og einn tilnefhdur af BIL, en
sá skal ekkivera myndlistamað-
ur.
Listráð hefur yfirstjórn vestur-
salar hússins, svo og umsjón með
annarri notkun Kjarvalssalar,
austursalar, en til sýninga á
verkum Kjarvals.
1 samkomulaginu segir, að
Listráð geti haft frumkvæði að
hverju þvi máli, sem það telur að
bæta muni rekstur hússins og
færa það nærri þvi takmarki að
vera lifandi vettvangur lista og
menningar i borginni. Þá hafa
fulltrúar samtaka listamanna
lýst þvi yfir, að þeir muni beita
sér fyrir þvi að örvuð verði alls
kyns listastarfsemi i húsinu.
I þvi skyni að örva listastarf-
semina, skal ráðinn listfræðingur
að húsinu.
Samkomulag þetta tekur gildi
1. janúar og gildir til 1. júli 1977.
Listráð skal þó starfa þar til 1.
október 1977 og getur ráðstafað
húsinu samkvæmt reglum þar að
lútandi til þess tima.
Eigi siðar en tveimur mánuð-
um áður en samkomulagið renn-
ur Ut, skulu aðilar taka upp viö-
ræður til þess að ræða reynslu af
samkomulagi þessu og framtið-
artilhögun á rekstri Kjarvals-
staða.
Samkomulag þetta gerðu Birg-
ir ísieifur Gunnarsson og ólafur
B. Thors fyrir Rvikurborg, en
Thor Vilhjálmsson og Hjörleifur
Sigurðsson fyrir listamenn.
Fundur í FÍM saniþykkti sam-
komulagið með 32 atkvæðum og
hjásetu tveggja, BtL samþykkti
samkomuiagið samhljóða en
borgarstjórn samþykkti það með
13 atkvæðum gegn atkvæðum
tveggja sjáifstæðismanna, þeirra
Páls Gíslasonar og Davlðs Odds-
sonar. Aður höfðu þeir tveir á-
samt með framsóknarmanninum
Alfreö Þorstcinssyni óskað eftir
þvi að málinu yrði frestað til
næsta borgarstjórnrfundar, en
hann verður ekki fyrr en 15. janú-
ar. Fékk sú ósk atkvæði þeirra
þremenninga ásamt atkvæði Al-
þýðuflokksmannsins Björgvins
Guðmundssonar.
Mannbjörg
Flugvél frá bandariska
hernum fann færeyska bátinn
Thomas Th. i fyrrakvöld eftir
að hans hafði verið leitað i
hálfan sólarhring suðvestur af
Reykjanesi. Var öll áhöfn
bátsins heil á húfi en hún telur
18 manns.
Thomas T. sendi út neyðar-
kall um tiuleytið á fimmtu-
dagsmorgun og hafði þá
kviknað i bátnum. Gaf bátur-
inn upp staðarákvörðun i
u.þ.b. 300 milna fjarlægð suð-
vestur af Reykjanesi.
Nærstödd skip hófu þegar
leit og söm'uleiðis flugvélar frá
Keflavikurvelli. Gæsluvélin
Sýr varð að hætta við flugtak
vegna þess að rúða brotnaði i
henni. Leituðu skipin og flug-
vélarnar i hálfan sólarhring,
þar til Hercules vél frá hern-
um fann bátinn, nærri þeim
stað sem hann hafði gefið upp.
Enginn hafði slasast. —ÞH
mo PONG
m
BORÐTENNISSPAÐAR, KULUR OG NET, SAMSKONAR
OG HINIR HEIMSFRÆGU KÍNVERSKU TENNISLEIKARAR
NOTA BORGARFELL SKÓLAVÖRÐUSTÍG 23 SÍMI 11372
NÝJAR BÆKUR
Káta ekkjan
módel 1973
Jóhanna Þráinsdóttir. títrás.
Almenna bókafélagið. R-1975
„Engin furða, þótt hann yrði
mér smám saman ekki mikið
annað en hurðarskellur á morgn-
ana og þúst bak við dagblað á
kvöldin”, segir Jenný um eigin-
mann sinn i upphafi sögunnar.
Raunar hefst sagan á jarðarför
þessa eiginmanns, en sjónarhorn-
iö er hinnar ungu ekkju sem nú
leitar á nýjar brautir. betta var
árið 1973 meðan skemmtistaður-
inn á Hótel Loftleiðum var enn og
hét. Þangað komu stúlkur sem
voru „i Kananum”, og Jenný
kynntist þar CIA-manni sem hér
var i vissum erindagerðum þegar
þeir Nixon og Pompidú hittust á
Klambratúni. Astir takast með
Jóhanna Þráinsdóttir.
þeim, og Jenný fer vestur til
Bandrikjanna á vit elskhuga sins
sem þá vill ekki bjóða henni ann-
að en hjákonustöðu þar sem hann
er giftur. Hún gerir hressilega
upp við hann sakirnar, og siðan
hefjast eftirminnileg kynni henn-
ar af bandarisku mannlifi, en það
verður ekki rakið nánar hér. Þess
i stað vil ég ráðleggja fólki að lesa
söguna. Hún er þess virði.
Þetta mun vera fyrsta skáld-
saga höfundar, og margur hefur
farið verr af stað.
Verðleikar sögunnar eru fyrst
og fremst hófstilltur og skýr frá-
sagnarmáti og still og lifleg
persónusköpun. Hér er ekki bara
lipur frásögn hversdagslegrar
stúlku i óvenjulegum kringum
stæðum, heldur er öll afstaða
sögumanns til söguefnisins yfir-
veguð og samræmd og gjörsam-
lega laus við þá væmni sem ein-
kennirmargar sögur er fjalla
um tilfinningamál og samskipti
kynjanna. betta góða jafnvægi
sjónhornsins fær stuðning af
kimni sem er jafn ýkjulaus og
annað i frásagnarhætinum.
Persónusköpunin er vel heppnuð,
samtöl og tilsvör trúverðug.
Þetta er ekki vandalaust verk i
þessari sögu sem hýsir sundur-
leitar persónur og sumar harla
sérkennilegar. En þetta verður
lifandi fólk i öllum sinum
ástriðum, umkomuleysi, öfug-
uggahætti og stundarhamingju.
Um kyniif fólks, bæði hefbundið
og óvenjulegt, er teprulaust fjall-
að i sögunni, en hvergi er
smjattað á ónáttúru klámi eins og
algengt er á bóka- og kvikmynda-
markaði nú á dögum. Bandariskt
mannlif og þjóölif fær nokkuö
óvægilega úttekt þótt ekki sé
það með neinum hávaða gert
fremur en annað i sögunni.
Framhald á bls. 26.