Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1975. SKAMMTUR AF SÖNGVOPNI í þeirri mannkynssögu, sem íslensk börn \ for- og framhaldsskólum bera gæfu til að fá að nema, er öðru fremur fjallað um afreks- menn sögunnar, þá menn sem með mestum glæsibrag hafa borið merki mannsandans svokallaða. Þeir sem hæst eru skrifaðir í fræðum þess- um, eru oft sérfræðingar í herstjórnarlist, menn sem með snilli sinni finna upp nýjar leiðir til að drepa f leira fólk á styttri tíma, án þess að vera sjálf ir drepnir af andskotum sín- um. Áberandi nöfn í sögunni eru Gengiskan, Hannibal, Filipus Alexander, Sesar, Napóleon og Nelson, svo nokkrir séu nefndir. Islendingar hafa lítið gefið sig að her- stjórnarlist (strategi), enda er það ekki fyrr en á síðustu árum að raunveruleg þörf er á sérfræðingum í þeirri listgrein, eða með til- komu þéirra styrjalda sem við höf um þurft að heyja við breska heimsveldið. Þeir sem tvímæl.alaust hafa af mestri ein- lægni helgað sig herstjórnarlistum og vísind- um eru þeir pétrarnir Sigurðsson og Guðjóns- son, en kenningar þeirra í þessum efnum eru að mestu leyti byggðar á reynslu annarra í bardagaaðferðum og þess vegna hætt við að þær séu úreltar orðnar. I Morgunblaðinu s.l. miðvikudag kveður sér hins vegar hl jóðs nýr herstjórnarsérf ræðingur með nýjar kenningar um það hvernig ganga megi milli bols og höf uðs á höf uðf jendum vor- um bretum, eða öllu heldur hrekja þá úr ís- lenskri landhelgi. Sérfræðingurinn er Anna Þórhallsdóttir, og kenningar hennar um það hvernig sigra megi óvininn settar f ram í hnot- skurn í fimm liðum. Kenningar önnu eru það athyglisverðar að sjálfsagt þykir að birta megininnihald þeirra orðrétt. Framarlega í grein hennar er skilgreining á bretum al- mennt: „Sagt hefur verið að Bretar séu í heild ein siðaðasta þjóð heimsins, að undanskildu sið- leysi í landvinningum, sem einu sinni var," og síðar: „Framámenn í þjóðmálum tvístíga og spyrja sjálfa sig hvað gera skal. Sem kven- maður í íslenzka ríkinu vildi ég mega segja hug minn. 1. GANGIÐ EKKI ÚR ATLANDSHAFS- BANDALAGINU. 2. Kallið ekki sendiherra Islands heim frá London. 3. Setjið ekki viðskiptabann á Bretland. 4. Látið amerísku Keflavíkurf lugvallarstarf- semina haldast óbreytta. 5. Fáið kvenfólk í lið með ykkur." Og nú kemur hinn nýi herstjórnarfræðingur íslendinga að því sem hún kallar „merg máls- ins" og þá gefum við henni orðið: „Þeir kvenmenn sem þora að taka að sér landhelgisgæzlu með íslenskum sjó mönnum þurfa að verka myndatöku konur og geta ritað um það sem fyrir augu ber. Það sakar ekki að þær séu söngkon- ur. Söngurinn hef ur í sér hulinn kraft. Gott ráð er að ein kona, að minnsta kosti sé höfð á hverju varðskipi. Brezkir sjentlemenn skjóta ekki á skip þar sem þeir vita að konur eru innanborðs, enda ef þeir skerða eitt hár á höfði þeirra munu stallsystur þeirra í öðrum vestrænum löndum koma til hjálpar. Konur hafa oft næmt auga fyrir óréttlæti. Þær sjá að ekki má eyðileggja fiskimið okkar eða leggja atvinnuveg okkar í rúst. Þær konur sem tala ensku og geta úti á miðunum talað um fyrir brezku sjómönnunum og hraðlygnum blaða- mönnum, ættu að bjóða sig fram til starfsins, séu þær áðurnefndum kostum búnar." Og niðurlag greinarinnar er svohljóðandi: „Ég bíð eftir því að vera ræst af réttum aðil- unv." Þessar kenningar um það hvernig hugsan- legt sé að gersigra flota hennar hátignar á (s- landsmiðum eru svo stórmerkar að það hlýtur að vera skýlaus krafa alls þess sem lífsanda dregur á fslandi að þær verði haf ðar að leiðar- Ijösi í þorskastríðinu. Ekki er á því vafi að ís- lenskar söngkonur geta með list sinni stökkt heilum herfylkjum og flotadeildum á flótta, og er ekki að vita hvort sá, sem einu sinni hef- ur orðið fyrir þeirri reynslu að hlýða á slíka hljómlist og er henni ekki vanur ber nokkurn tímann sitt barr eftir slíkt áíall. Kæmi þá að sjálfsögðu mjög til álita að banna íslenskum sörigkonum aðsyngja í styrjöldum, líkt og gert var með eiturgasið forðum. Sama er uppi á téningnum hvað söngvopnið áhrærir. Hætt er við að ógn og skelf ing gripi um sig í liði beggja við íslenskanj.sópransöng, einkum ef leikið væri undir á langspil, og er þá verr sungið en heima þagað. Þógæti íslenski flotinn ef til vill notfært sér reynslu Odiseifs forðum og tekið eyrnatappa í sína þjónustu (tvo fyrir hvern sjóliða, eða m.ö.o. einn fyrir hvert eyra á hverjum rrianni). Þá væri ekki úr vegi að njörfa Pétur Sigurðsson við mastrið á Óðni, Þór eða Tý eins og Odiseifur lét háseta sína gera við sig forð- um þegar siglt var f ram hjá eyju hinna syngj- andi sýrenna. Bráðnauðsynlegt er að einn dómbær sérfræðingur í herstjórnarlist geti orðið vitni að gereyðingarmætti íslenskrar sönglistar, þegar réttu söngkonurnar eru í fremstu víglínu. I síðasta þorskastríði var söngvopninu að- eins beitt einu sinni, en það var þegar bretar mönnuðu fallbyssur sínar og Meybjörg Svein- vant óperusöngkona var fengin til að beita söngvopninu með þeim afleiðingum að floti hennar hátignar leystist upp og lagði á flótta. Eftir þennari atburð orti Meybjörg þessa kunnu vísu: Ég er mikið þarfaþing þegar ég beiti röddu minni. Fyrir breta syng og syng, syng þá útúr landhelginni. Flosi. Frá aðalfundi Félags ísl. leikara: Gísli Alfreðsson kosinn f ormaður Aðalfundur Félags isl. leikara var haldinn þann 1. desember sl. i Þjóðleikhiískjallaranum. Nær 80 Gisli Alfreös félagsmenn voru mættir á fundin- um, en félagar munu nd alls rösk- lega 150. Félag isl. leikara er nú eitt fjölmennasta bandalagsfé- lagiö innan Bandalags isl. lista- manna. Jón Sigurbjörnsson hefur gegnt störfum formanns meiri hluta ársins, en hann tók við þvl starfi af Klemenzi Jónssyni, sem lét af störfum formanns um leið og hann var ráðinn leiklistarstjóri hjá Útvarpinu. Það kom fram i skýrslu fram- kvæmdastjóra, að þetta hefur verið mjög annasamt ár hjá stjórn félagsins. Haldnir voru rösklega 40 stjórnarfundir á árinu og álika margir fundir um samn- inga- og kjaramál. Alls voru Siguröur, Bessi, haldnir þrir félagsfundir á árinu. öllum samningum félagsins við leikhús höfuðborgarinnar hefur veriðsagt upp frá og með 1. janú- ar nk. að telja. Ennfremur hefur samningum við Sjónvarpið verið sagt upp. Tvö rit um félagsmálin voru gefin út og send til félaganna á árinu. Lengd þeirra er rösklega 50 vélritaðar siður og er í þeim margskonar upplýsingar og fróð- leikur um kjara- og samninga- mál, er varðar félagana. Fundur var haldinn hér á landi i Norðurlandaleikararáðinu 29. og 30. ágúst sl. Tiu fulltrúar mættu á fundinum frá leikarasamböndun- Helgi Briet. um á Norðurlöndum. A fundinum var rætt um sameiginleg menn- ingar- og kjaramál norrænna leikara. Fundir þessir eru að Framhald á 26. siðu Nú fer hver aö veröa siöastur aö sjá jólaleikrit Leikbrúöulands aö Frikirkjuvegi 11. Siöustu sýningar veröa nú um helgina i dag kl. 3 og 5 og á morgun kl. 3 og 5. Miðasalan á Frikirkjuvegi 11 er opin frá kl. 2 þá daga, sem svningar eru, og svarað er I sima 15937 I eina klukkustund fyrir hverja sýningu. Þessi mynd er úr leikritinu, sem heitir „Jólasveinar einn og átta”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.