Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1975. ÁRNI BERGMANN SKRIFAR QQDDtl IÍ)(°)Lt Rússneskt hamsleysi Maxim Gorki: Kynlegir kvist- ir. Þættir úr dagbók minni. Kjartan ólafsson þvddi úr rússnesku. Mál og menning 1975. Maxim Gorki flæktist viöa um Rússland og átti trúnað ótal manna. Ekki sist þeirra sem stóðu utan við hversdagslega meðalhegðun, höfðu ekki látið nauðlifsbaráttunnar smækka sig, hella úr sér sálinni. Þetta fólk — fylliraftar, betlarar, hórur, sjá- endur, miljónamæringar, fyrr- verandi menntamenn, morðingj- ar, varð Gorki mikill efniviður i stærri og smærri sögur, það fyllir ævisöguverk hans. Og það eru minnisgreinar um þetta fólk sem eru uppistaðan i þáttasafni þvi sem Kjartan Ólafsson hefur þýtt. Dostoévski og Gorki lögðu sig öðrum höfundum meir eftir hin- um hrikalegu öfgum rússnesks mannlifs. Munurinn er hinsvegar sá, að Dostoéfski er a.m.k. á stundum sleginn siðferðilegum ótta við öfgar þessar. Gorki hefur siður fyrirvara á að hrifast með. Hann lýsir svo samtali sinu við kynduga fréttakonu við blað úti á landi sem gerir tilkall til að vera holdtekja Mariu Magdalenu og Eilifrar Visku. „Stig af stigi hvarf allt hversdagslegt i fari þessarar manneskju, varð ósýnilegt. Og ég minnist þess glöggt með hvilikum fögnuði, stolti og undrun ég sá, hvernig eldur hugsana um illsku lifsins, um andstæður holds og anda, reis og braust fram undan grárri ytri skurn, hve sannfær- andi og örugg hljómuðu forn orð, leitandi hinnar fullkomnu visku, hins óhagganlega sannleika”. Það var þessi stolti fögnuður sem best dugði Gorki sem höfundi: i hans krafti festi hann i skilnings- riku minni sæg tilbrigða við þann privatsannleika, sem hver og einn reynir að koma sér upp. Eins þótt þessi privatsannleikur sé jafn fáránlegur og þessi hér: „Likami manna er byggður sem vikur eða svampur, eða brauð. Hann er æðóttur, skiljið þið? Og i öllum æðum hans renn- ur blóð. Blóð er vökvi, þar fljóta miljónir agna, ósýnilegar mann- legu auga, en þessar agnir eru lif- andi, lfkt og mýflugur, aðeins minni en mýflugur... En i þessum ögnum leika sér djöflar”. Hér veröur ekki um það fjallað, hvort skynsamlegra hefði veriö að ráðast i eitthvað annað eftir Gorki. Um þýðingu Kjartans Ólafssonar er það að segja, að hún ber þvi vitni að þýðarinn vilji vanda sig sem best og beita riku- legum orðaforða. og oft tekst hon- um að skapa seiðsterkt andrúms- loft. Vandinn er hinsvegar sá, að i nákvæmnisviðleitni sinni verður hann of háður frumtextanum, og verður þetta á kostnað skýrleika og aðgengileika. Málblærinn verður of annarlegur. Einkum á þetta við um ýmislegt i beinni ræðu. Það skal viðurkennt að tal persónanna er slitrótt og margt þar um hálfkveðnar visur og merkingu orðanna er kannski ekki komin fram fyrr en þau eru borin fram upphátt. Auðvelt er viðfangsefnið ekki. Þvi miður hefi ég ekki frumtextann við höndina. en mig grunar af ýmsum likum að misskilningur á texta fari á kreik öðru hvoru. Litið dæmi. Talað er um Bakú og sagt „einnig borg, andskotinn sliti hana i þunna þvengi”. Orðin „einnig borg” eru liklega orðrétt þýðing, en það sem átt er við er „Það var þá borg” eða eitthvað i þesshátt- ar tón. A.B Maxim Gorki RÁÐSTEFNUR FUNDIR NÁMSKEIÐ íburtu frá bæjarstreitu Hin vinsælu EDDU HÓTEL verða opin frá miðjum júní til loka ágústmánaðar. Hótelin bjóða góða aðstöðu til hvers konar einkasamkvæma, funda- og ráðstefnuhalds í þægilegu umhverfi. Vinsamlega pantið með góðum fyrirvara. Allar frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu okkar að Reykjanesbraut 6, sími 11540. rournsT i____________ FERÐASKRIFSTOFA RtKISINS MANSONGUR Nýkomin er út ljóðabók „Mansöngur” eftir Hannes Þórðarson, er var kennari við Austurbæ jarskóla nn- i Reykjavik i mörg ár. Svo sem nafn bókarinnar gef- ur til kynna, eru flest ljóð henn- ar og visur ortar til kvenna. öll bera kvæði þessi þvi vitni, að höfundur ann fegurð lifsins, hvort heldur hún birtist honum i mynd konu eða fagurri náttúru Islands. Þeir sem unna hefðbundnu ljóðformi, lesa ljóðin i þessari bók sér til ánægju og gleði. Gott dæmi um kvæði bókarinnar er ljóðið: Dóttir dalsins Sogandi brim og boðar bera þér lifsins óð, kröfu, að komir þegar, kona, á fjöldans slóð. Dalinn þú ávallt dáir, dreypir hans veigum á. Mótar hann vit þitt, vilja, vænleik og ástarþrá. Ástin er ijúfa iindin leitandi fram um grund, brosandi rós á bala bjartri við morgunstund, fossandi fjallalækur freyðandi yfir stein, angandi blöð á birki, bylgjandi akurrein. Hannes Þórðarson. Báran við sandinn suðar, svifur aö vitum mér seltu og svarðar ilmur, svo er ég einn hjá þér. Astinni engin gleymir, ástin er blóm á teig. Astin er daggar dropinn, draumanna tærust veig. Sigrún Geirsdóttir. P” w , HUSEIGENDUR, þ HÚSBYGGJENDUR I # Hverskonar rafverktakaþjónusta. Nýlagnir # Viðgerðir á gömlum lögnum — setjum upp lekarofavörn i eldri hús. RAFAFL Vinnufélag ■rafiðnaðar- manna Barmahlíö 4 s fsa Dyrasimauppsctning. Kynnið ykkur afsláttarkjör Rafafls svf.- sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.