Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1975. SVERRIR KRISTJÁNS- SON SKRIFAR DÖDííD Hve þungt er léttara hjal? Tómas Guömundsson: Léttara hjal. Forni — Reykjavik 1975. Tómas Guðmundsson hlaut viðurnefndið borgarskáld jafnvel áður en hinir visu feður höfuð- staðarins gerðust svo djarfir að kenna sig viö annað en bæ. Að sjálfsögðu var borgarskáldið að- fluttur sveitamaður, mölin i Reykjavik lengst af litt fallin til þess að koma þeim viðkvæmu urtum,er heita skáld, til nokkurs þroska. Hvað þá heldur að þessi harðbalamöl gæti orðið yrkisefni mönnum gæddum fingerðu taugakerfi ljóðmálsins. Hinn ungi maður Ur grösugustu sveit suður- lands batt brátt ástir við malbik og grjót útskagans og gerðist þar hagvanari jafnvel en þeir inn- fæddu, aöeins á einmana stund- um minntist hann þess með nokkrum trega, að hann mundi ekki hitta aftur bernskuvini sina i Grimsnesinu, litlu Oðinshana- hjónin, nema sem gestur á ferö. Tómas Guðmundsson féll svo fast aö hinni reykvisku bæjarlifs- mynd, að hans var saknað ef hann sást ekki dægurlangt. Hann stundaöi þrásetu i þvi lifi sem kennt var við kaffihús miðbæjar- ins, stundum gæddi hann sér á litlu hænueggi og skolaði þvi niður með einum litra af léttu vini samkvæmt gildandi lögmáli hins opinbera samkvæmislifs Reykja- vikur. Oftar en ekki fékk hinn ungi erfiöismaður á Hagstofu Islands sér hressingargöngu um Austurstræti, dokaði þá stundum við á táratröppum Landsbankans og virti fyrir sér mannlifið for- vitnum, athugulum augum skáldsins. Og svo var það einn dag að Reykjavik vaknaði við Fagra veröld. Innbyggjurum höfuðstað- arins þótti það e ' lyginni likt. Var nú veröldin 't ;ra allt i einu orðin fögur, með himin kreppunn- ar svartan eins og ketilbotn yfir höfði sér, atvinnuleysi, peninga- leysi og allsleysi? Titill ljóðanna var eins og öfugmælavisa, svo ekki sé meira sagt. Alvörugefnir þjóðfélagsvandlætarar settu i brýrnar: veröldin var ekkifögur! Þó tók þaö út yfir allan þjófabálk þegar Reykjavik var lika orðin fögur. En ekki bar á öðru. Skáldið lét sér ekki naegja að yrkja um konuástir (það var nú gömul saga og farin að slitna um kjölinn), heldur flutti hann Reykjavik sjálfri brennandi ástarljóð. Þetta þótti reykvikingum fjandi skrit- ið. Sannleikurinn var sá að þeir höföu aldrei elskað Reykjavik. Jafnvel ekki vesturbæingar. Þegar þeir vottuðu henni hollustu sina voru ástartilburðir þeirra æði blandnir misskildu patrisia- drambi, hinir eðalbornu forfeður snauðir tómthússmenn, sem seldu Zoðga gamla blautfiskinn sinn og gerðu karlinn rikan. Ég ætti að kannast við þetta: sjálfur vesturbæingur i móðurætt allt frá dögum Friðriks konungs VI. Tómas Guðmundsson gat ýkju- laust tekið sér i munn orð Byrons lávarðar: Ég vaknaði einn morgun frægur maður. Kannski tókst honum ekki að sannfæra alla um fegurð veraldarinnar, en vesturbæingum skildist nú það, sem þeir höfðu ekki tekið eftir áður: vorkvöldið var til. Ég var að minnast á Byron og Tómas i sömu andránni. En samlíkingin haltrar nokkuð: Byr- on varð að gjalda skáldfrægð sfna með landfíótta, en Tómas hlaut að launum meiri almenningshylli en skáldum auðnast yfirleitt að öðlast. Slfk hylli getur orðið tvi- eggjuð. Andbyr veldur ekki skáldum alltaf heilsutjóni, öðru nærEndalaust góðviðri getur lagt margan hraustan manninn i rúm- ið. Ljóð Tómasar áttu við hið dumbungslega skap islendinga, sem var svo blóðskylt veðurfar- inu. Tómas Guðmundsson virtist vera af öðrum og glaðlegri heimi en landar hans. Þegar næstu ljóð hans komu út ljómuðu stjörnur vorsins yfir hinni fögru veröld, og var þó skollin á heimsstyrjöld. Og enn fögnuðu menn þessum ljóð- um, sem þeir töldu vera munað- arvöru gjálifis og léttúðar. Kannski er mönnum það nokkur vorkunn að rugla saman léttlyndi og léttúð. En menn gáðu þess ekki að þegar Tómas slær á strengi er virðast túlka gáska hans og léttúð af fullkomnu ábyrgðarleysi má jafnan kenna dimman og djúpan tón uggs og geigs og alvöru. Mörgum lesendum hans sást yfir it! Tómas Guðmundsson. þetta jafnvel siðar þegar hann tók að skrifa i óbundnu máli Léttara hjali timaritið Helgafell. Og gal- gopinn Tómas Guðmundsson sýndi nú i öðru formi, að hann kunni að bregða á leik við lesend- ur sina og var hreint ekki sú opna og auðskilda bók, sem margir héldu. Ég býst við að fleiri en ég hafi ekki orðið litið undrandi er þeir lásu fyrsta framlag Léttara hjals iHelgafelli. Tómas Guðmundsson stóð svo djúpum rótum i vitund okkar sem ljóðskáld — um þetta leyti „hafði brageyrað ekki kalið af þjóðinni” — eins og Bjarni heitinn frá Hofteigi komst að orði, að við höfðum i rauninni aldrei tengt hann óbundnu máli. Við hefðum nú ekki þurft að furða okkur svo mjög á þessu: viða i kvæðum Tómasar þarf maður ekki annað en skeyta saman ljóð- linurnar og málið ris óbundið fyrir augum okkar rismikið og hnarreist. Og tæplega verður ráð- ið af samskeytunum hvort hér sé á ferðinni ljóð eða laust mál. En þetta nýjabragð máls og fram- setningar vakti þó mesta athygli. Islenskar timaritsgreinar höfðu yfirleitt aldrei fyrr verið skrifað- ar með slikum hætti. Menn gæddu sér framar öllu á skopinu — já, mikið gat hann Tómas verið skemmtilegur, sögðu menn. Alltaf er hann sjálfum sér likur! Sjáif fyrirsögnin: Léttara hjai ruglaði menn lika dálitið i riminu. Þetta var auðvitað gamla mein- lausa grinið hans Tuma. En þegar á leið fóru að komá nokkrar vöflur á islendinga: Var hjalið létt eða þungt? Tómas leysti vandann með þessari guðdóm- legu parodiu, sem hann lagði i munn eins fremsta útvarpsmanns þessara ára: „Ég er ekki alveg viss um, að menn hafi almennt gert sér það nægilega ijóst, hvað létt hjal er orðinn mikill þáttur i lifi voru og raunar i öllum viðskiptum nútim- ans, og er þetta annars merkilegt rannsóknarefni, sem enn hefur ekki verið sá gaumur gefinn sem skyldi. Og auövitað er það mesti misskilningur að amast við þvi, þó léttara hjal sé létt. Létt hjal á einmitt að vera létt, og mér er nær að halda, að það sé meira að segja sjaldan nógulétt, þó á hinn bóginn verði þvi ekki neitað, að það mætti oftast vera öllu þyngra. Léttara hjal á ekki endilega að vera létt, þó það sé ekki þungt...” Já það veit guð að Léttara hjal dó ekki af skorti á skopi. En þvi fór fjarri að skopið væri mein- laust. Tómas Guðmundsson hefur aldrei verið alvarlegri en i Léttara hjali. Honum var bara einfaldlega fyrirmunað að segja alvarlega hluti nema i formi skopsins. Þetta var nú háttur hans og eðli. Það var eins og Heine komst einhverntima að orði: Lifið er svo grátlegt að það verður ekki túlkað nema i glotti. Það mætti likja Léttara hjali Tómasar við athugasemdir, sem hripaðar eru á spássiu samtiðar- sögunnar svo sem hún kemur vot út úr prentvélinni. Hann var lið- lega fertugur þegar hann hóf þessar skriftir, maður i blóma sköpunaraldurs sins. An vafa var hann um þetta leyti eitt vinsæl- asta skáld þjóöarinnar, hafði litt eða ekki staðið i opinberum þjóð- máladeilum, hafði til þessa setið á friðstóli, en innlendar og erlendar aðstæður ollu þvi, að hann gat ekki setið hjá i leiknum, hann varð að taka þátt i honum. Og nú kom i ljós að meðlætið sem hann hafði notið I lifinu hafði ekki gert hann að bókmenntalegu dek- urbarni. i Léttara hjali gerði hann sér ekki mannamun, hvorki um einstklingá né stjórnmála- flokka. Hann hlifði ekki góðkunn- ingjum sinum, stundum kannski vegna þess að þeir lágu svo freist- andi vel við höggi, og allir stjórn- málaflokkar landsins máttu þola bótalaust hiö ismeygilega háð hans, biturt og beinskeytt, þótt bogaskyttan væri sakleysisleg á svipinn eins og barn. Þegar nokk- ur deila varð um sambandsslitin við dani gat ekki hjá þvi farið að Islenska ættjarðarást bæri á góma. Tómasi var þetta mál fundiö fé. Það er ekki úr vegi að vitna hér i nokkur ummæli hans þegar ræða var um ættjarðarást islenskra stjórnmálaflokka: „yfirleitt er ættjarðarást mönn- um i blóð borin, og t.d. hafa kommúnistarnir Islensku, sem þó hafa oft verið sakaðir um landráð mjög mikið af henni, og ef til vill eru það þeir, sem mesta föður- landsást hafa til að bera, þvi auk þess sem þeir elska sina eigin ættjörð eins og hverjir aðrir, þá munar þá ekkert um að elska annað og miklu stærra föðurland i viðbót, jafnheitt eða enn heitar.” Sjálfstæðisflokknum sendir hann þessa alúðarkveðju: „Flest- ir binda ættjarðarást sina við miklu takmarkaðra svið og eru landi sinu þarfir fyrir það. Þeir elska fyrst og fremst tún sitt og heimahaga, útsýnið frá gluggan- um sinum, fiskimiðin sin, fjöl- skylduna sina og bátinn sinn. I þessum flokki eru flestir hinna kyrrlátari ættjarðarvina, menn eins og Olafur Thors og Ekkjan við ána, sem elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett”.... Þegar MOrgunblaðinu verður það á sem ortar að detta út úr frelsisrullunni | reynir hann að koma þvi afturlá rétta braut: ,,... og vissulega fijrðar mig á þvi, að jafn-harögáfaðir menn og stjórn- málaritstjórar Morgunblaðsins skuli nokkurn tima geta gleymt þvi, aö það hefur kostað mannkynið margra alda harða baráttu að tryggja þeim frelsiö til að hugsa og álykta jafn-látlaust og heimskulega eins og þeim er eðlilegt.” Þegar Alþýðublaðiö sá ofsjón- um yfir sigrum rússa i styrjöld- inni lagði Tómas blaðinu föðurleg hollráð: „Er þess skemmst að minnast, að þegar nefndur Stalin var að berjast við að rétta hlut sinn og ná aftur þvi landi, sem af honum hafði verið tekið, gerði Alþýðubalðið itrekaðar tilraunir til að klipa af honum hvern kiló- metrann á fætur öðrum, sem varla var þó gustuk, og væri nú athugandi fyrir Alþýðuflokkinn, hvort ekki væri rétt að skila Stalin aftur einhverju af þessum kiló- metrum, áður en næstu kosningar fara i hönd.” Furðugripnum, Framsóknar- flokknum,fær Tómas ekki likt við neinn annan minni en kinverska meistarann Chaó Fú, sem var uppi á þriðju öld fyrir Krists burð: „Hann leitaði sér athvarfs i hæstu trjám til að vera sem lengst frá jörðunni, og þegar sendimenn voru geröir á fund hans til að bjóða honum keisara- tign, lét hann sér ekki nægja að hafna þeirri sæmd, heldur fór hann og þvoði sér um eyrun, svo að hlustir hans mættu hreinsast af jafn-veraldlegu tilboði. Vor á meðal komast engir i hálfkvisti við Chaó Fú að blygðunarsemi, nema helst foringjar Framsóknarflokksins. Margir þeirra hafa forðað sér i tæka tið undan áhyggjum heimsins upp i svo háar stöður, að þeir fást ekki þaðan aftur, og nú seinast hafa þeir hafnað tilboði um þátttöku i rikisstjórninni.” Þetta eru nokkrar glefsur úr Léttara hjali Tómasar Guðmundssonar, örfá dæmi um hin undirfurðulegu stilbrögð hans, sem engir aðrir islenskir rithöfundar hafa leikið eftir hon- um. Ég man nú ekki þessa stundina hver urðu viðbrögð islenskra rit- höfunda þegar kjarnorkusprengj- unum var varpað á Japan i ágúst- mánuði 1945 — hafi þau þá verið nokkur. En i næstsiðasta spjalli Léttara hjals vikur Tómas Guðmundsson að þessum við- burði. Skáldið er skelfingu lostið yfir friði, sem keyptur hefur verið svo dýru verði: „Ekki er neinum blöðum um það að fletta, að þetta er i fyrsta sinn, að allt mannkynið veit sig með vissu statt á tima- mótum, sem auðveldlega verða árfærð.” 1 tveimur siðustu köflum Léttara hjalsörlar hvergi á skopi né háði. Hér rfkir alvaran nakin, geigur og kviði um örlög tslands og veraldar, sem hefur týnt æsku- ljóma sinum, fölnuð fegurð. I bókarlok er birt grein Tómasar um Magnús Asgeirsson látinn, fornvininn og samverkamanninn frá Helgafellsárunum. Enginn annar maður en Tómas Guðmundsson gat skrifað um Magnús af slikum næmleik og skilningi. Betur varð ekki minnst þessa glæsta og skammlifa tima- bils bókmenningar okkar, sem ber nafn Helgafells. Léttara hjal Tómasar Guðmundssonar er mikil heilsu- bót i þessu aðventuskammdegi. Af ýmsum', veðurboðum má merkja, að rpynt verði brátt að kenna íslendiþgum að krjúpa, að ganga hálfbognir eða jafnvel aö temja sér göngulag ferfætlinga. Þá er ekki einskis vert að hand- fjatla bók, sem getur kennt mönnum að ganga uppréttir.---- Mér er sagt að, Tómas Guðmundsson verði 75 ára þegar vika er af næstaári.Um leið og ég flyt afmælisbarninu árnaðaróskir minar fyrirfram vil ég þakka honum fyrir að hafa mátteiga svo skemmtilegan samferðamann. Sverrir Kristjánsson. RÍKISSPÍTALARNIR Ví FILSSTAÐ ASPÍ TALI: HJUKRUNARFRÆÐINGUR óskast nú þegar i fullt starf eða hlutavinnu. Vinna einstakar vaktir kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðu- konan, simi 42800. LANDSPÍTALINN HJUKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á Sængurkvennadeild frá 1. janúar nk. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi 24160. Reykjavik, 19. desember 1975, SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.