Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 10
lOStÐA — ÞJÓDVILJINNl Laugardagur 20. desember 1975. Að berjast við skuggann frá 1961 Rætt við Sigurð um meðferð Seyðisfjarðarmálsins fyrir öryggisráðinu Sigurður Blöndal á fundi i 4. nefnd ailsherjarþingsins, en sú nefnd fjallaði m.a. um Timor-máliö. — Það var skugginn frá 1961 sem bretinn reyndi að skjóta sér á bak við, sagði Sigurður Biöndal í viðtaii við Þjóðviljann i gær, nýkominn heim frá alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna i New York. Þinginu lauk á miðvikudag, en það hefur verið kallað eitt róstusamasta þing- hald samtakanna, siðan á kaldastriðsárunum. Sigurður sagði um meðferð landhelgismálsins i öryggisráð- inu: — Það var samið um það fyr- irfram að málflutningur færi fram á mánudag, en ekkert hef- ur verið ákveðið um framhald málsins fyrir ráðinu. Það má segja að það sé opið og alltaf sé unnt að senda inn upplýsingar, greinargerðir og yfirlýsingar, eftir þvi sem ástæða kann að þykja til. Annars hefði meðferð málsins þarna i heild þau áhrif á mig að bretinn hefði Haag-dóm- stólinn á bak við sig og úrskurð hans frá 1974, en sá úrskurður var eingöngu kveðinn upp vegna samningsins frá 1961. Við vor- um þarna greinilega að berjast við skuggann frá 1961 frekar en breska héimsveldið 1975. Spurningin i þessu máli er einkum sú hvort það er yfirleitt hægt i málflutningi fyrir öryggisráðinu að halda Seyðis- fjarðarmálinu aðskildu frá landhelgismálinu i heild. Jafn- vel þó að okkar fulltrúar hefðu reynt slikt hefðu bretarnir dreg- ið málið i heild inn i myndina og þá er fljótlega komið að Haag-dóm stóln um , sem öryggisráðinu ber að afhenda svokölluð lagaleg ágreinings- mál. Annars er það min persónul. skoðun, eftir að hafa fylgst með gangi mála vestra, að þarna hljóti að hafa verið valin skökk röð á aðgerðum og að óeðlilegt geti verið að skjóta sliku máli fyrir öryggisráðið en hafa eftir sem áður sendiherra i landinu sem gerir innrásina. Þegar indónesar gerðu innrás á Aust- ur-Timor slitu portúgalar þegar i stað stjórnmálasambandi við Indónesiu og lögðu málið jafn- framt fyrir öryggisráðið. Þess háttar málatilbúnaður kemur málinu á dagskrá með skarpari hætti en ein kæra getur gert. Það er ákaflega áhrifarik að- ferð að slita stjórnmálasam- bandi og hún vekur mikla at- hygli. En nú hefur maður orðið vitni að þvi að okkar mál hefur satt best að segja vakið heldur litla athygli og þá sjaldan um það er getið hefur það verið breska túlkunin sem hefur ráðið úrslitum. Fréttaflutningur okkar af landhelgismálinu er alltaf á eft- ir fréttaflutningi breta og land- helgismálið kom fyrir öryggis- ráðið í skugga þriggja mikilla hitamála, sem verið höfðu til meðferðar: nýlega höfðu vit- urnará Israel verið afgreiddar, Kýpurmálið var afgreitt skömmu á undan og deilan um Timor stóð sem hæst. Allt þetta gerði okkar áróðursaðstöðu erfiða, sagði Sigurður. Hann sagði, að vegna rangfærslna breska fulitrúans i öryggisráð- inu hefði fastanefnd Islands hjá SÞ ákveðið að boða til blaða- mannafundar i New York á miðvikudag. Ingvi Ingvarsson ambassador flutti inngang, en siðan svöruðu þeir Hans G. Andersen spurningum frétta- manna. Mér fannst blaðamenn- irnir spyrja skynsamlegra spurninga og sem dæmi get ég nefnt að Hans hafði sagt að hvert tonn sem útlendingar fengju að veiða við ísland yrði tekið frá islendingum. Nú af hverju eruð þið þá að leyfa út- lendingum veiðar i landhelg- inni, spurði blaðamaðurinn! Sigurður Blöndal mun siðar skyra lesendum Þjóðviljans frá allsherjarþinginu. Enn um CIA Róið í fjölmiðlum CIA á fulltrúa í ritstjórnum fjölmiðla um allan heim Sonja Jónsdóttir I hlutverki írisar Vidalin. Myndina tók Vaidemar B. Ottósson. Baldur ó Bíldudal sýnir Ég vil auðga mitt land Leikfélagið BALDUR Bíldudal frumsýndi nýlega asna-og visku- stykki Þórðar Breiðfjörð, Ég vil auðga mitt land, við mikla aðsókn og góðar undirtektir. Leikritið var á sfnum tima sýnt yfir þrjátiu sinnum i Þjóðleikhúsinu f leik- stjórn Brynju Benediktsdóttur, og Leikfélag Húsavfkur fór með verkið i leikför til Danmerkur i sumar í leikstjórn Sigurðar Hall- marssonar. Baldur hefur sýnt Ég vil auðga mitt land á Blldudal, Flateyri og Héraðsskólanum Núpi, Dýrafirði, en sýningar eru fyrirhugaðar á Petreksfirði og viðar. Stjórn Leikfélagsins Baldurs skipa: formaður Hafliði Magnús- son, ritari Magnús Björnsson, gjaldkeri Jörundur Garðarsson, meðstjórnandi Margrét Friðriks- dóttir. Með aðalhlutverk i sýningu Baldurs á Ég yil auðga mitt land fara Jón Ingimarsson, Margrét Einarsdóttir, Sonja Jónsdóttir, örn Gislason og Kristberg Finn- bogason. Leikstjóri er Ingólfur Þórarinsson. (Fréttatilkynning.) I rannsóknum nefndar banda- rfska þingsins sem fékk það hlut- verk að kafa ofan i starfsemi bandarisku leyniþjónustunnar, CIA, hefur ihlutun Bandarikjanna i málefni Chile orðið æ ljósari. 1 hvert sinn sem nefndin gefur ein- hverjar skýrslur út bætast nýir drafettir i myndina og er hún nú orðin nokkuð fulikomin. Það efast enginn lengur — ekki einu sinni Ellert Schram — um að valdarán herforingjanna var skipulagt i Washington og laut beinni stjórn Kissingers. Nefndin sem þingmaðurinn Francis Church veitir forstöðu gaf nýlega út 65 blaðsíöna skýrslu um tilraunir Bandarikjanna til að koma I veg fyrir að Allende næði kjöri og þegar það tókst ekki, að steypa honum. Flest sem þar kemur fram hefur áður birst. Einn kafli er þó forvitnilegur en hann fjallar um áhrif þau sem CIA hafði á fjölmiðla i þá veru að innlendir fjölmiðlar i Chile mögn- uðu upp ótta við afleiðingar stjórnarstefnu Allendes og er- lendir sáu um að dreifa um viða veröld efnahagslegum heimsend- issögum af ástandinu i landinu. I upplýsingum sem nefndin hefur frá CIA kemur i ljós að i októbermánuði einum árið 1970, þ.e. eftir að Allende hafði unnið forsetakosningarnar en áður en þingið staðfesti skipun hans, birt- ust ,,726 greinar, útvarpsþættir, forustugreinar o.þ.h.” I chilensk- um fjölmiðlum „fyrir atbeina CIA”, og þvi er bætt við að hér sé einungis um bráðabirgðauppgjör að ræða, þær gætu reynst fleiri. CIA hafði einn útsendara i út- varpi frá 1965. Hann sá um að koma efni frá CIA daglega á framfæri við alla þjóðina En höfuðáherslu lagði stofnunin á útbreiddasta blað landsins, E1 Mercurio, sem vitaskuld var i einkaeigu. Mercurio átti i fjárhagsvand- ræðum en CIA styrkti útgáfu þess með 1,5 miljónum dollara sem auðfyrirtæki eins og ITT o.fl. höfðu skotið saman, I staðinn fengu fimm CIA-menn störf við blaðið. Blaðsiðufjöldi þess þre - faldaðist á stuttum tima og útlit blaðsins tók miklum stakkaskipt- um, Aður hafði það einkennst af löngum greinum og smáum fyrir- sögnum. Nú drógu ritstjórar þess fram striðsfyrirsagnirnar og not- uðu mikið ljósmyndir sem höfðu gott áróðursgildi og voru iðulega falsaðar. CIA sá svo um að blaðið hóf áróðursherferðir um leið og fasistasamtök á borð við Föður- land og frelsi hófu skemmdar- verkaherferðir. Auk þessara beinu áhrifá á fjöl- miðlana dreifði CIA hundruðum þúsund dreifirita, veggspjalda og vasabrotsbóka. Blaðamenn fengu reglulega fréttabréf frá stofnun- inni. Hún fór m.a.s. út í að mála slagorð á veggi og húsgafla. öllum þessum hræðsluáróðri var fyrst og fremst beint til milli- stéttarinnar. 1 henni höfðu sér- fræðingar CIA fundið hugsanleg- an bandamann i baráttunni gegn Allende. Ahrif CIA á skrif erlendra fjöl- miðla um ástandið I Chile voru ekki siður viðtæk. Um alla Evrópu og S-Ameriku birtu blöð greinar frá CIA þar sem spáð var efnahagslegu hruni vegna ó- stjórnar Allendes. Þann 28. sept- ember 1970 „voru blaðamenn — sem i raun voru CIA-menn — frá 10 löndum annað hvort i Chile eða á leið þangað. I þann hóp bættust 8 blaðamenn frá fimm löndum sem sendir voru til landsins fyrir tilstilli yfirmanna sinna sem allir voru CIA-menn”. 1 skýrslu nefndarinnar er nefnt eitt áþreifanlegt dæmi þess að CIA fékk ritstjóra bandariska vikuritsins Time til að breyta af- stöðunni i frétt blaðsins af kosn- ingasigri Allendes. Fréttin birtist undir fyrirsögninni „Marxisminn ógnar Ameriku” og var prýdd mynd af Allende þar sem hann liktist engum frekar en Hitler. Einnig segir i skýrslunni að CIA. eigi fulltrúa á ritstjórnum um all- an heim. Sem dæmi um áhrif þeirra má nefna, að þegar All- ende réðst á EI Mercurío f kosn- ingabaráttunni fyrir óheiðarlega blaðamennsku fékk CIA sam- þykktar stuðningsyfirlýsingar við blaðið frá fjölda erlendra blaða og „alþjóðlegum blaðamanna- samtökum” eins og segir i skýrsl- unni. Þeir eru fleiri en þingmennirnir hans Churchs sem hafa rannsak- að starfsemi CIA. Félagsfræðing- urinn John Pollock við Rutgers háskólann hefur kannað umfjöll- un sex bandariskra stórblaða um málefni Chile á tveimur árum meðan Allende var við völd. Með greinargóðum rökstuðningi og til- vitnunum segir hann að umsagnir blaðanna um Allende hafi allar verið i þessum dúr: „Allende er einangraður. Þau pólitisku, fé- lagslegu og efnahagslegu vanda- mál sem Allende glimir við eru kreppukennd. Þeir sem bera á- byrgð á kreppunni eru allir vinstrimenn. Hlutverk banda- riskra auðhringa I Chile hefur verið jákvætt. Illar grunsemdir Allendes um auðhringana og að- gerðir hans gegn þeim eru byggð- ar á fölskum forsendum”, Það þarf ekki mikla skarp- skyggni til að sjá hver hér heldur um penna. En meðal annarra orða: hverj- ir eru fulltrúar CIA i islenskum blaðaheimi? —ÞH (byggtá Information) LAUS STAÐA Staða fræðslustjóra i Reykjanesumdæmi samkvæmt Iög- um nr. 63/1974, um grunnskóla, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. janúar 1976. Menntamálaráðuneytið 19. desember 1975. Eiginmaður minn Jón B. Hjálmarsson, prentsmiðjustjóri Brúnavegi 12 lést í Borgarspítalanum 18. des. Laufey Karisdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.