Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 4
4 SlDA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 20. desember 1975. DJÓÐVHHNN MÁLGAGN SÓSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS ’tJtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri; Rinar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. RÍKISSTJÓRNIN ÞEKKIR SÍNA Það er ekki nóg, að rikisstjórnin sviki eigin hátiðlega yfirlýsingu um að 12% vörugjaldið falli niður nú um áramótin, heldur skal 20% söluskattur ásamt heild- sölu og smásöluálagningu leggjast ofan á þær 2.200 miljónir, sem rikisstjórnin hyggst taka með vörugjaldinu á næsta ári. Á alþingi i fyrradag felldi allt stjórnar- liðið i neðri deild tillögu um að verslunar- álagning skyldi ekki leggjast ofan á vöru- gjaldið — og það að viðhöfðu nafnakalli (einn Framsóknarmaður sat hjá!). Um leið og rikisstjórnin leggur nýja og nýja skatta á almenning, m.a. með stór- hækkuðu vöruverði, — þá finnst þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins alveg sjálfsagt, að láta ekki þar við sitja — heldur rétta þeir svona i leiðinni eigendum verslunarfyrir- tækja hundruð miljóna króna i aukinn gróða, með þvi að gefa þeim kost á að taka verslunarálagningu af vörugjalds- skattinum. Þvilik leikni i sinu stéttarlega hlutverki! Þvilikt botnlaust tillitsleysi gagnvart .mjög alvarlegum aðvörunum verkalýðs- samtakanna um óhjákvæmilega harðvit- uga kjarabaráttu, ef rikisstjórnin neiti að snúa við af sinni pólitisku braut! — k. ÞJOÐYILJINN OG ÞU Um þessar mundir leitar Þjóðviljinn enn einu sinni til velunnara sinna um f jár- hagslegan stuðning, svo tryggð verði áframhaldandi útkoma blaðsins. Eftir þrjá daga, það er á Þorláksmessu, verður dregið i Happdrætti Þjóðviljans, og viljum við með þessum linum eindregið hvetja alla stuðningsmenn blaðsins til að leggja fram liðsinni sitt og gera skil fyrir heimsendum miðum nú fyrir jólin. Á næsta ári eru 40 ár liðin siðan Þjóð- viljinn hóf göngu sina, en það var þann 31. október 1936, réttum 50 árum siðar en Skúli Thoroddsen hóf útgáfu blaðs sins með sama nafni, en það var ekkja Skúla, Theódóra Thoroddsen, sem árið 1936 gaf hinu nýja blaði það stolta nafn, Þjóðviljinn — þá þegar nafn mikilla minninga og stórrar sögu Siðan eru brátt liðin 40 ár. Samkvæmt borgaralegum lögmálum viðskiptalifsins hefur útkoma Þjóðviljans frá þvi fyrsta mátt kallast kraftaverk. Hefðu þau lögmál verið látin gilda hefði Þjóðviljinn ekki komið út i eitt ár, hvað þá fjörutiu. Aðeins mikil og óbrigðul fórnfýsi þess fjölda, sem þekkt hefur gildi blaðsins sem baráttutækis i sókn og vörn fyrir málstað islenskrar verkalýðshreyfingar, fyrir sósialisma og þjóðfrelsi, — hefur fyrr og siðar gert það kleift að halda blaðinu úti i blóra við „lögmál efnahagslifsins”. Það hefur alltaf verið til nóg af fólki, sem átt hefur erfitt með að hugsa sér is- lenskt þjóðfélag siðustu 40 ár án Þjóð- viljans og það hefur sýnt hug sinn i verki. Það eru þessar rætur út á meðal alþýðu landsins, sem tryggt hafa Þjóðviljanum lif; visni þær hættir blaðið að vera til, enda hefur það þá fyrirgert tilverurétti sinum. Það er viða minna um fjármuni á is- lenskum alþýðuheimilum nú en verið hef- ur hin siðari ár, en það er ekki minna en var á fátæktarárunum fyrir strið, þegar Þjóðviljinn hóf göngu sina á ný. Og þvi ákafar sem sú rikisstjórn peningavaldsins, er nú fer með völd á Is- landi, gengur fram i að niða niður lifskjör verkafólks og allrar alþýðu, þeim mun brýnni verður þörfin fyrir baráttumál- gagn alþýðu, fyrir Þjóðvilja, sem standi undir nafni.' Þess vegna snúum við okkur enn sem fyrr til fjöldans og leitum stuðnings. Sá stuðningur sker úr um lif eða dauða þessa blaðs. Það er stundum fullyrt, að dagblöð þau, sem hér eru gefin út njóti styrks frá rik- inu, og ættu þvi ekki að þurfa að kvarta. Slikt er fjarri öllum sanni. íslenska rikið kaupir nokkur eintök af dagblöðunum, og er þeim dreift til nokkurra rikisstofnana, fyrst og fremst til sjúkrahúsanna. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu nú er ekki einu sinni gert ráð fyrir greiðslum, sem duga til að borga þessi blöð, og áhorfsmál er, hvort greiðslurnar dugi fyrir fengnum blöðum i ár, 1975. Hins vegar láta blöðin hinu opinbera, rikinu og rikisstofnunum, i té margvislega ókeypis þjónustu, og má sem dæmi nefna ókeypis auglýsingu dag- skrár útvarps og sjónvarps, sem kosta myndi tug miljóna króna á hvert blað yfir árið, ef fullt gjald kæmi fyrir. í viðskiptum Þjóðviljans og rikisins er það rikið, sem er þiggjandinn, en ekki blaðið. Þess vegna eru það lesendur blaðsins, — og þeir einir, sem við treystum á. —k 'KUPPT... „Hef aldrei fengiö svo skrautbúið fylgdarlið á kamarinn” i blaðinu Vegamótum sem AI- þýðubandalagsmenn I Hafnar- firði gefa út birtist viðtal við Sumarliða Hjálmarsson, sem varð illilega fyrir barðinu á kosningasvindli ihaldsins á Hnifsdal . 1927. Viðtalið við Sumarliða fer hér á eftir I heild: „Hann heitir Sumarliði Hjálmarsson og hefur verið sjó- maður alla sina tið. Við hittum hann eitt kalt kvöld um daginn og hann bauð okkur inn. Þeir voru að rifast i útvarpinu, þing- mennirnir, um samninginn við þjóðverja og Sumarliði sagði að ihaldið sviki alltaf. „Það hefur alltaf svikið. Mér er það enn i fersku minni hvernig það sveik i Hnifsdal 1927 þegar ég kaus i fyrsta sinn. Ég var óttalegur bjálfi þá i pólitik, vissi ekkert i minn haus. Hafði verið á spitala um vetur- inn, en var kominn um vorið út i Hnifsdal og boröaði hjá Jónasi Þorvaldssyni þar. Það var önd- vegismaður, ihaldsmaður reyndarog kaupmaður, en hann og flokksbræður hans úr Sjálf- stæðisflokknum tróöu mér inn á kjörskrá, þeir vildu endilega að ég kysi, þótt ég væri ekki nema tuttugu og fjögurra og hálfs árs, en á þessum tima fengu menn ekki kosningarétt fyrr en tuttugu og fimm ára. Mér var alveg sama þótt ég kysi. thalds- frambjóðandinn var Jón Auð- unn Jónsson, en Finnur Jónsson var i framboði fyrir Alþýðu- flokkinn. Sjáifsagt hefði ég kos- ið Jón Auðunn hefði ég kosið annars staðar, ég veit það reyndar ekki. Þessi Jón Auðunn var lengi þingmaður Isfirðinga. Þarna i Hnifsdal var kosið hjá hreppsstjóranum, sem þá var Hálfdán Hálfdánarson. Og það var kosið á svipaðan máta og nú er gert þegar kosiö er utankjör- staða. Maður var látinn skrifa náfn frambjóðandans á miða sem limdur var aftur og fylla siðan út fylgiskjal. Það var róið i mér að kjósa, og endilega Jón Auðunn vegna þess að ég fékk að éta hjá Jónasi. Á kjördag fór ég svo og skrif- aði Finnur Jónsson á miðann. Þegar ég kom niður á bryggj- una þar sem við vorum að vinna, sagði verkstjórinn að ég hefði átt að taka atkvæðið og fara með það sjálfur, en ekki fá Hálfdáni hreppstjóra þaö. Það lék nefnilega grunur á að þeir myndu falsa kosninguna. Við snerum þá tveir aftur og báðum um að fá atkvæðin okkar, við ætluðum að fara með þau sjálf- ir. Við fengum atkvæðin. Vegna þessa gruns um svik, ákvað ég að opna atkvæðið mitt. Þar stóð þá Jón Auðunn. Fleiri rifu upp sin atkvæði og alls staðar stóð Jón Auðunn. Þá höfðu þeir það þannig höfðingjarnir, að þeir höfðu tilbúna atkvæöaseðla með nafni ihaldsframbjóðandans og skiptu um, þegar við réttum þeim okkar seðla. Sýslumaðurinn, Oddur Gisla- son, kom siðan og lét okkur sverja okkar framburð. Ihaldið var ákaflega aumingjalegt yfir þessu. Reykjavikurihaldið sendi siðan vestur einhvern Steindór Guðmundsson, og var hann sett- ur rannsóknardómari i málinu. Ég var á linubát frá Hnifsdal og þeir komu i fjöruna nokkrir borðalagðir einu sinni þegar við komum að. Ég þurfti að ganga örna minna þarna i fjörunni, en það var ekki leyft nema lög- reglumaður fylgdi mér. Ég hef aldrei fengið svo skrautbúið fylgdarlið á kamarinn, hvorki fyrr né siðar. Aðilar málsins voru siðan yfirheyrðir, ég, fleiri kjósendur, hreppsstjórinn og fulltrúi hjá honum. Rithandir okkar voru bornar saman. Þeir héldu þvi fram að sannanir væru ekki nægar i málinu og ihaldið fyrir vestan talaði um það hástöfum að viö hefðum logið þessu upp. Svo rithandarsýnishorn okkar voru send út til Scotland Yard. Úrskurður þeirra kom strax, fölsunin var augljós og eftir málaþóf voru þeir sakfelldir, Hálfdán hreppsstjóri og fulltrú- inn á skrifstofunni. Jón Auðunn Jónsson sat á þingi allan timann sem mála- reksturinn stóð, eða þrjú ár. Eftir þrjú ár var kominn úr- skurður frá Hæstarétti, þeir fengu báðir fangelsisdóm. íhaldið var gott við sina, það er venjan aö hlifa þessum fyrir- mönnum. fhaldið kemur kurteislega fram við sina menn. Ég er viss um að kosningasvindl hefur verið viðhaft áður þarna fyrir vestan og sjálfsagt viðar. 1 þessu máli voru sannanir t.d. nægar, en þar sem ihaldið hefur völdin, er þeim jafnan misbeitt. Dómarnir i þessu máli voru ótrúlega vægir” Sumarliði fæddist 1902 á Glúmstöðum i Sléttuhreppi. Átta ára að aldri flutti hann i Hnifsdal þar sem hann ólst upp hjá fósturforeldrum sinum og Sumarliði Hjálmarsson var heimilisfastur hjá þeim lengi, einnig á tsafirði, en þaðan fór hann 26 ára, siðan til Reykjavikur og loks til Hafnar- fjarðar 1947, og hér hefur hann siðan búið. „Ég var alltaf til sjós, alltaf á minni bátum, ýmist á netum eða linu og lengi mótoristi”, sagði Sumarliði að lokum. Hann veiktist þegar hann var sjötugur og hefur siðan tekið lif- inu rólegar en áður. „Ég læt tryggingarbæturnar duga”, sagði hann og brosir hálfvegis afsakandi. —” SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.