Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.12.1975, Blaðsíða 19
Laugardagur 20. deseinbcr 1975. ÞJÖDVILAINN — SIÐA 19 Logi Kristjánsson, bæjarstjóri: Ötrúlega mikið hefur unnist „Ef horfteryfir þaðár iheild, sem liðið er frá þvi að snjóflóðið féll á bæinn má segja að upp- byggingin hér hafi gengið vel. Eins og eðlilegt má teljast i svona ástandi fer margt úr- skeiðis, en ótrúlega mikið hefur þó unnist upp. Nokkuð vantar á;að atvinnulif og bæjarbragur allur sé kominn i sama horf og fyrir snjóflóðin. Bæjarfélagið hefur fengið góðan stidning viðsvegar að og vil égnotaþetta tækifæritil þess að koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra, sem hafa stutt okkur með ráðum og dáð. Afkoman verður ef að lik- um lætur nokkru erfiðari fyrir bæjarfélagið á næsta ári en á þvi sem er að liða vegna ýmissa skuldbindinga sem það hefur þurft að taka á sig. Ég vil einnig þakka norðfirð- ingum sjálfum frábært starf þeirra við uppbygginguna. Hér hefur verið unninn geysilangur vinnudagur allt þetta ár og mik- ið unnist eins og áður sagði. Hér hefur verið fjárfest fyrir um 8 til 900 miljónir i bræðslunni og Steypusalan og önnur fyrir- tæki hafa fjárfest fyrir 70 til 100 miljónir. A siðasta ári fækkaði nokkuð hér I Neskaupstað en á þessu ári hefur norðfirðingum fjölgað um eitt prósent og verða um ára- mótin 1675, og er það ef til vill til marks um þá bjartsýni, sem hér rikir. Þrátt fyrir það að allur kraft- ur hafi verið settur á uppbygg- inguna hefur þó tekist að mestu að halda áfram öðrum nauðsyn- legum framkvæmdum bæjarfé- lagsins, svo sem byggingu sjúkrahússins og leiguibúða. Einnig hefur talsvert verið gert til úrbóta i vatnsmálum. Ég vil að endingu endurtaka þakklæti mitt og bæjarfélagsins til allra þeirra sem unnið hafa Neskaupstað vel á þessu ári.” Ólafur Gunnarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar: „Braeöslan tilbúin fyrir loðnuvertíö” „Þetta stendur þannig hjá okkur núna að verksmiðjuhúsið sjálft er að mestu búið, nema hvaö vantar hurðir og verið er að vinna að að- stöðu fyrir starfsfólk. Þá er unnið að þvi aö ganga frá vélum i verk- smiðjunni. Ailar vélar og öll tæki eru nú komin hingaö, sömuleiðis allir varahlutir, en það hefur tek- ið geysilegan tima að fá alla þessa hluti hingað. Nú, á mjöl- geymsluna vantar enn þakið og eina hliðina, en búið er að flytja tvo hráefnisgeyma hingað og tveir verða fluttir á nýja staðinn eftir hátiðarnar. Þá er mikið verk eftir f löndunarbúnaði.” Þetta sagði Ólafur Gunnarsson, forstjóri Sildarvinnslunnar á Neskaupstað, meðal annars, er Þjóöviljinn ræddi við hann i gær. Hann sagði ennfremur: — Nú eru aðkomumenn allir að fara heim i jólaleyfi. Um þrjátiu járniðnaðarmenn frá Akureyri og Reykjavik og viðar hafa verið hér undanfarnar sex vikur, auk margra smiða og heimamanna. Ætli það hafi ekki verið um sextiu manns sem unnið hafa að endur- reisn verksmiðjunnar upp á sið- kastið. Aðkomumennirnir koma aftur þriðja janúar, og þá verður byrjað aftur af fullum krafti, og heimamenn vinna hér áfram yfir jólin. Viö vonumsttil að verksmiðjan verði komin i það ástand um mánaðamótin janúar-febrúar að hægt verði að taka á móti loðnu.” — Hér hefur verið stöðug vinna i frystihúsinu frá þvi að vinna hófst þar á ný i lok mars. Togar- arnir hafa þó aflað um 20% minna i ár heldur en i fyrra. Þá höfum við verið með fiskverkun og nið- urlagningu, þar sem vinna að staðaldri um tiu manns.” „Þegar spurt er hver verði rekstrarafkoma verksmiðjunnar á komandi loðnuvertið, getum við engu svarað. Endanlegu uppgjöri við Viðlagasjóð er ólokið enn. Við treystum bara á það að það standi sem talaðvar um af hálfu stjórnvalda að séð skyldi til þess að sildarbræðslan yrði rekstrar- hæft fyrirtæki.” Séð inn i fjarðarbotn. Hér sést stálþilið sem rekið var niður á þurru á nýja hafnarsvæðinu, þar sem verður viðlegukantur í vetur. Skuttogarinn Bjartur við viölegukant Sildarvinnslunnar við nýju mjölgeymsluna. Þangaö mun nú flytj- «.ast öll upp-og útskipun á loðnu og öðrum fiskafuröum, og verður þvf ekki aðstaða fyrir bátalegu þar. Nýju hráefnistankarnir. * '<■w Sfldarbræðslan hefur fengið ýmsan nýjan og fullkominn tækjabúnað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.