Þjóðviljinn - 10.10.1976, Side 3
Sunnudagur 10. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Hvað eftir annað eru
látnar i ljós áhyggjur af
þeirri gifurlegu söfnun
upplýsinga um einstakl-
inga, sem á sér stað i
opinberum stofnunum
og svo i einkafyrirtækj-
um. í samantekt i
vesturþýska vikublað-
inu Stern segir á þá leið
að opinberir aðilar einir
festi að meðaltali um
300 mismunandi upplýs-
ingar um hvern borgara
landsins á tölvuspólur.
Og möguleikarnir eru
miklir: i landinu eru nú i
gangi um 22.000 meiri-
háttár tölvur.
Opinberir aðilar hafa upplýs-
ingar um fjölskylduástæður
(ibúaskrár), bólusetningar og
veikindi (heilbrigðiseftirlitið),
fjármál (skattstofur), menntun
(skólayfirvöld), landeignir, um-
ferðabrot osfrv. I tölvumiðstöðv-
um dómsmálaráðuneytisins og
lögreglunnar eru skráð öll afbrot
og refsingar. Og einnig — og það
er öllu lakara eru tölvuskráðar
allar pólitiskar athafnir og sam-
bönd hvers borgara, sem þykja
koma nálægt starfsviði stjórn-
lagadómstólsins. Hvort sem um
er að ræða þátttöku i leyf ðum sem
bönnuðum kröfugöngum, itrekað-
ar ferðir til landa Austur-Evrópu,
eða undirritun skjals gegn striði I
Vietnam eða með hjálp til of-
sóttra i Chile.
Getur þú borgað?
Einkafyrirtækin hafa og flækt
svotil alla borgara i tölvunet sin.
Bankar og sparisjóðir skrásetja
tekjur og eignir viðskiptavina
sinna. „Samband um aimenna
tryggingu lánaviðskipta” i Wies-
baden vakir með tölvum sinum
yfir skuldasiðferði annars hvers
þjóðverja. Og getur gefið lána-
stofnunum á augabragði upplýs-
ingar um það, hvort viðskiptavin-
ur greiði reikninga sina á réttum
tima, hvort hann geri sig sekan
um yfirdrátt á hlaupareikningi
Athugasemdir
um
tölvunotkun:
Þú
ert
til
á
bandi..
eða hvort veð hvili á hiiseign
hans. Einkastofnanir ýmiskonar
safna upplýsingum um það, hver
hafi viðskipti við hvern og hve al-
varlegs eðlis þau séu. Þessar
stofnanir selja og upplýsingar um
einkalif og refsingar sem menn
hafa sætt áður á lifsleiðinni, einn-
ig um fyrnd afbrot
Tryggingafélög skiptast á upp-
lýsingum um veikindi, hrakföll og
sérkenni þeirra sem eru að skipta
um tryggingar. Vöruhús sem af-
greiða eftir pöntunarskrám safna
ekki aðeins heimilisföngum held-
ur og upplýsingum um neyslu-
venjur kúnnanna, og ferðaskrif-
stofur skjóta inn i næstu tölvu
ferðavenjum sinna viðskiptavina.
I tölvum sem mala i sig upplýs-
ingar um starfsfólk fyrirtækja
má rekast á heimildir um sjúk-
dóma, fóstureyðingar og um
gáfnapróf eða hæfnispróf sem
viðkomandi hefur gengið undir.
Nýir möguleikar
Aður fyrr voru slikar upplýs-
ingar — að svo miklu leyti sem
þeim var safnað — geymdar i hin-
um ýmsu handunnu spjaldskrám.
Það var ekki fyrr en tölvur komu
til sögu að unnt varð að tengja all-
ar þessar staðreyndir saman i
heildarmynd af persónu, sem
hver sá gat fengið á nokkrum
sekúndum sem komst að tölvu og
kunni með hana að fara. Og þar
með er komin upp sú hætta, að
upplýsingar um persónur séu not-
aðar með allt öðrum hætti en til
var ætlast
En enda þótt ekki skorti aðvar-
anir er verslun með upplýsingar
um einstaklinga fullkomlega lög-
leyfð. Mörg sveitafélög og ótaldar
bæjarstjórnir reyna til að mynda
að hressa upp á f járhaginn með
þvi að selja ýmsum fyrirtækjum
heimilisföng og fylgja með upp-
lýsingar um aldur, eignir o.fl.
sem t.d. tryggingafyrirtæki telja
sér hag af að vita. En lakara er
þó, að enginn sýnist tryggður fyr-
ir upplýsingastuldi og annarri
vafasamri meðhöndlan. Verða
mörg dæmi undarleg af þvi,
hvernig hægt er að nota tiltölu-
lega saklausar upplýsingar tölvu
ivafasömum tilgangi. Tölvustjóri
einn i stórum þýskum banka hafði
þann sið, að láta niður falla brot
úr pfennig (eyri) þegar gerðir
voru upp vextir við viðskiptavini
— þessi brot sem koma i þriðju
tölu fyrir aftan kommu þegar
reiknað er i mörkum — t.d. 5,676
mörk — færði hann yfir á eigin
reikning og kom sér með þessafi
reikningskúnst upp hálfri miljón
marka.
Hver fer með
tölvuna?
Ekki einu sinni félagsfræðileg-
ar kannanir og spurningaskrár
eru friðhelgar — enda þótt sá sem
þátt tekur i þeim gefi hvorki upp
nafn né heimilisfang. Hann gefur
hinsvegar upp aldur, kyn, náms-
feril og atvinnustétt. Og tölvusér-
fræðingar játa, að með þvi að
hafa nægilegar samanburðar-
staðreyndir við höndina sé hægt
að komast að nafni og heimilis-
fangi hvers manns sem hefur
svarað spurningaskrám af þessu
tagi — enda þótt þátttakendur séu
fimmtiu þúsundir.
Það er þvi ekki að undra þótt
félagsfræðingar láti frá sér fara
spakmæli sem þessi: tölvan er
ekki hættuleg heldur sá sem með
hana fer. Og hafa ærna ástæðu til
ótta einmitt i þvi góða landi
Þýskalandi á þessum tima: þar
eru að ganga í gildi lög um ,,til-
kynningaskyldu” sem breyta
hverri persónu i tólf stafa iykil-
tölu fyrir allar 22 þúsundir tölva
hins opinbera og einkaaðila.
Þetta númerakerfi gerir það
tæknilega mögulegt að allar upp-
lýsingar sem opinberir aðilar
hafa saman safnað um hvern og
einn komi saman á augabragði.
Og það sem getur þýtt framfarir i
leit að glæpamönnum eða hag-
ræðingu i stjórnsýslu getur og
breytt hverjum og einum i varn-
arlausan bút á segulbandi. Þvi að
enginn veit hverskonar upplýs-
ingar það eru, sem læstar hafa
verið i tölvu, né heldur hver gerir
það. Enginn hefur minnstu mögu-
leika á þvi að leiðrétta þær upp-
lýsingar sem hafa verið festar á
band um hann. Og enginn getur
komið i veg fyrir, að þær upplýs-
ingar skili sér áfram til annarra
aðila. Og ef menn hafa enga sam-
úð með þeim sem réttar upplýs-
ingar eru um gefnar þá geta þeir
að minnsta kosti grátið með
þeim, sem hafa af misskilningi
verið skráðir meðlimir i róttæk-
um samtökum og komast ekki i
sæmilegt starf upp frá þvi, hvorki
hjá rikinu né heldur einkaaðilum.
Frumvarp
Þetta tölvumál var i raun eitt af
þvi sem kosið var um i Vestur-
Þýskalandi á dögunum. Stjórn
sósialdemókrata og frjálslyndra
hafði lagt fram frumvarp um
verndun einkalifs fyrir tölvu-
speglasjónum — i þvi fólst meðal
annars að hver maður hefði rétt
til að yfirfara þær upplýsingar
um hann sem opinberir aðilar
hafa fest á spólu, og svo það, að
opinberir aðilar séu skuldbundnir
til að greina mjög nákvæmlega
frá þvi hvers eðlis þær upplýsing-
ar eru sem þeir láta af hendi, og
koma i veg fyrir endurumfjöllun
þeirra til annarra hluta. En bank-
ar, iðjuhöldar og vöruhús hafa
veist mjög hart að þessum lögum,
einmitt vegna þess að þau komi i
veg fyrir eða torveldi viðskipti
nokkur.
VITIÐ ÞIÐ...?
..HVAÐ HÆGT ER AÐ GERA
SVAKALEGA góö kaup á
Föt m/vestl Stakar terelynebu
frá kr. 12.000.— bæöi d-ömu og her
Kjólar frá kr. 2.500.— frá kr. 3.000.—
Peysur frá kr. 1.200.— Rifflaðar flauelsbu
Herraskyrtur frá kr. 1.290.— fra kr. 2.500.—
Kápur frá kr. 6.500.— Herra- og dömubc
Pilsdragtir frá kr. 6.500.— ! ofsa,e8u urvali
Buxna fínflauelspils frá kr' 600 —
frá kr. 1.900.— Skór frá kr. 2.500
Allt mjög góöar og nýlegar vörur
Látiö ekki happ úr hendi sleppa
TÍSKUVERSLUN UNGA FÓLKSINS
KARNABÆR
Útsölumarkaðurinn,
Laugavegi 66, sími 28155