Þjóðviljinn - 10.10.1976, Page 10

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. október 1976 ÓLAFUR KVARAN SKRIFAR UM MYNDLIST Geómetrísk myndgerð Blómaskeið geómetrisks flatarmálverks i islenskri mynd- list er áratugurinn 1950-1960. Þessi myndgerð kom hér fyrst fram á siðari Septembersýning- unura 1951 og 1952. Siðan stofnuðu nokkrir ungir myndlistarmenn, Eirikur Smith, Karl Kvaran, Hörður Ágústsson og Sverrir Haraldsson „Haustsýninguna” 1953 þar sem einvörð- ungu var sýnd geómetrisk mynd- gerð. Á þesum árum var það formsmiðj Hvirfing. 1976. u 1953-1976” og myndlistarskóla íslands um áratuga skeið. Obbann af þessum myndum eða skissum verður þvi að skoða sem kennslu- eða æf- ingamyndir 1 formfræði, þar sem nokkuð hefðbundnar leiðir eru troðnar. Fótó-grafík Þessar kannanir á frumform- unum lágu siðan að nokkru leyti til grundvallar þeim „fótó- graffsku” myndum sem hann sýndi I gallerý SÚM 1972, og hefur tekiö hér með smá sýnishorn. I þessum myndum eru andstæður svarts og hvits sterkar og kröfug- ar og hin geómetrisku frumform eru ávallt til staðar. Þrihrynings- klasar ganga hver inn i annan, tengjast, rofna, eða eru felldir inn i umlykjandi hringform og Paris sem var miðstöð geometri- unnar og það eru fyrst og fremst áhrif þaðan sem komu til með aö stýra þeirri þróun sem varð i islenskri myndlist á þessum ára- tug. Uppruna geómetrisks flatar- málverks má annars rekja ailt til helstu frumherja abstrakt mynd- gerðar i byrjun aldarinnar, til verka holiendingsins Piet Mondrian og rússans Kasimir Malewich. Mondrian hreinsaði myndir siliar þegar á öðrum ára- tugnum af hvers konar skirskotun til hlutveruleikans, og byggði verk sin einungis á formandstæð- unum lóðrétt og lárétt og notaði aöeins frumlitina rautt, blátt og gult. Maiewich gekk enn lengra i formrænni einföldun 1918, þegar hann gerði myndina „Hvitt á hvitu”, sem er hvitur ferningur á hvitum fleti. Næsta skref var þvi að myndflöturinn yrði eitt form, einlitur flötur. Á árunum milli striða fékk geó- metriskt myndmál mikilvægan vettvang i Bauhaus-listaskólan- um i Þýskalandi, sem starfaði á árunum 1919-1933. Þar var kann- aö af mikilli elju eðli forma og lita, og við Bauhaus störfuöu margir af helstu frumherjum abstrakt myndgerðarinnar eins og t.d. Paul Klee, sem i formfræði sinni gekk út frá þrem frumform- um, ferningi, þrihyrningi og hring, og rannsóknir á eðli lita voru ma. stundaðar af Joseph Alberts og J. Itten. Ahrif þessara Um sýningu Harðar Ágústs sonar að Kjarvals stöðum aðferða og rannsókna höfðu ekki aöeins mikið gildi fyrir myndlist- ina, heldur sjónmenntir yfirleitt og kennsluaðferðir i listaskólum. Eftir siðari heimsstyrjoldina fékk geómetrisk myndgerð mikla endurreisn i París og .1947 var þar m.a. stofnaður sýuingarhópurinn „Salon des Réalites Nouvelles”. Þar sýndu listamenn eins og A. Herbin, Vasarely og Mortensen, svo fá- einir af fulltrúum þessarar myndgerðar séu nefndir. A þess- um árum kringum 1950 dvöldu margir islendingar i Paris i lengri eða skemmri tima og urðu fyrir sterkum áhrifum frá geómetri- unni, þar á meðal Hörður Ágústs- son. Formrannsóknir A sýningunni sem Höröur Ágústsson hefur nú sett saman á Kjarvalsstöðum hefur hann valið þann kostinn að sýna verk eða skissur allt frá árinu 1953 til að gefa skoðanda innsýn I þróun formgerðar sinnar. Hér gefst þvi m.a. tækifæri til að sjá hvernig ýmsar hugmyndir, sem hafa fram komið i rannsóknum á formum og formrænu samspili gegnum árin, eru teknar upp aft- ur, unnar i öðru efni og með þvi. Þannig eru þeir þrir kaflar sýn- ingarinnar sem hann hefur gefiö heitin „Samklippur 1955”, „Túss- teikningar 1953-1962” og „Fótó-- grafik 1962” bæði fróðlegir að skoöa i sjálfu sér og sem undan- farar að þeim litabandsmyndum sem hann gerir á árunum 1974- 1976. 1 elstu myndunum frá 1953 eru vangaveltur um frumformin þeg- ar orðnar áleitnar og með árun- um verða rannsóknir hans á þess- um frumeigindum myndamálsins i senn fjölþættari og itarlegri. Hringforminu er ma. ýmist raðað upp lóðrétt eða lárétt á hvitum fleti og með smá tilfærslu á einu eða tveimur er athuguð innbyrðis þensla þeirra og hrynjandi, elleg- ar að þrihyrningur eða ferningur er settur inn I margvisleg sam- hengi. Hringformum og þrihyrn- ingum er einnig þjappað og læst saman, sem i sjónrænni blöndun verða iðandi og sibreytilegir. Þessar formkannanir gefa ágæta innsýn inn I þá rannsóknar- hyggju, yfirvegun og nákvæmni, sem einkenna vinnubrögð hans hér á sýningunni. Þessar rann- sóknir eru annars mjög i þeim anda sem er viðtekinn i listaskól- um um allan heim og eiga sér ræt ur i formfræðirannsóknum Bau- haus-skólans, en Hörður kenndi einmitt formfræði við Handiða- mynda þéttriðið net. 1 þessari „fótó-grafik”, hefur höfundi oft tekist á áhugaverðan hátt aö ná fram til hnitmiöunar og ná- kvæmni i formrænu samspili. Litbandamyndir Það má eflaust segja að þær lita bandsmyndir sem Hörður hefur unnið að undanfarin tvö ár séu samtvinnaöur árangur af hans eigin formkönnunum, og kynnum hans af bæði op-listamönnum (Vasarely, o.fl.) og hinu nýja gemóetriska flatarmálverki sem hefur þróast i Bandarikjunum frá 1960, (Frank Stella, E. Kelly o.fl.) Hörður hefur valið sér all-óvenju- legan efnivið til að vinna með, en það eru litabönd, sem i daglegu tali kallast „teip”. I þessum myndum leggur hann oft eldri formhugmyndir til grundvallar, en gefur þeim nýtt gildi þar eð frumlitirnir hafa nú leyst af hólmi svart, hvitt og grátt, sem áður var ráðandi. Þar sem áður var einvörðungu kannað eöli og af- staða grunnforma, fernings, hrings og þrihyrnings, þá hefur hann I þessum verkum breikkað rannsóknarsvið sitt og áherslan ernú á eðli litarins, stærð hans og andstæðuverkun. Hér er sem sagt sambýli litanna kannað út frá þeirri meginforsendu að enginn litur hefur algilda merkingu, heldur er ávallt háður þvi sam- hengi sem hann er settur i. Form- gerðin er af margvislegum toga, sum verkin einkennast af sam- verkun láréttra litabanda, sem eru ýmist þétt eða grisjuö og um leið er gildi litarins umbreytt, bæði hvað snertir tón og þenslu. En sambýli litanna verður einnig nánara. Það sem i fyrstu skoðun viröist vera ákveðin endurtekn- ing lina, ferninga eða depla, um- breytist við nánari skoðun. Depl- arnir virðast hreyfast, linurnar bylgjast og allur myndflöturinn þenst og dregst saman, allt eftir þvi gildi sem liturinn fær i sam- býli sinu við næsta lit. Þó nokkur af þessum verkum séu ef til vill fyrst og fremst á- hugaverð sem rannsókn eða skýrsla um nábýli lita, þá eru hér einnig verk, þar sem liturinn er virkjaöur á áhrifamikinn hátt og binst saman i hnitmiðaða og kraftmikla heild. Má þar nefna verkin „Þrísnældur”, „Hvirf- ing”, „Gluggar” og „Striklota”. Þegar á heildina er litið þá veitir þessi sýning ágæta innsýn 1 óvenjulega kerfisbundin og igrunduð vinnubrögð höfundar og hreinræktun hans á frumeigind- um myndmálsins gefur honum nokkra sérstöðu i islenskri mynd- list i dag. ólafur Kvaran.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.