Þjóðviljinn - 10.10.1976, Page 12

Þjóðviljinn - 10.10.1976, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. október 1976 Sunnudagur 10. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Ekki hægt að bíða öllu lengur með ákvörðun um hvenær tækin verða endurnýjuð og þá hvort farið verður útí litasjónvarpeða áfram haldið að senda út í svart/hvítu myndir og texti: S.dór Hörbur Frlmannsson, yfirverkfrseðingur sjónvarpsins Rætt við Hörð Frímannsson yfirverkfræðing sjónvarpsins Tæki sjónvarps á síðasta snúning ■á&nistiS M m 1 * ■X m " • tm »]aa. 3; sSJ a £3? Upptökustjórnborð, eitt af þvf sem endurnýja þarf. Nýjasta og besta myndsegulbandið hjá sjónvarpinu. Eitt af fáum tækj- um þess sem nota má áfram ef farið verður yfir i lit. Fiimusýningarvéfarnar eru orðnar gamlar og slitnar. islenska sjónvarpið átti 10 ára afmæli fyrir viku. Ef allt hefði verið með felldu, hefði átf að minnast þessara tímamóta með pomp og pragt/ en það var ekki gert, aðeins starfsfólk þess gerði sér glaðan dag, kvöldstund á fimmtudegi, þeim degi vikunnar sem ekki er sjónvarpað. Ein- hver orð munu samt hafa verið látin falla hjá þeim sem ráða ferðinni í sjónvarpsmálum okkar, en borið saman við það upp- spennta orðskrúð og þá sæluvímu, sem forráða- menn þjóðarinnar og sjón- varpsins héldu á lofti og voru í, þegar sjónvarpið tók til starf a f yrir 10 árum, voru ræður manna, þ.e. þeirra fáu sem tóku til máls opinberlega í tilefni af afmælinu, nánast skylduverk, sem ekki var hægt að komast hjá. Og hver ætli orsökin sé? Mann býður í grun að hún sé fyrst og fremst sektar- kennd, vegna þess hvernig að þessari stofnun hefur verið búið þau 10 ár sem hún hefur starfað. Fólk segir a6 islenska sjónvarpiö sé lélegt og starfs- menn þess viöurkenna aö þaö gæti veriö miklu betra, ef það heföi fjármagn til þess aö starfa eölilega, en þaö heldur þvl jafn- framt fram aö svo sé ekki og aö sjónvarpiö sé eins gott og frekast má veröa miöaö viö þau starfs- skilyröi, sem fyrir hendi eru. Sennilegt er, að sjónvarpiö verði alltaf mjög umdeildur fjölmiöill, mun umdeildari en nokkur annar, vegna þess aö nær allir horfa á sjónvarp og útilokaö er aö gera svo öllum liki. Ef fólki líkar ekki eitthvert dagblaö, þá einfaldlega kaupir þaö ekki blaöiö, en þannig veröur það seint meö sjónvarpiö. En til þess aö sjónvarpið okkar sé gott, þarf fjármagn. Þaö veröur aö hafa góö tæki og þaö fé sem þarf til aö gera góöa dagskrá. Þessu er ekki og hefur aldrei ver- iö til aö dreifa. Og nú tala menn um litasjónvarp, rétt eins og aö kaupa sér nýja skyrtu. Hvernig á sjónvarpiö, sem enn hefur ekki fengiö nægilegt fé til aö koma dreifikerfinu um landiö i viöun- andi horf, aö fjármagna skipti yfir i litasjónvarp? Þetta er spurning sem hlýtur aö vera erfitt aö svara, en henni verður þó aö svara og þaö strax. Biöin eftir þvi aö taka ákvöröun um hvenær lita- sjónvarp verður tekiö upp kostar þjóöina stórfé og skapar sjón- varpinu ómælda erfiöleika. Sann- leikurinn er nefnilega sá, aö mik- ill meirihluti allra tækja sjónvarpsins er orðinn úrsér genginn og veröur aö endurnýjast mjög fljótlega og hvort á þá aö kaupa tæki fyrir litaútsendingu ellegar fyrir svarthvita út- sendingu? Meiri hluti sjónvarps- tækja almennings er aö ganga úr sér. Hvort á þá fólk aö kaupa aft- ur svart/hvitt tæki ellegar lita- sjónvarp? Vegna þessa veröur aö fara aö svara þeirri spurningu hvenær litsjónvarp kemur. Veröur þaö eftir 1 ár, 5 ár eöa 10 ár? Til þess aö ræöa þessi mál og mörg fleiri varöandi tæknibúnaö sjónvarpsins, fórum viö á fund Haröar Frimannssonar, yfir- verkfræöings sjónvarpsins og báöum hann segja okkur frá hvernig þessi mál standa. Byrjunin — Þaö væri ekki úr vegi Höröur aö þú segöir fyrst frá þvi hvernig sjónvarpiö var búiö tæknilega þegar þaöhóf starfsemi sina fyrir 10 árum? ,,Ég var ekki starfandi hér fyrstu árin, en mér er þó aö sjálf sögöu kunnugt um hvernig tæknibúnaöurinn var og get sagt þér frá þvi I stór- um dráttum. I fyrstu var um ; lánstæki aö ræöa. Frændur okkar á Noröurlöndum lánuöu okkur bifreið, sem var búin upptöku- tækjum og fjórum Marconi- myndavélum. Þessari bifreiö var ekiö inni sjónvarpshúsiö og hún notuö sem stjórnstöö fyrir myndavélarnar i upptökusalnum. Og meö þessum lánstækjum var sjónvarpið rekiö I rúmt ár. Eftir áriö eöa svo, komu nýjar mynda- vélar og stjórnstöð i húsiö. Og meö þeim tækjum hefur sjónvarpiö veriö rekiö siöan.” — Þegar þessi tæki komu, svoru þau þá ný og góö? ,,Já, þau voru þá meö þvi nýj- asta sem til var. Þetta var fyrsta útgáfan af „transistoriseruðum” myndavélum frá þýsku fyrir- tæki. En þaö komu fram ákveönir gallar I þeim þar sem þau voru af nýrri gerö og tæki sem siöar komu á markaöinn af þessari gerö voru miklu fullkomnari.” — Fyrst þessi tæki voru ný þeg- ar þau komu fyrir 9 árum er þá sjónvarpiö vel búiö tækjum, tæknilega séö? „Nei, og þar aö auki erum viö meö litiö af tækjum, eöa eins litiö og hugsanlega er hægt að komast af meö. Okkur vantar sárlega ákveöin tæki. Má þar nefna aö okkur vantar algerlega tæki til aö taka upp efni utanhúss og senda beint út. Þaö má minna á i þessu sambandi aö viö heföum ekki getaö sjónvarpað frá þjóö- hátiöinni á Þingvöllum 1974 nema af þvi aö norömenn lánuöu okkur tæki til þess, svo og mannskap. Þessi tæki sem okkur vantar svona sárlega eru kölluö „link- tæki”. Og okkur vantar ýmislegt annaö. Má þar til nefna aö upp- tökubifreiöar okkar eru ekki full- komnar, þannig aö viö erum ekki vel búnir tækjum.” Tækin ganga úr sér „En þaö sem kannski er alvar- legast I öllu þessu máli er þaö, aö flest tækin okkar eru aö veröa 10 ára gömul og sum eldri, þau þeírra, sem viö höfum fengiö not- uö. Og venjulegur endingartimi svona tækja er 7-10 ár og þvi er komið aö þvi aö þaö verður aö fara aö endurnýja þau.” — Þýðir þetta þá, aö þaö hafi enginn þróun átt sér staö sl. 9 ár i tækja- og tæknibúnaöi ykkar? „Nei, ekki vil ég segja þaö. Viö höfum fengiö nokkur ný tæki. Fyrir stuttu fengum viö nýtt og mjög fullkomiö myndsegulbands- tæki, sem er meö þvi fullkomn- asta sem til er I dag. Og nokkur minniháttar tæki höfum viö fengiö. En þetta segir samt ekki mikiö þegar á heildina er litiö. Þaö má kannski segja aö viö höf- um verið aö éta okkur upp innan- frá. Við höfum ekki getað lagt fyrir fé til eölilegrar endurnýjun- ar á tækjum og nú er sumsé aö koma aö þvi aö mikinn meirihluta allra tækja þarf aö endurnýja og þá allan I einu”. — En hvar kreppir skórinn fast- ast aö, hvaö liggur mest á aö endurnýja? „Þessu er dálitiö erfitt aö svara, öll þessi tæki vinna þannig saman aö mjög erfitt er aö vera meö ný og fullkomin tæki i einu, en gömul og úrséreengin I ööru.” — En hvenær telur þú aö þaö veröi aö endurnýja tækin? „Þessu er lika afar vont aö svara, þaö má lengi lappa uppá hlutina meöan útilokaö er aö endurnýja þá, en ég tek fram aö slikt er ekki hægt endalaust og þaö er tiltölulega skammur endingartimi eftir I flestum tækj- um okkar.” Litatæki eöa svart/hvít tæki „En það er eitt i þessu sam- bandi sem ég vil taka fram I framhaldi af umræöum um lita- sjónvarp eöa ekki litasjónvarp. Þaö er heldur óskemmtileg til- hugsun ab fara aö endurnýja öll þessi tæki fyrir svart/hvitt sjónvarp. 1 fyrsta lagi eru svart/hvitu tækin óeölilega dýr og svo er alveg óvist hve lengi er hægt aö fá varahluti i slik tæki lengi, þar sem litasjónvarp er komiö um svo til allan heim. Þess vegna er þaö aö okkar dómi rétt aö endurnýja tækjabúnaö sjónvarpsins meö litasjónvarp fyrir augum. Og þaö er mjög æskilegt aö fara aö vinna aö þvi máli strax, þvi fyrr því betra.” — Er ekkert af þeim tækjum sem þiö eigiö nú, nothæft viö lita- útsendingu? „Jú, þrjú af fjórum myndsegul- bandstækjum okkar. Þaö nýjasta er fyllilega nothæft fyrir lit, bæöi upptöku og útsendingu. Hin tvö eru nothæf fyrir litaútsendingu, ekki upptöku. En þaö fjóröa er ekki hægt aö nota viö litaút- sendingu." — Geturöu nefnt tölu, sem þaö myndi kosta aö endurnýja öll þau tæki sem þarf fyrir litasjónvarp? „Nei, ég get þaö nú eiginiega ekki og eins kemur þaö til aö viö myndum eðlilega endurnýja þetta I áföngum. Þaö fyrsta yröi efalaust þaö, aö lagfæra hluti i stjórnkerfi hússins, sem giskaö er á aö kostaimyndi 10 milj. kr. Siöan myndum viö fá okkur litmynda- vélar, 3 litlar vélar sem myndu kosta um 20 milj. kr. Siðan kemur ýmislegt til. Eitt er aö fá okkur litaskanna, en litaskanni er notaö yfir sýningarvél og sjónvarps- upptökuvél, sem er sambyggt. Þannig aö hægt sé aö sýna litfilrn- ur. Annar möguleiki er aö fá hin svo nefndu ENG tæki, sem allir eru svo hrifnir af, en þaö eru litlar elektróniskar myndavélar og myndsegulbönd. Þau eru þannig aö fréttamennirnir geta fariö út meö slik tæki og komið meö fréttirnar I lit. Slikt sett myrJ' kosta 10 til 15 milj. kr. Þetta, sem ég nú hef nefnt eru þó aöeins lágu upphæöirnar viö þaö aö skipta yfir I lit. Ef fariö veröur yfir I lita- sjónvarp yröum viö hreinlega aö fá nýtt stúdió meö litabúnaöi, stærri myndavélum og öðru og þá erum viö ekki aö tala um 10 til 20 milj. kr. heldur kannski 300 milj. kr. Þá þyrftum viö aö fá litaupp- tökubifreiö, sem kostar einhvers- staöar á milli 70 og 90 milj. kr. Þannig aö þaö kostar tæplega undir 400 milj. kr. aö litvæöa okkur fullkomlega. En ég vil undirstrika þaö, aö slfkt kemur vart til greina nema I mörgum áföngum. Og I sambandi viö stúdfóiö semég nefndi áöan og þær 300 milj. kr. sem áætlab er aö þaö kosti, er innifalib aö byggja hér á bakviö húsiö, viö þaö stúdió sem fyrir er, en viö höfum veriö meö þær hugmyndir á lofti.” — Er þaö samdóma álit ykkar yfirmanna sjónvarpsins aö lit- væöa sjónvarpið þegar aö þvi kemur aö endurnýja veröi tækja- búnaðinn? „ Já, þaö er samdóma álit okkar allra, viö teijum annaö ekki koma til greina.” — En kemur þaö til greina aö endurnýja tækin fyrir svart/hvitt sjónvarp? „Ég vona ekki og ég get eigin- lega snúiö þessu viö. Þetta er ekki lengur spurning um þaö hvenær viö förum I lit, heldur hvaö viö getum haldiö lengi enn áfram meö svart/hvitt sjónvarp. Tækin eru oröin svo gömul aö þaö er oröiö afar erfitt aö fá varahluti i þau, sumt þarf hreinlega aö sér- smiöa og það veröur erfiöaraog erfiöara meö hverju árinu sem liður aö halda þessum tækjum gangandi.” Dreifingarkerfið — Þá komum viö aö þessu stóra máli dreifingarkerfi sjónvarpsins um landið, hvað liöur endurbót- um á þvi? „Já, þaö er rétt aö fólk kvartar viöa um land yfir þvi aö mynd- gæöi i sjónvarpinu séu slæm og fólkið gerir þetta meö fullum i rétti. Þaö mál allt stendur þann- ig, aö sjónvarpiö fær tollatekjur af innfluttum sjónvörpum og sjónvarpsloftnetum. Þær tekjur eru notaöar til dreifikerfisins. En þær tekjur hafa veriö svo litlar undanfarin ár, aö þær hafa ekki einu sinni nægt fyrir afskriftum og afborgunum á erlendum lán- um, sem viö urðum aö taka til dreifikerfisins á sinum tima. Þaö er þvi alls ekkert fé til aö setja i dreifikerfiö, hvorki til aö auka þab og bæta né til viðhalds. Framundan blasir þvi viö aö dreifikerfiö fer aö dragast sam- an. Ég fæ ekki séö aö neitt sé hægt aö gera I þvi máli fyrr en viö fá- um nýjan tekjustofn til endurbóta á dreifikerfinu. En þrátt fyrir þetta höfum viö reynt aö klóra i bakkann, og veriö aö smákoma á grunndreifikerfi, sem kallab er, þ.e. örbylgjukeöju frá Reykjavik aö Vaðlaheiði, sem myndi koma efninu mjög góöu inná sendana. En sem stendur erum viö meö þaö kerfi aö efniö er sent frá ein- um sendi til annars og alltaf versnar merkið, eftir þvi sem fleirisendar taka viö. En meö ör- bylgjukerfinu hverfur þetta og myndgæöin eru allsstaðar jafn góö eöa svo gott sem. Þetta nýja kerf i veröur tekiö I gagniö I haust. Þaö veröur strax mikil bót aö þessu fyrir allt svæöiö frá Reykjavik til Akureyrar en eftir sem áöur eru Vestfiröir og Aust- firöir útundan, og þvi veröur meö einhverjum ráöum aö halda þessu áfram. En þaö sem gert hefur veriö i sambandi viö þetta örbylgjukerfi hefur tekiö mörg ár, enda eins og ég sagöi áöan, viö höfum nær ekkert fé til aö setja i þetta og ástandiö versnar stööugt. Og þá komum viö aö einu atriöinu af mörgum sem veldur þvi aö viö hjá sjónvarpinu viljum fara yfir I lit. Tekjur sjónvarpsins myndu aukast verulega, m.a. tollatekjur af litasjónvörpum og viö gerum okkur einnig vonir um aö fá aö hækka afnotagjaldiö eftir ,aö litasjónvarp kemst á.” • — Er þetta örbylgjukerfi notaö allsstaöar erlendis? „Ég held aö þaö sé allsstaöar notaö. Þetta sendakerfi okkar er oröin hrein undantekning. Þaö er valiö á sinum tima, og kannski af full mikilli bjartsýni og vegna of litilla peninga, þaö var mun ódýr- ara, en þetta var gert til aö hraöa sem mest dreifingu sjónvarpsins, þótt þaö yröi á kostnað gæöanna. Viö getum ef til vill sagt aö valiö hafi veriö vafasamt, en á móti kemur aö viö komum sjónvarpinu upp á mjög stuttum tima og eins þaö aö bylgjutækin voru ekki eins góö og örugg þá, eins og þau eru i dag og þess vegna er þetta val afsakanlegt.” Jarðstöð — Jarðstöð virðist vera oröiö einskonar töfraorö hjá mörgum, aö jaröstöö muni gera okkur kleift aö ná erlendum stöövum og aö hún yfirleitt leysi allan vanda sjónvarpsins I sambandi viö efni erlendis frá. Hvaöa möguleika gefur jaröstöö okkur raunveru- lega? „Já, þaö er útbreiddur mis- skilningur aö jaröstöö geri okkur kleift aö ná erlendum stöövum. Þaö er alrangt. Jaröstööin er fyrst og fremst fyrir simann og yröi rekin af pósti og sima, en viö aftur á móti gætum leigt hjá þeim linu eöa samband, sem ger- ir okkur kleift aö fá ákveöiö sjón varpsefni hingaö heim i sjón- varpshús og sjónvarpa þvi beint út, um leiö og eitthvað er aö gerast erlendis. Eins er auövitab hægt aö taka svona efni uppá myndsegulband og setja þá inn isl. texta eöa gera eitthvað annaö viö þaö, slikt kemur einnig til mála, eöa réttara sagt þaö er möguleiki á hvoru tveggja, aö taka efniö uppá myndsegulband eöa sjónvarpa þvi beint. En ég vil taká frám,"að þetta er þaö dýrt, aö viö myndum ekki taka nema takmarkað af efni á þennan hátt. Þaö sem aö minu áliti vinnst helst viö þetta er aö viö myndum fá ákveöiö magn af fréttamyndum daglega, glænýjum fréttamynd- um og viö gætum fengið alla meiriháttar viöburöi beint, eins og til aö mynda ólympiuleika og annaö þvi um likt. Sllkt yröi ekki mjög dýrt efni ef EUROVISON, samband sjónvarpsstööva i Evrópu, hefur keypt þaö eins og ólympiuleikar, eöa úrslitaleikur I einhverri knattspyrnukeppni eöa hvaö sem viö viljum tilnefna og dreifir eftir sinu kerfi. Þá greiöum viö fyrir þaö eftir ákveönum verötaxta, þar sem miðað er viö fólksfjölda I viðkom- andi landi, og okkar kostnaður yröi ekki mjög mikill. Þaö má segja aösvona jaröstöö yröi mikil lyftistöng fyrir okkur, og við höf- um vissulega áhuga á henni, en hún er ekki og veröur aldrei okk- ar mál, heldur fyrst og fremst pósts og sima. Svar verður að koma — Þú vildir ekki áðan svara þvi ákveðið hve lengi þiö gætuö not- ast viö þau tæki sem þið hafiö nú hjá sjónvarpinu? „Nei, þaö er eiginlega ekki hægtað gefa ákveöiö svar viö þvi. Kannski 1 ár en kannski 10, en þaö verður erfiöara og erfiðara aö keyra þessi tæki meö hverju ár- inu, sem liöur. Svo er annab sem ég nefndi ekki áöan. Viö erum meö einfalt útsendingarkerfi og ef eitthvað bilar veröur allt stopp. Erlendis eru flestar sjónvarps- stöövar meö tvöfalt og jafnvel þrefalt kerfi, þannig aö hægt er aö skipta yfir ef eitthvaö bilar.” — Nú hefur þú, ásamt öörum ráöamönnum sjónvarpsins rætt þessi endurnýjunarmál viö yfir- menn ykkar, ertu bjartsýnn á aö þib fáiö aö endurnýja fljótlega og þá yfir I lit? „Ég er bjartsýnismaður i verunni og þvi skyldi ég þá ekki vera þaö i þessu efni eins og ööru. Mitt álit er þaö aö einungis sé timaspursmál hvenær viö fáum leyfi til aö fara yfir I lit og förum aö vinna aö þvi aö litvæöa okkur. Ab mlnu áliti geta ráöamenn ekki dregiö þaö lengur aö segja fólki hvenær til stendur aö fara yfir i lit. Þaö skiptir ekki máli hvort þaö veröur eftir 1 ár, 5 ár eöa 10 ár, fólk á heimtingu á aö fá aö vita þaö nákvæmlega vegna þess, aö þaö er alveg sama með sjón- varpstæki fólks og útsendingar- tæki okkar, þau þarf aö fara aö endurnýja og hvaö á fólk þá aö gera? A þaö aö kaupa svart/hvlt tæki, en svo verður svissaö yfir i lit eftir fáein ár, eöa á þaö aö kaupa litatæki, þótt litasjónvarp komi ekki fyrr en eftir 10 ár og endingartimi tækisins þá aö renna út? Þetta er spurning sem fólk á heimtingu á aö fá svar viö.” Ný tækni — Ég frétti af þvi Höröur aö þú hafir nýveriö setið ráöstefnu i Finnlandi, þar sem rætt var um alveg nýja tækni i sambandi viö sjónvarpsdreifingu um heiminn? „Já, það er rétt aö ég var á ráö- stefnu þar, sem var undir- búningsráöstefna, haldin af noröurlandabúum, til undirbún- ings alþjóöaráöstefnu, sem haldin veröur i Genf I janúar nk. þar sem á aö vinna aö þvi aö úthluta bylgjulengdum og rásafjölda I himinhvolfinu fyrir svokallaöa út varps og sjónvarpshnetti.Þessir nýju hnettir eru þess eðlis, aö þeir eru svo kallaöir sinkrómhnettir i 36 þúsund km. hæö yfir miöbaug og eru kyrrir miöaö viö jörö, snúast meö sama hraöa og jöröin. Þeir eru þess eðlis aö þeir munu senda útvarps- og sjónvarpsefni yfir viökomandi lönd. Þetta er al- ger nýjung I sambandi viö dreifi- kerfi. I augnablikinu er talað um aö þaö veröi 5 breiðbandarásir fyrir hverja þjóð, sem gæti þýtt 4 sjónvarpsrásir og 16 útvarpsrás- ir. Norburlandamenn hafa veriö aö tala um aö nota þetta enn meira meö þvi áö hafa sameigin- legan geisla, þannig ab sumu efni veröi varpaö yfir öll Noröurlönd- in. Á ráöstefnunni i Finnlandi var veriö aö ræöa þetta mál, hvernig eigi aö framkvæma þetta og undirbúa samstööu okkar fyrir alþjóölegu ráöstefnuna i janúar nk. Og i næstu viku verður önnur undirbúningsráöstefna á vegum Sambands útvarpsstööva i Evrópu þar sem einnig veröur fjallaö um þetta mál frá tækni- legu sjónarmiöi. Þessi tækni sem þarna um ræö- ir er alger nýjung á sviöi dreif- ingar. Nú veröur dreifikerfiö á einum staö út i himingeimnum i staö þess aö vera á fjallatoppum um öll lönd. Þetta kostar sérstakt tæki fyrir hvern sjónvarps- eiganda og getur hann þá tekib beint viö útsendingum þessa gervihnattar sem ég nefndi áöan. Ef samvinna kemst á milli Noröurlandanna i þessu efni get- um viö notiö góös af henni meö þvi móti ab þau sendi hluta af sin- um geisla norður til okkar og þaö er vel hægt. Þá getum viö náö útsendingum allra Norðurlandanna og þau okkar. Þaö er hinsvegar afar ósennilegt að viö getum náö útsendingum annarra þjóöa, nema meö mjög stórum loftnetum og dýrum út- búnaöi. t dag yröi þaö afar dýrt fyrir okkur aö vera meö, en verö á öllum tækjum til þessa lækkar mjög ört, þannig aö ómögulegt er að segja um hvaö þetta myndi kosta þegar til kemur, en það er ekki fyrirhugað aö þessi nýja tækni komist á fyrr en á árunum milli 1980 og 1990. Þjálfun starfsfólks — Ég nefndi þaö vist ekki áöan, þegar viö vorum aö tala um skipt- inguna yfir i litasjónvarp, aö nauðsynlegt er aö endurhæfa og þjálfa starfsfólk okkar upp i lita- útsendingum. Þaö er allt önnur tækni og nokkuö breytt vinnu- brögö, sem viöhöfö eru viö litaút- sendingu en svart/hvita útsend- ingu. Þess vegna liggur okkur mikiö á aö fá aö vita, hvenær viö förum i lit og þaö meö nokkrum fyrirvara, vegna þess aö ég tel aö það taki áriö aö þjálfa starfsfólkiö upp. Þannig hangir þetta saman, við verðum aö fá aö vita hvenær viö förum yfir i lit, svo að viö get- um byrjað timanlega að undirbúa okkur og ég tel eins og ég sagöi áöan aö sjónvarpiö skuldi al- menningi þaö aö láta hann vita timanlega hvenær litaútsend- ingar hefjast, vegna þess, sem ég nefndi áöan. Þaö er aö minu mati ekki hægt aö draga ákvaröana- töku I þessu máli öllu lengur en gert hefur veriö”. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.