Þjóðviljinn - 13.02.1977, Side 17

Þjóðviljinn - 13.02.1977, Side 17
Sunnudagur 13. febrúar 1977 lJ.)»U\'ll.Jl\'i\ — SU)A — 17 hafa orðið að þola styrjaldir eiga margar rústir. Þær þjóðir sem hafa komist hjá ógæfu styrjalda, hafa eignast rústir einkum vegna vanmats, þekkingarleysis eða „skipulagningar”. Þar sem ekki þurfti að rifa prestsbústaðinn að Kirkjubæ vegna annarra bygginga þar á staðnum, verður að telja að vanmat og þekkingar- leysi hafi þar orðið örlagavaldar. Gisli Hallgrimsson skólastjóri á Hallfreðarstööum var i fyrstu stjórn Safnastofnunar Austur- lands 1972, og ætti Gisli að vera sveitungum sinum til leiðbein- ingar um að umgangast gamla hluti og hús með nærfærni. Séra Fjalar Sigurjónsson á Kálfafells- stað var einnig i þessari stjórn. og hefði Gisla þvi verið innan handar að bjarga fæðingarstað og æsku- heimili séra Fjalars frá eldinum. En hvers skyldi vera að vænta af öðrum, þegarmaðurúr stjórninni er svo hlutlaus að horfa á prests- setur sveitarinnar, á næsta bæ, brennt? Óskiljanlegt er að Tungumenn skyldu meta Kirku- bæjarhúsið svo, að jörðin og moldin geymdi þaö best. Nú stendur húsgrunnurinn eftir, með brunaleifum. Rétt væri að fylla hústóftina með möl og reisa þar minnismerki um þá presta er á Kirkjubæ störfuðu og þjónuðu sókn sinni. En varast ber notkun jarðýtu á þessum stað, þvi húsatættur eldri húsa eru þarna við þar sem húsið stóð áður. Hverjir ákvarða? Frá og með heimastjórn 1904 er yfirstjórn jarðeigna islenska rikisins falin tveim af þrem ráöu- neytum, kennslu- og dómsmála- deild og atvinnu- og sam- göngudeild. Þetta fyrirkomulag var endurskoðað i samræmi við breytingar á ráðuneytum 1936, og aftur um áramótin 1940-41. Segja má að jarðeignadeildin eins og hún birtist okkur nú hafi verið sett á stofn 1953; þó er gerð nokkur breyting um fyrirkomu- lag 1958. Má nokkuö af þessu sjá aö jarð- eignir kirkju og rikis hafi verið á nokkrum þvælingi milli ráðu- neyta, og hefur það varla leitt til aukinnar festu i meðferð á þeim. En hvernig hefur svo verið farið með þær jarðeignir sem rikið yfirtók frá kirkjunni? Húsum margra þessara jaröa hefur verið haldið illa við, svo húsakostur var ekki lengur i samræmi við kröfur timans. Þetta leiddi oft til þess að þegar ungir prestar sóttu um sveitaprestaköllin hættu þeir við er þeim var ljóst hver aöstaða þeirra yrði. Þetta gerðist á Kirkjubæ og nú er þetta sama að gerast i Vallanessókn. Ælta mætti að ráðuneytið hefði þá stefnu að láta prestsetrin grotna niður, svo auðveldara sé að flytja prest- setrið til næsta þéttbýlis. Þessi flutningur hefur veikt stórlega aðstöðu fólksins til búsetu i sveit- inni, þar sem prestarnir voru tengdastir fólkinu af embættis- mönnum og börðust fyrir hags- munum þess. Hreinsunareidur á helgum stað Verk böðulsins sem vann á þúfunum forðum var verk sem leiddi til bóta fyrir ábúanda jarðarinnar, en verk þess sem stóð fyrir húsbrunanum er til tjóns fyrir alda og óboma. Sú meöferð sem margar kirkjujarðir hafa fengið eftir að rfkið fékk yfirráð þeirra, hefur verið fyrir neðan allt velsæmi i sumum til- fellum. Þannig var til dæmis með þá ágætu jörð Kirkjubæ, þar til mann bar þar að garði, er vildi búa þar. Var þá samið viö hinn væntanlega ábúanda um ,,aö sjálfur reisti hann útihús á jörð- inni en leigjandinn — rikið — kæmi upp ibúðarhúsi. Mátti það heita vel sloppið fyrir þaö opin- bera” segir umboðsmaður kirkjujarða i Lesbók Morgun- blaðsins 28. nóv. 1976 i grein. Lagarfoss er fyrir landi Kirkju- bæjar, og átti Kirkjubær hálfan vatnsréttinn. Þegar samiö var um vatnsréttinn viö hið opinbera var þannig samiö að Kirkjubær fékk ekki neitt. Kirkjubær er ekki lengur prestssetur i miöri sókn þar sem mál sveitarinnar eru rædd og til lykta leidd. Staðurinn hefur að vlsu risiö úr ösku og hefur veriö byggt ibúöarhús úr Framhald á bls. 22. Okkur vantar allar stærðir af ibúðum og einbýlishús- um. Verðmetum samdægurs. Opið alla daga til kl. 10 eftir hádegi. Fasteigna- úrvalið Silfurteig 1 Sölustjóri: Auðunn Hermannsson. Benedikt Björnsson. Sími llPP 83000 Kaupid bílmerki Landverndar Sagan af Þuríði for- manni og Kambsráns- mönnum „Kambsránið er, það ég best veit, alveg einstæður atburður i islenskri glæpasögu, og mála- reksturinn i sambandi við það einhver hinn mesti og viðtæk- asti i nokkru sakamáli hér á landi fyrr og siðar. 1 málinu voru haldin 52 réttarþing og vitni leidd úr öllum hreppum Arnessýslu milli Þjórsár og Hvitár og þar að auki úr ölfusi. Rannsóknin stóð yfir nær 11 mánuði og um 30 manns voru dregnir fyrir dóm” Þetta segir Guðni Jónsson i for- mála fyrir sögu Brynjólfs Jóns- sonar frá Minna-Núpi „Sagan af Þuriði formanni og Kambs- ránsmönnum”, sem Helgafell gaf út árið 1975. Útgefandi Helgafell Trésmiöir Þorraþr-elsskemmtun verður hjá Tré- smiðafélagi Reykjavikur, laugardaginn 19. febrúar 1977 að Hallveigarstig 1 kl. 20 til 2. Kalt borð Kveðskapur Kvartett Leikir Fjöldasöngur Dans Miðasala á skrifstofu félagsins þriðjudag- inn 15. febrúar og miðvikudaginn 16. kl. 18-19. 30. Verð miðans er kr. 2.500.- Trésmiðafélag Reykjavikur ÚTBOÐ Tilboð óskast i ofna, hreinlætistæki, blöndunartæki, vatnsiása og ræstivaska i göngudeild Borgarspitalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 9. mars 1977, kl. 11.00. fh. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frílcirkjuvegi 3 — Sími 25800 Gólfteppahreinsunin Hjallabrekku 2 Tek í hreinsun og þurrkun allskonar teppi og mottur. Fer í heimahús ef óskað er. Símar 41432 og 31044. Þökkum af hjarta öllum þeim fjölmörgu sem á margvfs- legan hátt hafa auðsýnt okkur samúð við andlát og útför Kristjáns Ingólfssonar fræðslustjóra Elin óskarsdóttir Ingólfur Kristjánsson Ólafur Grimur Kristjánsson Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir Þorsteinn Baldursson systkini tengdaforeldrar og aörir vandamenn. Star klæðaskápar Ný sending Lægra verð Ný sending af hinum vinsæiu Star klæðaskáp- um er komin. Star klæðaskápana er auðvelt að skipuleggja eftir þörfum hvers og eins. Star skápum er einstaklega gott að halda hreinum og þeir taka litið rúm um leið og þeir skapa mikið geymslurými. Athugið Einstakir skápar seldir með lækkuðu verði. Skápar úr viðarliki og viði. Skápar af öllum stærðum í baðherbergi og þvottahús. Komið og leitið upplýsinga BÚSTOFN HF. Söluskrifstofa í Aðalstræti 9, Miðbæjarmarkaðinum — Simar 81663 — 81077 Stýrimannafélag íslands Heldur félagsfund að Hótel Esju mánu- daginn 14. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Kjaramál. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.