Þjóðviljinn - 24.12.1977, Side 9

Þjóðviljinn - 24.12.1977, Side 9
n l í *; fc V H « ,-1/ Laugardagur 24. desember 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA » sýnt ráöamönnum á pappírn- um, þegar hann bauð I verkið var kannski enginn. Og hvaö með starfsfólkiö, konurnar sem ræsta? Þar er sömu sögu að segja alls staðar. Kaup þeirra lækkar um 4-5 kr. d. á timann (148-185 Isl. kr. 1973) og vinnu- álagið eykst. Algengt er að allt að þriðjungi kvenna við hverja stofnun er sagt upp þegar DDRS yfirtekur ræstingarnar Þær sem endurráðnar eru veröa að bæta á sig verkum þeirra sem hættu, iðulega auk þess á skemmri tima og kaupið lækkar Neðstar í GOGGUNAR- RÖÐINNI Þó að verkamenn i almennri verkamannavinnu séu ekki ofarlega i goggunarröö sam- keppnisþjóðfélags okkar eru þó ræstingakonur áreiðanlega þær sem neðstar eru. Þær gleymast oft hreinlega, eru t.d. ekki boðn- ar i veislur þegar ný fyrirtæki opna eða þegar starfsfólkið ger- ir sér dagamun. 1973 kom út i Sviþjóð bók sem heitir: Þú grétir ef þú vissir (á dönsku: Du ville græde hvis du vidste), eftir Marit Paulsen og Sture Anderson. hún segir frá kjörum og aðbúnaði ræstinga- kvenna I Sviþjóð. Bókin er mestmegnis samtöl við konurn- ar, þær segja frá lifi sinu og að- búnaði og eins og nafn bókar- innar bendir til kemur þar fram ýmislegt ófagurt. Dönsk bók um sama efni kom út i fyrra hjá for- laginu Demos. Hún er eftir Tove Friis og heitir á dönsku: Bare en vare (Aðeins vara á isl.). Konurnar „í gólfinu” 1 bókinni eru samtöl við 10 ræstingarkonur, sem allar höfðu komist I kynni við DDRS. Auk þess eru I bókinni upplýs- ingar þær um DDRS og ISS, sem skýrt er frá i upphafi greinar þessarar. Eins og i sænsku bók- inni lýsa konurnar kjörum sin- um nú, sérstaklega hvernig þau versnuðu, þegar verktakinn komst i spilið. Þá lækkuöu laun- in og vinnan jókst. Þannig var hægt að spara, en hvaö ætli verktakinn hafi haft fyrir snúð sinn? Það er ekkert smáræði og milliliöirnir aukast sifellt. For- stjórar, framkvæmdastjórar, yfirverkstjórar, verkstjórar o.s.frv. hrúgast upp og það mun vera ansi löng leið frá „toppun- um” stóru I finu dollaragrinun- um niöur til ræstingarkvenn- anna, sem „eru i gólfinu” og vinna starfið. Algengt er að for- stjóralaun I svona fyrirtæki sé hálf milj. d.kr. á ári (18.5 milj. is.) en hreingerningakonurnar i Sao Paulo fá t.d. 5-10 d.kr. á dag fyrir 9-10 tima stritvinnu. Mánaðarlaun þeirra verða þannig frá 125-150 d.kr. (4625 isl. kr.) I Danmörku fá konurnar oftast 19 kr. á timann eða um 700 Framhald á bls. 30. Elisabet Sveinsdóttir: Ekki rætt viö eina einustu ræstingakonu. félagið Framsókn áður en ákvörðun yrði tekin þar um. Er ekki að efa að samstaöa ræst- ingarkvennanna kom þarna i veg fyrir að rokiö yrði til og ræstingin boðin út meö ófyrir- sjáanlegum alleiðingum bæði fyrir konurnar sjálfar og bæjar- félagiö. Við ættum kannski heldur að taka þessar rósóttu — Já, þetta er ansi... — Já. — Það er gamalt verð á þessu, þetta er það eina sem eft- ir er. — Já, hvað finnst þér, Geiri! — Júú... — Ég held að þetta gæti farið mjög vel i stofunni. Haö segirðu að verðið sé? — Þetta er á 12 held ég. Það er gamla verðið. — Mér finnst þetta gasalega flott, Geiri. Ef ég á að segja mitt álit þá mundi ég hugsa alvar- lega um þetta. — Já. — Svoer það ódýrt lika. Þetta er gamalt verð. Annað sem kemur til greina er allt miklu dýrara. Þú sérð það. — Já, já. Ég sé það. — Eigum við kannski að lita betur I kringum okkur? — Ég get tekið það frá til morguns. —' Er þaö hægt. — Já, ekkert sjálfsagðara. — Geiri! Eigum við ekki að láta taka það frá fyrir okkur. — Jú, það sakar ekki. Or þvi að við þurfum endilega aö fá okkur nýtt. — Já, þakka þér fyrir. Við ætlum að láta taka það frá fyrir okkur. Við komum fyrir hádegi ef úr verður. Ég fylgi i humátt á eftir út úr búðinni og fylgi þeim fast á hæla niður Laugarveginn. Þau ganga lengi þegjandi. Svo segir konan allt i einu: — Þú vilt greinilega hafa allt i sama draslinu heima? — Hvað áttu við? — Þessar niðurslitnu, and- styggilegu, helvitis druslu- gardinur, sem hún mamma þin gaf okkur. — Já, ég vil það. Allt i niður- drepandi helvitis búmsara- búmsi, segir hann. Hún snarstoppar og segir: — Jæja, það er bara svona. Ég held við ættum bara að skilja. — Já , og þaö undireins, segir hann, gengur þvert yfir götuna og hverfur upp Klapparstiginn. Ég sem þykist hafa verið að horfa i búðarglugga i járnvöru- verslun sé út undan mér að kon- an er gráti nær. Ég kann ekki við að fara að reyna að hugga hana — enda sennilega tilgangs- laust. Svo lötra ég niður i Austur- stræti, sný þar við og maður lif- andi þegar ég er að ganga fram hjá Hans Petersen sé ég ekki hjónakornin i faðmlögum uppi á horni við Ingólfsstræti. Þegar ég geng fram hjá þeim, alsæll með sjálfum mér yfir þessum farsælu endurfundum, heyri ég konuna segja. — Við ættum kannski heldur að taka þessar rósóttu. —GFr HOTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00 12:00-14:30 19:00-01:00 Aðfangadagur 12:00-14:30 18:00-20:00 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Jóladagur 12:00-14:30 19:00-21:00 09:00-16:00 15:00-17:00 LOKAÐ LOKAÐ 2. Jóladagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 LOKAÐ 19:00-01:00 Gamlársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-16:00 08:00-14:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Nýjársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 09:00-16:00 10:00-14:00 LOKAÐ LOKAÐ Gistideild Hótel Esju verður lokuð frá hádegi 24. desember til 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti. iu Vinsamlegast geymiö auglýsinguna grnií11imilIHl33g|nB|

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.