Þjóðviljinn - 24.12.1977, Qupperneq 15
Sönglög
með Einari
Markan
Komin er út breiösklfa með
fjórtán islenskum söngiögum,
sem Einar Markan, barýtón,
syngur. (Jtgefandi er Vilhelmlna
Markan meö aöstoö Fálkans. A
annarri hliö eru upptökur frá ár-
inu 1926 en á hinni upptökur frá
1930. Pianóleikarinn 1930 er dr.
Franz Mixa. Einar Markan fædd-
istl ólafsvik 1902og lést I Reykja-
vlk áriö 1973. Vmsar upplýsingar
um söngferil Einars eru á bakhliö
plöntuumslags. Baldur Pálma-
son, dagskrárfulltrúi, ritar um
Einar Markan og segir:
„Söngferill Einars Markan var
eftirminnilegur, þótt ekki væri
hann ýkja langur. Um þaö hlýtur
að sannfærast hver og einn
áheyrandi þessara söngva, sem
safnaö hefur veriö saman á
hljdmplötuna hér i umslaginu.
Þar er meirihluti þeirra Islensku
laga, sem.Einar söng á plötur.
Hann stundaöi söngnám i Osló og
Berlln og hélt um þaö leyti og eft-
ir þaö tónleika ytra og heima.
Sönghneigöin var Einari Markan
og ættmennum hans i blóö borin,
' og ekki skorti rödd hans fegurð.
Þar hljómaöi sá unaösstrengur,
sem lyftir sönglist i hærra veldi.
Og E inar átti sér fjeiri listhugöar-
efni en sönginn einan. Hann
samdi lög viö eigin ljóð og ann-
Einar Markan
arra — og hafa u.þ.b. 50 sönglög
hans birst á prenti. Hann orti
kvæöi — og komu frá hans hendi
þrjár ljóðabækur, — og svo mál-
aöi hann myndir I tuga- eöa
hundraöatali, aöallega meö
vatnslitum. Þannig var Einar
Markan hinn fjölhæfasti lista-
maöur, en stærstur var hann
vafalitiö sem söngvari. Væntan-
lega fagna margir þessum minja-
grip um hljómfagran söng tilfinn-
ingariks manns — fagna nýjum
kjörgrip sigildrar sönglistar.”
Á plötunni syngur Einar Mark-
an, Rósina, Ásareiöina, Bnina-
ljósin þin bliöu, Betlikerlinguna,
Þú eina hjartans, Eg lit I anda, Á
Sprengisandi, Gigjuna, Sofnar
lóa, Savanhljóma, DIsu, Þú ert,
Ætti ég hörpu og Bikarinn. (
— ekh.
Hóta að leggja
bflunum—nota
hesta í staðinn!
„Félag Islenzkra bifreiöaeig-
enda vill mótmæla þeim hækkun-
um á benzini og þungaskatti bif-
reiöa er fram koma I fjárlögum
rikisstjórnarinnar.
F.l.B. vill benda á aö allar
hækkanir á bifreiöaeigendur eru
óþarfar eins og fram kom á 10.
landsþingi F.l.B. 1977 og hafa
fjölmiölar fengiö samþykktir
þess og gögn.
Rikisstjórn og alþingismenn
þeir er samþykktu f járlögin eiga
aö þvi er viröist, erfitt meö aö
skilja aö bifreiöin hefur komiö i
staöinn fyrir þarfasta þjóninn,
þ.e. Islenzka hestinn.
Meö sama áframhaldi má bú-
ast við aö Islenzkir bifreiöaeig-
endur sjái sér ekki fært aö halda
úti bifreiö og þá er eölilegast aö
halda, aö islenzki hesturinn komi
i gagniö aftur sem þarfasti þjónn-
inn.
F.l.B. vill benda bifreiðaeig-
endum á, aö áhrifarikustu mót-
mæli þeirra eru minni kaup á
benzíni og vill F.I.B. hvetja bif-
reiöaeigendur aö nota bifreiöir
sinar sem allra minnst.
Félag Islenzkra bifreiöaeigenda.
Sveinn Oddgeirsson, fram-
kvæmdastj. ”
Síðustu ferð-
ir út á land
Síðustu feröir út á land meö
áætlunarbilum frá Umferðamið-
stööinni fyrir jól veröa sem hér
segir:
Akureyri
Klukkan 13.00 á aðfangadag
veröur bein ferö til Akureyrar frá
Umferöamiöstööinni.
Borgarnes
Bein ferö til Borgarness kl.
13.00 á aðfangadag.
Grindavlk
Engin ferö á aðfangadag, siö-
asta ferö kl. 23.30 á Þorláks-
messu.
Hólmavik
Engin ferö á aðfangadag, síö-
asta ferö var sl. fimmtudag.
Hruna- og Gnúpverjahreppur
Ferö á aöfangadag kl. 14.00
Hveragerði
Siöustu feröir á aöfangadag kl.
15.00 og 15.30.
Hvolsvöllur
Tvær feröir á aöfangadag, kl.
08.30 og 13.30.
Höfn
Engin ferö á aöfangadag, slö-
asta ferö var á Þorláksmessu.
Keflavik
Ekiö samkvæmt áætlun 6 sinn-
um á dag.
Klaustur
Ferö á aðfangadag kl. 08.30.
Króksfjaröarnes
Engin ferö á aðfangadag, siö-
asta ferö á Þorláksmessu
Laugarvatn
Ferö á aöfangadag kl. 13.00
Mosfellssveit
Ekiö samkvæmt áætlun, slö-
asta ferö á aöfangadag kl. 15.20.
ólafsvik/Hellissandur
Engin ferö á aöfangadag, síö-
asta ferö á Þorláksmessu kl. 10.00
Reykholt
Ferö á aöfangadag kl. 13.00
Selfoss
Siöustu feröir á aöfangadag kl.
15.00 og 15.30
Stykkishólmur/Grundarfjöröur
Engin ferö á aöfangadag, siö-
asta ferö á Þorláksmessu.
Þorlákshöfn
Siöasta ferö á aöfangadag kl.
14.00.
Laugardagur 24. desember 1977 ! ÞJj>PVILJINN — SIÐA 15
Seinagangur á af-
greiðslu dómsmála
harðlega gagnrýndur
Aöalfundur tslenskrar réttar-
verndar var haldinn á Hótel
Loftleiöum um siðustu helgi. 1
í skýrslu formanns, dr. Braga
Jósepssonar, kom fram aö rúm-
tega 200 einstaklingar höföu leitaö
til félagsins um aöstoö d árinu
1977, en eins og kunnugt er starf-
rækir islensk réttarvernd lög-
fræöilega upplýsinga- og þjón-
ustuskrifstofu fyrir almenning.
Þorsteinn Sveinsson hdl. hefur
s nú látiö af störfum sem lögfræö-
ingur félagsins og hefur félagiö
ráöiö Björn Baldursson lögfræö-
ing til starfa.
Aö lokinni skýrslu formanns
uröu allmiklar umræöur um mál-
efni og starfsemi félagsins. Þá
voru samþykktar nokkrar álykt-
anir, þar sem m.a. seinagangur á
i afgreiöslu dómsmála var harö-
lega gagnrýndur, og skoraö var á
Alþingi aö setja lög um embætti
umboösmanns, er gætti réttar
þegnanna gagnvart hinu opin-
bera.
I ályktun aöalfundarins segir
m.a.: „Fundurinn bendir á, aö
mikiö af þvi misrétti, sem viö-
| gengsti þjóðfélaginu má rekja til
seinagangs i dómskerfinu.
Félagsleg og réttarfarsleg röskun
á Ufsháttum þeirra, sem árum
saman þurfa aö blöa eftir af-
greiðslu mála sinna fyrir dóm-
stólum hlýtur aö vera áhyggju-
efni allra þeirra, sem trúa á
frjálst og heilbrigt réttarfar á ls-
landi”.
Þá Itrekaöi fundurinn sam-
þykki tillögu um skipun sérstakr-
ar þingnefndar til þess aö kanna
gang og framkvæmd dómsmála
og vinna á annan hátt aö þvl aö
! efla réttarfariö I landinu, en
þingsályktunartillaga um þaö
efni var einmitt flutt á siöasta
Alþingi.
Dr. Bragi Jósepsson var endur-
kjik-inn formaöur félagsins, en
auk hans eru nú I stjórn Islenskr-
ar réttarverndar: GIsli G. ísleifs-
| son, Gunnlaugur Stefánsson,
Valborg Böövarsdóttir, Jörmund-
ur Ingi, Guöný Bergsdóttir,
Hjördis Þorsteinsdóttir, Siguröur
Þóroddsson og Jónlna Jónsdóttir.
1 varastjórn eiga sæti: Alfreö
Glslason, sr. Siguröur Haukur
Guöjónsson og Páll Skúli
Halldórsson. Endurskoöendur
voru kjörnir Ingólfur
Kristbjörnsson og Þorsteinn
Sveinsson. Félagsmenn eru um
300 talsins.
—eös
Gimsteina-
borgin
Bókaútgáfan Edda á Akureyri
ihefur sent frá sér bókina
GIMSTEINABORGIN eftir
vestur islenska rithöfundinn
Jóhann Magnús Bjarnason, sem
er án efa kunnasta sagnaskáldiö I
hópi v-islendinga.
Þessi bók hefur aö geyma sög-
una Karl litli sem fyrst kom út
1935 og fékk einstaklega góöa
idóma og var þá talin einhver
jmerkasta og sérstæöasta ævin-
týrasaga frumsamin á íslensku.
|Auk þess eru i bókinni fjölmörg
lævintýri fyrir börn og unglinga,
sem Magnús samdi á sinum tima.
Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla og iarsæls komandi árs,
þökkum við viðskiptin á siðastliðnum 50 árum.
Fiskverslun
Hafliða Balidvinssonar
Hverfisgötu 123
Óskum öllum landsmönnum gleði-
legra jóla og farsæls komandi árs.
V erkalýðsf élagið
EINING
Akureyri
Sendum félögum okkar og öðrum landsmönnum
til sjós og lands gleðilegar jóia- og nýjaárskveðjur.
Skipstjóra- og
stýrimannafélagið
ALDAN