Þjóðviljinn - 24.12.1977, Side 21
Laugardagur 24. desember 1977 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 21
vinnumaöur aö Þórisdal i Lóni.
Þann vetur deyr bróöir hans,
Daniel Bóndi á Rauðabergi á
Mýrum. Pálmi fer fótgangandi til
jarbafararinnar og veröur
HornafjarBarfljót i iskrapi og
frosti og kelur á hægri fæti meB
þeim afleiBingum, aB fótinn varB
aB taka af fyrir ofan öklaliB.
Fyrsti héraöslæknir Austur-
Skaftfellinga, Þorgrimur Þóröar-
son sat þá i Borgum I Hornafiröi.
Hann vann þaö afeksverk aö taka
fótinn af Pálma og er um þaö
greinargóö lýsing i æviminning-
um Þorleifs I Hólum sem aöstoö-
aöi Þorgrim viö svæfinguna. Seg-
ir Þorleifur aö læknirinn hafi
flegiö hold frá beini upp fyrir
öklaliB, siBan sagaB beiniB sundur
meB þar til geröri sög og saumaö
svo holdiö saman framan viö
beiniö. Þessi aögerö er fram-
kvæmd i Borgum þann 3. mars
1891. Þegar sáriB svo var gróiö,
geröi Guömundur Sigurösson
söölasmiöur á Hornafirði leöur-
hólk á fótiegginn og gekk Pálmi á
þeim gervifæti uppfrá þvi.
Einhvern tima á fyrstu árum
eftir aö Pálmi öölaöist gerfifótinn
var I Arnanesi vinnumaöur,
Kristján Guömundsson afabróöir
minn, sérkennilegur maöur fyrir
fljótfærni og hindurvitnatrú. Eitt-
hvert sinn var Kristján sendur á
sauöahús I Árnaneslandi. Snjór
var nýfailinn og sást vel til
brauta. Brátt kemur Kristján
heim aftur án þess áö hafa lokiö
ætlunarverki sinu, en haföi snúiö
viö á miöri leiö. Haföi hann séö á
leiö sinni mjög sérkennilega för I
snjónum. Var annað fariö eftir
heilan mannsfót en hitt farið likt-
ist litlum skjólubotni. Taldi
Kristján vist aö þarna heföi veriö
á feröinni vatnanykur eöa sjó-
skrimsli og haröneitaöi sauöa-
gæslunni. En brátt vitnaöist aö
þetta var braut Pálma Bene-
diktssonar á nýgeröum gervifæti.
Þreifst á þorskalýsi
og nýmjólk
Mjög þótti Pálmi óstööugur I
vistum. Fór hann vistferlum viðs-
vegar um Austurland og haföi
Kristin, son sinn þar á framfæri
sinu. Kunnu samtiðarmenn hans
af Austurlandi ýmislegt aö segja
af þessum sérkennilega Austur-
Skaftfellingi, sem m.a. vakti á sér
athygli fyrir glöggskyggni viö aö
velja brot á straumvötnum.
A þessum hrakningsárum
veiktist Kristinn Pálmason af
heiftarlegri kirtlaveiki og var
læknisráöa leitaö hjá Seyöis-
fjaröarlækni. Þau læknisráö
komu aö engu gagni og tók þá
Pálmi til eigin læknisráöa og
lagöi tjörubakstur viö sárin. Varö
drengurinn mjög þjakaöur af
þessum sjúkdómi, svo aö til ör-
kumla horföi. Tók Pálmi sig þá
upp af Austurlandi meö sjúkan
son og leitaöi heim til átthaganna
i Austur-Skaftafeilssýslu. Um
þessar mundir var héraöskunnur
smáskammtalæknir i Austur-
Skaftafellssýslu Eyjólfur
Runólfsson bóndi á Reynivöllum.
Var hans ráöa leitaö og tókst aö
lækna sjúkleika drengsins aö
fuilu. Ekki er nú meö vissu vitaö
hvaöa mixtúrur Eyjólfur á
Reynivöllum notaöi I þetta skipti,
en þaö var mál gamals fólks úr
Staöasveit aö þorskalýsi og
nýmjólk heföu reynst þar áhrifa-
mestu meöulin. Eftir lækniaö-
geröina dvaldist Kristinn ein-
hvern tima i Suöursveit m.a. á
heimili Onnu Benediktsdóttur og
Þóröar Steinssonar, foreldra
Halabræöra, Þórbergs, Steinþórs
og Benedikts. Brátt geröist hann
mannvænlegur maöur og stolt fá-
tæks fööur, sem unni honum
hugarástum.
r
I vesturheimi
og hesthúskofa
Um þessar mundir var silfri
hafsins, Austfjaröarsildinni ausiö
þar hvarvetna á land og norskir
athafnamenn settust aö á Aust-
fjaröahöfnum og kenndu islend-
ingum hagkvæmar veiöiaöferöir
og verkun aflans, sem á land
kom.
Þessi auðsuppspretta seiddi til
sin vinnuafl viðsvegar aö og þá
m.a. úr Austur-Skaftafellssýslu.
Þangaö leitaöi Kristinn eftir at-
vinnu þegar aldur og þroski
leyföi. En athafnalíf Austfjaröa
dugöi ekki þessum unga manni
aö fullu, og brátt er hann stiginn
um borö i útflytjendaskip á leiö til
ævintýralandsins Kanada þar
sem Islendingum var tjáö aö
ungra manna biöi gull og grænir
skógar. Fáar sagnir fara af dvöl
Kristins Pálmasonar fyrir vestan
haf. Þó bárust frá honum ein-
hverjar fréttir heim I átthagana i
Suöursveit. Eitt þessara bréfa
var til Þóröar Steinssonar á Hala
og innan i þvi 10 dollara peningur,
sem Þóröur var beöinn aö af-
henda Pálma Benediktssyni. Mun
sú peningasending hafa glatt
gamlan og vinafáan einstæöing,
sem ekki haföi áöur haft Kana-
diskan gjaldmiöil á milli handa.
Ekki er til þess vitaö aö hann
hafi nokkru sinni leitaö sveitar-
styrks fyrir sjálfan sig, en fremur
munu elliár hans hafa veriö lifs-
þægindasnauö. Siöustu æviárin
bjó hann einsamall i hesthúskofa
á Kálfafelli og haföi þar til sam-
vistar meö sér aleigu sina, jarp-
skjótta hryssu, sem hann batt
mikla tryggö viö. Löngum haföi
lifiö veriö honum andstreymt og
nú knúöi sorgin aö dyrum.
Suöursveitungur
fellur í Kanada
Arin 1914-1918 háöu heimsveld-
in heiftúöugan hildarleik sem var
heimsstyrjöldin fyrri. Kanada,
sem var samveldis land Breta
dróst brátt inn I hernaöarátökin
og kanadiskir þegnar voru
kvaddir til herþjónustu I þágu
fósturjarðarinnar undir gunnfána
fööurlandsástar. A meöal þeirra,
sem kvaddir voru til herskyldu á
vigvöllum styrjaldarinnar var
Suðursveitungurinn Kristinn
Pálmason sem féll þar aö velli i
einni stórskotahriöinni. Lát hans
var tilkynnt fööurnum Pálma
Benediktssyni meö svartrömm-
uöu sendibréfi frá Kanadisku her-
stjórninní. Löngum haföi lifiö far-
iö höröum höndum um Pálma
Benediktsson, en þetta var svart-
asta sorgarskýiö, sem skyggt
haföi á hamingju hans. Og nú tók
hann að fara einförum og lifa ut-
an alfaravegar, er honum var til-
kynnt sú harmsaga aö sonurinn
heföi falliö á vigvelli I framandi
landi.
Dauðinn í
Heiðnabergsbadstofu
Siöustu kaupstaöarferö sina fór
Pálmi til Hafnar I Hornafiröi i
Dymbilviku veturinn 1917.
Mun hann þá hafa farið þeirra
erinda aö sækja sér einhvern
Páskaglaöning og trúlega hefur
hann þá greitt úttekt sina meö
kanadiskum dollurum.
Er hann var á vesturleiö á
laugardag fyrir Páska var hinn
landskunni Páskabylur i aösigi.
Um Austurland og Skaftafells-
sýslur brast óveöriö á um miö-
nætti og stóö yfir i nærri tvo sólar-
hringa. Varö þá bátatjón, gripa-
tjón og manntjón viösvegar um
land, m.a. varö maður úti i veör-
inu á Hornafjaröarfljótum.
Pálmi Benediktsson haföi ætlaö
aö ná heim til sin þetta kvöld, en
brast gönguþrek og baðst gisting-
ar I Heiönabergi á Mýrum.
Kenndi hann brátt taksóttar, sem
ágeröist á Páskadag og ekki unnt
aö vitja læknis, vegna veöurofs-
ans. En brátt fór dauöinn mildum
höndum um þennan hugþjakaöa
feröalang sem lá liöiö lik i
Heiönabergsbaöstofu þegar veör-
inu slotaöi.
Munadarleysingjans
missælu kjör
Enginn héraösbrestur varö i
Austur-Skaftafellssýslu viö and-
lát, Pálma en aö nokkru fór þó
likt og Eyrbyggjasaga segir aö
fariö hafi þegar Þórólfur Bægi-
fótur fannst dauöur i öndvegi slnu
foröum og fáir þoröu framan aö
honum aö ganga, vegna ógnar
sem af sjónu hans stafaöi. Gest-
gjafanum Eyjólfi frá Núpsstaö
stóö slikur ótti af gesti sinum
látnum aö hann lét senda hraö-
boöa út I Suöursveit til aö tilkynna
andlát Pálma og óskaöi eftir þvi
aö likiö yröi hiö bráöasta á brott
flutt úr sinum húsum.
Suöursveitungar brugöu skjótt
viö aö sækja líkamsleifar Pálma
og var til þeirrar farar fenginn
Bjarni Runólfsson, bóndi á
Kálfafelli, orölagöur sjóvikingur
og karlmenni. Var likiö brátt flutt
á kviktrjám vestur aö Kálfafelli
og jarösett aö Kálfafellsstaö meö
yfirsöng séra Péturs Jónssonar.
Ekki er nú kunnugt um, hvar is-
lendingurinn Kristinn Pálmason
hefur hlotiö hinsta hvilurúm, en
trúlega er þaö einhverns staöar á
meöal grafa óþekktu hermann-
anna sem lif sitt létu á vigvöllum
heimsstyrjaldanna. En vel mætti
saga hans minna okkur á
munaöarleysingjans missælu
kjör á þeirri öld, sem Islendingar
áttu naumast nokkurt þjóöfélag.
Skipstjóri Mánafoss
gerir athugasemd
Fyrirsögn greinarinnar finnst
mér gróf og óviðeigandi.
Reykjavik 22. desember 1977.
Magnús Þorsteinsson skipstjóri.
J ólatónleikar
í Garðakirkju
Þjóöviljanum hefur borist eftir-
farandi athugasemd frá skip-
stjóra á m.s. Mánafossi vegna
greinar sem birtist i blaöinu á
fimmtudag undir fyrirsögninni
„Skipsþerna rekin fyrir aö vera
ólétt”.:
Ég undirritaöur skipstjóri á
m.s. Mánafossi taldi ekki for-
svaranlegt, á þessum árstima,
þegar allra veöra er von, aö hafa
umrædda þernu um borö þannig á
sig komna.
Skipstjóri ber ábyrgð á öryggi
skips og skipshafnar og tók ég
þessa ákvöröun eingöngu meö til-
liti til hennar öryggis. Meö þvi aö
hafa hana áfram um borö tel ég
mig vera aö taka óþarfa áhættu á
þvi aö eitthvaö þaö gæti komiö
fyrir, sem gæti stofnaö heilsu
hennar i hættu og erfitt gæti
reynst aö fá læknishjálp I tæka
tiö.
Mánudaginn 26. desember efna
Manuela Wiesler, flautuleikari og
Helga Ingólfsdóttir, semballeik-
ari til tónleika i Garöakirkju,
Aiftanesi. A efnisskrá þeirra eru
sónötur eftir J.S.Bach og G.
Fr.Handel, ennfremur Fantasia
fyrir einleiksflautu eftir
G.Ph.Telemann.
1 Garöakirkju á Álftanesi þykir
hljómburöur sérlega góöur. Til
leiöbeiningar ókunnugum skal'
tekiö fram aö frá Álftanesvegi er
tekinn afleggjari er merktur er
Garöholt og liggur aö kirkjunni.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er
aögangur ókeypis.
um leyfi tO veiða i þorskanet
Samkvæmt ákvæðum reglugerðar frá 29.
nóvember 1977, er á timabilinu 1. janúar
til 31. mai 1978, bannað að stunda veiðar
með þorskfisknetum án sérstaks leyfis
sjá varútvegsráðuney tisins.
Ráðuneytið vekur athygli á þvi, að þeir
sem ekki sækja um slik leyfi fyrir 31. des-
ember n.k., geta ekki vænst þess að fá
leyfi á næsta ári. Jafnframt er vakin
athygli á þvi, að ekki fá leyfi til netaveiða
skip stærri en 350 brúttó rúmlestir eða
loðnuveiðiskip, nema þau hafi áður stund-
að veiðar i þorskfisknet.
Samkvæmt framansögðu skulu allir þeir,
sem vilja stunda netaveiðar frá 1. janúar
til 31. mai á næsta ári, senda umsóknir þar
að lútandi til sjávarútvegsráðuneytisins
fyrir 31. desember 1977. 1 umsóknir skal
greina nafn, einkennisstafi og stærð skips
og nafn og heimilisfang móttakanda
leyfis.
Sjávarútvegsráðuneytið,
22. desember 1977
TILKYNNING
Með tilvisun til gildistöku reglugerðar um
rafverktakaleyfi þann 1. júli 1977, tilkynn-
ist hér með, að frá og með 15. des. 1977
hafa þeir einir leyfi til að annast raflagna-
vinnu á orkuveitusvæði rafveitu Hvann-
eyrar, er hafa rafverktakafyrirtæki skráð
á Vesturlandi og að öðru leyti uppfylla
skilyrði um rafverktakaleyfi á áðurnefndu
svæði.
Rafveita Hvanneyrar
c/o Bændaskólinn á Hvanneyri
Fimleikasamband íslands
Dómara- og
þjálfaranámskeið
Fyrsta dómara- og þjálfaranámskeið i nú-
timafimleikum verður haldið i íþróttahúsi
Kennaraháskólans 28. desember og hefst
kl. 13:00.
Upplýsingar i simum 43323 og 15361
Fimleikasamband íslands.
F j ölskylduf élagið
ÝR
heldur jólatrésskemmtun fyrir börn
félagsmanna og gesti þeirra þriðjudaginn
27. desember klukkan 15 i Lindarbæ.
Aðgöngumiðar seldir við innganginn.
Stjórnin
Auglýsiö í
Þjódviljanum