Þjóðviljinn - 24.12.1977, Síða 28

Þjóðviljinn - 24.12.1977, Síða 28
2 8 SIÐA —-ÞJOÐVILJ-INN Laugardagur 24. desember 1977 I Reykjavík eru sem kunnugt er starfrækt 8 kvikmyndahús. Nú um jólin tekur það níunda til starfa, Regnboginn við Hverfisgötu. Þessi bíóhús bjóða nú upp á 13 jól- amyndir, þar af 5 sem fiokkast undir barna- eða f jölskyldumyndir. Af þessum 13 myndum eru 2 breskar, ein norsk, ein sænsk og afgangurinn ,,made in USA". Disney Tvö kvikmyndahús, Gamla- bió og Hafnarbió, hafa komið sér upp föstum hefðum i sambandi við jólamyndir. Gamlabió sýnir Waltdisney, Hafnarbió Chaplin. I ár verður Gamla bió með myndina „P'lótt- inn til Nornafells” sem fjallar um systkin er búa yfir „dulræn- um hæfileikum”. Þetta virðist vera dæmigerður Walt Disney „þriller” — skuggalegir náungar reyna að notfæra sér hæfileika barnanna i gróðra- skyni, en góður maður gerist vinur þeirra og hjálpar þeim. Myndinni stjórnar John Hough og i aðalhlutverkum eru Eddie Albert, Ray Milland, Donald Pleasance og börnin Kim Richards og Ike Eisenmann. verk leika Jack Nicholson og Louise Fletcher og myndin er tekin á raunverulegu geð- veikarhæli. Æyintýralönd Háskólabió sýnir bresku myndina „The Slipper and the Rose” eða „öskubusku, einsog hún heitir á islensku. Þetta er að sjálfsögðu ný útgáfa af ævintýr- inu gamla sem allir þekkja. Myndinni stjórnar Bryan Forbes og aðalhlutverk leika Richard Chamberlain og Gemma Crayen. Rómantiskur söngleikur, vel leikinn og vel skrifaður — segja gagn- rýnendur. Rómantikin er einnig yfir- þyrmandi i barnamyndinni sem Stjörnubiósýnir, norsku mynd- inni Ferðin til jólastjörnunnar, Bióið hefur gefið yngstu kyn- slóðinni forskot á sæluna og er byrjað að sýna myndina. Ég hef lúmskan grun um að afar og ömmur hafi meira gaman af þessari mynd en blessuð börnin sem húh er ætl- uð. Þetta er gamla sagan um hið góða sem sigrar að lökum. Um litlu sætu góðu prinsessuna og vonda greifann, um álög og jólastjörnuna og jólasveina- landið og allt það. Vonandi hef ég rangt fyrir mér og börnin vilja óð og uppvæg sjá einmitt þessa mynd. Ferðin til jóla- stjörnunnar er byggð á leikriti eftir Sverre Brandt en kvik- myndastjóri er Ola Solum. Aðalhlutverk leika Hanne Gamanhrollur Nýjabió sýnir sambland af gamanmynd og hrollvekju: „Silver Streak”. Aðalhlutverkin eru leikin af Gene Wilder og Jill Clayburgh, en leikstjórinn heitir Arthur Hiller. Ég hef það eftir ábyrgum gagnrýnendum úti i heimi að lokaatriði myndarinn- ar sé það sem kallað er „vel heppnað” og glöggt dæmi um þær tækniframfarir sem orðið hafa siðan Hitchock gerði myndina „Númer sautján” árið 1932. 1 báöum myndunum nem- ur járnbrautarlest ekki staðar þegar hún á að gera það. 1 „Silver Streak” kemur hún æðandi gegnum vegginn á járnbrautarstöðinni i Chivago. Þetta ku lika vera æsispennandi stórslys. En það gerist ekki fyrren siðast i myndinni. Þarfyrirutan er hún ekkert sér- stök, segir heimildarmaður minn. Að visu segist hann hafa hlegið þegar hetjan er trufluð i kelerii við kvenhetjuna við það að lik hangir allt i einu i lausu loft fyrir utan lestargluggann — og hverfur svo út i nóttina. Regnboginn Og þá er það rúsinan i pylsu- endanum: Regnboginn. t skinandi fróðlegu viðtali þeirra Þorsteins Jónssonar og Friðriks Þ. Friðrikssonar við Friðfinn Ólafsson, formann Félags kvik- myndahúsaeigenda i útvarpinu á mánudaginn var sagði Chaplin Hafnarbió sýnir „Circus”. Þegar gagnrýnendur skrifa um þessa mynd fara þeir venjulega að tala um einkalif Chaplins i sömu andrá, og það er enginn tilvijun. Astæðan er sú, að einmitt meðan Circus var i framleiðslu stóö Chaplin I skiln- aðarmáli i annað sinn á ævinni. Það var mjög lciðinlegt mál og óspart notað af andstæðingum „litla mannsins” til að sverta hann á alla lund. I raun og veru varð þetta að pólitisku máli og ofsóknirnar fóru mjög illa með taugar Chaplins. Margir þykjast sjá þess merki i mynd- inni, sem er yfirleitt ekki talin til mestu Iistaverka hans. Engu að siöur er óhætt að fullyrða að ef leggja ætti listrænt gæðamat á jólamyndirnar i ár hlyti Circus að lenda mjög ofarlega á listanum. Forráðamenn Hafnarbiós eiga sannarlega þakkir skildar fyrir svo ágætt framlag til kvikmyndamenn- ingar höfuðborgarinnar sem Chaplin-hefð þeirra er. Forman Þvi er stundum haldið fram að bióstjórar leggi sig alla fram um að hafa jólamyndirnar „alveg sérstaklega góðar”. Nú er það vissulega matsatriði hvað er „góð” kvikmynd og hvað ekki. En ef við hugsuðum okkur að átt væri við kvikmynd sem skipti einhverju máli, skip- aði einhvern sess i kvikmynda- sögunni, sé ég ekki betur en bió- stjórarnir hafi staðið sig illa i ár. Fyrir utan Chaplin er aðeins ein mynd sem reikna má með aö einhver muni viku eftir aö hætt veröur að sýna jólamyndirnar. Þar á ég að sjálfsögðu viö „Gaukshreiörið” eftir Milos Forman, áem Tónabió sýnir. Um „Gaukshreiðrið” hefur svo márgt og mikið verið skrif- aö að mér þykir litt árennilegt að bæta þar nokkru við, fyrren ég hef séð myndina. Það er lik- lega óþarfi að hvetja menn til að láta ekki þessa mynd fram hjá sér fara. Að öðru leyti má geta þess að myndin er byggð á sög- unni „One flew over the cuckoo’s nest” eftir Ken Kesey, sem út kom árið 1962. Aðalhlut- Krosh, Knut Risan og Bente Borsum. Um fuiiorðinsmyndina sem Stjörnubió ætlar að gæða okkur á um þessi jól veit ég fátt, annað en að hún heitir Iljúpið (The Deep), er leikin af stjörnunum Jaqueline Bisset og Nick Nolte og gqrist að miklu leyti neðan- sjávar. Kafarar eru að grafa þar upp týnda fjársjóði. Einhver likti þessari mynd við „Ókindina” (Jaws) — sem mér persónulega finnast klén meðmæli. Stórslys „Skriðbrautin” (Roller- coaster) nefnist jólamynd Laugarásbiós. Leikstjóri er James Goldstone og meðal leikara eru George Segal, Richard Widmark, Timothy Bottoms, Henry Fonda og Susan Strasberg. Ungan mann langar i miljón og ákveður að gera eitt- hvað i málinu. Honum finnst það helst til ráða að sprengja upp nokkra skemmtigarða. Þetta virðist vera mynd sem byggir á lögmálum stórslysa- myndanna. Á meöan áhorfendur stara villtum skelf- ingaraugum á skriðbraut fulla af fólki sem vitað er að springur i loft upp eftir örfáar sekundur, gleyma þeir sinum eigin smá- vandamálum: óðaverðbólgu, atvinnuleysi, uppgangi fasismans osfrv. Þetta er, með öðrum orðum, æsispennandi mynd. Poppiö Lasse Hallström heitir sænsk- ur kvikmyndastjóri sem gert hefur a.m.k. eina þokkalega mynd um sænskan hversdagsleika — En kille och en tjej, sem sýnd var á mánu- dagssýningum i Háskólabió fyrr i vetur og hét þá Piltur og stúlka. Nú hefur Lassi þessi hinsvegar gert mynd um sænskan óraunveruleika: h 1 jómsvei t i na Abba. Austurbæjarbió ætlar að gera unglingum borgarinnar þann greiða að sýna þessa mynd um jólin. Vafalaust er hún vel gerð og skemmtileg, a.m.k. fyrir þá sem hafa áhuga á þessari bisniss-grúppu. Friðfinnur að kvikmyndahúsa- eigendur „berðust i bökkum”. Á meðan hann tvitók þessa setn- ingu með grátstafinn i kverkun- um var 40 manna hópur iðnaðarmanna önnum kafinn við að afsanna hana i aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá útvarpshúsinu. Þeir leggja nótt við dag, strákarnir, til þess að hægt verði að opna salina fjóra — rauða, gula, græna og bláa — á annan i jólum. Til þess,, væntanlega, að eigandinn geti farið að „berjast i bökkum”, sem hlýtur að vera eftirsóknar- vert hlutskipti, hvað sem liður mæðulegum uppgjafatóni Frið- finns. Stærsti salur Regnbogans tek- ur 320 manns i sæti og þar á að sýna „Járnkrossinn” eftir Sam Peckinpach. Peckinhah er af- skaplega frægur maður og gerir ofbeldisfullar og grimmar myndir. Hér er hann i essinu sinu enda viðfangsefnið ekki slorlegt: heil heimsstyrjöld. Myndin er byggð á sögu eftir Willi Heinrich og fjallar um þýskan herflokk á austurvig- stöðvunum 1943. Aðalhlutverk leika James Coburn, Maxi- milian Schell og James Mason. Listabió? I tveimur 110 manna sölum sýnir Regnboginn barnamynd- ir: Flóðið mikia, er segir frá flóðunum i Hollandi hér á árun- um og ævintýrum nokkurra barna i sambandi við þau, og svo mynd um hundinn Benji. Minnsti salurinn tekur 80 manns i sæti og mun ætlunin að sýna þar myndir sem ekki laða að sér stóra skara áhorfenda. Ef rétt verður á málum haldið má þvi búast við að við séum i þann mund að eignast „listabió” við Hverfsigötuna. Og hefur oft ver- iðhrópaðhúrra af minna tilefni. Um jólin á að sýna þarna bresku myndina „Voices”. Rétt er að benda værukæru fólki á að sjónvarpið ætlar að sýna þá ágætu mynd Cabaret á annan i jólum. Myndin var sýnd hér i Háskólabió á sinum tima, auk þess sem leikritið hefur veriðflutti Þjóðleikhúsinu. Efni myndarinnar er sótt i sögur Christophers Isherwoods um Berlin og lifið þar rétt áður en striðið skall á. Liza Minelli leik- ur aðalhlutverkið.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.