Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Miftvlkndagur 3. mai 1978. Stefna Sjálfstæöisflokksins i dagvistarmálum hefur valdift reykvískum fjölskyldum ómældu böli. Hér má sjá nokkur þeirra barna sem eru svo heppin aö eiga kost á dagvistun hluta úr deginum. Þorbjörn Broddason borgarfulltrúi: Ekki ÍO. hverju barni er bodin fullkomin dagvistun Um þessar mundir er rými fyrir 775 börn á dag- vistarheimilum Reykja- vikurborgar. Alls eru börn á forskólaaldri (þ.e. á 6. ári eða yngri) tæp- lega 8 þúsund i borginni. Dagheimilin eru einu staðirnir þar sem um er að ræða fullkomna dag- vistun (þ.e. dvöl allan daginn og máltíð). Það er því Ijóst að Reykjavíkur- borg nær þvi ekki að bjóða 10. hverju barni á forskólaaldri fullkomna dagvistun. Leikskólarnir bjarga tölu- verðu, en þar rúmast nærfellt 1700 börn. Þó geta þeir hvorkí né eiga að koma i stað dagheimil- anna sem samastaður barna útivinnandi foreldra. Þegar haft er i huga að útivinna mæðra er fremur að verða regla en undantekning og einnig að nær- fellt 5. hver barnafjölskylda i Reykjavik lýtur forsjá ein- stæðrar móður, verður ljóst hvilikt ófremdarástand borgar- stjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- flokksins hefur skapað með að- Þorbjörn Broddason gerðarleysi f dagvistarmálum. Þótt leikskólarnir veiti mjög ófullkomna og ófullnægjandi lausn fyrir flestar fjölskyldur, þá voru eigi að siður á biðlistum þeirra um siðustu áramót milli 900 og 1000 börn (og eru þá einungis talin þau sem höfðu náð 2ja ára aldri). A biðlista dagheimilanna komast einungis börn sem telj- ast til ,,forgangshópanna”, þessa smánarhugtaks Sjálf- stæðisflokksins. Eigi að siður er þar að finna hátt á 2. hundrað börn. Slikur er þeirra for- gangur. Sú aðferð bogarstjórnar- meirihlutans að skipa dag- vistarmálum svo aftarlega i forgangsröð verkefna sem raun ber vitni og alger höfnun þeirra á tillögum Alþýðubandalagsins um mótun heildarstefnu i takt við þá tima sem við lifum á, hefur valdið reykviskum fjöl- skyldum ómældu böli. Atvinnu- vegirnir kalla á vinnuafl bæði karla og kvenna, kaupránslög rikisstjórnarinnar neyða fólk til að taka alla vinnu sem er að hafa, burtséð frá eigin vilja og heimilisaðstæðum. Þetta bitnar á fjölskyldum i heild, en að sjálfsögðu eru það börnin sem verða verst úti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margsinnis staðfest að hann skortir pólitiskan vilja til þess stórátaks i dagvistarmálum sem i raun ætti að vera löngu hafið. Það sem þó hefur áunnist að undanförnu (breytt rekstrar- form dagvistarheimila, niður- greiðslur á daggæslu á einka- heimilum þegar einstæðar mæður eiga i hlut) er alfarið að þakka þrýstingi Alþýðubanda- lagsins. Aukinn styrkur Alþýðu- bandalagsins er brýnt hags- munamál reykviskra barnafjöl- skyldna. Aukum áhrif Þjódviljans í tilefni væntanlegra stjórnmála- átaka hafa margir velunnarar blaðs- ins komið að máli við okkur/ og óskað eftir því að senda gjafaáskrift að Aðalmál- gagn stjórnar- andstöð - unnar inn á hvert heimili Þjóðviljanum til vina og vandamanna. Þeim/ sem hafa hug á þessu er nú gef inn kostur á að kaupa þriggja mán- aða áskriftarkort með dálitlum af- slætti. imvium i Afgreiösla Þjóðv. Síðumúla 6 Vinsamlega sendið eftírfarandi Þjóðviljann, næstu þrjá mánuði: Nafn: ....................................... Heimili: ..................................... Nafn gefanda: ............................... Greiðsla kr. 5000.-fylgir Fjalakötturinn rifínn? Auglýstur til sölu Kjalakötturinn, Aðalstræti 8 hefur verið auglýstur til sölu. óskar Kristjánsson, fasteigna- sali, sagði i samtali við Þjóðvilj- ann i gær að nokkrir aðilar hefðu þegar sýnt inikinn áhuga á kaup- unum, ekki þó húsanna vegna, hcldur vegna lóðarinnar, sem er um 700 fermetrar að stærð. Ætlun þeirra er að rifa húsin og by ggja á lóðinni. Ljóst er þvi að slóðaskapur borgaryfirvalda og sinnuleysi þeirra um framtið Grjótaþorps- ins hafa borið tilætlaðan árangur, þvi i raun geta eigendur húsa i Grjótaþorpi rifið húsin hvenær sem þeim þóknast, eða selt lóðina undir nýbyggingar á borð við Morgunblaðshöllina. Þróunarstofnun Reykjavikur lagði i janúar fram tillögu að skipulagi fyrir þorpið og i þeirri tillögu ergertráð fyrir að Fjala- kötturinn verði varðveittur. Tillagan var lögð fyrir skipu- lagsnefnd i janúar og var allt útlit fyrir að hún yrði samþykkt. Af þvi' varð þó ekki, enda sendu eig- endur lóðanna Aðalstræti 8 til 14 borgarstjórn bréf með kröfu um skilyrðislausa frestun málsins, ella yrði kært til Félagsmála- ráðuneytis og dómstóla. Siðan hefur ekkert gerst i mál- inu nema hvað eigendur lóðanna hafa itrekað farið fram á það við borgaryfirvöld að borgin keypti þau hús sem hún vill friða eða semdi um makaskipti við eig- endur. Þessum tilmælum hefúr i engu verið sinnt. 1 Grjótaþorpsskýrslunni segir: ,,Húsin (við Aðalstræti 8) eru Vorum að fá í einkasölu húseiqnina Aðalstræti 8, Reykjavík (Fjalaköttinn). Tilboöum sé skilaö til undirritaös fyrir 10. maí n.k. Allar nánari upplýsingar aöeins veittar í skrifstofunni, ekki í síma. FASTEIGViSALFV HÖRGLVRLIBSHISIM Öskar Kristjánsson MÍLFLITVIVCSSKRIFSTOFA fiuðniundiir l'rtursson hrl.. Axol Kinarsson hrl. ómissandi vegna sögu sinnar, gerðar og legu. Þau eru byggð á timum framfara og nýjunga og sýna þann stórhug sem i mönnum var. Portið með glerþakinu á sér enga lika og i heild er byggingir. einstæð”. Húsin eru mjög illa farin og i Grjótaþorpsskýrslunni kemur fram að þau þurfi um 50-80% endurnýjunar við. Lóðarmatið á Aðalstræti 8 er um 92 miljónir króna og húsin eru metin á 10,5 miljónir . —Al. Skákmótiö í Las Palmas Fridrik yann í 2. umferð - Friðrik Ólafsson stórmeistari fer vel af stað á alþjóðlega skák- mótinu i Las Palmas. 1 1. umferð gerði hann jafntefli við ungverska stórmeistarann Gyula Sax og 2. umferð vann hann Rodriguez frá Perú. Er hann eftir 2 umferðir með 1,5 v. og er i 2-6. sæti ásamt Miles, Sax, Del Corral og Tuk- makov. Efstur er Stean frá Eng- landi með 2 vinninga. Töfluröð keppenda i Las Palmas er þessi: 1. Mariotti Italia 2. Panchenko Sovétr. 3. Tukmakov Sovétr. 4. Friðrik Ólafsson 5 Padron Spánn 6. Medina Spánn 7. Csoin Ungv.land 8. Del Corral Spánn 9. Vesterinen Finnland 10. Domeniguez Spánn 11. Sanz Ungv.land 12. Larsen Danmörk 13. Sax Ungv.land 14. Rodriquez Perú 15. Miles England 16. Stean England Friðrik ólafsson sagði i samtali við Þjóðviljann i gær að mótið væri ekki eins sterkt eins og upphaflega var látið i veðri vaka. Þannig hefðu þeir Spasski og Portisch ekki mætt til leiks og hefðu tiltölulega litt þekktir Spán- verjar hlaupið i þeirra skarð. - og er í 2-6. sæti Mótið er i styrkleikaflokki númer 10, en til samanburðar má geta þess að mótið hér heima i febrúar var i styrkleikaflokki 12. úrslit í 1. umferð: Úrslit i 1. umferð mótsins, en hún var tefld á sunnudaginn,urðu sem hér segir: Stean vann Mariotti, Miles vann Panchenko, Tukmakov vann Rodriquez, Padron vann Larsen, Csom vann Domeniquez. Jafntefli gerðu Friðrik og Sax, Del Corral og Vesterinen. Skák Medina og Sanz var frestað. Mesta athygli i 1 .umferð vakti tap Larsens fyrir Padron en þar teygði Larsen sig of langt i vinningstilraunum sinum og tapaði. 2. umferð: Úrslit i 2. umferð urðu sem hér segir: Mariotti vann Panchenko, Stean vann Vesterinen, Del Corr- al vann Domeniquez, Sanz vann Csom, Larsen vann Medina, Sax vann Padron, Friðrik vann Rod- riquez, jafntefli gerðu Miles og Tukmakov. 3. umferð var tefld i gærkvöldi og þá tefldi Friðrik við Miles og hafði hvitt. 1 dag teflir Friðrik með svörtu við italska stórmeist- arann Mariotti. —hól UTBOÐ Stjórn verkamannabústaðanna i Reykja- vik óskar eftir tilboðum i hita- og hrein- lætislagnir i 216 ibúðir i Hólahverfi. trt- boðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Mávahlið 4, gegn 20 þús. kr. skilatrygg- ingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.