Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. mai 1978. MINNINGARORÐ Jökull Jakobsson Ég kynntist Jökli Jakobssyni upphaflega meðan hann var ung- lingur, 16—17 ára að aldri. Hann leit þá stundum inn á ritstjórn Þjóðviljans, við röbbuðum saman og áttum mjög auövelt með að skiptast á skoðunum i einlægni og kynnast hvor öðrum vel. Ég áttaði mig fljótlega á þvi að Jökull var mjög óvenjulegur maður og bjó yfir eiginleikum sem voru afdráttarlausari en almennt gerist. Hann var ákaflega tilfinninga- næmur og hættan á tilfinninga- semi var i námunda viö hann. Hann hafði einstaklega næmt skopskyn og hættan á neikvæðu spotti vofði einnig yfir honum. tæssir eiginleikar fylgdu honum til æviloka; við hittumst seinast i húsi Jóns Sigurðssonar i Kaup- mannahöfn fýrir tveimur árum eða svo og áttum saman kvöld- stund sem mér er minnisstæð. mjög hátt. A þvi er enginn vafi að þar er hlutur Jökuls meiri en annarra manna. Hann tók upp hópvinnu, samdi frumdrög að leikriti en breytti þeim siðan i si- fellu i' samræmi við getu. hæfi- leika og tilfinningar leikaranna sjálfra. Árangurinn varð næsta fullkominn heildarsvipur. Hinir tviþættu listrænu eiginleikar hans og skynsamleg vinnubrögð hafa tryggt honum varanlegan sess i leikiistarsögu lslendinga. Augun eru spegill sálarinnar, herma dulræn fræði sem ekki snerta mig af þvi að ég veit ekki hvað sál er. A meðan ég skrifaði þessar linur horfðist ég þó i sif ellu i augu viðJökul,; hann var fagur- eygari en aðrir menn sem ég hef kynnst. Þau augu munu lifa i mér meðan öndin blaktir i nösunum. Magnús Kjartansson. hvort sem þær eru sannar eða uppspunnar. Af þvi svona vildi þjóðin hafa sitt skáld. Munnmæli um Pál Melsteð flugu i hugann, þegar til orða kom, að ég skrifaði nokkur orð um langtima samferðamann i bliðu og striðu, Jökul Jakobsson. Auðvitað dettur mér ekki i hug að likja bannsettum þrjótnum viðþá Jónas og Hallgrim, enda tel ég mig litt dómbæran um hann sem aivarlegan rithöfund. Einföldustu eftirmælin væru liklega að endur- taka það sem Jökull skriíaði á eintak mitt af fyrstu bók sinni, Tæmdum bikar: bökk fyrir allar communas horas laetitiae terri- bilisque sceleres,en það útleggst: sameiginlegar kætistundir og skelfilega glæpi. Það var nefnilega með ólikind- um, hvað Jökli.tókst oft að leiða Til Jökuls Það glitra perlur það vaxa undarleg blóm i garði skáldsins Svo oft er nóttin þung eins og stórt sært dýr en stundum er hún askja full af draumum Eftir nótt sem var þér askja full af draumum skin Morgunstjarnan skin Nina Björk Árnadóttir Amörkum tilfinninga og skops varð listamaðurinn Jökull Jak- obsson til. Honum gekk að vonum erfiðlega aðsamsama þessa óiiku eðlisþætti eins og fyrstu bækur hans bera með sér, en honum tókst smám saman að fella þá hvornaðöðrum á næsta fullkom- inn hátt, tilfinningarnar voru ævínlega baksvið skopsins og öf- ugt. Þegar Jökli tóksi best upp i leikritum sinum minnti hann mig á mesta listsnilling þessarar ald- ar, Charles Chaplin, án þess að leggja megi nokkurn vélrænan skilning i þann samanburð. Enginn maður hefur fengið mig til að hlæja jafn hjartanlega og Chaplin. en á sama tima vakti hann sáran grát hið innra með mér;og þegar Jökli tókst best upp að minu mati vakti hann hiið- stæðar tilfinningar; ég fór heim ai þeim leiksýningum með hug- ann fullan af spurningum; aðferð Jökuls var sú að spvrja en láta áhorfendum eftir að svara. Þetta einkenndi einnig útvarpsmanninn Jökul Jakobsson, en hann hefur á fullkomnari hátt en aðrir Islendingar kunnað að rabba við hlustendur, ævinlega með tviðræðum viðhorfum. stugga við stirðnuðum tilfinningum og stöðnuðum skoðunum. Á siðustu árum hefur mér fundist vaxandi dulhyggju gæta i verkum Jökuls ogsá boðskapur hefur ekki snort- iö mig á sama' hátt og gálga- húmorinn áður, en með þvi við- horfi er ég trúlega fremur farinn að lysa sjálfum mér en Jökli. Okkar timar eru mikið grósku- skeið á sviði lista hérlendis, og þar ber framlag leiklistarinnar Það er haft eftir Páli Melsteö, að hann viidi ekki ófrægja minn- ingu Jónasar vinar sins Hall- grimssonar með þvi að skrifa sannleikann um hann. Ólíkiegt er raunar, að skáld- skapur Jónasar hefði beðið mikinn hnekki, þótt sögur af vondslegu liferni hans varðveitt- ust. Eftirá þykir mönnum einatt ekki nema vænt um breyskleika sins eftirlætis. Þannig þykja sög- urnar af æsku- og manndóms- brekum Hallgrims Péturssonar aðeins flúr á mynd dýrlingsins, menn afvega. Eftirá varð engum skilningi komið þar á, hvernig maður hafði látið þetta óbermi teyma sig úti vitleysu, hvort held- ur það var misheppnuð bilstuld- artilraun eða skipuiagsbundnar sálrænar ofsóknir á hendur bestu mönnum. En það var einnig með ólikind- um, hversu vel og lengi honum tókst að telja velunnurum sinum trú um, að það væru aðrir, sem leiddu sig blessaðan litla sakleys- ingjann úti freistni og forað. Og eru um það mörg dæmi úr þeirri forneskju. En þetta gerir sosum Halldór Laxness lika, sem segist hafa verið nytsamur sakleysingi, þegar hann var að móta stefnu Sósialistaflokksins i sovétmálun-^ um. Erfitt gat verið að verða einn eftir úti með Jökli á næturþeli fyrir svosem aldafjórðungi, þeg- ar hann vildi ekki heim og fann uppá allskonar glettum til að hindra mann dauðuppgefinn i að dragnast heim til sjálfs sin. En það gat nú stundum verið gaman að vera og vinna með Jökli. Og einhvernveginn fyrir- gafst honum oftast ýmislegur ó- tuktarskapur, sem hann þótti á stundum uppfullur af. Einhvers- staðar innanum þetta sló vist eitt- hvert hjarta, og hundingjalega íramkomuna hefur hann liklega lagt sér til að miklum hluta. Þegar ég tala um samvinnu með Jökli, þá er ekki um andleg stórvirki að ræða. heldur fálm- andibrall menntaskólastráka. Og ílest var það öllum til ama og leiðinda nema okkur sjálíum einsog að skipuleggja hópútgöngu af fundi hjá Æskulyðsfylkingunni. þegar bekkjarbrððir okkar Ólafur Jens Pétursson byrjaði að taia, eða reyna með liðsafnaði að fella Jón Marinó Samsonarson frá for- mennsku i nýstofnuðu Félagi ungra fjjóðvarnarmanna. Mér varð fyrst ljóst, hvað Jökli var ótrúlega létt um að semja og skrifa uppi i Seli i 3ja bekk. Ég hafðieitthvað látið Ijós mitt skina Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. Trésmíðaverkstæðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 • Blikkiðjan Asgarði 7, Garðabæ Onnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 53468 fyrra kvöldið, en dagskrárefni brást fyrir seinni kvöldvökuna. Jökull stakk þá uppá siðla dags, aðviðsettum samanskopþátt. Ég lét til leiðast vantrúaður og sat með ennið i lúkunum og stundi upp hugmyndum á óralöngum fresti. Eftir tvo tima gafst ég upp og sagði, að þetta þýddi ekki neitt. En þá var Jökull búinn að vinna úr þessum fátæklegu hug- myndum á meðan og tilbúinn var þáttur, sem gerði stormandi lukku. Um þessar mundir var ég i rit- nend Skólablaðsins, og Jökull byrjaði að lauma i það smásögum undir dulnefnum. t fjórða bekk gáfum við auk þess saman út blaðið Mimi, sem fyrst átti raun- ar að heita Bölverkur og þar átti Jökull lifia nokkuð góða sögu. Auk þess var hann bæði lipur og hug- myndarikur skopteiknari. „Blaðið er algert einkafyrir- tæki ritstjóra og er eingöngu gefið út i gróðaskyni”, stóð i blað- hausnum. Mér þótti Jökull hafa látið mig vinna öll skitverk i sam- bandi við blaðið og tókst i hefnd- arskyni að hlunnfara hann i skipt- inu á góðans. Þá hlóu allir nema Jökull. Af þessu spratt mögnuð ó- vild, sem létti ekki fyrr en við vöktum okkur æð og bíétum bióði saman á dimmission sjöttabekk- inga um vorið, sem við tróðum okkur inná. Siðasta samafrek okkar frá þessum tima (fyrir utan að lesa saman undir stúdentspróf) var vist óperan Gunnar og Hallgerð- ur, sem flutt var á aðaldansleik skólans fyrir 25 árum af félögum okkar i 6.B plús Borghildi Thors. Óperan var raunar endurflutt i styttri gerð nú um daginn af bekkjarsystrum okkar á 50 ára afmæli Félags háskólakvenna. En sumum fannst hún við frum- flutninginn vanhelgun á dýrustu perlum islenskra bókmennta. Það var sumsé margtmeðó- likindum varðandi Jökul. T.d. að hann skyldi ekki fyrir löngu vera búinnmeðsTn niu lif einsog hann hafði oft farið ógætilega með sig. Hjáhonum mátti greina fljúgandi hæfileika, t.d. hlaða- og útvarps- mennsku á heimsmælikvarða, en stundum lika einkennilega lág- kúru. Hann var merkilega fund- vis á efnivið af fjölbreytilegu tagi, þótt hann hefði enn ekki fjallað um nema tiltölulega þröngt svið i leikritum sinum. Þessi fundvísi hans birtist raunar eitt sinn á nokkuð fjar- syldu sviði. Hann var nefnilega sá, sem fyrstur tók eftir steinþró Páls biskups i Skálholtskirkju- garði sumarið 1954. Sagan segir, að þá hafi hann kallað til Björns Sigfússonar og spurt, hvort hannhéldi ekki, að hér væri eitt- hvað athugunarvert undir. Björn hafi þá rekið járnkarl i kistulokið og k veðið upp: Nei. Hér er ekkert undir. En þar reyndist skáldið sannspárra. Arni Björnsson 1 ævi okkar alira eru þræðir, sem við munum betur en aðra. Og þá ekki siður þræðir. sem við vilj- um ekki muna i þeim vefnaði sem er ævisaga hvers og eins. Jökull Jakobsson vinur minn var einatt að velta fyrir sér þessum þráðum i æviferli manna, — hvað gerðist i raun og veru og hvernig það gerð- ist. Hann lagði spurningar i munn persóna sinna i leikritum, spurn- ingar sem aftur hljómuðu i huga okkar, leit að einhverjum sann- leika sem maður getur ekki mun- að, en man samt: „Ertu hætt að búa til lög á pianóið?” „Búa til lög? Hvenær bjó ég til lög? ” Hann bjó til samtöl i leikritum sinum um samtiðina, sem enginn okkar hafði heyrt i alvörunni, en við þekktum þó öll sem okkar samtöl. Þetta var hann sjálfur, eins og ég mun alltaf muna hann, kiminn, glettinn og ibygginn, með árvekni þess, sem skoðar og geymir. Lit- rikur þáttur i æviminningum, sem ekki er hægt að gleyma. Við Jökull endurnýjuðum bernskuvináttu fyrir 10 árum, þegar við fórum um götuna „okkar” og bjuggum til um hana útvarpsþátt. Þá rifjaðist upp fyrir okkur að við áttum marvislegar sameiginlegar minningar um hornaboltaleiki, kapphlaup og gagnmerka menningarstarfsemi i barnahópnum neðst á Asvalla- götunni. Jökull var gestkomandi i götunni, skrýtinn rauðhærður strákur nýkominn utan úr ógur- lega fjarlægum heimi, sem hét Kanada, i heimsókn hjá Eysteini föðurbróður sinum uppi á horni. Og eins og gefur að skilja kom hann færandi hendi. Hann kenndi okkur hvernig ætti að búa til bió. Maður átti að teikna ótalmargar mynd- ir á renninga, sem hægt var að fá i Gútenberg, og láta þær sið- an renna mátulega hratt i gegn- um ramma. Við þessa skapandi framleiðslu var hægt að dunda sér timunum saman. A þessum slóðum stigum við lika sameigin- lega fyrstu spor okkar i tengslum við leiklistina. Þannig var háttað húsakynnum hjá okkur öllum i götunni, að það var rennihurð á milli boröstofu og dagstofu. Aldrei var haldin svo afmælis- veisla, að litlu krakkarnir væru ekki settir á stóla borðstofumeg- in, fyrir luktum rennidyrum, en við eldri fulltrúar listanna tindum á okkur hatta og kápur og skóhlíf- ar úr ganginum drógum siðan frá með dramatiskum tilþrifum og lékum af hjartans lyst i setustof- unni fyrir heimsins þakklátustu áhorfendur. 1 þá tið var ekki til siðs að skrifa leikritin fyrst, held- ur lék hver og sagði það sem and- inn innblés honum hverju sinni, meö dýfum og bakföllum eins og i alvöruleikhúsi. Hitt kom ekki fyrr en seinna, — og þá i hlut Jökuls i svo rikum mæli. 011 leikrit Jökuls standa okkur, sem kynntumst þeim, lifandi fyrir hugskotssjónum, eins og maðurinn sjálfur. Það var gaman að vera ungur og vitni að upphaf- inu, „Pókók”, henda þar á lofti gamansamt nýyrðið „gengil- beina” og nota það eins og góða gjöf i samræðum, sjálfum sér til framdráttar til að vera fyndinn. Siðar að sjá, með árvissu millibili „Hart i bak”, „Sjóleiðina til Bag- dad”, Sumarið 37”, „Kertalog”, „Klukkustrengi” og heyra ótal mörg önnur i útvarpi, alvöru og gamanmál og alltaf það nýja ei- litið hnitmiðaðra en það siðasta, — einatt sótt á brattann. Og enn eigum við óséð á leiksviði það allra besta. — Sem útvarpsmaður er Jökull lika greiptur i minnið, rólegur og yfirvegaður raddblær- inn með þeim undirtón, að áheyr- andinn hafði jafnan á tilfinning- unni, að hann væri að brosa út i annað munnvikið eða bæla niður gamansemina, nákvæmlega eins og hann var svo iðulega á mörg- um skemmtilegum samtalsstundum. I leikritum Jökuls Jakobssonar skapaðist atburðarásin oft i kringum það, að persónur hans voru að koma eða fara. Aldrei verður heimurinn eins og áður eftir að Jökull er farinn og kemur ekki aftur. Og mikið höfum við misst með öllu þvi sem hann átti óskriíað. Ég kveð minn gamla góðvin með djúpum trega. Vigdis Finnbogadóttir. Jökli Jakobssyni varð ég mál- kunnugur 1954 eða 1955 á veit- ingastað við Laugaveg, en þegar sól færðist i hádegisstað á þeim árum, settist þar inn við gafl góð- kunningi okkar einn. Þremur eða fjórum árum áður. þá 17 ára gamall unglingur, hafði Jökull sent irá sér skáldsögu, sem umtal vakti. 1 umræðum i litlum hópi á þeim veitingastað seint á árinu Framhald á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.