Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 3. mai 1978. I ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Frá aðalfundi Mjóikurbús Flóamanna (Mynd: —IGG)
Aöalfundur Mjólkurbús Flóamanna:
MBF segir sig úrVinnu
veitendasambandinu
Aðalfundur Mjólkurbús Flóa-
inanna var haldinn að Arnesi,
föstudaginn 28. april. Fundinn
sátu 48 fulltrúar af félagssvæðinu,
sem nyr yfir Arnes-, Rangár-
valla- og Vestur- Skaftafellssýslu.
Auk þeirra sóttu fundinn
fjölinargir mjólkurframleiðendur
af svæðinu og aðrir gestir, alls um
300 manns.
Góð afkoma
Afkoma mjólkurbúsins árið
1977 var góð. Meðalverð til bænda
fyrirhvern litra árið 1977 var um-
fram grundvallarverð fyrir MBF,
eða brúttó kr. 97, 37 pr. ltr., en
grundvallarverðið var 84,14.
Nettó útborgun til bænda pr. ltr.
varkr. 79,40. Verður þetta að telj-
ast góður árangur.
Gestur
frá
Eritreu
1 kvöld klukkan 8.30 heldur
Berhanu Kifle frá Eritreu fyrir-
lestur i Félagsstofnun stúdenta.
Berhanu, sem staddur er hér-
lendis i boði samtakanna EIK-ml,
er félagi i Frelsisfylkingu Eritreu
(ELF), sem ásamt með fleiri
þarlendum samtökum berst fyrir
sjálfstæði landsins. Frelsisstrið
Eritreumanna gegn Eþiópiu hef-
ur staðiö yfir i meira en hálfan
annan áratug og nú er margra
grunur að fyrir dvrum standi
stórsókn eþiópska hersins og kú-
banskra bandamanna hans gegn
eritreskum sjálfstæðissinnum. 1
erindinu i kvöld mun Berhanu
Kifle fjalla um land sitt. sögðu
þess og yfirstandandi sjálfstæðis-
baráttu landsmanna. Víðtal við
hann birtist siðar i blaðinu.
Innlögð mjólk árið 1977 var
39.876.429 litrar, en 37.013.103 litr-
ar árið áður.
úrsögn úr Vinnuveitenda-
sambandi íslands
A aðalfundinum flutti fundar-
stjóri, Agúst Þorvaldsson, vara-
formaður MBF", skýrslu um
athugun sem nefnd á vegum
Mjólkursamsölunnar lét gera á
úrsögn hennar úr VSl og inn-
göngu i Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna. Þessi athugun
var, að sögn Agústar, gerð vegna
háværra radda á öllum fundum
MBF og Mjólkursamsölunnar
undanfarin ár um að bændur ættu
ekki samleið með öðrum atvinnu-
rekendum i kjarasamningum við
verkafólk, en út yfir tók þegar
Vinnuveitendasambandið lagði til
að stofnsjóðir samvinnufélaga
yrðu skattlagðir. Sú afstaða olli
mikilli reiði meðal bænda, enda
um gamlar ihaldslummur að
ræða frá timum Björns Kristjáns-
sonar árið 1924, að sögn Agústar.
Ofangreind athugun leiddi i ljós
að engir meinbugir eru á inn-
göngu Mjólkursamsölunnar i
Vinnumálasamband samvinnufé-
laganna. Aðalfundur hennar i ár
samþykkti þvi að fela stjórn
Mjólkursamsölunnar fram-
kvæmd málsins i samvinnu við
Mjólkurbú Flóamanna.
Stjórn MBF lagði þvi fram svo-
hljóðandi tillögu, sem var
samþykkt samhljóða:
„Aðalfundurinn getur fellt sig
við tillögu þá um úrsögn úr
Vinnuveitendasambandi Islands
og umsókn um aðild að Vinnu-
málasambandi samvinnufélag-
anna, sem nýafstaðinn aðalfund-
ur Samsölunnar samþykkti, og
felur stjórn Mjólkurbúsins að
hafa samvinnu við stjórn Mjólk-
ursamsölunnar um þetta mál.
Fullvinnsla og pökkun
heirfia í héraði
Fyrir fundinum lá bréf frá
Verkalýðsfélaginu Þór á Selfossi
og mjólkurfræðingum innan
MBF, þar sem skorað var á MBF
og Búnaðarsamband Suðurlands
að þessi félög hlutuðust til um að
öll mjólk, sem félli til á félags-
svæðinu yrði fullunnin og pökkuð i
MBF, en ekki flutt til Reykjavik-
ur til vinnslu.
Urðu miklar umræöur um er-
indi þetta. Hermann Guðmunds-
son á Blesastöðum og Árni Ara-
son á Helluvaði bentu sérstaklega
á nauðsyn þess að hafa sem best
samstarf við starfsmenn Mjólk-
urbúsins og töldu þeir rétt að taka
upp viðræður við starfsmenn um
erindi þeirra.
t lok umræðnanna var sam-
þykkt tillaga sem svar við erindi
Verkalýðsfélagsins Þórs og
mjólkurfræðinganna. t henni kom
fram m.a. að nú sé i gangi heild-
arathugun á fyrirkomulagi
mjólkurvinnslunnar á svæði
Mjólkursamsölunnar og þvi ekki
timabært að gera breytingar á til-
högun þessara mála fyrr en nið-
urstöður liggja fyrir. Hins vegar
bæri að hafa samráð við starfs-
menn.
Mjólkurbússtjóra þakkað
Formaður stjórnar MBF er
Eggert Olafsson á Þorvaldseyri
en mjólkurbússtjóri er Grétar
Simonarson. Hefur hann nú veitt
búinu forstöðu i 25 ár og voru hon-
um þökkuð góð störf i þágu sunn-
lenskra bænda þennan tima.
B.Ó.
1. maí í Kópavogi
t Þinghólii Kópavogi, eftir 1. niak
gönguna og útifundinn i Reykja-
vik. Þar voru kaffiveitingar, sem
inargir norfærðu sér og ávörp
l'luttu Hallfriður lngiinundardótt-
ir, 6. maður á G-listanuni i Kópa-
vogi, Sverrir Konráðsson, 3. mað-
ur listans og Bencdikt Daviðsson,
forniaður Sambands byggingar-
manna. (Ljóm: Leifur)
Þroskaþjálfaskóli
Islands auglýsir
inntöku nýrra nemenda
Inntökuskilyrði i skólann eru:
1. Umsækjandi skal a.m.k. hafa lokið
námi úr 2. bekk i samræmdum framhalds-
skóla (fjölbrautaskóla) i þeim námsgrein-
um, er skólinn gerir kröfur til eða
hliðstæðu námi.
Umsækjendur, sem hlotið hafa frekari
menntun t.d. lokið stúdentsprófi, skulu að
öðru jöfnu ganga fyrir um skólavist, svo
og þeir sem hlotið hafa frekari starfs-
reynslu.
2. Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað
4—6 mánuði á stofnun þar sem þroska-
heftir dveljast.
3. Heimilt er að veita umsækjanda skóla-
vist þótt hann fullnægi ekki kröfum 1. tölu-
liðs með hliðsjón af hæfnisprófum eða öðr-
um tiltækum matsaðferðum. Skal við mat
á slikum umsóknum m.a. hafa i huga að
umsækjandi hafi næga þekkingu til að
geta tileinkað sér námsefni skólans.
4. Læknisvottorð skal fylgja umsókn um
skólavist.
5. Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára.
Umsókn þar að fylgja:
1. Staðfest afrit af prófskirteini
2. Vitnisburður vinnuveitanda/skólastjóra
Umsóknareyðublöð verða afhent i skólan-
um eða send eftir ósk viðkomanda.
Simi skólans er: 43541
Umsóknarfrestur er til 1. júni.
Skólastjóri
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
í Hafnarfirði, Garðakaupstað,
á Seltjarnarnesi og í Kjósar-
sýslu vegna sveitarstjórnar-
kosninga 1978
Kosið verður á þeim stöðum og á þeim timum, sem hér
segir:
Hafnarfjörður og
Garðakaupstaður:
Á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, kl.
8.45-20.00 alla virka daga, á laugardögum kl. 10.00-20.00 og
á helgidögum kl. 13.00-19.00.
Seltjarnarnes:
A skrifsstofu embættisins i gamla Mýrarhúsaskóla, Sel-
tjarnarnesi alla virka daga, laugardaga og helgidaga kl.
17.00-20.00.
Kjósarsýsla:
Kosið verður hjá hreppstjórum.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Sel-
tjarnarnesi. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Laus staða
Kennarastaða við Menntaskólann á Isafirði er laus til um-
sóknar. Kennslugreinar: efna- og eðlisfræði, stærðfræði
og rafreiknifræöi. Nánari upplýsingar veitir skóla-
meistari fsimum (94-) 3135, 3599 og 3767.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6.
Reykjavik, fyrir 20. maí n.k. — Umsóknareyðublöð fást i
ráöuneytinu.
MENNTAM ALARAÐUNEYTIÐ,
27. april 1978
Þakkarávarp
öllu þvi góðá fólki sem sýndi inér hlýhug sinn á áttræðis-
afmæli minu þakka ég innilega.
L
Borghildur Einarsdóttir
frá Eskifirði