Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjéðviljans.
Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann
Ritstjórar: Kjartaa Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsbia&i:
Árni Beremann. .
Augiýsingastjóri: Gunnar Steinn
Pálsson
Ritstjórn, afgrei&sla, auglýsingar
Sl&umúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Kjósum ekki
kaupránsflokkana
1. mai 1978war merkilegur dagur. Þátt-
takan i baráttuaðgerðum dagsins i
Reykjavik var geysilega mikil, ræðu-
mönnum á Lækjartorgi mæltist vel og
ekki spillti tiðarfarið ljómandi baráttu-
skapi og stormandi sóknarhug. Ahugi
fólks og baráttuvilji dagsins gerir 1. mai
eftirminnilegan öllum þeim sem þátt tóku
i aðgerðum dagsins, varð til marks um
staðfastan sigurvilja og einingu alþýðunn-
ar andspænis kaupránslögum og kaup-
ránsflokkum. Borði með áletruninni
,,Kjósið ekki kaupránsflokkanna! ” var
strengdur þvert yfir forhlið stjórnarráðs-
ins meðan á útifundinum stóð á Lækjar-
torgi — einstaklega vel við eigandi og við
hæfi á þessum degi.
Barátturæða Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, formanns Verkamannasambands
íslands var hvöss og beinskeytt. Hann
lýsti aðgerðum Verkamannasambandsins
þeim sem standa yfir^ tilgangi þeirra og
markmiði, og lýsti þvi yfir að fleiri að-
gerðir væru i undirbúningi. Félög iðn-
verkafólks tygja sig nú til sérstakrar
baráttu á næstu vikum. Einstakir atvinnu-
rekendur eru hver á fætur öðrum farnir að
borga visitölubætur á laun þrátt fyrir and-
stöðu Vinnuveitendasambandsins, og enn
fleiri atvinnurekendur segja hverjum sem
hafa vill að þeir þori ekki að borga visi-
tölubætur á launin samkvæmt kjarasamn-
ingunum — ekki vegna þess að þeir óttist
að fyrirtækin færu á hausinn, heldur
vegna þess að þeir óttist ofstækisfullar
refsiaðgerðir rikisstjórnarinnar og
bankavaldsins. Það er þvi alveg augljóst
að verkalýðshreyfingin er á réttri leið,
atvinnurekendur eru tugum saman að láta
undan ofurþrýstingi verkalýðssamtak-
anna og það er rikisstjórnin ein sem enn
spyrnir á móti af itrustu hörku og frekasta
skilningsleysi. Verkalýðshreyfingin mun
þvi ekki vinna sigur i þeirri baráttu sem
nú stendur yfir nema allir standi saman i
kjarabaráttunni og i stjórnmálabarátt-
unni; sigur verkalýðsins verður ekki var-
anlegur nema þvi aðeins að fólk snúi baki
við kaupránsflokkunum þúsundum saman
i kosningunum i vor. Æ fleiri gera sér
þetta ljóst. Það staðfesti 1. mai.
Bákniö burt!
Gunnar Thoroddsen orkumálaráðherra
á við margan vandann að glima þessa
dagana, en allur vandinn stafar af hans
eigin óstjórn og úrræðaleysi. Dæmi:
1. Hróplegasta dæmið er Krafla. Þar
liggur fjárfesting upp á 10-20 miljarða
króna gjörsamlega ónotuð og ónothæf eins
og er vegna þess að þar vantar orkuna úr
iðrum jarðar til þess að knýja aflvélar.
Engir peningar — ekki króna — eru ætlað-
ir til borana við Kröflu á þessu ári. Verði
engar ráðstafanir gerðar liður að minnsta
kosti enn eitt árið sem fjármagnið við
Kröfluvirkjun liggur arðlaust með öllu,
heldur áfram að hlaða upp á sig og skuld-
irnar aukast dag frá degi.
2. Annað dæmið er fjármálaástand
Rafmagnsveitna rikisins. Orkumálaráð-
herra bætti stöðugt við verkefni þessa fyr-
irtækis enda þótt það væri fyrir löngu kom
ið i greiðsluþrot. Stefna hans var sú að lofa
og lofa, en hann sá ekki fyrir neinu fjár-
magni til þess að fyrirtækið gæti staðið við
loforðin. Fjárhagsvandi Rafmagnsveitna
rikisins telst i miljörðum króna — og eftir
margra missera loforð og svik ráðherrans
neyddist stjórn RARIK til þess að segja af
sér.
3. Þriðja dæmið er ástandið hjá Orku-
stofnun. Þessi mikilvæga stofnun lands-
manna er nú rekin eins og bónbjargarfyr-
irtæki. Þar eru ekki til peningar til þess að
greiða einföldustu reikninga. Þeir aðilar,
sem hafa unnið fyrir Orkustofnun, hafa
upp á siðkastið gripið til þess ráðs að fela
fjölskyldu Gunnars Thoroddsens að inn-
heimta skuldir hjá Orkustofnun, ef verða
mætti til þess að flýta lausn mála. Upp-
sagnir á starfsfólki og niðurskurður á
mikilvægustu verkefnum eru helstu við-
fangsefni Orkustofnunar um þessar
mundir. Þar æpa tugir nauðsynlegra
verkefna á peninga, en vanræksla i rann-
sóknarstarfi Orkustofnunar getur átt eftir
að kosta þjóðina ægilegar fúlgur þegar
fram i sækir.
Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur
sem kunnugt er tekið upp baráttu undir
kjörorðinu „Báknið burt”. Þetta kjörorð
er skiljanlegt þegar litið er yfir rikisfyrir-
tæki þau sem Gunnar Thoroddsen ber
ábyrgð á —g.
Borgarbáar
greiða flokks-
starf ihaldsins
Borgarstjórinn i Reykjavík
gerir nú viðreist um höfuð-
borgina og heldur hverfafundi
dag hvern.
Á fundunum heldur hannlanga
tölu um framkvæmdir i borginni
á siðasta kjörtimabili og þær
sem framundan eru. Hann sýnir
ótal töflur og linurit, fróölegasta
efni, en framsetningin að sjálf-
sögðu laus við alla gagnrýni.
Allt er þetta efni snyrtilega upp
sett á þar til gerðar litglærur.
Borgarstjóri hefur lika sér-
stakan sýningarmann, sem á
viðeigandi stöðum i ræðunni
bregður upp litskyggnum af
hinum og þessum stöðum og
byggingum. Á fundunum gefst
lika kostur á að skoða kort og
likön af borgariandinu.
Mikið skal til mikils vinna,
stendur einhvers staðar, og vist
er að ómæld vinna hefur verið
lögð i undirbUning þessarar
fundaherferðar, sem er stór lið-
ur i kosningastarfi Sjálfstæðis-
flokksins i Reykjavik.
Allt er þetta efni vel fram sett,
og greinilegt er aö litið hefur
verið til þess sparað. Starfs-
menn borgarskrifstogunnar og
borgarverkfræðings hafa löng-
um þótt vel hæfir til vinnu, og
vist er að kaupið sem borgar-
sjóður greiöir þeim fyrir vinn-
una er ekki of hátt. Hins vegar
finnst nU sumum mál til komið
að feitur flokkssjóður Sjálf-
stæðisflokksins fari sjálfur að
standa undir kosningabrölti
borgarstjórans.
Frambjó&endur og embettismenn voru svo stór minnihluti á
Birgir isleifur meft myndvörpuna: Heyrst hefur a& Sjálfstæöis-
flokkurinn hyggist leigja simakiefa undir næstu fundi sina um
borgarmál.
fyrir kosningar enda hefur
vinna þeirra ekki verið litill
þáttur i ötuili kosningavél
50 manns á
hverfa- fundi
Starfsmenn borgarinnar hafa
löngum verið önnum kafnir
fundinum 1 Rafstö&inni aO þeir voru næstum þvflmeirihluta.
ihaldsins.
A þessu vori virðist þó ætla að
keyra um þverbak, þvi nýverið
hélt Sjálfstæðisflokkurinn fundi
um einstaka málaflokka og við-
fangsefni borgarstjórnar og á
þeim fundum voru m.a. mættir
sem framsögumenn æðstu em-
bættismenn borgarinnar og
kynntu þar verksvið sitt. Fund-
arsókn var góð, 5-24 fundar-
menn að sögn Dagblaðsins.
Það er svo sem ekkert nýtt af
nálinni að embættismenn borg-
arinnar séu flokksbundnir Sjálf-
stæðisflokksmenn, en hitt er ný-
lunda að þeim sé beitt fyrir
kosningavagninn eins og gert
var á þessum fundum. Værí
ekki ónýtt að borgin tæki upp
svipaða þjónustu við aðra
flokka og á ég þá bæði við em-
bættismennina og glærur borg-
arstjórans.
Embættismannafundirnir eru
nú liðin tið, og gerðu garðinn
ekki frægan. Dagblaðið kynnti
sér fundarsókn á nokkrum
þeirra, og nægðu fingur annarr-
ar handar oftast nær til talning-
arinnar, t.d. á fundinum um
dagvistarmál.
Hverfafundir borgarstjóra
eru hinsvegar i fullum gangi
þessa dagana og var sá fyrsti
haldinn siðast liðinn laugardag i
Félagsheimili Rafveitunnar. Sá
var fyrir Arbæ og Selás og á
fundinum voru mættir um 50
manns, sauðtryggt lið, enda
flestir i framboði til borgar-
stjórnar. Vonandi endast fram-
bjóðendur til þess að mæta á
alla fundina 6, þvf annars yrði
þunnskipaður bekkurinn hjá
Birgi Isleifi. .^j.