Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.05.1978, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. mai 1978. ÞJúDVILJINN — SIÐA 5 a/ eríendum vettvangi Bernhardsreglan og Geir Hinir árlegu fundir Bern- liarös-reglunnar (heiti ólafs Jó- hannessonar á Bilder- bcrg-klúbbnum) þykja alltaf tals- vcrð tiöindi. Almennt er litið á klúbb þennan sem einskonar æðsta lcyndarráð hins iðnvædda, kapitaliska heirns, og lcikur þvi varla vafi á þvi að hér sé uin að ræða einhverja öflugustu valda- stofnun heimsins. Á fundi regl- unnar er boðið árlega uin 100 (stundum eitthvað fleiri, stund- um færri) mestu áhrifainönnum i stjórnmátum, hcrmálum, fjár- inálum, millirikjamálum og njósnamálum rikja Norður-Ame- riku og Vestur-Evrópu. Það segir sig sjálft að slikir höfðingjareru ekki aðkoma sam- an til þess eins að kýla vömb sina og skemmta hver öðrum, enda fara fjölmiðlar almennt ekki leynt með það að á Bilder- berg-fundunum séu teknar ákvarðanir, sem ráði miklu um stefnu hinna iðnvæddu Vestur- landa næstu árin. Margir hafa fyrir satt að portiigalska stjórnarbyltingin hafi öðrum þræði verið runnin undan rifjum Bernharðsreglunnar, vegna þess að æðstu valdamenn Vesturlanda hafi verið farnir að þreytast á úr sér genginni miðaldapólitik Sala- zars og eftirmanna hans. Einnig leikur grunur á að Bilder- berg-klúbburinn hafi ráðið þvi að Helmut Schmidt var gerður sam- bandskanslari Vestur-Þýska- lands i stað Willys Brandt. 1 sam- ræmi við þetta verður að ætla, að niðurstöður Bilderberg-leyni- fundanna hafi meiri eða minni áhrif á gang mála i öllum þeim rikjum, sem hlut eiga að máli, þar á meðal fslands. Stranglegur þagnar- eiður Það er til dæmis engin ástæða tilaðefast um, að Bilderbergarar hafi gert sinar ráðstafanir til að hlutasf til um deilur tslendinga við Breta og Vestur-Þjóðverjaí þorskastriðunum. Þar átti Unilever-hringurinn hagsmuna að gæta, og sá hringur er i nánum tengslum við hollensku konungs- fjölskylduna. Deilurnar út af bandarisku herstöðinni á Islandi Brzezinski, Geir, Kissinger — þrir þeirra sjö sem Reuter sá ástæðu til að nefna. hafa að öllum likindum einnig komið til umræðu á fundum klúbbsins, svo og áhugi auðhringa á tslandi sem hentugu landi til fjárfestingar vegna ódýrs vinnu- afls og annars. Franskur lögmaður ásakar Vestur-Þjóöverja: Segir þá draga á langinn réttarhöld ytlr nasistum L' 27/4 — Franskur lögfræðingur, Serge Klarsfeld, sagði i dag að vesturþýsk yfirvöld drægju af ásettu ráði á ianginn réttarhöld yfir fyrrverandi nasistaforingj- um, sem voru ábyrgir fyrir flutningi 76.000 franskra gyð- inga i útrýmingarbúðir á árum siðari heimsstyrjaldar. Af þess- um 76.000 lifðu aðeins um 3000 af striðið. Klarsfeld er að senda frá sér bók, sem er nákvæm skýrsla um ofsóknir nasista gegn frönskum gyðingum. t bókinni eru nöfn allra þeirra franskra gyðinga er fluttir voru i útrýmingarbúðir, bæði i Frakklandi sjálfu og utan þess, og einnig þeirra sem skotnir voru jafnskjótt og þeir höfðu verð handteknir. Klars- feld segist hafa skrifað bókina til þess að andæfa áróðri nýnas- ista, sem reyndu að draga fjöð- ur yfir fjöldamorðin á gyðing- um. Einnig ætti vesturþýskum stjórnvöldum að vera fengur i bókinni, þvi að hún gæfi þeim fyllstu upplýsingar um hverjir væru ábyrgir fyrir útrýmingar- aðgerðunum. Gífurleg mannfækkun vofir yfir V-Þjóðverium 60 miljónir marka veittar gegn ,Jjandskap við börn ff Stjórnvöld vesturþýska sam- bandsfylkisins Bæjaralands hafa ákveðið að veita fólki fjárhags- legan stuðning.i þeiin tilgangi aö það eignist fleiri börn. Hér eftir eiga pör heimtingu á 5000 marka láni þegar þau fanga f hjónaband og annarri eins fjárhæð þegar fyrsta barn þeirra fæðist. Fæðingartalan i Vestur-Þýska- landi er lægri að tiltölu en i nokkru öðru af fjölmennari rikj- um heims. NU er ibúafjöldi lands- ins um 58 miljónir, en sérfræðing- ar á þessu sviði segja að lands- mönnum muni fækka niður i 40 miljónir á næstu 50 árum ef svo farifram i þessum efnum sem nú horfir. Efnahagssérfræðingar segja minnkandi fólksfjölda i landinu eina af ástæðunum til þess, hve illa gangi að ná hag- vextinum á strik. Félagsmálaráðherra Bæjara- lands, Fritz Pirkl, sagði að stjórn fylkisins ætlaði að leggja fram 60 miljónir marka til þess að stemma stigu fyrir „vaxandi fjandskap gegn börnum i þjóðfé- lagi okkar,” eins og ráðherrann orðaði það. ASTRALSKA URANIÐ Frumbyggjar andvígir námuvinnslu 27/4 — Malcolm Fraser, forsætisráöherra Astralíu, hefur lokiðferðum hin úr- an-auðugu svæði í norður- hluta landsins, þar sem talið er aö sé í jörðu fimm- tungur alls úrans í heimin- um. Fraser hafði þar tal af forustumönnum frum- byggja landsins, sem haf- ast við á svæðinu og óttast mjög afleiðingar úran- náms, sem þarna hefur lengi verið fyrirhugað. Frumbyggjarnir hafa jafnvel haft við orð að gripa til aðgerða í þeim til- gangi að hindra námu- vinnslu. Verði nám hafið á svæðinu, verða frumbyggjarnir að yfirgefa nokkurn hluta þess, og krefjast þeir i staðinn afgjalds og trygg- ingar gegn umhverfisskemmd- um. Stjórnin ákvað i fyrra að af- létta fjögurra ára banni, sem sett hafði verið við námi og útflutningi á úrani i umhverfisverndarskyni. Hefur aflétting bannsins vakið heiftarlegar deilur i Astraliu. Bretland, Vestur-Þýskaland Japan, Kina Filippseyjar og fleiri riki hafa látið i ljós áhuga á þvi að kaupa ástralskt úran. Hér er að visu mestanpart um tilgátur að ræða, þvi að allir þeir, sem sitja Bilderberg-fundina eru bundnir ströngum þagnareiði. Fundarmenn hafa þó ekki farið leynt með það, aö niðurstöður fundanna hafi áhrif á störf þeirra til mótunar stefnu rikja þeirra i hinum og þessum.málum, Líkt við „mafiu” Enda þótt valdhafar þeir, sem fundina sækja, séu allir að eigin sögn lýðræðissinnar eins og þeir bestir gerast, fer þvi fjarri að nokkurtlýðræði sé viðhaft um val manna á fundina. Formlega er það svo að formaður klúbbsins (sem eftir að Lockheed-múturnar urðu Bernharði að falli er Alec Douglas-Home, fýrrum forsætis- ráðherra Breta) býður mönnum til fundarins hverju sinni, en gera verður ráð fyrir að hann hafi um það samráð við hina og þessa æðstu valdhafa Vestur-Evrópu og Norður-Ameriku. Þar sem ætla má að á fundum klúbbsins séu teknar ákvarðanir um stefnu Vesturlanda i mikilvægustu mál- um, hefur komið fram hörð gagn- rýni á klúbbinn, frimúraraleynd- ina sem hvilir yfir störfum hans ogólýðræðislegt valá fundi hans. I fyrra likti breskur Verka- mannaflokksþingmaður klúbbn- um við „mafiu” ogkrafðist rann- sóknar á athæfi hans. Hinir sjö útvöldu Reut- ers Þau tiðindi frá þessa árs fundi „lokaðasta klúbbs veraldar”, sem mesta athygli hafa vakið enn sem komið er, er að finna i Reuterfrétt. Af um 100 mestu áhrifamönnum auðvaldsheims- ins, sem sátu ráðstefnuna, sá fréttaritari Reuters ekki ástæðu til að nefna nema sjö. Þeir eru auk Homes lávarðar og klúbbfor- manns, Henry Kissingér, fyrrum utanrikisráðherra Bandarikj- anna, sem enn er áhrifamikill að tjaldabaki, Zbigniew Brzezinski, öryggismálaráðunautur Carters Bandarikjaforseta og einn valda- mesti maður núverandi Banda- rikjastjórnar, Alexander Haig, yfirhershöfðingi Nató, Joseph Luns, framkvæmdastjóri sama bandalags, Emilé van Leenep, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) — og Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra Islands. Athygli hlýtur að vekja að ein útfarnasta fréttastofa heims skuli telja Geir þess verðan að vera upptaldan meö ofannefndum stórmennum, fremur en fjöl- marga hershöfðingja, leyniþjón- ustustjóra, æðstu stjórnmála- menn, bankastjóra, teknókrata og aðra þá, sem útvaldir voru að þessusinni. Heldur óliklegt er að tilviljun ein hafi ráðið þessu vali Reuter-fréttamannsins, sem efa- laust hefur talsverða vitneskju um það, sem gerist á fundum klúbbsins, burt séð frá langri reynslu i þvi að geta i eyðurnar. Upplýst hefur verið, að fleiri framámenn Sjálfstæðisflokksins á Islandi hafi sótt Bilder- berg-fundi, ogeinnig hefur komið fram að Geir sótti fundi þessa áð- ur en hann varð forsætisráðherra. Reynt að styrkja innviði Sjálfstæðisflokksins? Þetta bendir óneitanlega til þess að æðstu valdhafar auð- valdsheimsins hafi mikla vel- þóknun á Sjálfstæðisftokknum og á Geir sérstaklega. Fyrr i grein- inni voru talin upp atriði, sem gætu verið skýring á þessum ann- ars dálitið dularfulla áhuga Bilderberg-reglunnará Islandi og forsætisráðherra þess. Við það má bæta aö sem forsætisráðherra hefur Geir lengst af átt miklum andróðri að mæta og ekki sist úr eigin flokki. Nú er það vitað, að Sjálfstæðisflokksmenn eru haldn- ir djúpri lotningu fyrir „miklum mönnum” i Bandarikjunum, Vestur-Þýskalandi og viðar. Þvi er ekki út i hött að geta sér þess til, að þau sömu mikilmenni telji að með þvi að hampa isienska forsætisráðherranum takist þeim að auka hróður hans heima fyrir — og þá helst i eigin flokki, sem að dómi valdhafa Nató og Banda- rikjanna er vitaskuld öruggasta haldreipi þeirra á tslandi. Þess- um aðilum er þvi áreiðanlega umhugað um, að Sjálfstæðis- flokkurinn eyði ekki kröftum sin- um i innbyrðis erjur og standi tryggilega sameinaður að baki formanns sins. dþ. Mesta eiturlyfja- mál í sögu Sviþjóðar 26/4 — Sænska lögreglan Itefur komið upp um eit- urlyfjahring, sem talið er aö liafi selt heróin fyrir um 25 miljónir sænskra króna. Yfir 20 grunaðir hafa veriö hand- teknir. Þetta er að sögn mesta eiturlyfjasala, sem til þessa hefur komist upp um i Sviþjóð. Smyglarahópur þessi er talinn hafa flutt heróniiö inn frá Hollandi og Tailandi sið- ustu tvö árin. Athafnamenn þessir fluttu að likindum einnig inn mikiö af amfeta- mini, morfin-pillum og hassi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.